Dagblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER1977. ...." "" ............................. 11 Fyrstu frjálsu kosningarnar í Portúgal fyrlr tæplega þremur ár- um vöktu mikiar vonir með þjóð- inni. Slagorðin voru uppi um alla veggi í borgunum. Vinstri fiokk- arnir gerðu sér miklar vonir um mikið fylgi, sérstaklega kommún- istar. Fylgi þeirra reyndist þó minna en ætlað var þegar á reyndi. hafa hvatt Soares til að reyna slíka -stjórnarmyndun til að styrkja stjórnartökin. Jafnaðarmannaleiðtoginn Soares er ekki sagður hrifinn af þessari hugmynd þvi með því óttast hann að styrkja stöðu kommúnistaflokksins. Eins og áður sagði er portúgalski kommúnistaflokkurinn ekki inni á sömu sáttalínu og flestir aðrir samflokkar hans í Vestur- Evrópu. Hinn svokallaði Evrópu- kommúnismi er Alvaro Cunhal foringja flokksins lítt að skapi. Hefur þessi afstaða hans meðal annars valdið þvi að lítill Vvinskapur er milli spænska kommúnistaflokksins og bræðraflokks hans I Portúgal. Carrillo, hinn spænski kommúnistaforingi, hefur verið hávær í andstöðu sinni gegn Sovétstjórninni og hlotið skammir og slæmar móttökur í Moskvu að launum. Cunhal telur samvinnu við hægri sinnaða flokka í Vestur-Evrópu fjarstæðu og hefur lítið gefið slíkum hugmyndum undir fótinn. Einnig er athyglisvert að stjórnmáláflokkarnir í Portúgal virðast allir vera að færast til hægri. Sú vinstri bylting sem gerð var þar og virtist á tímabili vera verða að valdatöku kommúnista er orðin heldur ljósrauð á litinn. Efnahagserfiðleikarnir virðast ætla að neyða Soares til hægri. Og ekki er ólíklegt að sú vinstri stefna, sem áður var efst á baugi í flokknum, fari lægra en áður. Eanes forseti hefur eitt tromp á hendi ef allt virðist ætla að fara í óefni: Stjórnar- skráin leyfir honum að taka sér jafnmikil völd og forseti Banda- rikjanna hefur. Getur hann, ef hann telur nauðsynlegt, rekið forsætisráðherrann og alla ríkisstjórnina frá völdum og myndað sína eigin stjórn. Talið er að Eanes forseti muni ekki grípa til þess ráðs fyrr en í fulla hnefana. Aftur á móti er stjórnmálamönnum það ljóst að ef þeir standa sig ekki á forsetinn tæpast annars kost. öfl innan hersins, sem reyndar er klofinn í afstöðu sinni til stjórnmála, krefjast þess að einhver festa sé í stjórn landsins. Ýmsir hershöfóingjanna eru ineira að segja ekkert of hrifnir af lýðræðisfyrirkomulaginu og mundu gráta þurrum tárum fall þess. Víðishúsið og miðbærinn Ég hef undanfarið skrifað nokkrar greinar í Vísi um Víðishúsið. Ég hef bent á, hversu fjarstætt það er að gera það hús að miðstöð menntamála í landinu og bent á tvær megin- ástæður: 1. Otlit hússins sæmir ekki opinberri byggingu — allra síst húsi undir menntamála- ráðuneyti. 2. Kaupin á húsinu þýða brott- flutning ráðuneytisins úr mið- bænum og brýtur það algjörlega í bága við stefnu Reykjavíkurborgar í skipulags- málum höfuðborgarinnar. Með því að ég er Reyk- víkingur, er mér ekki sama, hvernig borgin lltur út. Ég vil endurreisn miðbæjarins til þess að hann verði sá kjarni höfuðborgarinnar, sem honum ber. Ég tel að flutningur stjórn- arráðsins úr miðbænum yrði verulegt áfall fyrir miðbæinn og þar með Reykjavík í heild. Ég er einnig þeirrar skoðunar, að gera verði þá kröfu til opinberra aðila, að þeir vandi til, þegar þeir velja opinberum stofnunum hús- næði, annaðhvort með húsa- kaupum eða með nýbyggingum. Ég get. ekki faliist á, að útlit húsa skipti ekki máli — þvert á móti verða opinberar bygging- ar að vera reisulegar og virðulegar. Ég er á móti því að kaupa t.d. gamla Bretabragg- ann í Laugarnesi undir for- sætisráðuneytið, þótt ég efi Kjallarinn Haraldur Blöndal ekki að kaupa megi braggann á góðum kjörum. Mátti ekki spurja um 600 milliónir Andstaða mín gegn því að kaupa Víðishúsið undir stjórn- arráð er slík að ég lýsti þvl að ég myndi beita mér gegn kaupunum með undirskrifta- söfnun. Undir þetta sjónarmið tók Dagblaðið I leiðara. Á sama tíma ákvað ég að gefa kost á mér I prófkjör Sjálfstæðis- flokksins. Ég vildi ekki blanda þessum tveimur málum saman og ákvað því að fresta söfn- uninni þar til að loknum kosningum. En jafnframt ákvað ég að nota tækifærið og koma spurningunni um Víðis- húsið að I skoðanakönnuninni samfara prófkjörinu. Ég taldi þessa spurningu mjög eðlilega. Mikið er rætt um kaupin manna á meðal og húsakaupin vel upplýst I blöðum. Birt hafði verið skýrsla Innkaupastofnun- ar ríkisins, sem kannaði húsa- kaupin fyrir ríkissjóð og eig- endur Víðis höfðu túlkað sín sjónarmið. Af þessum ástæðum var engin hætta á að málið væri ekki lagt hlutlaust fyrir kjós- endur. Þegar ég ætlaði að leggja spurninguna fyrir stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna I Reykjavlk, kom I ljós, að hún taldi 600 milljón króna húsakaup beinast að per- sónu og var mér sagt, að ég mætti ekki spurja um kaupin með þessum hætti. Ég átti þá um tvennt að velja. Annars vegar að slá hnefanum I borðið og hætta við svo búið — hins vegar að reyna að orða spurninguna þann veg, að almenningur gæti skilið hvað fyrir mér vekti. Þess vegna er spurt, hvort menn séu hlynntir þvl að ráðuneytin séu áfram I gamla miðbænum. Þeir sem eru á móti því að flytja ráðuneytin út um borg og bý og vilja vernda miðbæ Reykjavíkur greiða atkvæði með spurningunni. Þeir sem vilja eyðileggja miðbæinn greiða atkvæði á móti spurningunni. Ég veit vel, að mjög margir telja kaupin á Vlðishúsinu vond kaup og eru á móti þeim þess vegna. Þetta sjónarmið er mjög eðlilegt og réttmætt. Þessir menn leggjast gegn kaupunum á Víðishúsinu með þvl að snúast gegn flutningi á ráðuneytum úr miðbænum. Ef ráðuneytin fara ekki þaðan er botninn dottinn úr kaupunum á margnefndu húsi. Reynt að eyðileggja spurninguna Ég viðurkenni fúslega, að spurningin er ekki orðuð eins skýrt og ég hefði kosið. En ég get ekki tekið undir það sjónar- mið að hún hafi verið eyðilögð. Það var reynt að eyðileggja hana — sú tilraun mistókst. Um næstu helgi gefst mönnum færi á að tjá hug sinn um margnefnd húsakaup, þótt með óbeinum hætti sé. Ég skora á Reykvíkinga að standa vörð um höfuðborg sína. Haraldur Blöndal. lögfræðingur. Stefnan er til staðar Það hefur glögglega komið fram nú um nokkurt skeið að þeim fjölmörgu, sem styðja Sjálfstæðisflokkinn að málum, finnst sem hin styrka stjórn á flokknum, sem áður var afl hans og aðalsmerki og forsenda þess trausts og fylgis sem hann hafði, hafi nú að einhverju leyti bognað eða látið undan meir en góðu hófi gegnir. Þar sem undirritaður fyllir þann hóp fólks sem styðpr Sjálfstæðisflokkinn en finnst tímabært að snúið sé blaði til ■harðari andstöðu við vinstri öflin I landinu varð hann fúslega við tilmælum fjöl- margra aðila, sem sannanlega fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum, um að gefa kost á sér I prófkjöri því sem Sjálfstæðis' flokkurinn efnir nú til vegna framboðslista flokksins við næstu alþingiskosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur, eins og kunnugt er, goldið mik- ið afhroð og tilfinnanlegt. Mætir menn og mikilhæfir hafa ýmist fallið frá eða orðið að hverfa frá forystu án fyrirvara. Með sviplegu áfalli eins mikilhæfasta foringja flokksins og íslenzkra stjórnmála á síðari árum var höggvið það skarð I flokkinn sem ekki tókst að fylla nema til skamms tíma. Mistök I því að hafa ekki byggt upp fleiri samhæfða krafta sögðu til sln. Undansláttur og frávik frá stefnu Sjálfstæðisflokksins var I eina tíð ekki aðalsmerki hans heldur var festa og einbeitni látin sitja I fyrirrúmi þess flokks, enda stjórnvölur mannaður einbeittum og skel- eggum flokksmönnum. Styrkur eins stjórnmála- flokks felst ekki einvörðungu I ráðstefnuhaldi eða I f jölda klúbbfunda, einkum ef viðfangsefni slíkra ráðstefna eða klúbbfunda er að meiri- hluta til mál sem ekki sam- rýmast þeirri stefnumótun sem viðkomandi flokkur hefur lýst yfir. Það er t.d. fráleitt að hugsa sér að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera I forsvari fyrir óraunhæfum félagsmálastefn- um eða félagshyggju sem tröllríður hverju sveitar- og bæjarfélagi í þessu landi að undirlagi kommúnista og annarra vinstri afla. á Kjallarinn Geir R. Andersen Misskildar „samhjálpar- aðgerðir“ verða aldrei til þess að hvetja einstaklingsframtak fólks heldur til þess að letja enn frekar þá menn sem ávallt eru reiðubúnir til þess að kref j- ast samhjálpar og aðstoðar, að því tilskildu að „aðrir borgi brúsann“. Þannig finnst mörgum að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki um þessar mundir það hreyfiafl eintaklingsframtaks og einarðra skoðana sem hann áður var og stuðningsmenn hans hafa lagt skilning I að hann ætti að vera, m.a. með því að byggja á einstaklingshyggju en ekki félagshyggju. 1 flestum áhrifameiri málum er það æ oftar að sjálfstæðis- menn hafa ekki I frammi nógu skeleggan málflutning, sem telja verður miður þegar um er að ræða mál sem beinlínis stuðla að framgangi hins frjálsa framtaks, og oftar en ekki láta þeir knýja sig til undanhalds I mörgum meiriháttar málum, sem áður fyrr hefði verið talið sjálfsagt að Sjálfstæðis- flokkurinnstæði í forsvari fyrir. A Alþingi og eins I ríkis- stjórn kemur þrtta glögglega fram I þeirri viðleitni fulltrúa borgaraflokkannaaðgera hosur slnar grænar fyrir vinstri öflunum og þá með ýmsum um- mælum sem eiga að falla I góðan jarðveg, ef það mætti verða til þess að ná í einhver atkvæði frá vafasömum kjósendum, en sem síðar verður aðeins til þess að gera trausta stuðningsmenn fráhverfa. Það er ekki að ástæðulausu sem hinir almennu fylgismenn Sjálfstæðisflokksins eru kvfðandi um framtíð þeirrar stefnu sem hefur einstaklings- framtak og frelsi að leiðarljósi, svo fátæklega sem flokkurinn er búinn málgögnum til baráttu sem ætti ekki að vera háð af minna kappi en hjá flokks- blöðum vinstri aflanna, sem virðast hafa erindi sem erfiði. Ríkisstjórnin með sjálf- stæðismenn I fararbroddi hefur meirihluta á Alþingi og hún á að ráða mikilvægum málum, hver sem þau eru, án samráðs við vinstri flokkana, og við það eitt vinnur hún traust þeirra sem kusu hana og eykur traust sitt hjá almenningi. Við kosningar hefur þjóðin tækifæri til þess að dæma hvort rétt var ráðið. Hik stjórnvalda og framkvæmdaleysi ýtir undir öfgaöfl I landinu og því lengur sem hik og framkvæmdaleysi varir eykst öfgaöflum ásmegin — og að lokum hafa þau yfir- höndina með þeim áformum sem þau hafa á stefnuskrá sinni. Það er krafa alls hugsandi almennings I landinu að stjórn- völd taki það rækilega I taumana að I lengstu lög verði slíkum öfgahópum veitt viðnám og spornað við þvl að þeir fái fulltrúa eða fulla aðild að stjórn landsins, eins og nú virðist véra ætlun þeirra, með því að smeygja fulltrúum sín- um inn fyrir þröskuld hinna lýðræðislegu stjórnmálaafla I landinu, án sýnilegrar mót- stöðu úr forystuliði þessara afla. Þau kaflaskipti, sem senn munu eiga sér stað á vettvangi stjórnmála og stjórnsýslu, munu hér sem annars staðar á Vesturlöndum einkennast framar öðru af breyttu viðhorfi þeirra sem á annað borð kjósa sér þetta starfssvið, m.a. með fastmótaðri skoðunum á þvl hvar draga eigi mörkin milli vinsti- og hægri stefnu og af- dráttarlausari afstöðu forystu- manna á opinberum vettvangi. Þótt ekki verði sagt að hræsni eða tvískinnung í mál- flutningi sé hægt að heimfæra upp á einn stjórnmálaflokk hér- lendis öðrum fremur, eða einn stjórnmálamann frekar en annan, rennur það nú upp fyrir fólki, og kemur æ skýrar I ljós, að ákveðin skipting virðist vera I málflutningi þeirra manna sem framarlega standa I stjórn- málum. Þeir menn og reyndar konur llka, sem tekizt hefur að láta taka frá fyrir sig ákveðið borð og sæti sem ævifulltrúar ákveðins hóps kjósenda, eins og tltt er um marga alþingismenn landsbyggðarinnar t.d„ láta yfirleitt ekki stjórnast af rökum eða staðreyndum, heldur einungis af því hvernig vindurinn blæs hverju sinni, enda með öllu óviðbúnir að hafa vindinn I fangið, hvað þá að geta tekizt á við öfluga and- stæðinga I mæltu eða rituðu máli, og hnekkt málfutningi þeirra. Hentistefna ásamt opinberri alríkis-forsjá á ekki lengur við hér á landi, fremur en annars staðar I hinum vestræna heimi. Tvennt er nú nauðsynlegra öðru I þessu þjóðfélagi, að treysta sjálfan gjaldmiðilinn til þess að hann öðlist tiltrú fólks I daglegum viðskiptum og að stuðla að aukinni tækni- væðingu I þjóðfélaginu með nánari samskiptum og sam- vinnu og gagnkvæmum samningum við þær þjóðir sem við stöndum næst I stjórnar- farslegu tilliti og viðskipta- legu. Stefnan er til staðar og stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksíns, einkaframtaksins og veátrænnar samvinnu, munu ei láta sér nægja neitt minna en afdráttarlausa afstöðu forystu- manna sinna á hverjum tíma á opinberum vettvangi til allra þeirra mála sem samboðin eru stefnu flokksins. Það mun hafa tvlsýnar af- leiðingar að draga tjöld fyrir glugga og láta sem ekkert sé I þessum efnum. Þjóðin mun hins vegar meta þá menn að verðleikum sem sýna manndóm til að stuðla að frumkvæði um skjótar ákvarðanir I þessum málum, en dæma þá úr leik sem bera ábyrgð á að stinga undir stól jákvæðum og heilbrigðum úrræðum sem vitað er að til þess eru fallin að efnahagslegri þróun megi koma á I landinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.