Dagblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. NÖVEMBER1977. STEFNT AÐ STORMOTIUMFI Á SELFOSSINÆSTA SUMAR „Hcimamenn á Selfossi og for- ráðamenn hrcppsins hafa sýnt mótshaidinu mikinn áhuga og eru mjög jákvæðir gagnvart því. Standa vonir til að aðstaða öll á Selfossi verði góð og í mörgum tilfellum ágæt. Stórt íþróttahús er þar í smíðum og verður allt kapp lagt á að Ijúka því og raunar er það algjör nauðsyn að það takist,“ sagði Jóhannes Sig- mundsson, þegar hlaðið ræddi við hann. Jóhannes er formaður landsmótsnefndar, sem mun hafa yfirumsjón með 16. landsmóti Ungmennafélags tsiands. Það verður haldið á Selfossi dagana 21.-23. júlí næsta sumar. Síðasta landsmót UMFl var haldið á Akranesi 1975 við góðan orðstír og landsmótin eru yfirleitt haldin á þriggja ára fresti. Fyrir- hugað hafði verið að landsmótið 1978 færi fram á Dalvík en á sl. ári varð ljóst, að ekki mundi reyn- ast unnt að halda slíkt mót þar. Aðstöðu skorti því ekki hafði tekizt ^ð fá fjárveitingar til að ljúka þeirri mannvirkjagerð, "sem nauðsynleg þótti. Um s.l. áramót var því leitað til Héraðssambandsins Skarphéðins og það beðið að taka að sér að halda mótið. A héraðsþingi Skarp- héðins, sem haldið var á Hellu í febrúarlok var svo samþykkt að HSK tæki að sér mótshaldið og að mótið yrði haldið á Selfossi. Skömmu síðar tilnefndi stjórn H.S.K. eftirtalda menn í lands- mótsnefnd, Jóhannes Sigmunds- son, Hjört Jóhannsson, Gísla Magnússon og Má Sigurðsson. Fulltrúi UMFt í nefndinni er Hafsteinn Þorvaldsson. Formaður nefndarinnar er Jóhannes Sigmundsson. Nefndin hefur þegar haldið allmarga fundi og rætt við ýmsa aðila. Iþróttamannvirkin eru öl! á sama svæðinu og er að því mikið' hagræði. Geta má þess, að golfvöllur Selfyssinga er skammt frá íþróttavöllunum og verður golf væntanlega sýningaríþrótt á landsmótinu, Ennfremur júdó. Þá verða sýningar í fimleikum og þjóðdönsum og fleiru. Nefna má einnig frímerkja- sýningu og rætt hefur verið um að gefa áhugaleikflokkum tækifæri til að koma með leikþætti til sýningar landsmótsdagana. Ýmis- legt fleira er a döfinni. Mótið er stigakeppni milli héraðssambanda og félaga innan UMFÍ. og er ekki að efa að keppni verður hörð og spennandi. Á landsmótinu á Akranesi var mjög jöfn og spennandi keppni um efsta sætið milli HSK. og UMSK og sigruðu hinir síðarnefndu með þriggja stiga mun en áður hafði HSK sigrað á 9 mótum í röð. Þá hafa og ýms önnur sambönd mikinn hug á að blanda sér í baráttuna. Keppt verður í 15 greinum karla og 11 greinum kvenna í frjálsum íþróttum. Þá verður keppt í 9 sund- greinum karla og kvenna. Enn- fremur í glímu í þremur þyngdar- flokkum. Keppt verður í knatt- spyrnu karla, handknattleik kvenna, körfuknattleik og blaki karla og borðtennis. Ennfremur verður keppt í eftirtöldum greinum starfsíþrótta í einum aldursflokki jafnt konur sem karlar: Lagt á borð, hestadómar, starfs- hlaup, dráttarvélarakstur, jurta- greining og linubeiting. Undankeppni er lokið í knatt- spyrnu og handknattleik. í knatt- spyrnu komust eftirtalin lið áfram: UMSK, HSH HSÞ, UÍA, HSKog UMFK. í handknattleik komust þessi lið áfram: HSÞ, UMSK. Umf. Grindavík. og Umf. Njarðvíkur. Einnig mun fara fram undan- keppni í körfuknattleik og blaki. Þá fer fram úrslitakeppni skák- þings UMFÍ. Ekki hefur gengið átaka- eða erfiðislaust að ákveða hvaða daga landsmótið skuli haldið í þetta sinn. Á fyrstu fundum landsmóts- nefndar var ákveðið að mótið skyldi haldið 7.—9. júlí. Nokkru síðar spurðist að hestamenn stefndu að þvl að halda landsmót sitt að Skógarhólum þessa sömu helgi. Allir voru sammála um að ekki kæmi til mála að þessi tvö stóru iandsmót yrðu sömu helgina. Eftir nokkrar viðræður milli hestamanna og ungmenna- félaga samdist um það, að hesta- menn færðu sitt mót aftur um eina viku en ungmennafélagar héldu sitt landsmót um mánaða - mótin júní—júlí. Þetta þótti ýmsum of snemmt og nú í lok októbermán. barst landsmótsnefnd bréf frá Selfoss- hreppi þar sem eindregið var óskað eftir því að landsmótið yrði flutt til síðari hluta júlimánaðar, einkum vegna þess að tími væri mjög knappur til að koma þeim íþróttamannvirkjum, sem í bygg- ingu væru, í nothæft ástand. A þetta sjónarmið féllst nefndin og ákvað að mótið yrði 28—30. júlí. Nokkrum dögum síðar kom svo í ljós, að svonefnd Kalottkeppni í frjálsum íþróttum yrði haldin þá helgi. Þar sem líkur eru til að sumt bezta frjáls- íþróttafólkið innan UMFI yrði sent til þeirrar keppni varð að breyta dagsetningu enn og nú til 21.—23. júlí. Er það von landsmótsnefndar að þessi tími reynist heppilegur fyrir sem flesta og að tíð verði góð í júlímánuði og veðrið þó albest helgina sem landsmót UMFÍ verður haldið. Nú fást sérstakar möppur fyrir MYNDASÖGIJBLAÐIÐ í miðri Viku. Þær fást 1 afgreiðslu Vikunnar, verhoiti 11 og kosta kr. 800.- hver. appa send í póstkröfu kostar hún kr. 1.120.-. Enn brást út- hald Leiknis! — en Valsmenn voru þó heppnir að ná jafntef li íslandsmeistarar Vals — án landsliðs- manna sinna — voru heppnir að ná jafntefli gegn 2. deildarliði Leiknis úr Breiðholtinu á Reykjavíkurmótinu í gær. Þegar s.h. var rúmlega hálfnaður hafði Leiknir fjögur mörk yfir, 17—13, en eins og oft áður brást úthald Leiknismanna lokakaflann. Valur komst meira að segja yfir 20-19, en Hafliði Pétursson skoraði lokamarkið. Jafntefli 20- 20. Fimm mín. fyrir leikslok kom fyrir atvik, sem miklu breytti. Hörður Sigmarsson skoraði fallegt mark fyrir Leikni en eftir að knötturinn var kominn i markið flautaði dóniarinn Davíð Jónsson. Benti ekki á miðj- una — heldur dæmdi vítakast á Val. Þá brást Herði bogalistin — og Valsmenn komust yfir á næstu mín. Valsmenn, nýkomnir frá Evrópuleiknum, léku þokkalegan framan af. Komust í 12-8 en Leiknir skoraði svo síðustu fimm mörkin í f.h. Hafði yfir 13-12 í leikhléi. Mörk Leiknir skoruðu Hafliði 9, Hörður 5, Asmundur Kristinsson, 3, Árni Jóhannesson 2 og Finnbjörn Finnbjörnsson eitt. Fyrir Val skoruðu Stefán Gunnarsson 9, Gísli Blöndal 4, Bjarni Jónsson 3, Björn Björnsson 2 og Steindór Gunnarsson 2. Egyptaland ekki á HM íhandbolta Handknattleikssamband Danmerkur til- kynnti í gær, að Egyptaland hefði hætt við þátttöku í heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik. Egyptar, sigurvegarar í Afríku- riðli í HM, sendu símskeyti í gær og tilkynntu að þeir mundu ekki keppa á HM aðeins degi eftir að þeir höfðu staðfest þátt- töku sína. Danir hafa tilkynnt Handknatt- leikssambandi Afríku að það verði að tilkynna aðra þátttökuþjóð frá Afríku fyrir sunnudag annars bjóði Danir Frakklandi þátttökuréttinn. Egyptar stungu upp á að Túnis tæki sæti þeirra á HM en alþjóðahandknattleikssam- bandið hefur sett leikbann á Túnis vegna þess, að á heimsmeistaramóti unglinga i Svíþjóð í fyrra neitaði Túnis að leika við ísrael. Egyptaland átti að leika í riðli með Rúmeníu, Ungverjalandi og Austur- Þýzkalandi á HM. Heimsmet Sovétmaðurinn Jamaleidin Parakov setti nýtt heimsmet í jafnhendingu í létt-þungavigt í Moskvu. Parakov lyfti 221 kílói. KANARÍEYJAR DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER1977. Sjötti tapleikurinn og markatalan í landsleikjum versnaði um 37 mörk íslenzka landsliðið í handknatt- leik lék sjötta og síðasta landsleik sinn í keppnisförinni til V- Þýzkalands, PóIIands og Svi- þjóðar í gær. Leikið var við Svía í Málmey og sænska liðið vann öruggan sigur, 20-14. Islenzku landsliðsmennirnir koma heim í dag eftir stranga för. Tapaði öllum landsleikjunum og marka- talan versnaði í landsleikjum íslands um 37 mörk. V-Þjóðverjar IR-ingar töpuðu sínum fyrsta leik á Reykjavíkurmótinu í gær- kvöld. Léku þá við Fram — og lengi vel leit út fyrir stóran sigur Fram í leiknum. En eins og svo oft áður datt botninn úr Fram- liðinu lokakafla leiksins. Sex marka forusta hvarf nær alveg og ÍR fékk tækifæri til að jafna á lokasekúndunum en tókst ekki. Fram sigraði 16-15. Fyrri hálfleikurinn var ákaf- lega slakur og leikmönnum lið- anna gekk illa að finna leiðina í unnu Island í tveimur landsleikj- um með sjö marka mun, Pól- verjar með 13 marka mun, og Svíar í lokin með 17 marka mun í tveimur leikjum. Þessi för hefur því verið lítil frægðarför enda reiknaði enginn með góðum árangri. Landsliðið í förinni nánast B-lið Islands og lítill vandi að stilla upp íslenzku liði gegn því, sem gæti sigrað það með svipuðum mun og var í lands- markið. Fram komst í 3-1 en IR jafnaði og staðan í hálfleik var 5-4 fyrir Fram. Aðeins níu mörk skoruð. Framan af s.h. léku Framarar vel og skoruðu fjögur fyrstu mörkin, 9-4, en ÍR-ingar virtust alveg heillum horfnir. Síðan skiptust liðin á að skora og þegar 10. mín. voru til leiksloka hafði Fram sex mörk yfir. En þá datt botninn úr leik liðsins — en Ás- geir Elíasson blómstraði í ÍR- liðinu. Munurinn minnkaði — og leikjunum ytra. Þarf ekki að líta nema til þeirra leikmanna íslenzkra, sem leika með er- lendum liðum í því sambandi, auk þeirra Geirs, Björgvins, Viggós, sem ekki komust í utanförina vegna meiðsla — og snjallra leik- manna hér heima að öðru leyti eins og Páls Björgvinssonar og Stefáns Gunnarssonar. En það er önnur saga — og alla vega hlýtur mikill lærdómur að hafa fengizt í þegar tæp mín. var eftir var eins marks munur, 16-15. iR með boltann síðustu 26 sekúndurnar en tókst ekki að skora. Eftir þessi úrslit hafa öll liðin á mótinu tapað stigum. Mörk Fram skoruðu Arnar Guðlaugsson 5 (3 víti), Guðjón Marteinsson 4, Gústaf Björnsson 3, Ragnar Hilmarsson 2, Sigur- bergur Sigsteinsson og Jens Jens- son eitt hvor. Fyrir ÍR skoruðu Ásgeir 7, Bjarni Hákonarson 5, Hörður Hákonarson 2 og Ölafur Tómasson eitt. þessari för. Það verður að gera róttækar breytingar á skipan islenzka landsliðshópsins ef ekki á illa að fara i HM í Danmörku. Framan af leiknum í gær stóð Enski landsliðseinvaldurinn, Ron Greenwood, hefur farið fram á við enska knattspyrnusamband- ið að samningur hans verði fram- lengdur til næstu áramóta. Ekki vildi hann segja blaðamönnum hvort hann hefði hug á að haida áfram eftir það. Enska knatt- spyrnusambandið hefur ekki tekið ákvörðun í málinu — en hefur hug á að ræða við nokkra menn um stöðuna. Vestur-þýzka knatt- spyrnufélagið Schalke vonast til að ráða sænska lands- liðsmanninn.Lennart Larsson frá Hamstad, til sín í dag. Hefur' boðið Svíanum 400.000 mörk eða um 38 milljónir ísl. króna. Lars- son er 24 ára framvörður. íslenzka landsliðið vel í Svíum. Hafði í upphafi yfir — síðan 7-6 í f.h. en staðan í hálfleik var jöfn 8-8. I sJi. keyrðú Svíarnir upp hraðann og skoruðu þá tólf mörk gegn sex mörkum íslands. Nær helmingurinn af mörkum tslands í leiknum var skoraður úr víta- köstum. Lokatölur 20-14. Mörk íslands í leiknum skoruðu Jón Karlsson 7 — sex úr vítaköstum — Ólafur Einarsson 4, Þorbergur Aðalsteinsson, Birgir Jóhannesson, Fram, og Árni Indriðason eitt hver. Það hefur vakið athygli, að aðeins fjórir leikmenn, Jón, Olafur, Þorbergur og Þorbjörn Guðmundsson, hafa skorað nær öll mörk tslands í keppnisförinni. Aðrir varla komizt á blað. hsím. Létt hjá stúdentum Stúdentar unnu auðveldan sigur á Ármanni í islandsmótinu í körfuknattleik í gærkvöld — ÍS sigraði með 99 stigum gegn 73. Bandaríkjamaðurinn Dirk Dunbar lék að nýju með ÍS eftir meiðsli og var liðinu mikill styrkur, þó langt sé frá því að hann sé orðinn heill. Það var aðeins í byrjun, sem Armann veitti ÍS einhverja mót- spyrnu. Skoraði reyndar fjögur fyrstu stigin, en síðan seig ÍS framúr. Komst í 30-19 og staðari í hálfleik 42-35. I s.h. juku stúdent- ar muninn í 26 stig. Flest stig ÍS skoraði Bjarni Gunnar 21. Dunbar var með 20 stig, Jón Héðinsson 19, Ingi Stefánsson 14, Guðni Kolbeinsson 7 — en aðrir færri. Hjá Ármenningum skoraði Björn Christiansen mest eða 24 stig. Mike Wood var með 18 stig, Jón Björgvinsson 14, Atli Arason 13 og Guðmundur Sigurðsson fjögur. Alþjóðlegt júdómót í Reykjavík um helgina: Keppendur frá fimm löndum Opna skandinavíska meistara- mótið 1977 verður haldið hér í Reykjavík um helgina, og verður keppt í Laugardalshöllinni bæði á laugardag og sunnudag. Þetta er fyrsta alþjóðlega júdómótið sem háð er hér á landi, þ.e. mót sem allir löglegir aðilar Alþjóða- júdósambandsins mega taka þátt í. Fyrir tveimur árum var hins vegar haldið hér Norðurlandamót í júdó sem þótti takast mjög vel. Opna skandinavíska mótið er haldið árlega til skiptis á Norður- löndunum, og stendur Júdóasam- band Norðurlanda að mótinu eins og Norðurlandamótunum. Keppendur á mótinu verða frá 5 Iöndum: Danmörku, Sviþjóð, ísrael, Japan og Islandi. íslenzku keppendurnir eru 20 að tölu. Sérstaka athygli vekur sjö manna hópur ísraelsmanna sem kominn er hingað um langan veg til að taka þátt í mótinu. Keppt verður í öllum sjö þyngd- arflokkum á mótinu. Verður keppni í fjórum léttari flokkunum á laugardag og í hinum þremur þyngstu á sunnu- da§- A íaugardags hefst keppnin kl. 10 árdegis og verður keppt sleitulaust til kl. 12 Síðan verður hlé til klukkan tvö, en þá hefst keppnin á ný. Á sunnudag hefst keppni kl. 2 síðdegis. Yfirdómari ' á mótinu verður Manfred Jiirs, alþjóðadómari frá Vestur-Þýzkalandi. Um helgina og eftir helgi verður haldið dómaranámskeið á vegum Júdósambands tslands þar sem verða um 20 þátttakendur. Kennari á námskeiðinu verður sænski alþjóðadómarinn Karl Wöst. FYRSTITAPLEIKUR ÍR-INGA FLUCFÉLAC LSLANDS LOFMIDIR Eins og undanfarin ár bjóðum við viku og tveggja vikna ferðir til Kitzbuhel og St. Anton í Austurríki á verði frá 69.900 og 80.900 krónum. Þeir sem veljatveggja vikna ferðii; geta dvalið viku á hvorum stað ef þeir kjósa heldur. Og nu er éinnig hægt að velja um gistingu í fjallaskála eða á hóteli. Brekkur eru þar jafnt fyrir byrjendur sem þá, sem betri eru. Otivera í snjó og sól allan daginn, og þegar heim er komið bíður hvíld, góður kvöldmatur og rólegt kvöld við upprifjun á ævintýrum dagsins eða upplyfting á skemmtistað, allt eftir óskum hvers og eins. Flogið er frá Keflavíkurflugvelli til Luxemborgar og þaðan til Múnchen. Frá Munchen er síðan ekið á áfangastað, um 2ja til 3ja stunda akstur. Austurrísku alparnir eru draumsýn allra skíðamanna - við látum drauminn rætast fyrir verð sem þú raeður við. Skíðafólk leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum okkar, umboðsmönnum og ferðaskrlfstofum. v

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.