Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 19
23 D Iþróttir Iþróttir DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ1979. I Iþróttir Iþróttir Úrval Reykjavíkur gegn landsbyggðinni —knattspymuleikur í tilefni 20 ára vígsluhátíðar Laugardalsvallar og60 ára afmælis KRR „Það verða yfir 400 leikir i ár á vegum KRR svo starfsemi ráðsins er mjög mikil. Frá byrjun hafa verið haldnir 2300 fundir i ráðinu og 23 for- menn hafa stýrt þeim fundum. Meðal okkar hér i dag er Magnús Guðbrands- son, sem var í fyrstu stjóm 1919,” sagði Einar Björnsson, þegar hann hélt aðalrœðuna i 60 ára afmælishófi Knattspyrnuráðs Reykjavikur si. þriðjudag. Einar var lengst allra for- maður KRR — eða i rúm 10 ár. Formaður KRR nú, Ólafur P. Erlendsson, sem næst lengst hefur verið formaður ráðsins, setti afmælis- hófið og tilnefndi Svein Zoéga sem veizlustjóra — en Sveinn var einnig veizlustjóri, þegar KRR hélt upp á 30 ára afmæli sitt. Fjöldi fyrirmanna knattspyrnunnar í Reykjavík sat hófið — einnig borgarstjórinn í Reykjavík, Egill Skúli Ingibergsson, forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson, stjómarmenn ÍSÍ og KSÍ. Margar ræður voru haldnar — Egill Skúli flutti kveðjur og ámaöaróskir frá Badminton ísumar Hús félagsins að Gnoðarvogi 1 Reykjavik verður opið mánuðina júni og júlí eftir þvi sem ástæða er til. Upp- lýsingar veittar á staðnum eða i sima 82266. Stjóm TBR Einar Bjömsson flnttl aðalræðuna i hófi KRR. DB-mynd Bjaraleifur borgarstjóm, Gísli Halldórsson, sem gat þess að ÍSt hefði haft nánara sam- band gegnum árin við KRR en nokkurt annað ráð, og færði KRR fagran kristalsvasa, áritaðan, að gjöf frá ÍSÍ. Úlfar Þórðarson, formaður ÍBR, ræddi um náið samband ÍBR og KRR og færði KRR bikar að gjöf. Ellert B. Schram, formaður KSÍ, flutti kveðjur KSÍ og gat.þess að KSÍ hefði verið seint stofnað vegna hinnar sterku forustu KRR. Þásagði hann að það væri mikill styrkur fyrir knattspyrnuna að eiga slíka menn að, sem þetta hóf sitja. Eiríkur Tómasson, formaður íþróttaráðs Reykjavíkur, skýrði frá þeirri hugmynd, sem komið hefði fram, að leikur yrði milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar i tilefni af 20 ára vígsluhátíð Laugardalsvallar 17. júní nk. Fól hann KRR að sjá um fram- kvæmd þess leiks — og Ólafur P. Erlendsson þáði það boð fyrir hönd KRR. Þá las Ólafur upp bréf frá Magnúsi Guðbrandssyni þar sem hann færði KRR 240 þúsund kr. að gjöf til unglingastarfsemi og kennslu. Magnús var fulltrúi Vals 1919 í stjórn nefndar, sem síðar varð KRR ásamt þeim Agli Jacobsen, fuUtrúa ÍSÍ, Axel Andrés- syni, fulltrúa Víkings, Erlendi Ó. Pétúrssyni, fulltrúa KR, og Pétri Sigurðssyni, fuUtrúa Fram. Þessir miklu forustumenn knattspyrnunnar á fslandi eru látnir nema Magnús, sem sat hófið, vel ern og virðulegur. Magnús var fyrsti íslendingurinn, sem tók dómarapróf — fyrir 60 árum. Jörundur Þorsteinsson, formaður Dómarafélags fslands, þakkaði KRR fyrir hönd dómara og færði ráðinu blómakörfu — gat ýmissa dómara, m.a. Guðjóns Einarssonar, sem fyrstur íslendinga dæmdi landsleik, og Hauks Óskarssonar, sem fyrstur dæmdi lands- leik á erlendri grund. Guðjón var með- al veizlugesta — ungur í anda og mjög IHFTLEI Gísli HaUdórsson, forseti fst, afhendir Ólafi P. Erlendssynl gjöf frá ÍSf. DB-mynd Bjaraleifur ern, þrátt fyrir 75 árin. Gylfi Þórðarson, formaður Knatt- spyrnuráðs Akraness, færðiKRRgjöf og gat hins mikla samstarfs, sem verið hefði milli ráðanna — og flutti einnig kveðjur frá íA. Pétur Sveinbjarnarson, formaður knattspyrnudeildar Vals, færði KRR pappírshníf að gjöf, og for- menn annarra knattspyrnufélaga í Reykjavík færöu KRR oddveifur félaga sinna. Níu félög eru nú innan KRR — KR, Fram, Vikingur, Valur, Þróttur, Ármann, ÍR, Leiknir og Fylkir. Fjölmargar kveðjur bárust KRR frá ýmsum aðilum. f lokin voru ýmsir menn sæmdir heiðursmerkjum KRR og að lokum sleit Ólafur P. Erlendsson hófinu. Þeir, sem hlutu gullmerki KRR, voru Andreas Bergmann, Einar Sæmunds- son, Ellert B. Schram, Gunnar Eggerts- son, Gunnar Már Pétursson, Hannes Þ. Sigurðsson, Ólafur Jónsson, Sigurður Ólafsson, Sæmundur Gísla- son ogÚlfarÞórðarson. Ársþing HSf Handknattleiksþing 1979, bið 23. I röðinni, verður haldið i félagshelmilinu Seltjarnaraesi dagana 8. og 9. júni nk. og verður þingið sett kl. 19.00 föstu- daginn 8. júni. BÍLASALA - BÍLASKIPTI! — BÍLASALA - BÍLASKIPTI! — BÍLASALA - BÍLASKIPTI! — BÍLASALA - BÍLASKIPTI! — BÍLASALA "w; Chevrolet Nova ’78, rauður, 8 cyl., Cbevrolet Malibu Classic ’78, rauður, Ford Fairmont Decor ’78, brúnsans, Toyota Hiace sendibill, grænn, eldnn Simca Cr. 1508 GT ’77, brúnsans, sjálfsk. 5.900 þús.kr. 8 cyl., sjálfsk. 5.900 þús. kr. 6 cyl., sjálfsk., 5.200 þús. kr. 12 þús. km. 4.600 bús. kr. skipti. 4.100 þús. kr. <A Hornet '76, blásans, 6 cyL, sjálfsk., Mazda 929 *75, brúnsans. 3.100 þús. Dodge Dart Swinger ’74, blár, 6 cyl.,' Willys orginal ’72, gulur, 8 cyl., ný Cbevrolet Impala ’72, rauður, 8 cyl., =' ^ skipti. 3.500 þús. kr. sjálfsk. 3.000 bús.kr. dekk, 2.800 þús. kr. ! ÍtSSStS ssssíss izcaaa $ipgpg! «*»«»» .«»»*» sjálfsk. 2.600 þús. kr. m m J Audi 100 GL ’73, blásans m. svörtum Chevrolet Nova ’74, grænblár, 6 cyL, Willys ’67, rauður m. svartri blæju, 6 Morris Marína station *74, brún- Citroen GS Spec. St ’75, rauður, GQ vinyltopp, 2.500 þús. kr. beinsk. 2.500 þús. kr. cyl., sjálfsk., 2.300 þús. kr. drapp. 1.400 þús. kr. 2.100 þús.kr. 1 BUGGI smiðaður ’77, rauður, alveg Fiat 125 P *77, hvitur, 21 þ. km. 1.800 Toyota Corolla ’74, hvftur, útv., Sunbeam station 75, brúnn, Skodi Amigo ’77, rauður, fallegur, 31' 55' Esérstakur, 1.900 þús. kr., skipti. bús. kr segulb. 1.700 þús. kr. sumar/vetrard., 1.600 bús. kr. þ. km. 1.600 þús. kr. ^ Ford Maveric ’70, blár, 6 cyl., beinsk., Saab 96 ’74, blár, 2.100 þús. kr. 3 1.: .500 þús. kr. * BÍLASALA 5 BÍLASKIPTI Citroen GS *72, brúnn. 1.200 þús. kr., Volga’74, svartur, fallegur. 1.000 þús. Austin Miai 1000 73, orange,1 * skipti. kr. 650.000 kr. 2 BORGARTÚNI29 Ú BILABANKINN SIMI28488

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.