Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 01.06.1979, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1979. PICASSO SKAL HtlN HEITA — Eftir ströng fundahöld á miðvikudagskvöldifl var ákveðið að nýjasta hljómsveitin I bransanum skyldi hljóta nafnið PICASSO. Pétur Kristjánsson heldur þvi þeim vana að syngja einungis i hljómsveitum. sem heita nöfnum með P sem fyrsta staf. Ekki er þó regla þessi einhlit, þvi að Pétur starfaði fyrr á árum bæði með Náttúru og Svanfriði, en undantekningarnar sanna regluna. P-röðin er því orðin Pops, Pelican, Paradís, Poker og Picasso. DB-mynd Ragnar Th. Þursaflokkurinn og Ljósin í bænum leika saman á hljómleikum í Höllinni Með Duke Jordan leika á tónleikun- um þeir Richard Korn bassaleikari úr Sinfóníuhljómsveit Islands og Guð- mundur Steingrímsson trommuleikari. Upphaflega var áformað að fá Jordan hingað til lands fyrir síðustu jól, en af þvi gat ekki orðið þá. Því þótti tilvalið að Ijúka vetrarstarfi Jazzvakningar. með heimsókn hans nú, eins og segir 1 fréttatilkynningu frá félaginu. Duke Jordan er orðinn gamall í hettunni. Hann vakti fyrst á sér heims- athygli árið 1947 er hann gekk til liðs við Charlie „Bird” Parker og menn hans, Miles Davis, Tommy Potter og Max Roach. Eftir að hann hætti störf- um með kvintett Parkers starfaði hann með ýmsum mætum mönnum, svo sem Coleman Hawkins, Stan Getz, Roy Eldridge og Oscar Petti-' ford. Á ferli Duke Jordan hafa skipzt á skin og skúrir. Eftir mörg glæsileg ár i jazzheiminum neyddist hann til að framfleyta sér meö leigubílaakstri i New York. Það var á árunum 1967— 72. Frá árinu 1973 hefur stjama hans farið hækkandi á nýjan Ieik. Það ár lék hann í fyrsta skiptiö inn á plötu fyrir dönsku útgáfuna Steeple Chase og ári síðar gerði hann samning við þá út- gáfu. Auk þess að vera píanóleikari semur Duke Jordan tónlist. Meðal annars hefur hann samið fyrir kvikmyndir, til dæmis mynd Rogers Vadim, Les Liai- sons Dangereuses. Aö sögn Jazzvakn- ingar flokkast stíll Jordans undir be-j bop, lýrískur og yfirvegaður. Hann er tilfinninganæmur meistari ballöð- unnar og litríkur píanóleikari. Jazzkvöldið I kvöld hefst klukkan níu og stendur til kl. eitt eftir miðnætti. Annað kvöld er opið frá níu til miðnættis. -ÁT- ■á ^ tilfinnlnganæmur DUKE JORDAN — be-bopari af Iffi og sál, en Ijóðrænn og meistari ballöðunnar. bænum. Þá er ætlunin að skemmta öllum þessum dansleikjum flytur Disco Frisco, sem kemur út 12.—13. Vestfirðingum og Austfirðingum. Á hljómsveitin lög af nýrri plötu sinni, júni. -ÁT- Þursaflokkurinn, Ljósin í bænum, Helgi Pétursson og Magnús og Jóhann koma fram á hljómleikum sem fyrirhugað er að halda í Laugardals- höllinni þriðjudaginn 12. júní. Þar munu Þursarnir og Ljósin kynna efni af plötum sínum sem koma út um svipað leyti. Að sögn aðstandenda hljómleikanna er stefnt að því með ráðum og dáð að stilla aðgöngumiða- verði í hóf. „Það vekur kannski athygli að hljómsveitir eru hvor frá sinni útgáf- unni, Steinum og Fálkanum,” sagði Steinar Berg útgefandi á blaðamanna- fundi vegna hljómleikanna. „Við ákváðum einfaldlega að leggja niður riginn og slíðra sverðin eitt kvöld, þvi að okkar áliti eru Þursaflokkurinn og Ljósin í bænum að gera það bezta sem fyrirfinnst í íslenzkri músíkgerð um þessar mundir.” Laugardalshöllin er fyrsti viðkomu- staður Ljósanna I bænum á fyrri hluta ferðar þeirra um landið. Að öðru leyti er ferðaáætlunin sem hér segir: LÁRUS ÞURS — Lárus Grimsson mun taka sæti Karis Sighvatssonar við hljómborfl Þursaflokksins er hann heldur utan nú i sumar. Kari leikur þó með á hljómleikunum í Laugardalshöllinni. — Áðuren Þursarnir fara utan munu þeir koma fram a nokkrum tón- leikum hérlendis. Nánar verður greint frá þvi á poppsiðu á þriðjudag. Bandaríski jazzpíanistinn Duke Jordan verður gestur Jazzvakningar á tvennum tónleikum nú um helgina. Þeir verða haldnir að Hótel Esju í kvöld og annað kvöld og eru enda- punkturinn á vetrarstarfi félagsins. LJÓSIN t BÆNUM skipa Stefán Stefánsson, Eyþór Gunnarsson, Ellen Kristjánsdótt- ir, Gunnlaugur Briem, Gunnar Hrafnsson og Friðrik Karlsson. Plata þeirra, Disco Frisco, kem- ur út um svipað leyti og hljóm- leikarnir verða haldnir. 14. júníDynheimar, Akureyri 15. júníHúsavlk 16. júni Miðgarður 2Ö. júní Menntaskólinn við Hamrahlið 23. júníÁrnes 24. júni Klúbburinn 28. júni Klúbburinn 29. júni Stapi, Njarðvikum 30. júni Stykkishólmur. 1 för með Ljósunum verða Magnús og Jóhann, sem flytja eigin lög. Þá er einnig i ráði að Helgi Pétursson skemmti á nokkrum dansleikjum Ljós- anna. Um verzlunarmannahelgina hefst siðan seinni hluti ferðalags Ljósanna i Endapunkturinn á vetrarstarfi Jazzvakningar: JAZZPÍANISTINN DUKE JORDAN HELDUR TVENNA HUÓMLEIKA UM HELGINA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.