Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.06.1979, Qupperneq 5

Dagblaðið - 11.06.1979, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ1979. 5 Það var til mikils að vinna fyrir Benedikt Eyjólfsson þegar hann lagði í síðustu hindrunina í jeppakeppni Flug- björgunarsveitarinnar á Hellu, sem haldin var á laugardaginn. Öxull i framdrifi 455 kúbika Pontiac jeppans var brotinn og olían pissaði út um gat sem rifnað hafði á olíupönnuna. En Benedikt var staðráðinn í að vinna þessa keppni, þriðja árið i röð, og hlifði hann hvorki sér né jeppanum. Botnaði hann jeppabúrið niðuri drullu- gryfjuna, yfir hana með vatns- og drulluskvettur í allar áttir. Við enda gryfjunnar stökk hann upp úr henni, yfir sandhauginn sem þar var og lenti beint i fyrsta sæti keppninnar. Nánar verður greint frá jeppa- keppninni á bílasiðunni næsta laugar- dag. -JAK. Ríkið vill byggjaá Akureyri Ríkissjóður hefur áhuga á að byggja yfir útibú ríkisstofnana á Akureyri, að því er haft er eftir Árna Kolbeinssyni, deildarstjóra i fjármálaráðuneytinu, í Akureyrarblaðinu Degi fyrir skömmu. Árni kom norður ásamt Þorleifi Pálssyni, deildarstjóra í dómsmála- ráðuneytinu, til að „koma því á fram- færi við bæjaryfirvöld að ríkissjóður hefði e.t.v. hug á að byggja yfir skrif- stofur ríkisins á Akureyri,^ eins og segir þar. Skipulag miðbæjar Akureyrar er nú á lokastigi og vildu fulltrúar rikisins nota tækifærið til að leggja inn gott orð fyrir ríkið hjá norðanmönnum. Enn hefur ekkert verið ákveðið hvar eða hvenær ríkissjóður byggir á Akur- eyri, en fiest útibú rikisstofnana þar eru í leiguhúsnæði. -ÓV. Þorsteinn Jónsson verðlaunaður fyrir landkynn- ingarmynd Þorsteinn Jónsson kvikmynda- gerðarmaður hlaut fyrstu verðlaun — 200 þúsund krónur — í samkeppni, sem Ferðamálaráð íslands efndi til á sl. vori meðal kvikmyndagerðarmanna um gerð landkynningarmyndar. Önnur verðlaun, 100 þúsund krónur, hlaut Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri og rithöfundur og þriðju verðlaun, 50 þúsund, hlaut Gisli Gestsson kvik- m yndagerðarm aðu r. Með samkeppni þessari vildi Ferða málaráð íslands staðfesta þá skoður sína, eins og segir í fréttatilkynningi ráðsins, að þegar séu til i landinu ve menntaðir leikstjórar og kvikmynda gerðarmenn. Beri því að sjálfsögðu aí gefa þeim kost á að leysa þau verkefni sem islerizkir aðilar telja nauðsynlegi að vinna á sviði kvikmyndagerðar aUí konar, enda sé nú fyrir hendi vaxand: áhugi stjórnvalda oa annara aðila til aé búa betur að islenzkri k vikmyndagerð. I dómnefnd voru Kristín Þorkels dóttir, Hinrik Bjarnason og Lúðvig Hjálmtýsson. -ÖV VSÍsamþykkti Framkvæmdarstjórnarfundur VSÍ samþykkti fyrir helgina samkomulag það sem undirritað var í mjólkur- fræðingadeilunni, þannig að báðir deiluaðilar hafa nú gengið að sam- komulaginu. -JH. UAXMX.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.