Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.06.1979, Qupperneq 16

Dagblaðið - 11.06.1979, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ1979. íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir TAKTÍSK HSTÖK FÆRÐU SVISSLEMNNGUM SKSUR —Sviss sigraði ísland 2-1 eftir að ísland hafði náð forystu snemma f síðari hátfleik Janus Guðlaugsson og Aríiór Guöjohnsen fagna hér marki tslands, sem þeir unnu að i sameiningu. DB-mynd Hörður Það voru fyrst og fremst taktískt mistök í leik íslenzka landsliðsins, sem færðu Svisslendingum sárgrætilegan sigur á Laugardalsvelli á laugardag. Taktísk mistök, sem orsökuðu það að ísland missti af eina raunhæfa möguleika sínum á sigri í Evrópu- keppni landsliða að þessu sinni. Ekki hefði þurft nema tvær breytingar á íslenzka liðinu i hálfleik til að ná upp því spili, sem svo augljóshga hafði vantað í fyrri hálfleiknum, en því var ekki að heilsa hjá landsliðsþjálf- aranum dr. Youri Ilitchev. Það færð- ist þó ánægjubros yfir vonsvikin and- lit áhorfenda í stúkunni á laugardag, þegar Karl Þórðarson byrjaði að hita upp og undirbúa sig undir að koma inn á á 75. mín. Þetta ánægjubros breyttist á örfáum augnablikum í skclfingu og siðan í sára reiði er það var Ijóst að Youri ætlaði að taka Teit Þórðarson, langbeittasta sóknarmann íslenzka liðsins útaf. Teitur hafði átt sinn bezta landsleik fyrir ísland og því var þessi ráðstöfun með öllu ófyrirgefanleg. Landliðsþjálfurum hefur venjulega verið kennt um slæmt gcngi lands- liðsins og engin ástæða er til að breyta út af venjunni hvað það sncrtir í þessu tilviki. Það hlýtur þvi að vera full á- stæða fyrir KSÍ að endurskoða samning sinn við dr. Youri llilchev hið snarasta þvi það er augljóst að mað- urinn veldur engann veginn því verk- efni, sem honum er ætlað. Ensnúum okkur að leiknum sjálfum. Eins og í Bern „Fyrsti stundarfjórðungurinn var nákvæm eftirlíking af leiknum í Bern” skrifaði svissneskur kollegi minn, sem sat fyrir neðan mig í blaðamannastúk- unni. Þessi ummæli hans eru ekki fjarri lagi, því íslendingar voru mun atgangs- harðari í byrjun. Strax á 1. mínútu komst Pétur í gegn eftir góða sendingu Teits, en var örlítið of seinn að ná til knattarins. Á 8. mínútu tók Amór Guðjohnsen horn- spyrnu, sem skall í þverslá svissneska marksins og síðan björguðu varnar- menn naumlega. Sókn íslendinga var þung og á 11. mínútu skoraði Pétur Pétursson fullkomlega löglegt mark, en afspyrnuslakur dómari leiksins Farrell frá írlandi dæmdi markið af á einhvern óskiljanlegan hátt (Lesendum DB er bent á myndaröð á bls. 20—21 og ítar- leg frásögn af markinu og aðdraganda þess.) Þessi dómur kom eins og köld vatnsgusa framan í áhorfendur, jafnt sem leikmenn. Greinilegt<var að við höfðum enn verið óheppnir með val dómara í mikilvægum leikjum. Þrátt fyrir að ísland sótti meira var allt' of mikið um það að tengiliðirnir týndust á milli sóknar og varnar og þegar betur var að gáð kom i Ijós að þeir hörfuðu allir með vörninni. Þannig var Svisslendingum gefin eftir vallarmiðjan og þar naut hið netta samspil þeirra sín fullkomlega. Atli átti skot að marki á 15. og 16. mín„ sem bæði sköpuðu hættu. í fyrra sinnið þaut knötturinn rétt framhjá eftir viðstöðulausan þrumufleyg af um 20 metra færi og í síðara skiptið varði Berbig í horn. Eftir 20 mín. af leik hafði ísland fengið 6 hornspyrnur án árangurs. Sókn Svisslendinga var bit- laus með öllu og það var ekki fyrr en á 25 min. að Þorsteinn þurfti að grípa inn í. Og áfram hélt sókn Islands. Arnór og Teitur fengu báðir þokkaleg færi en tókst ekki að skora, en Teitur var sviss- nesku vörninni stöðugur ógnvaldur. Á 31. mínútu komst Herbert Hermann í gegn (nr. 9) og skaut að marki en skot hans skapaði litla sem enga hættu. Augljósri víta- spyrnu sleppt Á 33. mínútu sleppti dómarinn aug- Ijósri vítaspyrnu á Svisslendinga. Hár bolti kom inn í teiginn og þegar Pétur var að stökkva upp i knöttinn var hon- um gróflega hrint aftanfrá. Ekkert nema vítaspyrnu á að dæma í slíkum tilvikum en dómarinn veifaði áfram. Það er þó rétt að koma inn á það hér, að einkennandi var fyrir tækifæri islenzka liðsins, að þau voru öll afar til- viljanakennd. Það var einna helzt að hætta skapaðist við svissneska markið eftir innköst, horn eða þá risávaxin út- spörk Þorsteins Ólafssonar. Alla sam- vinnu vantaði í liðið, enda samæfing leikmanna ekki mikil. Á síðustu 6 mín. fyrri hálfleiks skall hurð fjórum sinnum nærri hælum við mark Sviss án þess að íslendingum tækist að skora. Þegar flautað var til hlés var staðan því sú sama og áður en leikurinn hófst — 0—0, en ekki hefði verið ósanngjörn a.m.k. tveggja marka forysta íslands. Youri var hræddur Í fyrri hálfleiknum voru það einkum Guðmundur Þorbjörnsson og Trausti Haraldsson, sem virkuðu sem dálítið veikir hlekkir og litið sem ekkert spil myndaðist í kringum þá, því báðir skila boltanum illa frá sér — Guðmundur þó sér í lagi. Það er leiðinlegur galli á ann- ars afar duglegum og síkvikum tengilið eins og Guðmundur er. Menn bjuggust því við að Youri myndi kippa þessum tveimur út og setja Árna Sveinsson í stöðu vinstri bakvarðar og Karl Þórð- arson vinstra megin á miðjuna og fá þannig Skagamennina Árna, Karl og Pétur alla sömu megin á vellinum, en þeir gjörþekkja hver annan. En Youri hefur áður sýnt, að hann er ragur og ófús að breyta til og það var óbreytt lið, sem hljóp inn á í síðari hálfleik. ísland hóf síðari hálfleikinn af sama krafti og þann fyrri og strax á 50. mínútu skoraði ísland mark. Teitur gaf þá knöttinn laglega á Janus, sem renndi knettinum út til Arnórs. Arnór lék á varnarmann og sendi síðan til Janusar, sem var kominn inn í miðjan vítateig. Janus sneri sér snöggt við og sendi knöttinn með gullfallegu skoti í hornið fjær án þes að Berbig í markinu kæmi vörnum við. 1—Ofyrir ísland. Strax í næstu sókn fengu Sviss- lendingar óbeina aukaspyrnu innan íslenzka vítateigsins, en varnarmenn björguðu fyrirhafnarlítið. Á 57. mínútu brauzt Janus einn upp allan völl og í stað þess að skjóta á markið af vítateig renndi hann knettinum út í kantinn og sóknin rann út í sandinn. Þegar hér var komið sögu var greinilegt að það vantaði alla stemmn- ingu i íslenzka liðið og hafði reyndar vantaðmegnið af leiktímanum. Markið virðist ekkert hressa upp á leikmenn — aðeins augnabliksgleði — og allt féll í sama far og fyrr. Það var vá fyrir dyrum hjá íslenzka liðinu. Á 58. mínútu fengu Svisslendingarnir horn- spyrnu. Knötturinn var gefinn á nær- stöngina, þar sem Raimonde Ponte fékk nægan tíma til að athafna sig og skjóta að markinu og skora. Hroðalegt mark, sem bæði Adi og Þorsteinn áttu að geta komið í veg fyrir. Sannarlega grátlegt mark. Strax hér átti Youri að grípa inn í og skipta bæði Guðmundi og Trausta útaf. Trausti var greinilega orðinn þreyttur enda með erfiðasta sóknar- mann Svisslendinga á sér. Það vantaði að dempa hraðann niður í leiknum og alla áherzlu átti að leggja á að halda boltanum og reyna að ná tökum á leiknum á ný. Youri var hins vegar samur við sig og það þurfti annað mark Svisslendinga til að hrista upp í honum. Á 61. mínútu var Heinz Hermann með knöttinn rétt utan vítateigs og sá að Þorsteinn stóð framarlega í markinu. Hann lét skot ríða af og öllum til mikillar furðu sneri skot hans, sem stefndi í langt yfir, sig niður undir þver- slá og í markið, 1—2! Þorsteinn hreyfði hvorki legg né lið en átti að koma í veg fyrir slíkt mark með betri staðsetningu. Árni kom með spilið Á 66. mínútu kom Árni Sveinsson loks inná fyrir Guðmund og strax á fyrstu mínútunum myndaðist spil i kringum Árna — spil sem ekki hafði sézt langtímum saman og á næstu min- út skoraði ísland aftur fullkomlega lög- legt mark, sem dómarinn dæmdi nú einnig af. Atli og einn svissnesku varnarmannanna voru að kljást um knöttinn út við hornfána og hafði Adi betur og sendi fyrir markið. Berbig missti af knettinum og Pétur renndi honum í netið, en dómarinn dæmdi markspyrnu, sem er hreint út sagt óskiljanlegur dómur. Hafi boltinn farið út fyrir endamörk átti að dæma hornspyrnu. Ljósmyndari DB sá atvik- ið greinilega og er sannfærður um það að knötturinn hafi aldrei farið aftur fyrir endamörk. Enn hafði dómarinn brugðizt hroðalega. Strákarnir lögðu þó ekki árar í bát og Trausti átti skot, sem var bjargað í horn á 73. mínútu, en loksins á 77. mín. kom skiptingin, sem menn höfðu beðið eftir svo lengi. Karl kom inn á en Teitur fór útaf. Að sjálfsögðu átti að setja Karl inn á miklu fyrr, en að taka Teit útaf í hans stað var bókstaflega óðs manns æði. Áhorfendur bauluðu ákaft vegna þessarar ráðstöfunar dr. Youri og Teitur var allt annað en ánægður með þessa skiptingu og Iái honum hver sem vill. Létt og skemmti- legt spil myndaðist strax í kringum Karl eins og Árna, en skipdngarnar komu báðar allt of seint dl að geta breytt ein- hverju um gang leiksins. §mám saman dó leikurinn út án þess að um verulega hættuleg tækifæri væri að ræða og það voru vonsviknir 10.500 áhorfendur, sem héldu heim á leið að leiknum loknum. En við förum yfir einstaka leik- menn verður það að segjast að í heild- ina olli liðið nokkrum vonbrigðum. Liðiðolli vonbrigðum í heildina Þorsteinn Ólafsson stóð í markinu og átti að geta komið í veg fyrir bæði mörkin með betri staðsetningum. Þor- steinn hafði lítið að gera í leiknum og því sárt að fá þessi mörk á sig. Janus stóð sig að vanda vel — leikmaður, sem varla bregzt. Auk þess skoraði hann gullfallegt mark. Trausti barðist mjög vel en knatttækni hans er mjög áfátt og lítið spil myndast í kringum hann. Hann var orðinn þreyttur snemma i s. hálfleik og átti þá að skipta honum útaf. Jóhannes og Marteinn áttu nokkuð lýtalausan jeik, en Marteinn virkaði alls ekki nógu sannfærandi og a.m.k. þrí- vegis kom bakvöldun Jóhannesar í góðar þarfir. Jóhannes hafði flest skallaeinvigi og skilaði knettinum vel. Miðjutríóið brást illa. Ásgeir Sigurvins- son sást ekki langtímum saman í leikn- um — vafalítið einn lélégasd lands- leikur hans fyrr og síðar. Það spil, sem alltaf hefur einkennt Ásgeir sást nú hvergi og munar um minna fyrir íslenzka liðið. Guðmundur barðist vel, en skilar knettinum herfilega. Galli, sem Guðmundur verður að laga og hlýtur að geta auðveldlega. Atli var sá eini af miðjumönnunum, sem eitthvað kom út úr. Baráttan var þó í slakara lagi hjá honum, en boltameðferð hans góð og sendingar margar hverjar glæsilegar. Af framlínumönnunum ber fyrst að nefna Teit, sem skapaði sífellt hættu með hraða sínum og dugnaði. Að öðrum leikmönnum ólöstuðum komst Teitur bezt frá leiknum og útafskipting hans engan veginn réttlætanleg. Arnór og Pétur gerðu marga skemmtilega hluti, t.d. þrjú mörk tekin af Pétri og einni vítaspyrnu sleppt. Arnór hefur vaxið geysilega, en framlínuna skorti greinilega betri samæfingu. Árni og Karl skiluðu báðir sínu hlut- verki vel þó ekkiværuþeir lengi inná og hefði Youri betur skipt þeim inn á fyrr, en auðvitað hefði átt að hafa þá með allt frábyrjun. Dómari leiksins, Farrell, var einn sá slakasti sem við höfum séð og köllum við þó ekki allt ömmu okkar i þeim efnum. -SSv. íþróttir Jöfnunarmark Svisslendinga i uppsiglingu. Raimondo Ponte hefur nægan frið til að athafna sig f vftateignum og þó svo að Þorsteinn hefði átt að ráða við skotið, sigldi knötturinn f netið. DB-mynd Sveinn Þorm.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.