Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNf 1979 Fyrsti tapleikur Vals í í. deild Í25 mánuði issonar á 7. mínútu leiks Hauka og Akraness. Þrátt fyrir aö hafa náö forystu máttu Skagamenn DB-mynd Höröur UGLAÐIR HAUKAR IKARMEISTARA ÍA Ivaleyrarholtsvellinum í gærkvöldi Gunnlaugur að verja með betri staðsetningu. Skagamenn voru mun betri til að byrja með, en það var einhver værð yfir liðinu og slíkt er aldrei hægt að leyfa sér. Þeir voru .miklu tekniskari og spil þeirra var allt annað og áferðarfallegra en Haukanna, en það er ekki nóg. Á tímabili voru Haukarnir gersam- lega yfirspilaðir, en eftir að Ólafur Jóhannesson hafði átt skot rétt framhjá á 12. mín. var eins og þeir vöknuðu og áttuðu sig á þvi að það var hægt að komast í gegn- um vörn Skagamannanna. Leikurinn var mjög fjörugur þrátt fyrir að leikið væri á möl og boltinn gekk marka á milli — oft með miklum hraða. Sigþór fékk ágætt tækifæri á 15. mín. og á 21. mín. Skaut Ólafur Torfason rétt framhjá, er öll Skagavörnin hopaði undan honum. Haukarnir komu smám saman meira inn í myndina og á 34. mín. kom reiðarslagið fyrir Skagamenn. Steingr'unur Hálfdánarson hafði betur í baráttu við Jóhannes Guðjóns- son og sendi vel fyrir markið þar sem Lárus Jónsson afgreiddi knöttinn með glæsilegum skalla í netið. Skagamenn vissu vart hvaðan á þástóð veðrið og aðeins 5 mín. síðar höfðu Haukarnir náð forystu og verður það mark algerlega að skrifast á reikning Sigurðar Lárussonar. Sigurður var með boltann á vítateig og hugðist gefa á Jón Þorbjörnsson, sem var kominn út á móti honum. Skyndilega snerist honum hugur og ætlaði að spyrna frá mark- inu. Honum tókst þó ekki betur til en svo að hann sendi boltann beint á Guðmund Sig- marsson, sem sendi knöttinn rakleiðis í íþróttir mannlaust Skagamarkið, 2—1 og Haukarnir ærðust af fögnuði. Síðari hálfleikurinn var hreint út sagt afspyrnuslakur. Haukarnir eftirlétu Skagamönnum að mestu vallarmiðjuna, en nokkrum sinnum skall þó hurð nærri hælum við mark Haukanna, en aldrei þó eins og á 85. min., er Gunnlaugur markvörður, sem var óöruggur, missti boltann fyrir fæturna á Árna Sveinssyni, sem stóð á markteig. Árni hafði nógan tíma, en skot hans fór rétt framhjá markinu. Rétt á eftir átti Andrés Ólafsson nokkuð lúmskt skot að marki Hauka, en Gunnlaugur varði þá vel. Sigþór Ómarsson skallaði rétt yfir markið á 78. mín. og þar með voru tækifæri Skagamanna upptalin. Haukarnir áttu engin færi að heitið gat og sóknir þeirra byggðust á sendingum langt fram völlinn, sem Skagavörnin átti ekki í erfiðleikum með. Þeim tókst þó ætlunarverk sitt — að halda aftur að Skaga- mönnum og í leikslok brauzt út mikill fögnuður á meðal leikmanna liðsins og þeir hefðu varla fagnað meira þó þeir hefðu lagt sjálfa Argentinumenn. Þetta var vafalítið langbezti leikur Haukanna í sumar. Leikmenn börðust allir sem einn mjög vel og i fyrri hálfleik brá oft fyrir skemmtilegu spili hjá liðinu og greini- legt er að Haukarnir verða erfiðir heim að sækja á Hvaleyrarholtið í sumar. Beztur í liði þeirra var eins og oft áður Guðmundur Sigmarsson, leikmaður, sem myndi sóma sér vel í hvaða 1. deildarliði, sem væri. Þá áttu Ólafarnir þrír mjög góðan leik allir með tölu og Gunnar Andrésson var sterkur í vörninni. Lárus var skeinuhættur frammi svo og Sigurður Aðalsteinsson og Steingrímur en þeir virtust báðir þreytast fljótlega. Af Skagamönnum var Sveinbjörn beztur, sivinnandi allan leikinn. Hann má þó vara sig á skapinu í sér og er reyndar allt of góður leikmaður tii að vera með skæting. Þá átti Kiistján Olgeirsson góðan leik svo og Árni Sveinsson. Sigþór Ómarsson er nú allur annar og betri leikmaður, eldsnöggur sem fyrr, en skilar boltanum vel frá sér — nokkuð sem ekki sást til hans áður. Þeir Andrés Ólafsson og Guðbjörn Tryggvason komu inn á fyrir Matthías og Jón Gunnlaugsson og Andrés sér í lagi stóð sig vel. Dómari var Rafn Hjaltalín og dæmdi mjög vel. -SSv. —Vestmannaeyingar sigruðu Val 2-0 á Laugardalsvelli í gærkvöld—Fyrsti tapleikur Vals í 1. deild í 37 leikjum „Ég er mjög ánægður. Strákarnir léku eins og ég ætlaðist til. Mjög vel í aðeins sjötta leik sínum á árinu. Þeir verðskulduðu sigurinn, fengu fleiri tækifæri, og það er gott að sigra Val. Valsmenn hafa góðu liði á að skipa,” sagði Viktor Helgason, þjálfari Vest- mannaeyinga, eftir að lið hans sigraði íslandsmeistara Vals 2-0 í 1. deild á efri Laugardalsvellinum í gærkvöld. Loks kom að því að Valsmenn töpuðu í 1. deildinni — fyrsti tapleikur þeirra í deildinni í nákvæmiega 25 mánuði eða frá því 12. maí 1977, þegar Valur tapaði fyrir Akranesi á Melavellinum. Siðan lék Valur 36 leiki án taps, þar til í gærkvöld. Frábært afrek, sem varla á sér hliðstæðu í islenzkri knattspyrnu — en það hlaut að koma að því að Vals- menn töpuðu. Þeir hafa verið allt ann- að en sannfærandi í leikjum sínum í vor. Valsmenn höfðu ekki kraft á við Vestmannaeyinga í gær — og í Hafnar- firði lágu bikarmeistarar í A fyrir nýlið- um Hauka. Þetta sannar að mörgu leyti þá staðhæfingu landsliðsþjálfar- ans, dr. Youri Ilitchev, að leikmenn okkar beztu liða, íslandsmeistara Vals og bikarmeistara ÍA, séu ekki t eins góðri æfingu og undanfarin ár. Kann- ski ekki hægt til þess að ætlast eins og veðráttan hefur verið á þessu blessaða landi okkar síðustu mánuðina — en úr- slitin í leikjunum í gærkvöld ættu að verða til þess að deilur um ummæli landsliðsþjálfarans leggist niður. En nóg um það. ÍBV vann sann- gjarnan sigur á Val í gærkvöld, þegar upp var staðið. Þó benti fátt til þess í byrjun að svo mundi fara. Valsmenn voru mun hættulegri framan af. Albert Guðmundsson komst i opið færi strax á 2. mín. en spyrnti laust framhjá marki ÍBV — síðan komst Atli Eð- valdsson í dauðafæri eftir undirbúning Inga Bjarnar og Jóns Einarssonar. En Atli hitti knöttinn illa og tækifærið rann út í sandinn. Þannig hefðu Vals- menn getað náð tveggja marka forskoti á fyrstu tíu mínútum leiksins. Síðan komu Vestmannaeyingar meira inn i myndina með dugnaði sín- Þór áf ram íbikarnum Þór frá Akureyri tryggði sér þátt- tökurétt í næstu umferð bikarkeppni KSÍ með því að sigra HSÞ i gærkvöldi með 4 mörkum gegn 2. í hálfleik var staðan 3-0 fyrir Þór. HSÞ náði að minnka muninn í 3-2 með tveimur mörkum frá Jónasi Þór Hallgrímssyni, en Hafþór Helgason innsiglaði sigur Þórs skömmu síðar. Hafþór skoraði tvö mörk Þórs og hin tvö mörkin gerði Jón Lárusson. - St.A. Sovézkt met í5000m Sl. laugardag setti Valery Abramov nýtt, sovézkt met í 5000 m hlaupi. Hljóp á 13:15.6 mín. á móti í Sotju í Sovétríkjunum. Þetta er jafnframt bezti timi ársins á vegalengdinni. Á sama móti stökk Valery Podlusjni 8.10 metra i langstökki. Á móti í Bratislava í Tékkóslóvakíu stökk Benjamin Field, USA, 2.27 m í hástökki. Heimsmethafinn Vladimir Yashensko, Sovétríkjunum, varð annar með 2.24 m. um og krafti. Léku oft vel. Óskar Valtýsson átti skot, sem hinn ungi markvörður Vals, Guðmundur Ásgeirsson, varði en missti knöttinn. Náði honum aftur á síðustu stundu. Tómas Pálsson, sem var vörn Vals mjög erfiður, komst í gegn en Sævar Jónsson bjargaði skoti hans á marklínu Vals. Síðan varð Valur fyrir áfalli — Hörður Hilmarsson meiddist og Hálf- dán Örlygsson kom i hans stað. Leikur Vals staðnaði — en Vestmannaeyingar efldust. Tómas átti skalla rétt yfir Valsmark- ið og mínútu síðar, á 32. mín., urðu Vilhjálmi Kjartanssyni á afdrifarík mistök. Missti knöttinn til Ómars Jó- hannssonar, sem þakkaði gott og óvænt boð. Gaf vel áTómas, sem var á auðum sjó við vítateig Vals. Tómas lék nær markinu og skoraði af miklu ör- ygg>- „Rangstaða” hrópuðu áhangendur Vals. ,,Alls ekki,” sagði Óli Olsen línu- vörður. „Tómas hafði varnarmann tveimur metrum fyrir innan sig, þegar gefið var á hann,” sagði Óli enn- fremur. Valsmenn tóku kipp við markið — Atli lagði fallega á Guðmund Þor- björnsson, sem skaut himinhátt yfir innan vítateigs. Siðan vildu Valsmenn fá víti, þegar knötturinn virtist snerta hönd varnarmanns ÍBV —- en ekkert var dæmt. Á sömu mín., þeirri 37., varði Ársæll Sveinsson meistaralega fasta spyrnu frá Albert — en undir lok hálfleiksins kom mark hinum megin. Tómas lék upp hægri kantinn, gaf mjög vel fyrir á Gústaf Baldvinsson, sem sendi knöttinn í mark Vals af stuttu færi. Vestmannaeyingar voru aðgangs- harðir í byrjun s.h. og þá voru Vals- menn heppnir að fá ekki á sig mark. Ómar átti skot í stöng — og skaut nokkru síðar framhjá í opnu færi. Óli Dan. kom i stað Jóns um miðjan s.h. og lokakaflann kom Ingi Björn aðeins inn í myndina. Fékk tvö færi en Ársæll varði auðveldlega frá honum. Það var líka ólga í vítateig Vals — tvívegis björguðu varnarmenn, þegar boltinn virtist stefna í Valsmarkið. Valur átti síðasta orðið. Atli lék laglega í gegn en spyrnti rétt yfir. Það var ekki dagur Vals við mark mótherjanna að þessu sinni. Vörn ÍBV, Viðar Elíasson, Snorri Rútsson, Örn Óskarsson og Friðfinnur Finnbogason, var traust/í leiknum og Ársæll snjall i marki. Óskar vann mjög vel — dugnaðarforkur, sem aldrei gefst upp. Ómar og Gústaf bráðefnilegir leikmenn en Tómas maður liðsins í þessum leik. Mjög snjall. Hjá Val bar Atli af — frábær leik- maður, og Dýri Guðmundsson átti góðan og yfirvegaðan leik. Vörnin var ‘hins vegar lakari en oftast áður en Guð- mundi markverði verður ekki kennt um mörkin. Framlína Vals var algjörlega bitlaus — Ingi Björn sást varla í leikn- Staðaní 2. deild Staðan í 2. deild er nú þessi: Breiðablik 5 3 2 0 10-3 8 FH 5 4 0 1 11-5 8 Selfoss 4 2 11 11-5 5 isafjörður 4 2 11 10-6 5 Fylkir 5 2 12 10-8 5 Þróttur 5 2 12 6-5 5 Reynir 5 2 12 4-7 5 Þór 5 2 0 3 8-10 4 Austri 5 0 2 3 6-13 2 Magni 5 0 14 3-17 1 Markahæstu menn: Sumarliði Guðbjartsson, Selfossi 6 Andrés Kristjánsson, ísafirði 5 Guðmundur Skarphéðinsson, Þór, 4 Ingólfur Ingólfsson, Breiðabliki, 3 Þórir Jónsson, FH, 3 Heimir Bcrgsson, Selfossi, 3 Hafþór Helgason, Þór, 3 Sigurður Friðjónsson, Þrótti, 3 Sigurbjörn Marinósson, Austra, 3 Hilmar Sighvatsson, Fylki, 3 um og sama má segja um Jón, auk þess, sem Guðmundur Þorbjörnsson var ekki sjálfum sér líkur í leiknum. Dómari Þorvarður Björnsson. - hsím. ÓskarTómasson. Óskar leikur ekki f ramar . Litlar sem engar líkur eru á því, að hinn kunni leikmaður Víkings, Óskar Tómasson, leiki knattspyrnu framar eftir hin alvarlegu meiðsli, sem hann hlaut í leiknum við KR á mánudag. Óskar snérist illa — hnéð gaf sig alveg og það án þess nokkur mótherji væri nálægt. Óskar féll og var borinn af velli. Óskar Tómasson er 23ja ára. Hann komst í íslenzka landsliðið aðeins 17 ára fyrir rúmum fimm árum og lék fjóra landsleiki. Var í hópi alefnileg- ustu leikmanna íslands en slasaðist illa i leik á íslandsmótinu fyrir nokkrum árum. Eitt vanhugsað spark mótherja, þegar knötturinn var að fara úr leik, hefti feril Óskars sem knattspyrnu- manns. Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir lækna til að bjarga hnénu með uppskurðum og fleiru varð árangur ekki viðunandi — og nú er bundinn endi á knattspyrnuferil þessa leikna sóknarmanns. J.S. HELGASON HF. SKEIFAN 3J - SÍMI 37450

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.