Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 24
GeirfinnsmáSiö: Frekari rannsókn á kærum um harðræöi og þvingaðar játningar —saksóknari virdist ekki ánægðurmeð niðurstöðu þeirra yfirheyrslna er fram fóru fyrirundirrétti Þórir Oddsson, vararannsóknar- lögreglustjóri ríkisins, hefur fengið skipunarbréf frá dómsmálaráðuneyt- inu um fre'.tari rannsókn á kæru Sævars Ciesielskis vegna meðferðar hans í gæzluvarðhaldi meðan á rann- sókn málsins stóð. Kæra þessi kom fyrst fram er málið var í dómsrannsókn. Undir- rétturinn — Sakadómur Reykjavíkur — fyrirskipaði þá yfirheyrslur yfir rannsóknarlögreglumönnum og fangavörðum vegna kærunnar. Þær yfirheyrslur leiddu ekki til niður- stöðu, heldur stóð yfirleitt fullyrðing á móti fullyrðingu varðandi kæruefn- in. Verjandi Sævars Ciesielskis, Jón Oddsson hrl., skrifaði nýlega ríkis- saksóknara bréf vegna frásagna Cie- sielskis af meðferðinni í Síðumúla- fangelsinu. Þótti rikissaksóknara ástæða til að fyrirskipa frekari rann- sókn í málinu en gerð var á vegum undirréttar. Fól hann rannsóknarlög- reglustjóra ríkisins að annast þessa „frekari rannsókn” á kæruatriðun- um. Hallvarður Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri taldi að hann hefði í rannsókn Geirfinnsmálsins komið fram sem fulltrúi ákæruvalds- ins m.a. með því að vera viðstaddur yfirheyrslur o.fl. en hann var þá vararíkissaksóknari. Taldi haijn sig þá vanhæfan til að stjórna rannsókn- inni. Það varð til þess að Þórir var skipaður til verksins að sögn Baldurs Möllers ráðuneytisstjóra. Baldur sagði í viðtali við DB að sennilega myndu málin nú skoðuð frá öðrum sjónarhól en þá er yfirheyrslur fóru fram vegna kærunnar að frum- kvæði undirréttar. -ASt. Farmannadeilan: Ramminn f rágenginn — Hægt að taka til við launin síðdegis, segir blaðafulltrúi FFSÍ ,,Það náðist góður árangur um rammann í gær,” sagði Þorsteinn Páls- son, framkvæmdastjóri VSÍ, i morgun. Fundur er síðan fyrirhugaður nú kl. 10 með undirmönnum á farskipum, en ekki hefur verið ákveðinn fundur með yfirmönnum. Enn hafa ekki verið ræddar neinar tölur, eða kaupliðir.” „Ramminn er nánast frágenginn,” sagði Páll Hermannsson, blaðafulltrúi FFSl, „og unnið hefur verið við að vél- rita samningsdrögin. Við höfum þó engar prósentur séð ennþá, en útlit er fyrir hreyfingu launaliðanna seinni partinn i dag. Forsendurnar eru fyrir hendi. Þess verður að geta,” sagði Páll, „að farmenn eru ákaflega óhressir með það að hálaunaður embættismaður, Sigurður Líndal prófessor, komi fram i sjónvarpi og geri sig sekan um grófleg- an rógburð. Hann tekur upp óstaðfest- an áróður vinnuveitenda um meðaltals- laun farmanna og slær honum fram. í öðru lagi segir hann framkvæmd verk- fallsins hálfgerðan barbarisma, sem bitni helzt á almennum launþegum. Hins var ekki getið að mjög mikið hefur verið gert til þess að koma í veg fyrir aðsvo yrði. Að öðru leyti geta menn verið prófessornum sammála um úrelt vinnu- brögð við kjarasamninga. En það fór fyrir honum eins og svo mörgum, að hann reif niður en byggði ekki upp.” Fjársöfnun er nú hafin innan FFSÍ og að sögn Páls er hún til að byrja með fólgin í þvi að farmenn miðla fé sin á milli, en væntanlega verður leitað út fyrir þeirra raðir, ef enn harðnar á dalnum. - JH Steingrímur Hermannsson í morgun: „Verkbannið verð- ur að hindra” „Það verður að gera allt sem fært er til að koma í veg fyrir að til verkbanns komi,” sagði Steingrimur Hermanns- son dómsmálaráðherra í viðtali við DB í morgun, þegar hann var spurður hvort hann mælti með bráðabirgðalög- um fyrir helgi til að stöðva farmanna- verkfallið og yfirvofandi allsherjar- verkbann. „Ég óttast að ástandið stórversni, verði verkbann, og átök aukist á vinnu- markaðinum,” sagði Steingrímur. ,,En við skulum láta verkin tala.” ,,Það er búið að bíða æði lengi með aðgerðir ríkisstjórnarinnar, og þolin- mæði margra orðin lítil. Ljóst er að ekki má koma til verulegra grunn- kaupshækkana hjá farmönnum,” sagði Steingrímur. Hann kvaðst hafa heyrt, að staðan í samningaviðræðum farmánna hefði eitthvað skánað. ,,Menn hanga í þvi fram á síðustu stundu,” sagði Steingrímur. Hann neitaði að ágreiningur væri milli hans og forsætisráðherra. Menn notuðu að vísu mismunandi orð, og forsætisráðherra legði áherzlu á að að- gerðir yrðu víðtækar, ef til þeirra yrði gripið. - HH Gluggana verður að gera við, jafnvel þótt þeir séu neðanjarðar. DB-mynd Hörður Forsætisráðherra biðurum frestun verkbanns ef aflýsingu verður hafnað: Sambandsstjórn Vinnuveitenda- sambarids íslands tekur síðdegis af- stöðu til óskar ríkisstjórnarinnar um að fyrirhuguðu verkbanni VSÍ verði aflýst. Óvissa ríkir um niðurstöðu fundarins en Þjóðviljinn segir í morgun að búizt sé við neikvæðu „Við höfum ekki bréf upp á það” — segir framkvæmdastjóri VSI svari. „Það verður bara að koma í Ijós,” sagði Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, í samtali við DB i morgun. „Það verður örugglega erfitt að mæla með því að beiðni ríkisstjórnarinnar verði samþykkt.” í sjónvarpsþætti í gærkvöldi lýsti Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra því yfir að í beiðni ríkis- stjórnarinnar um aflýsingu verk- banns fælist ósk um frestun þess ef aflýsingu yrði hafnað. „Við höfum ekki fengið bréf upp á það,” sagði Þorsteinn Pálsson. „í gær fengum við bara tilkynningu um samþykkt ríkisstjórnarinnar, þar sem beðið var um aflýsingu verkbannsins. önnur tilmæli höfum við ekki fengið.” -GM. Irjálst, úháð dagblað MIÐVIKLDAGUR 13. JÚNl 1979 Barnadagur hjá ríkisútvarpinu: Jafnvel fréttir verða f luttar af börnum — heill dagur ítilefni af bamaári í haust er fyrirhugaður hjá ríkisút- varpinu dagur barnsins, sem er sam- norrænt framtak útvarpsstöðva í tilefni af alþjóðaári barnsins. Dagskráin verður frá morgni til kvölds, eins og venja er, en einungis um börn og flutt af börnum. Jafnvel fréttir og fréttaaukar snúast um börn og flutt af börnum. Ekki er enn ákveðið hvaða dagur verður valinn. Góður vilji hefur verið meðal starfsmanna hinna ýmsu deilda útvarpsins til að vinna að barnadegin- um. DB leitaði til sjónvarpsins og spurðist fyrir um bafnadag þar, en ekki náðist i þann aðila sem svarað gat til um það. -ELA BSRB styður neytendur Á þingi BSRB á mánudaginn fór Reynir Ármannsson, formaður Neyt- endasamtakanna, fram á það að bandalagið styddi Neytendasamtökin í störfum þeirra. Benti Reynir á að í fleiru fælist bættur hagur launþega en laununum einum. Lægr'a vöruverð og aukin vörugæði væri ein jákvæðasta kjarabót sem unnt væri að fá nú á tim- um. í þinginu var samþykkt að stjórn BSRB tæki til athugunar á hvern hátt þetta samstarf mætti bezt fara fram með viðræðum við Neytendasamtökin. „Þetta er mesta viðurkenning sem sam- tökin hafa fengið i áraraðir,” sagði Reynir að lokinni atkvæðagreiðslu á þinginu. - DS Luzern: Missti af lestinni Ljóst er að enginn íslenzkur skák- maður verður á millisvæðamótunum tveimur í Brasilíu og Lettlandi i haust, eftir að Guðmundur Sigurjónsson missti af lestinni í siðustu umferð svæðamótsins í Luzern í Sviss. Þá tapaði Guðmundur skák sinni við Grunfeld frá ísrael, en Helgi Ólafsson vann hins vegar Karlsson frá Svíþjóð. Jafntefli gerðu Hiibner frá Vestur- Þýzkalandi og Wadberg frá Svíþjóð, og Helmers frá Noregi og Kagan frá ísrael. Endanleg röð manna í Luzern varð þvi þessi: 1. Hilbner, 6 vinninga. 2. Grunfeld, 5 v. 3. Kagan, 4 v. 4. Wadberg, 3.5 v. 5. Guðmundur, 3 v. 6. Helmers, 2.5 v. 7. Helgi Ólafsson, 2.5 v. 8. Karlsson, 1.5 v.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.