Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979 9 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Það er hálfgerður skelfingarsvipur á varnarmönnum FH i 4. flokksleiknum gegn Haukunum á fimmtudagskvðldið. Þeir þurftu þó ekkert að óttast því sigurinn lenti þeirra megin. Lokatölur 5-1 fyrir FH. DB-mynd Hörður Dóra sló öllum við! — skoraði mark Í4-1 sigri Bolungarvíkur yfir Skallagnmi alveg við og ÍR sótti mun meira, en markvörður FH varði af stakri snilld allan tímann. Hún Dóra Gylfadóttir frá Bolungar- vík sannaöi gamla máltækið ,,sá hlær bezt sem síðast hlær” áþreifanlega þegar hún og vinkona hennar Sigurlína komu með 5. flokki Bolungarvíkur til Borgarness til að keppa við heima- menn. Það voru stór og vantrúuð augu, sem mættu stclpunum, sem eru báðar fastaleikmenn í 5. flokks liðinu, þegar þær gengu inn á völlinn. Áhorfendur gerðu að gamni sinu og höfðu ekki mikla trú á liði, sem var með stelpur innanborðs. Þær stöllur höfðu þó síðasta oröið, því Dóra skoraði eitt mark í 4-1 sigri Bolvíkinga og Skalla- grímsmenn sátu eftir með sárt ennið. Hin þrjú mörk vestanmanna skoraði Haukur Vagnsson. Við skulum skoða úrslitin áður en við höldum lengra. 1 5. f lokkur i A-riðill: Valur— Fylkir Leiknir — Breiðablik Akranes — Keflavík frestað 3-3 1-1 B-riðill: FH — ÍR Stjarnan — Þróttur Haukar — Afturelding Grindavík — Víkingur 0-1 0-1 7-0 0-4 C-riöill: Skallagrimur — Bolungarvík 1-4 Þór, Þ. — ÍK 0-7 Reynir — Selfoss 0-3 Vestri — Bolungarvík 3-2 D-riðill: KS— KA frestað Þór—Völsungur 5-0 Tindastóll — SvarfdæUr 4-0 E-riðill: Einherji — Sindri frestað Huginn — Valur 1-0 Huginn — Höttur 3-2 Valur — Þróttur 0-3 Það var Guðjón Skúlason sem tryggði Keflvíkingum annað stigið á Akranesi. Finnur Pálmason skoraði eina markið í leik FH og ÍR og það varð hörkuleikur. FH var betra í fyrri hálfleik en í þeim síðari snerist dæmið Karl Ó. Karlsson skoraði sigurmark Þróttar gegn Stjörnunni strax á 3. mín- útu og það beint úr hornspyrnu. Þeir Heimir Hansson, Baldur Hreinsson og Aðalsteinn Elíasson tryggðu Vestra á ísafirði sigur gegn nágrönnunum, Bol- ungarvík í skemmtilegum leik. ' Guðlaugur Sighvatsson skoraði tví- vegis, Páll Friðriksson og Haraldur Leifsson einu sinni og tryggðu Tinda- stóli öruggan sigur yfir Svarfdælum. Guðbjartur Magnússon skoraði þrennu þegar Þróttur vann Val 3-0 á Reyðarfirði — gott afrek það hjá Guð- bjarti. Sigurður Sverrisson Yfirburðir Skagamanna Það voru alls 20 leikir á dagskrá í 4. flokki þessa vikuna og aðeins þremur var ekki hægt að Ijúka af einni eða annarri ástæðu, en vindum okkur í úr- slitin. 8 4. f lokkur i ! * Axriðill: Fram-Valur 1—3 ÍBV-ÍBK 1—0 Ármann-KR 0—9 Breiðablik-Fylkir 4—1 Vikingur-Þróttur 1—0 B-riðill: FH-Akranes 0—5 Haukar-FH 1—5 Akranes-Leiknir 9—0 Stjarnan-Aftureiding 6—1 ÍK-ÍR 0—0 C-riðiIl: Reynir-Njarðvík 3—2 Skallagr.-Bolungarvik frestað Bolungarvík-Vestri frestað D-riðill: KS-KA frestað Þór-Völsungur 7—2 Tindastóll-Svarfdælir 2—0 E-riðilI: Einherji-Sindri frestað Huginn-Valur 6—0 Huginn-Höttur 1—2 Valur-Þróttur 0—1 Það var Héðinn Svavarsson sem tryggði Eyjamönnum dýrmæt stig gegn Keflvíkingum. Skagamenn hafa ótrúlega yfirburði í B-riðlinum og i fyrstu tveimur leikjunum skoruðu þeir 14 mörk. Jón Leó Ríkharðsson (Jóns- sonar) skoraði tvívegis gegn Leikni og slíkt hið sama gerði frændi hans, Sigurður Jónsson. Sigurður og Jón eru bræðrasynir. Þá skoraði Ólafur Þórðarson (Þórðarsonar) bróður Teits eitt markanna. í C-riðlinum varð að fresta leik Bolvíkinga og Skallagrims í 4. flokki vegna þess að flugvélin gat ekki lent. Helmingur liðsins var i flugvél með 5. flokki og sú flugvél lenti án erfiðleika, en ekki dugði að spila með 5 mönnum, svo leiknum var frestað. Þá léku Vestri og Bolungarvík í gærkvöldi. Rúnar Björnsson og Jósafat Jóns- son skoruðu mörk Tindastóls gegn Svarfdæium. Það var siðan mark frá Viði Ársælssyni sem tryggði Þrótti sigur yfir Val á Reyðarfirði. Strákarnir úr Hetti komu á óvart og unnu Hugin 2—1 á Seyðisfirði með mörkum frá Bergi Hallgrímssyni og Birni Víðissyni. „Getum komið með bolta — en ekki sturtur líka” Steinn Helgason, þjálfari 3. flokks Akurnesinga, kom að máli við DB og sagði sínar farir ekki sléttar. Um hvítasunnuhelgina léku Skagamenn við Eyjapeyja í Eyjum og tapaðist sá leikur 2-4. Það vakti mikla athygli strákanna að ekki var hægt að fara í bað að leik loknum. Eyjastrákarnir skelltu sér bara í fötin og fóru heim, en eina vatnið, sem hægt var að fá var ískalt og voru menn ekki allt of hressir með það. Síðan þegar 3. flokkurinn fór að keppa við Víking lentu þeir í því að fá engan bolta til að hita upp með. Kom það einnig spánskt fyrir sjónir en undantekningarlítið eru strákun- um lánaðir boltar á meðan þeir eru að hita upp. ,,Það er sosum enginn vandi að koma með bolta með sér að heiman, en það er öllu erfiðara að koma með vatn og sturtur með sér líka,” sagði Steinn. 6 v. Margeir Pétursson hlaut 3 1/2 v. og hafnaði í9. sæti. B-riðill: 1. Grúnfeld (ísrael) 7 v. 2. Karisson (Svíþjóð) 6 1/2 v. 3.—4. Helgi og Helmers (Noregi) 6 v. Til gamans má geta þess að Helgi var sá eini í undankeppninni sem ekki tapaði skák — og Margeir var sá eini sem ekki vann skák! Úrslitakeppninnar var beðið með mikilli eftirvæntingu hér á Fróni, enda áttu okkar menn möguleika á að komast áfram þótt ljóst yrði að róðurinn yrði þungur. Helgi, sem teflt hafði af svo miklu öryggi í undankeppninni, fékk hins vegar að eigin sögn „einhverja hitavellu” og tapaði 4 skákum þegar í upphafi. Möguleikar hans til að komast áfram voru því úr sögunni, en hann bjargaði sér þó frá botnsæti með sigri í tveimur síðustu umferðunum. Athygli manna beindist því að Guð- mundi, sem byrjaði vel. Fyrir síðustu umferð hafði hann aðeins tapað fyrir hinum örugga sigurvegara mótsins, Húbner, en jafnteflin voru kannski helzt tii mörg. Hann tapaði hins vegar fyrir Grúnfeld i síðustu umferð eins og áður sagði og missti því af strætisvagninum að þessu sinni. Guðmundur var með mikla til- raunastarfsemi í gangi á mótinu, þ.e.a.s. hvað byrjanir áhrærir. Hann tefldi ýmislegt, sem hann hafði sjaldan eða aldrei teflt áður, svo sem 1. Rf3, eða 1. d4. Hann hefur ávallt verið mikill kóngspeðsmaður, en virðist nú hafa aukið fjölbreytnina í vopnasafninu. Ekki lagði hann þetta „gamla góða” þó alveg á hilluna, eins og við sjáum t.d. i eftirfarandi skák. Hann á þar í höggi við Norð- manninn Hoen og beitir Scheven- ingenafbrigðinu af Sikileyjarvörn, sem Euwe beitti fyrstur manna árið 1923 í bænum sem afbrigðið er kennt við. Guðmundur þekkir þetta af- brigði manna best og tekur hraust- lega á móti varfærnisiegri tafl- mennsku andstæðingsins. Hvitt: Ragnar Hoen Svart: Guðmundur Sigurjónsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6.Be2. Keres-árásin 6. g4 er hvassasta svar hvíts, en með hana að vopni auðn- aðist Grúnfeld m.a. að Ieggja Guð- mund að velli í Gausdal sl. sumar. 6. Be7 7. Be3 0-0 8. 0-0 a6 9. a4 Rc6 10. Rb3 b6! Svartur má auðvitað ekki leyfa hvítum að negla niður drottningar- vænginn með 11. a5. 11. f4 Dc7 12. Del He8 13. Df2 Hb8 14. Hadl Rb4 15. Bf3 e5! 16. f5? Hvitur hefur teflt byrjunina ómarkvisst og gert svörtum kleift að jafna taflið auðveldlega. Síðasti leikur hvíts er hins vegar mjög slæmur og það er svartur ekki lengi að notfæra sér. 16. — d5! Sumir segja að fái svartur færi á að leika d6-d5 í Sikileyjarvöm sé hann alltaf kominn með betra tafl. í þessu tilfeili er enginn vafi á því! 17. Rxd5 Rbxd5 18. exd5 Bxf5 19. c3 Bd6! Beinir spjótum sínum að h-peðinu hvíta og skorðar frelsingjann á d5. 20. g3 20. h3 gæti svartur svarað með 20. — Bd7, sem hótar hvoru tveggja í senn 21. — Bxa4 og 21. — e4 ásamt 22. — Bg3. 20. — Bh3 21. Hfel Rg4 22. Bxg4 Bxg4 23. Hd2 Dc4! Til viðbótar stöðuyfirburðum sín- (um vinnur svartur nú peð og lokin eru því skammt undan. 24. Rcl f5! 25. Dfl Dxa4 26. h3 f4! • 27. gxf4 exf4 28. Hd4 Dd7 29. hxg4 Dxg4+ 30. Dg2 Dxg2+ 31. Kxg2 fxe3 32. Hd3 He5 33. Hlxe3 Hg5 + 34. Kh3 Bf4 35. Hel Hd8 Hvítur tapar nú d-peðinu í ofan- álag því ef 36. Hedl, þá 36. — Hd6! og mát í næsta leik. Hann var þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og þraukaði lengi enn — vitaskuld án alls árangurs. Eflaust kannast flestir skákunnendur við nafnið Grúnfeld og setja það ósjálfrátt isambandvið Grúnfelds-vörnina velþekktu (1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 o.s.frv.). Sá sem hana tefldi hét Ernst að fomafni og var Austurríkismaður, fæddur 1893. Hann var aðallega þekktur fyrir ótrúlega byrjanakunnáttu, en sagt var að hann kynni utan að allar byrjanir sem tefldar höfðu verið fram á hans daga. E.t.v. er hinn ísraelski Yehuda Grúnfeld sem tefldi á svæðis- mótinu eitthvað skyldur hinum austurríska — byrjanakunnáttan gefur a.m.k. vísbendingu um það. Við skulum að lokum líta á skák hans við Norðmanninn Helmers, sem er einmitt ágætt dæmi um það. Allt fram í 27. leik (!!) herma þeir eftir skák milli Szmetan og Quinteros á Argentínska meistaramótinu 1978. Þeirri skák lauk með jafntefli eftir 40 leiki. Grúnfeld endurbætir taflmennsku Szmetans í 28. leik og aðeins 9 leikjum síðar liggur Norð- maðurinn í valnum og neyðist til að gefast upp. Skákin er raunar ljóslif- andi dæmi um það hve varhugavert það er að treysta blint á „teóríuna”. Hvitt: YehudaGrúnfeld Svart: Knut Helmers Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 „Eitraða peðsafbrigðið” sem íslendingar hljóta að múna eftir síðan í heimsmeistaraeinvíginu 1972. 8. Dd2 Dxb2 9. Hbl Spassky kaus að leika 9. Rb3 gegn Fisher, sem gafst vel i 11. skákinni. 9. — Da3 10. f5 Rc6 11. Rxc6 bxc6 12. fxe6 fxe6 13. Bxf6 gxf6 14. e5!? dxe5 15. Re4 Dxa2 Einnig hefur verið leikið 15. — Be7, þegar hugsanlegt framhald er 16. Be2 h5 17. Hb3 Da4 18. Rxf6!i? (Timman-Ribli, Niksic 1978). Ekki örvænta lesandi góður — ég skil stöðuna ekki heldur! 16. Hdl Be7 17. Be2 0—0 18. 0—0 f5 19. Dh6! Svartur verður að þiggja mannsfórnina, því hótunin er 20. Hd3!ásamt Hh3,eðaHg3. 19. fxe4 20. Hxf8 Bxf8 21. Dg5 + Auðvitað ekki 21. Hd8? Dal + 22. Bfl DD4+ ! og vinnur. 21. — Kh8 22. Df6+ Kg8 23. Bh5 Ha7 24. Hfl Bc5+ 25. Khl Dd5 26. Bf7+ Hxf7 27. Dxf7+ Kh8 28. De8+ Kg7 29. Dxc8 en eftir 29. — Bf2! 30. Dxa6 a3 lyktaði skákinni með jafntefli. Grúnfeld stendur á sama um hinn aðgerðarlausa biskup svarts á c8, sem er í rauninni eins og hávaxið peð. Þess í stað leysir hann úr læðingi kröftuga mátsókn. 28. Df6 +! Kg8 29. Dg5 + kh8 30. h4! Dd6 31. h5 De7 32. Dxe5+ Kg8 33. Hf4 h6 34. Hf6 Bb6 35. Hg6 + Kh7 36. Dxe4! — Og svartur gafst upp. Ef 36. — Kh8, þá 37. Hxh6+ Kg8 38. Dg4 + og vinnur. Sennilega hefur Helmers aldrei tapað í 9 leikjum fyrr! H / 3 V 7 3 m WÐ / ÍMrrlssoh S-h3St> o o o A k o o Vh (kbmm* JÉSU. / 0 ’h 0 % k A s. 5 KPiSPtN ÍsRfiEL / a 0 % / / 0 ¥ 4 v.-bkx. A A / /z / G /• 3 0 ?2j % o 0 A /z %h é? Gruvffld Ísi?aé:l- 1 o /z A -i / s ? HtLGl ÓLPFSSoU XSU. 1 •k 0 o o 0 nk T WE-OBEPti S.hjóD / % A £ /z o o M 3!> H. •*

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.