Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ1979. HLH, pening- arogkók Forvitinn skrifar: Mér þótti nóg um að heyra að goðin í HLH-flokknum fengju „aðeins” 1.3 milljónir fyrir að koma fram á Hallærisplaninu 17. júrií. Mér sýnist að kaupið sem þessir popparar fá slagi langleiðina upp í flugmanna- aðalinn — og er þá mikið sagt ef marka má blaðaskrif. Var virkilega ekki hægt að fá ódýrari (og jafnvel ekki lakari) skemmtikrafta til að koma fram fyrir gesti á Hallærisplan- inu? Og í beinu framhaldi af þessu: Mörgum hefur blöskrað auglýsinga- starfsemi HLH-flokksins á kóka kóla, bæði í sjónvarpi, á plötuum- slagi og víðar. Gaman væri að fá það fram hvort þeir félagar hafi gert sér- stakan samning við kók upp á þetta, eða er þetta bara tilviljun? Raddir lesenda HLH-flokkurinn. DB-mynd Ragnar Th. Stækkunai eról Þú þarft ekkí oftar að bregða stækkunargleri yfir litmyndirnar þínar tíl að finna Fríðu frænku eða Sigga syndasel. Glögg mynd er þriðjungi stærri en myndir voru áður fyrr. Hvert atriði myndarinnar er því einnig þriðjungi stærra og skýrara, gleggra en fyrrum. Ný framköllunar- og kóperingaraðferð fyrir litmyndir. Umboósmenn: Reykjavik: Myndverk, Hafnarstræti 17 og Bókabúöir Braga, Hlemmtofgi og Lækjargðtu Nana snyrtivöruvorslun Fellagöróum v/ Noröurfell Árbæjarapótek, Hraunbæ 102 auk fjölda matvöruverslana Halnarfjörður Skifan, Strandgötu Akranes: Verslunin Ööinn Akureyri: Bókabúöin Huld, Hafnarstræti 97 Bildudalur: Kaupfélag Patreksfjarðar, Hafnarbraut 2 Breiðdalsvik: Kaupfélag Stöðflröinga Búðardalun Kaupfélag Hvammstanga Dalvik: Verslunin Sogn, Goðabraut 3 Djúpivogun Kaupfélag Berufjarðar Eyrarbakki: Verslun Guðlaugs Pálssonar, Sjónarhóli Fáskrúðsfjörðun Verslunin Þór h.f., Búðarvegi 3 Gerðan Þorláksbúð, Gerðavegl 1 Hellisandun Hafnarbúðln Rifl, Rlfsvegi Hótmavik: Kaupfélag Steingrlmsfjarðar Húsavik: Skóbúð Húsavfkur Hveragerði: Kaupfélag Árneslnga útlbú Höfn: Verslunln Sllfurberg, Helðabraut 5 Sudurlandsbraut 20 Sími 82733 22580 Isaljörðun Neisti h.f., Hafnarhúsinu Hafnarstræti 9 Keflavik: Stapafell, Hafnargötu29 Kópasken Kaupfélag Norður Þingeyinga Laugarvatn: Kaupfélag Árnesinga Neskaupstaöun Verslun HöskuldarStefánssonar, Ölafsvik: Verslunin Kassinn, Ólafsbraut Patreksfjöröun Kaupfélag Patreksfjarðar, Aðalstræti60 Raufarhöfn: Hafnarbúðin h.f., Álfaborg Reyðarfjöröun Kaupfélag Héraösbúa Sandgerði: Þorláksbúð, Tjarnargötu 1—3 Sauðárkrókun Bókaverslun Kr. Blöndal, Skagfirðingabraut 9 Selfoss: Kaupfétag Árneslnga, v/Austurveg Seyðisfjöróun Bókaverslun A. Bogasonar og E. Sigurössonar Slgluljörðun Verslun Gests Fanndal, Suðurgötu 6 Stokkseyri: Allabúö Stykkishólmun Kaupfélag Stykkishólms, Hafnargötu 3 Tálknafjörður: Kaupfélag Tálknafjarðar Vestmannaeyjan Stafnes Miðhús, Bárugötu 11 Þingeyrl: Verslun Gunnars Sigurðssonar, Hafnarstræti 2 Þorlákshöfn: Bóka og Gjafabúöin, Unubakka 4 Ef ekki er umboösmaður nálægur, þá má senda filmur í póst til: Girómyndir Pósthólf 10 Reykjavík Kurteisi gagn- vart bömum? Sigriður Björnsdóttir skrifar: Það hafa hrúgazt upp í huga mínum milljón atvik frá þvt að ég var barn í tilefni af skorti á kurteisi í um- gengni fullorðinna gagnvart börnum. Þau voru ekki svo fá atvikin í gamla daga, þegar maður stóð tímun- um saman „úti í búð” og beið af- greiðslu (maður átti að vera kurteis), en aldrei kom að manni. Það endaði oft með að maður stóð hjálparvana hálfgrenjandi á bak við einhverja kerlinguna sem hafði troðið sér fram fyrir mann, kannski ekki einu sinni orðið vör við að barn stóð borðið, það var bara „eitthvað” sem stóð fyrir henni. Ég minnist þess að karl- menn voru ekki eins grimmir í þess- um efnum, oft endaði með að einhver góður maður sagði: ,,er hún ekki á undan mér?” Hvað er það sem veldur því að full- orðið fólk getur aldrei sýnt börnum tillitssemi? Gleymum við þvi hvernig var að vera barn, eða hlakkar í okkur að geta nú loksins sýnt yfirburði okkar gagnvart þeim, þegar nú við loksins erum orðin almennilegt „fólk” (þetta heitir sadismi), eða erum við bara svona yfirmáta sljó? Hvernig getum við ætlazt til að börn séu kurteis og brúki ekki kjaft við okkur þegar við ekki erum vinir þeirra? Við erum þeim eins fjarlæg og verur úti í geimnum. Við tölum allt annað mál, við vöðum bara áfram með okkar þarfir, án tillits til þeirra. Börn eru manneskjur Það eru til vinsælir staðir þar sem börnum er sýnt þvílíkt tillitsleysi að mann óar við (maður liftr upp barn- æskuna) en þetta eru sundstaðir borgarinnar. í Sundhöllinni situr matróna ein á stól inni í sturtubaði og prjónar en gýtur augunum upp við og við og skammar litlu stelpuna sem er að baða sig, barnið hefur í ógáti haft með sér sundboUnn í sturtuna, ,,hún Krakkar á Ólafsfirði. á að geyma hann einhvers staðar ann- ars staðar á meðan hún þvær sér, veit hún það ekki eða hvað?” Svo „þvær hún sér ekki rétt,” segir matrónan,' óg „hangdu ekki í sturtunni í allan dag, það þurfa fleiri að komast að.” Hún er búin að vera að hamast í litlu stúlkunni síðan hún kom inn í bað- klefann og hefur barnið ekki komizt til að þvo sér fyrir skömmum í kon- unni. Það kemur líka fyrir að lítil bamapia kemur með minni stúlku með sér, og tekur baðið dálítið lengri tima vegna þessa, en þetta kemur baðkonunni ekkert við, það þarf að rýma tU fyrir holdugri maddömu sem þarf að ylja volga kroppnum sínum aðeins betur en fullorðið fólk má eyða þó nokkrum tima í sturtu, bara ekki „krakkaskammirnar”, ekki hangs, takk. Svo er það þetta með sjoppu-lúg- urnar, sem eru of háar fyrir börnin, ég minnist þess þegar barnið kUfraði um daginn upp í gatið og ætlaði að vera tilbúið að kaupa þegar kæmi að því en var aðeins of fljótt á sér, manneskjan á undan var ekki alveg búin að kaupa, þá gall í afgreiðslu- dömunni: „Helv . . . dóni ertu, þið eruð alltaf aðtroðast.” Minnumst þess að vera við börnin eins og við æskjum þess að þau séu við okkur, þau eru nefnilega mann- eskjurlíka. Uppsögn hótað á Hrafnistu G. Björnsson, 3050-0849, skrifar: Sá einstæði atburður gerðist á Hrafnistu í Reykjavík að forstöðu- kona hótaði hluta starfsfólks upp- sögn ef það féllist ekki á að gera skriflegan samning um lægra kaup fyrir sömu vinnu. Þarna eiga bað- konur hlut að máli. Þær hafa um mörg undanfarin ár haft nokkru hærra kaup en taxti Sóknar segir til um. Var um það samið í tíð fyrrver- andi forstöðukonu sem sá þann kost að geta haldið góðu fólki í þessu erfiða og lítt eftirsótta starfi. Enda hafa síðan haldizt í þessu starfi því sem næst sömu konurnar og hafa nú 5—10 ára starfsaldur að baki. Við síðustu samninga Sóknar var samið um 10% hækkun á almennum taxta og að auki nokkra hækkun til þeirra sem hafa áðurnefndan starfs- aldur að baki. Þetta taldi núverandi forstöðukona ótækt að greiða þessu starfsfólki. Var því gripið til þess, ráðs að hóta uppsögn nema þær féll- ust á að gefa eftir þá yfirborgun sem þær höfðu haft um langan tíma. Allur verkalýður þekkir hvað hér er á ferðinni. Á sama tíma og ekki er hlaupið að því að fá nýja atvinnu, því

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.