Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 18.06.1979, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþrc FC Porto meistari FC Porto varð um helgina portú- galskur meistari í knattspyrnu eftir góðan sigur á Barreirense 4-1 á heima- velli. Með sigrinum tókst Porto að halda eins stigs forskoti á Benfica, sem liðið náði fyrir nokkrum vikum og hefur haidið síðan. Bcnfica vann 5-0 þannig að ef Porto hefði tapað stigi hefði Benfica staðið uppi sem sigurveg- ari i mótinu. Úrslit í lokaumferðinni og loka- staðan hjá efstu liðunum varð þessi: Varzim — Sporting Lissabon 1-0 Belenenses — Famalicao 2-0 Braga — Beira Mar 3-2 Academico de Coimhra — Guimara"'' 2-2 Maritimo — Estoril 3-0 Porto — Barreirensc 4-! Setubal — Boavista 4-1 Benfica — Acadenico de Viseu 5-0 F.fstu liðin urðu: Porto 30 21 8 1 70-19 50 Benfica 30 23 3 4 75-21 49 Sporting 30 17 8 5 46-22 42 Braga 30 16 5 9 49-35 37 Varzim 30 11 10 9 30-29 32 Guimaraes 30 12 7 11 44-38 31 Setubal 30 12 7 11 38-38 31 Heimsmet i snoran Kínvcrjinn Wu Shu Tc setti í gær nýtt heimsmct unglinga í snörun í fluguvigt er hann lyfti 107,5 kílóum. Annar varð Gulowski frá Póllandi með 100 kiló slétt og varð hann Evrópu- meistari. Watson til Bremen? Vmislegt þykir nú benda til þess að Dave Walson, miðvörður Manchester City, muni innan skamms halda til liðs við v-þýzka liðið Werder Bremen. Rudi Assauer, framkvæmdastjóri Bremen, ncitaði alfarið að hafa átt viðræður við Watson, en talið er víst að frekari við- ræður fari fram á morgun i Vín, en Watson leikur þar með enska landslið- inu gegn Austurríki. Watson er nú 32 ára gamall og hefur verið fastamaður í enska landsliðinu um árabil. Lék fyrst með Rotherham sem miðhcrji, en þaðan lá leið hans til Sunderland og loks til City. Upphæðin 250.000 sterlingspund hefur vcrið nefnd i samhandi við kapp'ann. Fjórir sigrar en ísland varð samt í neðsta sæti — íEvrópuríðlinum ífrjálsum íþróttum í Luxemborg um helgina. Eittíslandsmet var sett í4x400 m boðhlaupi Island varð í fimmta og síðasta sæti í Evrópuriðlinum i frjálsum íþróttum i Luxemborg um helgina — þó aðeins fjórum stigum að komast áfram í keppninni, svo þar munaði litlu. Portú- gal sigraði með 74 stigum. Danntörk varð í öðru sæti með 65.5 stig. írland varð í þriðja sæti með 54 stig og þessar þrjár þjóðir komust áfram í milliriðil. l.uxemborg varð í fjórða sæti með 53.5 stig og ísland neðst með 51 stig. íslend- ingar sigruðu í fjórum greinum af 20 i kcppninni. Óskar Jakobsson sigraði bæði í spjótkasti og kringlukasti, Hreinn Halldórsson sigraði i kúluvarpi og Friörik Þór Óskarsson í þrístökki auk þess sem hann náði ágætum ár- angri i langstökki. Hins vegar náði Vil- hjálmur Vilmundarson sér ekki á strik og var langt frá sínum bezta árangri og það gcrði von okkar að komast áfram að engu ásamt því að Jón Diðriksson gat ekki keppt vegna meiðsla. Eitt Islandsmet var sett í keppninni — í 4x400 m boöhlaupi, þar sem sveit ís- lands varð í þriðja sæti á 3:15.12 mín. Bætti íslandsmet landssveitar frá landskeppni við Dani 1956 um tvær sekúndur. í sveitinni hlupu Oddur Sigurösson, Sigurður Sigurðsson, Vil- hjálmur Vilmundarson og Aðalsteinn Bernharðsson. Úrslit fyrri daginn urðu þessi. 400 m grindahlaup 1. Kirpach, Luxemburg, 51.61 2. J. Carvalho, Portúgal, 51.68 3. Jesper Have, Danmörk, 53.05 islandsmeistarar KR i sundknattleik að loknum erfiðum leik um helgina. DB-mynd Sv.Þorm. Þrjú mörk á sjö mínútum Alls voru 15 leikir á dagskrá í 3. deildinni um helgina, en tveimur var frestaö. Þriðja deildin er leikin í 6 riölum og kemst eitt lið upp úr hverjum riðli en þeir cru þó mjög missterkir. A-riðill: Víðir—Stjarnan 2—2 Grr tn -Ármann 2—3 Grinuavik—ÍK 2—0 1-2 4—3 1—4 B-riðill: Hekla- ðin.i Þór—l. . Leiknir—Al'tmelding C-riðiIl: Víkingur, Ól.—Bolungarvík Skallagrímur—Stefnir D-riðill: Svarfdælir—Höfðstrendingar 3—0 Leifur—Tindastóll frestað 4— 0 5— 1 E-riðill: Dagsbrún—Árroðinn HSÞ—Reynir 0—1 2—1 F-riðill: Sindri—Leiknir 2—1 Valur—Em'ierji frestað Hrafnke ! : .•y> — Huginn 2—1 Þrjú rnörk Þórs á síðustu 7 mín- útum tryggðu þeim sigur yfir Létti rétt fyrir leikslok. Víðir leiddi 2—0 gegn Stjörnunni þégar 8 mín. voru eftir en tókst ekki að sigra. Afturelding burstaði Leikni í B-riðli. Markvörður Ármanns skoraði yfir endilangán völlinn gegn Gróttu. Þetta ásamt umsögn um alla 3. deildarleikina er í DB á morgun. Sigurður Sverrisson DB-strákarnir leika gegn Víkingum í dag — Knattspymuleikur á vellinum við Hæðargarð kl. 18.15 1 dag mánudag kl. 18.15 verður spennandi knattspyrnuleikur á Víkings- svæðinu við Hæðargarð. Þá leika strákarnir í Dreifingarklúbb Dag- blaðsins við jafnaldra sína í Víking og má búast við tvísýnum leik — bæði lið eiga góðum strákum á að skipa. í sumar eru fyrirhugaðar knatt- spyrnuæfingar Dreifingarklúbbs DB undir stjóm Hafsteins Tómassonar á Vikings-svæðinu. Nánar verður til- kynnt um æfingadaga og tíma síðar hér í blaðinu. Fyrir tveimur árum var DB með slíkar knattspyrnuæfingar, sem kunnir þjálfarar og leikmenn Vals stjórnuðu. 53.96 55.17 4. Aðalsteinn Bernharðsson 5. K. Currid, írlandi, Kúluvarp 1. Hreinn Halldórsson 19.44 2. McDenoy, írlandi, 17.58 3. Henningsen, Danmörk, 16.66 4. V. Silve, Portúgal, 15.27 5. Bour, Luxemborg, 14.86 Spjótkast 1. Óskar Jakobsson 72.36 2. Hilbert, Luxemborg, 66.00 3. Mario Silva, Portúgal, 62.40 4. M. Maltby, Danmörku, 61.74 5. D. Casey, Irlandi, 60.36 1500 m hlaup 1. E. Coughlan, írlandi, 3:41.86 2. H. de Jesus, Portúgal, 3:45.47 3. Bo Nytofte, Danmörk, 3:53.12 4. Pierrard, Luxemborg, 4:03.32 5. Ágúst Ásgeirsson 4:10.85 Hástökk 1. V. Mendes, Portúgal, 2.08 2. Romersa, Luxemborg, 2.04 3. Leon Axen, Danmörk, 2.04 4. S. Murray, írlandi, 2.04 5. Guðmundur Guðmundsson 1.95 100 m hlaup 1. Bombardella, Luxemborg, 10.71 2. Oddur Sigurðsson 10.86 3. V. Mano, Portúgal, 10.96 4. Morten Hansen, Danmörku, 11.10 5. P. Shine, írlandi. 400 m hlaup 1. Jens Hansen, Danmörk, 47.78 2. Gerry Delaney, írlandi, 48.88 3. Jose Carvalho, Portúgal, 48.93 4. Vilmundur Vilhjálmsson 49.00 5. John Tolfer, Luxemborg, 50.98 l.angstökk 1. A. Rodriguez, Portúgal, 7.42 2. Friðrik Þór Óskarsson 7.33 3. Kemp, Luxemborg, 7.14 4. Karagaard, Danmörku, 7.08 5. Barrett, írlandi, 6.99 10000 m hlaup 1. Jose Sena, Portúgal, 29:17.53 2. D. McTaid, írlandi, 30:09.16 3. N.K. Hjort, Danmörku, 31:13.56 4. Hoeser, Luxemborg, 32:01.69 5. Brynjólfur Hilmarsson 34:04.78 4 x 100 m hoöhlaup 1. Luxemborg 41.29 2. Portúgal 41.43 3. ísland 42.21 4. Danmörk 42.38 írska sveitin var dæmd úr leik. Timi sveitar Lu.xemborgar er nýtt landsmet. Úrslit síðari daginn Sleggjukast 1. Sean Egan, írlandi, 2. Erik Fisker, Danmörku, i gær. 66.46 58.44 3. J. Pedroso, Porútgal, 57.94 4. Erlendur Valdimarsson 57.80 5. Kops, Luxemborg, 51.12 Egan setti irskt met. Stangarstökk 1. R. Borges, Portúgal, 4.80 2. Peter Jensen, Danmörku, 4.60 3. Elias Sveinsson 3.80 4. C. Berkeley, írlandi, 2.00 Fleck, Luxemborg, felldi byrjunar- hæðina, sem þýddi að Luxemborg fékk ekki stig. Hins vegar hefði eitt stig nægt til að komast áfram. 110 m grindahlaup 1. Mathekowitsch, Luxemborg, 14.54 2. K.A. Jörgensen, Danmörku, 14.86 3. A. Matos, Portúgal, 15.12 4. D. Kelly, Írlandi, 15.13 5. Elías Sveinsson 15.24 800 m hlaup 1. Ray Flynn, írlandi 1:49.6 2. C. Cabral, Portúgal, 1:50.1 3. Kim Nielsen, Danmörku, 1:53.7 4. Pierrard, Luxemborg, 1:53.9 5. Gunnar Páll Jóakimsson 1:55.0 3000 m hindrunarhlaup 1. Karsten Hald, Danmörku, 8:44.0 2. J. Campos, Portúgal, 8:46.0 3. O’Brien, írlandi, 8:54.2 4. Frisch, Luxemborg, 9:21.3 5. Ágúst Ásgeirsson 9:37.6 Kringlukast 1. Óskar Jakobsson 58.54 2. Kjéld Andresen, Danmörku, 52.00 3. J. Brice, írlandi, 45.62 4. J. Manta, Portúgal, 41.42 5. Misteri, Luxemborg, 39.92 200 m hlaup 1. Bombardella, Luxemborg, 21.47 2. A. Cachola, Portúgal, 21.67 3. Frank Foli, Danmörku, 21.85 4. J. Ryan, írlandi, 21.91 5. Vilmundur Vilhjálmsson 22.00 5000 m hlaup 1. F. Mameda, Portúgal, 13:54.5 2. Deegan, írlandi, 14:12.3 3. Gloden, Luxemborg, 14:27.9 4. Gert Kærlin, Danmörku, 14:42.5 5. Sigurður Sigmundsson 16:43.7 Þrístökk 1. Friðrik Þór Óskarsson 15.27. 2. S. Power, (rlandi, 14.97 3. Christiensen, Danmörku, 14.80 4. Rodrigues, Portúgal, 14.78 5. Wolff, Luxemborg, 13.62 4 x 400 m boðhlaup 1. Danmörk 2. Portúgal 3. ísland 4. Luxemborg 5. írland 3:12.49 3:14.80 3:15.12 3:15.32 3:17.60 Leika Englend- ingar ekki? — í keppninni milli heimsmeistaranna í knattspymu frá 1930-1978 Uruguaymenn, sem urðu fyrstu heimsmeistararnir í knattspyrnu, munu halda keppni í desember nk. þar sem allar þær þjóðir er hafa unnið HM í knattspyrnu taka þátt. Það eru alls sex lönd, sem taka þátt i keppninni — auk Uruguay eru það V-Þjóðverjar, ítalir, Brasilíumenn, Englendingar og Argen- tínumenn. Allar þjóðirnar hafa gefiö samþykki sitt fyrir keppninni, nema Englendingar en keppnistímabilið hjá þeim stendur sem hæst þá er keppnin mun fara fram. Uruguay vann fyrstu HM keppnina, sem fram fór 1930 og þeir unnu á ný 1950. ítalir unnu 1934 og 1938. V- .Þjóðverjar unnu 1954 og 1974., Brasiliumenn 1958, 1962 og 1970, Englendingar 1966 og Argentínumenn á sl. ári. Að sögn FIFA mun keppninni verða þannig hagað að leikið verður í tveimur þriggja liða riðlum og sigurvegararnir i hvorum riðli mætast í úrslitaleik keppninnar. Keppnin mun hefjast þann 26. desember og ljúka í janúar. Enska knattspyrnusambandið hefur enn ekki svarað því hvort Englendingar muni taka þátt i þessari keppni, en geri þeir það mun verða gert hlé á I. deildarkeppninni í Englandi yfir hátíð- arnar. Það er nokkuð sem aldrei hefur verið gert í Englandi og það hefur löngum verið stolt Breta að leika í drullu upp fyrir haus, snjókomu og alls kyns veðri um jólaleytið. Ekkert hefur fengið þá enn til að gera hlé á keppn- inni i 1. deild þrátt fyrir að leikpienn og allir áhorfendur séu því mjög hlynntir. Menn bíða því spenntir eftir svari enska knattspyrnusambandsins því svari það játandi verður brotið nýtt blað í sögu ensku knattspyrnunnar — vetrarhlé yfir jólahátíðina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.