Dagblaðið - 11.01.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 11.01.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1980. 11 Omar Torrijos Herrera hershöfflingi og hæstráflandi í Panama. koma Somoza forseta frá völdum. Síðan endaði hann árið með því að bjóða fyrrum keisara írans velkom- inn til dvalar í landi sínu. Torrijos hershöfðingi, sem er fimmtugur að aldri, hefur aldrei verið kjörinn forseti Panama. Hann hafði titilinn foringi rikisstjórnarinn- ar á árunum fram að 1978. Síðan samkomulag um full yfirráð yfir Panamaskurðinum í framtíðinni náðist hefur Torrijos látið sér nægja að vera talinn aðeins yfirmaður þjóð- varðliðsins og setti annan mann i for- setastólinn. Hershöfðinginn ræður þó öllu sem hann vill. Þegar Torrijos var sem ákafastur í að krefjast Panamaskurðarins af Bandaríkjamönnum og viðraði sig auk þess upp við þjóðarleiðtoga eins og Castro á Kúbu og Gaddaffi i Líbýu voru þeir margir í Bandaríkj- unum sem töldu hann kommúnista. Heima fyrir telja vinstri menn sig þó vita betur. Þar er hann sakaður um að hafa afhent skurðinn Bandaríkja- mönnum um aldur og ævi þó svo eigi að heita að Panama fái öll yfirráð árið 2000. Talið er að Torrijos hafi tekið við íranskeisara til þess einkum að eiga hönk upp í bakið á Bandaríkja- stjórn og geta þá krafið hana um efnahagsaðstoð fyrir greiðann. Eins og áður sagði er efnahagslífið i Panama á fallandi fæti og atvinnu- leysi þar um það bil 25%. Órói er verulegur meðal launafólks og Torrijos alls ekki eins styrkur i sæti og hann vildi. Talið er að ef frjálsar kosningar færu nú fram í Panama mundi Arnulfo Arias Madrid, sem Torrijos rak úr forsetastóli árið 1968, vinna sigur. Þykir Torrijos og öðrum panömskum stjórnmálamönnum þetta súrt í broti þar sem Arias er 79 ára að aldri. Mennimir í bmmi” | Atburðir, sem gerðust skömmu fyrir jól, er tvær flugvélar fórust, eru mönnum í fersku minni. Gifta sú, er fylgdi þeim, sem í þessari lífsreynslu lentu, var hreint ótrúleg, en ungur maður varð svo gæfusamur að varna með snarræði sínu hörmulegu slysi. Þar kom í ljós hversu íslendingar eru vanbúnir almannavörnum, að jafnvel einföldustu fjarskipti, sem í dag eiga ekki að vera vandamál, voru í molum. Þetta leiðir hugann að því, hvernig færi ef alvarleg tíðindi gerðust, svo sem hernaðarátök, sem óhjákvæmi- lega yrðu hér á landi, ef til styrjaldar kæmi, jafnvel þótt kjarnorkuvopn- um yrði ekki beitt. Ahugamenn um „vestræna sam- vinnu” eru óþreytandi að básúna hví- lík gæfa það sé fyrir íslenzku jþjóðina, að hér skuli vera banda- riskur her, „varnarlið”, sem tryggi öryggi hennar. Meira að segja atburðirnir í Afgan- istan eru notaðir til að árétta þetta. Við skulum láta liggja á milli hluta rökin fyrir því, að hér er varnarstöð fyrir Atlantshafsbandalagið og Bandaríkin og þátttöku íslands i Nato. D Hitt liggur ljóst fyrir.að ef átök verða, er íslenzka þjóðin komin, sem slík, í hóp óvinaþjóða Sovétríkjanna og fylgifiska hennar og einnig sem slik orðin aðili að hernaðarátökum i styrjöld, sem ekki gerir mun á her- mönnum og óbreyttum borgurum! Stórfelld vanræksla Það dylst víst engum, að helztu skotmörk í styrjöldum eru flugvellir og hafnir. Herinn á Keflavíkurflugvelli, og hvorki sjóher, flugher eða landher Nato, myndi með engu móti geta komið í veg fyrir, að sovézkir kaf- bátar eða herskip hæfu eldflauga- árásir á slík mannvirki hér á landi, en öll slík mannvirki eru í byggð, eða mjög nálægt byggð. Kjallarinn Páll Finnbogason Það stóð aldrei á Bandaríkjamönn- um að standa við þennan samning, en mennirnir í brúnni hirtu ekki um þetta mál. í næsta samningi var ekki á þetta minnzt og hefir verið svo 'síðan. íslendingar hafa verið að bauka við að koma sér upp almannavörn- um, sem eru aðeins miðaðar við smá- óhöpp, lengra hefir getan ekki náð. Allar aðrar þjóðir, við slíkar að- stæður, leggja mikið kapp á að tryggja öryggi óbreyttra borgara, og er fyrst og fremst lögð áherzla á góðar samgöngur og greiðar út- gönguleiðir frá hættusvæðum, ásamt neðanjarðarbyrgjum og aðstöðu til sjúkrahjálpar Hér er ekkert slíkt fyrir hendi, og ef minnzt hefír verið á, að Banda- ríkjamenn legðu fram fé til slíkra hluta eins og upphaflega var áform- A „Þaö er skýlaus krafa þjóöarinnar til mannanna í brúnni að þeir sjái svo um, að nú þegar verði hafizt handa um fullkomnar almannavarnir... ” Slíkar árásir hlytu að hafa geig- vænlegar afleiðingar fyrir þá, sem nálægt búa. Þá er komið að kjarna málsins. Hér eru engar almannavarnir, sem að gagni geta komið, samkvæmt yfirlýs- ingum forráðamanna þeirra sjálfra, og öllum er það ljóst. Þegar forráðamenn þjóðarinnar, sem hér verða nefndir „mennirnir í brúnni”, dembdu Islandi í Nato á sínum tíma að þjóðinni forspurðri, voru þeir þó svo forsjálir að setja í samning sinn við Bandaríkjamenn, að þeir væru skuldbundnir til að leggja fram fé til að koma upp al- mannavörnum. að, nálgast það nánast landráð, eða að minnsta kosti „siðleysi” og m.a. kallað því fræga nafni „Aronska”. Aumingjaskapur Á Miðnesheiði hafa íslendingar af- hent útlendingum „land af sínu landi” eins og Ólafur Thors orðaði ;það, þegar hann neitaði Banarikja- mönnum um herstöðvar hér á landi. Þar búa nokkur þúsund Bandaríkja- menn, hermenn, fjölskyldur og starfslið, ásamt stórum hóp islenzkra starfsmanna. Útlendingarnir njóta algjörra for- réttinda. Þeir þurfa hvorki að greiða skatta né tolla af i'.msvifum sinum. Út af vellinum er smyglað alls konar ibannvörum, svo sem landbúnaðar- Ivörum, áfengi og eiturlyfjum, svo ekki sé minnzt á félagsleg vandamál, ■sem af herliðinu stafar. Þeir hafa á sínum snærum íslenzka „undirforingja”, sem sjá um að þeir þurfi ekki að greiða meir en þeir framast komast af með. íslenzka starfsliðið hefir aðeins brot af laun- um þeim, er þeir verða að greiða eigin starfsliði. „Undirforingjarnir” gæta hagsmupa herliðsins gagnvart „inn- fæddum”. Ameríkumennirnii, fyrirlíta þessi leiguþý sín, alveg eins og Danir fyrir- litu sín „illa dönsku” yfirvöld á sín- um tíma. Mennirnir í brúnni hafa vanrækt atvinnulíf á Suðurnesjum svo, að þeir hafa orðið að biðja Bandaríkjamenn um að fækka ekki íslenzku starfsliði! Aðalatriðið er þó, allt þetta fólk er varnarlaust. Það kemst ekki undan, vegna ónógra samgangna og hefir ekkert að fara. Hvergi er hægt að taka á móti börnum, gamalmennum og sjúku fólki, hvað þá særðu, þótt það kæmist á brott. Hvergi munu Bandaríkjamenn hafa kynnzt slíkum aumingjaskap þar sem þeir hafa herlið. Enginn mun 'hafa kippt jafn rækilega fótunum undan áróðri og fullyrðingum um að [ísland væri varið land og þjóðinni væri vörn í herliðinu eins og fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalags- ins, er hann sagði að ísland væri ósökkvandi flugvélamóðurskip. Hann ræddi ekkert um áhöfnina. Enginn af forsvarsmönnum Nato eða Bandaríkjanna hefur nokkru sinni látið í Ijósi annað en að ísland væri hlekkur í varnarkeðju Nato. Þetta er ekki hræðslupólitík, heldur blákaldar staðreyndir. Það er skýlaus krafa þjóðarinnar til mann- anna I brúnni, að þeir sjái svo um að nú þegar verði hafizt handa um full- komnar almannavarnir og hernaðar- bandalagið verði látið sjá um að greiða af allan kostnað, ella verði herinn látinn fara. Páll Finnbogason um málum vinnandi fólks. Sérstak- lega vil ég nefna: 1) Breytingar á lögum um atvinnu- leysisbætur. Þessi atriði eru þó heldur óljós, talað um rýmkaðan bótarétt, hækkun bóta, o.s.frv. Móta þarf í þessu sambandi alveg ákveðnar kröfur. 2) Fæðingarorlof foreldris á fullum launum i þrjá mánuði. 3) Leyfi og launagreiðslur til for- eldra í veikindum barna. 4) Kröfur um að eftirspurn eftir dag- vistun verði fullnægt í áföngum á næstu 7 árum. Þessa kröfu þarf einnig að gera skýrari, t.d. með því að tiltaka fjölda þeirra dag- vistarrýma, sem koma þarf upp á samningstímanum. 5) Kröfur um lengra orlof. Krafist er lengra orlofs þeirra sem náð hafa 35 ára aldri og enn lengingar á fimmtugasta aJdursári. Lenging orlofs vegna aldurs er réttmætt og sjálfsagt. En hvernig væri að krefjast þess einnig að laugar- dagar( sem í reynd eru ekki lengur virkir dagar) falli út sem orlofs- dagar? Mér sýnist það réttmæt krafa, sem þýddi verulega leng- ingu almenns orlofs. 6) Afnám eftirvinnu i áföngum er mikilvæg krafa og jákvætt að hún skuli koma þarna fram. En mér finnst vanta, að þarna komi fram, að hún eigi ekki að þýða skert kaup, heldur bætist jafngildi eftirvinnu við dagvinnutaxta. Eg sé ekki ástæðu til lengri upp- talningar. í þessum tillögum koma fram ýmis fleiri jákvæð atriði, sem mikilvægt er að fylgja eftir. En sumar þessar tillögur eru líka aðeins almennar viljayfirlýsingar, sem hætt er við að dugi skammt. Það mega ekki verða örlög þeirra mála sem þarna eru tekin fyrir, að þau gufi upp i samningalotunni. Til að svo verði ekki, er nauðsynlegt að til komi veru- legur þrýstingur frá verkafólki. Kjarakröfurnar Miklar deilur hafa verið um kjara- kröfurnar. "Ég get hins vegar ekki gefið þeim tillögum sem fram hafa komið háa einkunn. Kjaramálaráð- stefna ASÍ setti þegar í haust fram þá kröfu, að barist skyldi fyrir sama kaupmætti og eftir samningana ’77. Eftir þvi sem mér hefur skilist, er kjararýrnunin frá þeim samningum metin 13—17%, eftir því hvort tekið er tillit til félagsmálapakkans eða ekki. Þó eru aðrar tölur nefndar, allt niður í 3%. Ég geng þó út frá þessum tölum og skirskota til þess að t.d. BSRB virðist ganga út frá sambæri- legu. Sannkölluð láglaunastefna Deilur hafa orðið um, hvaða kröfur ASI ætti að leggja fram sem grunn- kaupshækkun. Ég skal ekki segja til um, hverjar niðurstöður verða. Þó liggur það fyrir, að á ASÍ ráðstefn- unni í desember kom fram „hug- mynd til athugunar” frá Ásmundi Stefánssyni og Snorra Jónssyni. Hún fól í sér 13% (ca. 30 þús) hækkun á lægstu laun, (230 þús.). Síðan færi þessi krónutala stiglækkandi að 420 þús. Þar yrði hækkunin 0,0%. Sam- kvæmt þessu hefði hækkun á 290 þús. orðið rúm 20þús. eða rúm 7%. Þetta er það kallað að bera hag lág- launafólksins fyrir brjósti. Sem betur fer varð ekki samkomulag um þetta. Það sem þarna er gert, er einfald- lega, að sett er fram lágmark þess, sem kjararánið er talið hafa verið og sú krafa er aðeins látin gilda að fullu fyrir lægstu taxta Dagsbrúnar, taxta, sem nánast eru ekki notaðir. Aðrir eiga ekki að fá kjararánið bætt, allt undir yfirskini launajöfnunar. Það er eins og þessir menn líti svo á að það séu þeir, sem hafa ögn yfir 230 þús„ sem borgi hinum allra lægst launuðu kaup. Vitanlega er það ekkert annað en kökukenningin lífseiga, sem þarna er á ferðinni. Launafólk á að bitast um kökuna, kauphækkun eins hóps kemur niður á öðrum. Hvaða leifl á að fara? Væri ekki nær að feta t fótspor BSRB, setja fram sömu kaupkröfu og fyrir samningana '11, sem núna þýðir um 300 þús. kr. lágmarkslaun. Þaðer kannski að taka of stóran bita af kökunni?! Framfærslukostnaður é.k. vísitölufjölskyldu (hjón með 2 börn) er reyndar yfir 400 þús. BSRB hefur farið þá leið í sinni kröfugerð að hafa minnkandi prósentu-hækkanir, eftir því sem ofar dregur í launastiganum. Þá leið væri mögulega hægt að taka upp að einhverjuleyti innan ASÍ. Þó ber þess að gæta, að launamunur er mun minni innan ASÍ en BSRB. „Þaö yröi verkalýðshreyfingunni tii bless- unar, ef ekki yrði samflot nú.” Ég held, að láglaunafélögin innan ASÍ ættu að athuga þann möguleika að setja fram sömu kröfu og fyrir samningana '11, en ekki niðurstöður þeirra samninga (mínus félagsmála- pakka). Það væri vissulega vænlegri leið, ef á annað borð er ætlunin að ná a.m.k. sama kaupmætti og eftir sólstöðusamningana. Ég vil þó leggja á það áherslu, að það eru félögin sjálf og félagsmenn sem verða að móta kröfur síns félags og ég sé ekkert athugavert við það, þó einhver félög nái betri samning- um en almennt gerist. Það kæmi ekki niður á öðru verkafólki. Það kemur niður á atvinnurekendum i viðkomandi grein og varla sýta verkalýðssinnar það. Vísitalan Um þau mál hefur verið deilt undan- farið í verkalýðshreyfingunni. Þetta tiltölulega einfalda mál hefur tekist að gera óskaplega flókið. Menn horfa alltaf i krónurnar, þessi fær fleiri krónur en einhver annar. Fólki finnst það ekki réttlátt. Það sem ruglar fólk er síminnkandi gildi krónunnar. Menn hafa tekið dæmi til að skýra sitt mál. Ég ætla að taka eitt: 1. júni árið X hefur A 100 þús. í tekjur. B hefur 200 þús. 1. sept. sama ár hefur vísitala framfærsluköstnað- ar verið reiknuð út. Verðhækkun á viðmiðunarvörum hefur orðið 10%, laun A hækka í 110 þús., laun B hækka í 220 þús. Nú segja menn: B fékk 10 þús meira en A. Þaðcr ekki réttlátt.Ég vil halda öðru Iram. Þetta er ekki spurning um fjölda í krónum. Þetta er spurning um gildi. Kaupmáttur beggja er sá sami, sama hlutfall milli launanna. 220 þús. hafa sama gildi og 200 þremur mánuðum áður, 110 sömuleiðis. Aukinn munur í töium, stafar einungis af því að krónan er oröin verðminni. Fleiri krónur þarf tilaðfyllasamagildi. Snúum dæminu nú við. Hugsum okkur að verulegar verðlækkanir eigi sér stað!!! Verðlag lækkar á ákveðnu þriggja mánaða tímabili. Vísitala framfærslukostnaðar er reiknuð út. Samkvæmt henni á kaup (í krónum talið, ekki kaupmáttur) að lækka um 10%. A hafði 100 þús. kr. 1. júni, B 200 þús. 1. sept. hefur A. hins vegar 90 þús. en B 180 þús. Mögulega finna einhverjir til samúðar með B i jiessu tilviki og vilja að launin hans lækki bara niður í 190 þús. Þar er ég ekki sammála. Í þessu tilviki, eins og hinu, er gildi launanna sama. Ég tel sem sagt hlutfallshækkun réttari og vil, ef yfirleitt á að greiða verðbætur, að þær bætur viðhaldi kaupmættinum. Það er líka þeirra hlutverk, en ekki það að breyta inn- byrðis hlutföllum milli launataxta. Samflotið íhœttu Ýmsir þykjast sjá fram á það, að samflotið sé í hættu vegna þess ágreinings, sem ríkir innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Ekki harma ég það. Samflotin fela í sér margvíslega hættu fyrir verkalýðshreyfinguna. Vöíd hafa safnast á fárra manna hendur, það er rik tilhneiging, að stéttarfélögin verði aðeins afgreiðslustofnanir. Samflotin hafa ekki tekið tillit til sérstöðu einstakra stéttarfélaga og félagasambanda. Undanfarin ár hafa sérkröfur þeirra, sem oft skipta verulegu máli, farið fyrir lítið. Samflotin hafa dregið úr möguleikum félagsmanna til að fylgjast með samningagerð og hafa áhrif á hana. Ég held, að það yrði verkalýðs- hreyfingunni til mikillar blessunar, ef ekki yrði samflot nú, að öðru leyti en því mögulega, að samvinna yrði höfð um þær félagslegu kröfur, sem settar hafa verið fram. Sumarliði R. ísleifsson járnsmiður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.