Dagblaðið - 11.01.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 11.01.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1980. ,19 Vinsælustu lög áratugarins í Bandaríkjunum BeeGeesvarö hljómsveit síð- astaáratugar ÁSGEIR TÓMASSON Það var Debbie, dóttir Pat gamla Boone, sem söng vinsælasta lag átt- unda áratugarins i Bandarikjunum; You Light Up My Life. Lagið kom út seinni hluta árs 1977 og var í efstu sætum vinsældalistanna vikum saman. Listi sá sem hér er birtur yfir vin- sælustu lög siðasta áratugarins í Bandaríkjunum er tekinn saman af útvarpsstöðinni 1840 í Los Angeles. Hann er byggður upp á vinsældalist- um Billboard-tímaritsins. Um hann þarf vart að hafa mörg orð. Rétt er þó að vekja athygli á því að vinsæl- asta diskólag áratugarins er Chic- lagið Le Freak. Það er i átjánda sæti, svo að ekki hefur diskóið haft nein afgerandi áhrif á nýliðinn áratug þegar litið er á plötusölu. Lengi vel leit svo út að Elton John yrði poppstjarna síðasta áratugar. Hann á þó aðeins eitt af fjörutíu vin- sælustu lögunum í Bandaríkjunum; Crocodile Rock, sem er í 36. sæti. Svo sem kunnugt er var Frank Sin- atra stjarna fimmta áratugarins. Elvis Presley tók við titlinum á sjötta áratugnum og Beatles á þeim sjö- unda. Eigi einhver skilið að hljóta tit- ilinn stjarna áttunda áratugarins þá er það Bee Gees. Gibb-bræðurnir eiga áttunda vinsælasta lag áratugar- ANDY GIBB á tvö lög á listanum yfir fjörutiu vinsælustu lög siðasta áratug- ar. Þrjú fyrstu lögin sem hann söng inn á plötu komust öll i fyrsta sæti vin- sældalistans. Engum hafði tekizt það áður. Lögin voru Shadow Dancing, I Just Wanna Be Your Everything og (Love Is) Thicker Than Water. DEBBIE BOONE söng vinsælasta lag áratugarins f Bandarfkjunum. You Light Up My Life var f efstu sætum vinsældalistanna vikum saman sfðarí hluta árs 1977. ins, How Deep Is Your Love. Lag þeirra Stayin’ Alive er í níunda sæti, Night Fever er númer sextán og How Can You Mend A Broken Heart er númer 21. Þrjú fyrsttöldu lögin eru öll af vinsælustu LP plötu allra tíma, Saturday Night Fever. Hún hefur selzt i um þrjátíu milljónum eintaka um allan heim. Gibb-fjölskyldan stóð sig þó betur en þetta. Yngsti bróðirinn, Andy, á tólfta vinsælasta lag áratugarins, Shadow Dancing, og fertugasta vin- sælasta lagið, I Just Wanna Be Your Everything. Þrjú fyrstu lögin sem hann sendi frá sér komust öll i fyrsta sæti bandariska vinsældalistans. Enginn tónlistarmaður eða hljóm- sveit hefur náð þeim árangri fyrr. Að sögn 1840 útvarpsstöðvarinnar urðu Carpenters bandarískir dægur- tónlistarmenn áratugarins. Carpent- ers-systkinin eiga þó aðeins eitt af fjörutíu vinsælustu lögunum; Close To You, sem er í 23. sæti listans. - ÁT BEE GEES áttu fjögur af fjörutfu vinsælustu lögunum f Bandarfkjunum á sfðasta áratug, — lögin How Deep Is Your Love, Stayin’ Alive, Night Fever og How Can You Mend A Broken Heart. Þrjú fyrstu lögin er öll að finna á mest seldu LP plötu allra tfma, Saturday Night Fever. Vinsælustu lög áratugarins BANDARÍKIN 1. YOU LIGHT UP MY LIFE............................Debbio Boone 2. Bridge Over Trouble Water...................Simon £r Garfunkel 3. Joy To The World........................... Three Dog IMight 4. The First Time Ever I Saw Your Face..............Roberta Flack 5. Alone Again (Naturally)......................Gilbert O'Sullivan 6. Tonight’s The Night...............................Rod Stewart 7. American Pie......................................Don McLean 8. How Deep Is Your Love................................Bee Gees 9. Stayin' Alive........................................Bee Gees 10. MySharona.............................................TheKnack 11. One Bad Apple...................................The Osmonds 12. Shadow Dancing.....................................Andy Gibb 13. Maggie May .......................................Rod Stewart 14. It’s Too Late ....................................Carole King 15. My Sweet Lord.................................George Harrison 16. Night Fever..........................................Bee Gees 17. Silly Love Song..........................................Wings 18. Le Freak..................................................Chic 19.1'll Be There.....................................Jackson Five 20. Best Of My Love..................................The Emotions 21. How Can You Mend A Broken Heart......................Bee Gees 22. Horse With No Name ................................... America Bandaríkin FYRSTA T0PPLAG SÍDASTA r ARATUGAR HLAUT OSCAR Fyrsta lagið sem komst i fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans á ný- liðnum áratug var Raindrops Keep Falling On My Head. Það komst í fyrsta sætið 3. janúar árið 1970. Flytjandi lagsins var B.J. Thomas. Upphaflega vildi hann alls ekki syngja lagið inn á plötu, því að hon- um þótti það bæði barnalegt og væmið. En að lokum lét hann undan fortölum höfundarins, Burt Bacha- rach, og skellti sér í stúdíóið. B.J. Thomas átti ekki eftir að sjá eftir þvi að syngja Raindrops Keep Falling On My Head. Auk þess að lagið kæmist i fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans var það einnig notað í kvikmyndina Butch Cassidy And The Sundance Kid og fyrir það vann það hin eftirsóttu óskarsverðlaun árið 1970 sem bezta lag í kvikmynd. -ÁT 23. Close To you.....................................Carpenters 24. Bad Girls.................................. Donna Summer 25. Reunited.................................. Peaches & Herb 26.1 Can See Clearly Now...........................Johnny Nash 27. Tie A Yellow Ribbon Round The Old Oak Tree................. ....................................Tony Orlandi £t The Dawn 28. My Love..............................................Wings 29. You're So Vain..................................Carly Simon 30. Ain't No Mountain High Enough....................Diana Ross 31. Raindrops Keep Falling On My Head................BJ Thomas 32. Love Will Keep UsTogether........... .....Captain & Tennille 33. Hot Stuff....................................Donna Summer 34. Without You....................................Harry Nilsson 35. Da Ya Thing l'm Sexy............................Rod Stewart 36. Crocodile Rock...................................Elton John 37.1 Will Survive..................................Gloria Gaynor 38. Amerlcan Woman Guess Who 39. let It Be...........................................The Bsaties 40.1 Just Wanna Be Your Everything........................Andy Gibb

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.