Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 1980. 13 „Raunhæftað veraþakk- látur fyrir siúkráhúsiö99 — fáist það undir Bókasafn ísafjarðar, segir Jóhann Hinriksson bæjarbókavörður — Bókasafnið annað stærsta bókasafn landsins, utan Reykjavíkur i kytrum uppi á Sundhallarloftinu á ísafirði er bókasafn bæjarins til húsa, annað stærsta bókasafn landsins utan Reykjavikur. Þar er bókavörður Jóhann Hinriksson og hefur sér til að- stoðar Sigrúnu Magnúsdóttur bóka- safnsfræðing auk afgreiðslustúlkna. Blm. Dagblaðsins náði í Jóhann að áliðnum útlánsdegi sem hafði átt ann- rikt. Mikið lesið — Maður hefur það á tilfinningunni að það séu dálítil umsvif hérna, Jóhann, ekki í stærri húsum? Já, þetta er að verða býsna örðugt, við erum í 200 fermetra plássi og með kompu niðri i kjallara. Þetta er pakkað hjá okkur því þetta eru um 52 þúsund bindi. — Nú hefði einhverjum dottið í hug, að i slíkum bæ sem jsafirði hefðu menn lítinn tima aflögu að lesa bækur vegna geysilegrar vinnu? Já, en reyndin er önnur, við tánuðum út tæplega 50 þúsund bækur í fyrra sem gerir 15 eintök á mann. Barnaefni er 40%, skáldsögur um 46% og svo þessi 14% fræðirit og önnur lesning. — Nú lánar þú viðar en hér til ísa- fjarðar? Já, þetta heitir Bæjar- og héraðs- bókasafnið á ísafirði og auk þess að vera með útibú í Hnifsdal lána ég býsn inn i Djúp og þá tel ég Súðavík ekki með, oft á annað þúsund bækur i Inn- djúpið, bíddu við, 1132 á siðasta ári og þetta eru um 250 manns. Þá lánum við togurum og linubátum og einnig á sjúkrah úsið. — Hver eru þá útlánin á landsmæli- kvarða? Ef við tökum Reykjavík þá eru útlán þar 12 bækur á íbúa og tíu á Akureyri. — Eruð þið með einhver önnur útlán? Við erum með talbækur fyrir blinda, en höfum bara fengið of fá eintök. Þá erum við í sambandi við Norræna húsið og lánum út grafík frá þeim. — Þá kemur í hugann norræna málaárið, eruð þið bókaverðir eitthvað með i þvi? Ekki heyrt um það, ég veit ekki til þess að það séu neinir bókaverðir í nefndinni. Sjúkrahúsið verði bókasaf n — Hjartans mál varðandi stofnun- ina, Jóhann? Húsnæðið auðvitað, þetta stendur okkur fyrir þrifum. Við erum í 1/3 af því húsplássi sem talið er algjört lág- mark samkvæmt alþjóðlegum staðli og stöndum enn verr gagnvart þeim staðli sem Danir nota. — Hvernig er með nýtinguna á öll- um þessum bókum? Það er nú verkurinn, að koma upp þokkalegu dreifbýliskerfi. Ég vil senda góða slurka í minni söfnin og hafa síðan aukaþjónustu í pósti auk leið- beiningarstarfs, sem nú er að nokkrú unnið að en fjármagnið til þess frá ríkinu er lúsarupphæð. En það er Ijóst ef sæmilegur skikkur á að komast á dreifbýlissöfn þá verður rikið að koma inn í og styrkja slíkt, og ég held það sé alls staðar gert, nema hér, meira að segja i Ameriku. Það er alveg augljóst, að þjónustan verður svo miklu dýrari þar sem um langar vegalengdir er að ræða og eins vegna fámennis, sem þýðir verri nýtingu. — Hverjir er'u helztu póstar varðandi rekstur bókasafns? Laun, bókakaup og svo margir smærri kostnaðarþættir. — Sérðu fram til þess að fá stærra og betra pláss fyrir þig og bækur þinar? Auðvitað vildi ég helzt fá nýtt, sér- teiknað bókasafn, en menn hafa verið með vangaveltur um að gera sjúkra- húsið hér á ísafirði að bókasafni þegar það nýja verður fullgert, og það rúmar slatta. Ég held það sé raunhæft að vera þakklátur fyrir það. Listsýningar — Þú talar um þjónustu við ná- Tí Sjúkrahúsið á ísafirði. DB-mynd JH Jafnréttisráð óánægt með nýja skattframtalið Jafnréttisráð hefur lýst yfir von- brigðum sínum með hið nýja skatt- framtal og segir það brjóta i bága við meginregiu laga nr. 40/1978 um sér- sköttun. Hefur ráðið því sent bréf til ríkisskattstjóra þar sem segir að ráðið telji æskilegt að framtölin séu aðskilin og að hver einstaklingur eigi að bera ábyrgð á sínu framtali. Jafnréttisráð vill ennfremur vekja athygli á að í drögum af skattframtali barna mun einungis gert ráð fyrir ein- um framfæranda. Segir ráðið það hvorki samræmast lögum um réttindi og skyldur hjóna, lögum.um afstöðu foreldra til. skilgetinna barna né framfærslulögunum. Þá hefur Jafnréttisráð sent fjár- hags- og viðskiptarfefnd neðri deildar Alþingis umsögn varðandi lög nr. 40/1978 um tekjuskatt og eignar- skatt. Einnig frumvarp til laga um breytingar á þessum lögum og liggur það nú fyrir á Alþingi. Jafnréttisrjið vill vekja athygli á að sérhver einstaklingur sé sjálfstæður skattaðilrán tillits til hjúskaparstöðu og skuli honum því ákveðinn tekju- og eignaskattur sérstaklega. - ELA Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 Jóhann Hinriksson, bæjarbókavörður á ísafirði. DB-mynd: Finnbogi Hermannsson. grannabyggðir, hefur þú gegnt því eitt- hvað? Já, sýnt lit á því, ég var að stilla upp á Flateyri um daginn og fer inn í Súða- vík'á næstunni að stilla upp, en þeir eru nú búnir að innrétta húsnæði eftir að safnið hafði legið í kössum upp undir þrjú ár. — Nú hafið þið verið með listsýn- ingar hérna í safninu? Já, það er hér salur, þó lítill, þar sem sýningar eru haldnar, voru einar tólf á síðasta ári. Og það sem kannski meira er um vert, fólk er farið að taka þessum sýningum eins og sjálfsögðum þætti í daglegu lífi og útheimtir ekki lengur spariföt. — Nú eru bókasöfn orðin viður- kenndur hluti af menningarsamneyzl- unni í þjóðfélaginu, heldurðu að góð bókasöfn dragi úr bóksölu, eins og stundum hafa heyrzt raddir um? Nei, þvert á móti, aukin jólabóka- sala sannar það og bóksala til tæki- færisgjafa allt árið. Góð bók, hvort sem hún er fengin að láni eða keypt, ýtir tvímælalaust undir áhuga fyrir bókum og bóklestri, það sanna dæmin. - F.H., Núpi. GREIÐENDUR vinsamlega veitið ef tirfarandi erindi athygli: Frestur til aö skila launamiöum rennur út þann 23.janúar, Þaö eru tilmæli embættisins til yðar, aó þér ritiö allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandiö frágang þeirra. Meö því stuóliö þér aö hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yöur óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.