Dagblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLADID. MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980. Danmörk: Stríður straumur ríkra Dana til Suður-Evrópu! dönsk yfirvöld sjá á eftir milljörðum og aftur milljörðum af fjármagni sem mætti nota til uppbyggingar dansks efnahagslífs — Ég hef aldrei fyrr vitað svo milda ásókn efnaðra Dana í að flytjast af landi brott sem nú, sagði löggiltur endurskoðandi í Kaupmannahöfn í viðtali við danska blaðið Politiken fyrir nokkrum dögum. — Sá hópur sem leitað hefur til skrifstofu okkar aðeins í þessum máuði er mjög stór og vill flytja með sér fjármagn sem nemur milljörðum króna (danskra) sagði endurskoðandinn. — Við getum hreinlega talað um biðraðir fólks, sem vill fá okkur til að annast ýmis uppgjör og fjármáiaumsýslanir fyrir sig vegna flutningsins úr landi. Að sjálfsögðu sjá Danir eftir öllu því fjármagni sem útflytjendurnir, sem að sögn eru flestir efnaðir, fara með úr landinu. Það hefur meðal annars það i för með sér, að fjár- festingar í Danmörku verða minni en ella og atvinnulíf þar af leiðandi ekki eins blómlegt. Danskt efnahagslíf er i heldur bágu ástandi um þessar mundir og atvinnuleysi verulegt. Einkum munu danskir út- flytjendur vilja flytja til suðlægra landa í Evrópu. Þrir af hverjum fjórum fara til Spánar og Frakkland og Svíþjóð eru einnig lönd sem Danir kjósa sér margir að stofna ný heimili. Virtur danskur lögmaður hefur vegna þessa séð ástæðu til að vara við miklum fasteignakaupum á Spáni án mikillar varúðar. Telur hann ekki nægilega tryggt að allar fjárfestingar danskra aðila á Spáni muni reynast arðbærar. Einnig gæti sumir þess ekki nægilega við kaup að sá aðili á Spáni sem selur viðkomandij eign sé örugglega sá sem fullt umboð hafi til að ráðstafa henni. Ástæðan fyrir auknum straumi Dana til annarra landa vegna búsetuskipta eru breytingar á skatta- lögunum þar. Niður hefur verið fellt heimildarákvæði um sérstakar af- skriftir, sem heimilaðar voru fólki með verulegar eignir en tiltölulegar lágar tekjur af þeim. Sem dæmi má nefna fólk, sem á stóran eignarhlut eða mikið hlutafé í fyrirtækjum, sem gefa hlutfallslega lítið af sér. Efnahagsbandalagið: Þrjár íranskar konur ráðfæra sig hver við aðra áður en þær velja frambjóðanda til forsetakjörs i landi sínu. Fæstum kom á óvart að Bani-Sadr, sá frambjóðandinn sem Khomeiní trúarleiðtogi studdi, hlaut langmest fylgi samkvæmt opinberum tölum um úrslit kosninganna. Hvort réttindi kvenna i tran aukist við valdatöku Khomeinis og manna hans er mikil vafi og sam- kvæmt mati Vestur-Evrópubúa á mannréttindum stefnir margt aftur á bak i þeim efnum. Samkomulagum heildarfískirí og eftiríit Ríki i Efnahagsbandalagi Evrópu sligu í gær loks fyrsla skrefið til að móla sameiginlega fiskveiðislefnu. Þrált fyrir það er ljósl að langt er frá því að algjört samkomulag hafi náðsl milli ríkisstjórna landa í bandalaginu um fiskveiðimálin. Á fundi llskimálaráðherra Efna- hagsbandalagsrikjanna íBrtissel í gær náðist þó sainkomulag um heildar- veiðimagn innan efnahagslögsögu bandalagsins og auk þess var ákveðið hvernig eftirliti með því að farið verði eftir þeim reglum verði háttað. Að sögn aðila í höfuðstöðvum Efnahagsbandalagsins í Briissel er samkomulag um þessi tvö atriði skref í átt til samkomulags um hve mikið hverju riki eigi að heimilast að ákveða eigin fiskveiðar innan efna- hagslögsögu þeirrar sem umlykur sama riki. Bandalagið hefur helgað sér 200 mílna efnahagslögsögu. Næsta skrefið i þessum málum verður að halda sameiginlega fundi hagsmunaaðila í höfuðborgum bandalagsríkjanna. Verður þar reynl að samræma sjónarmið manna. Síðan verður snúið að því atriði sem einna erfiðast hefur reynzt til þessa en það er ákvörðun um heimilað veiðimagn fiskimanna hvers ríkis i Efnahagsbandalaginu. Ljóst er að reiknað er með verulegum tíma til samkomulagsviðræðna þar sem fyrir- huguðum fundi fiskveiðiráðherranna sem átti að vera í marz hefur nú verið frestað. Ekki er talin ástæða til að ætla að samkomulag muni nást fyrir þann tíma. Bretar hafa verið langákveðnastir i því að tryggja eigin fiskimönnum sér- stök réttindi á fyrri heimamiðum um- hverfis Bretland. Hafa þeir bent á að veiðimagn þeirra hafi verið langmest afþjóðum Efnahagsbandalagsins og ekki sé réttlátt að það hlutfal! raskist mjög. Vill brezka stjórnin að fiski- menn þar fái sérréttindi til veiða inn- an 50 mílnanna við Bretland. Önnur bandalagsríki hafa ekki viljað fallast á nema 12 mílna einkafiskveiðilög- sögu hvers rikis. I REUTER Stúdentamir vilja fá skýringu írönsku stúdentarnir, sem hafa bygg- ingu bandaríska sendiráðsins í Teheran á valdi sinu og hafa þar gíslana finimtiu ihaldi hafa krafið írönsk yfirvöld skýr- inga á því hvernig sex bandarískir sendiráðsstarfsmenn hafi komizt frá íran i hópi kanadiskra sendiráðsmanna án vitundar íranskra yfirvalda. — Utanríkisráðuneytið i Teheran hlýtur að vita fjölda starfsmanna í er- lendum sendiráðum i íran og hvernig getur þá staðið á því að fleiri en nemur uppgefinni tölu fá heimild til að hverfa af landi brott? Þannig spurði einn af talsmönnum stúdentanna í gær. Fregnir um undankomu Bandaríkja- mannanna sex, fjögurra karla og tveggja kvenna, bárust frá Kanada og Bandaríkjunum í gær. Greinilegt var að þarlendir aðilar vildu lítið ummálið segja og þá væntanlega af ótta við hefndaraðgerðir gegn gislunum banda- rísku sem enn eru í haldi i Teheran. í Íran hefur ekkert verið sagt um mál þetta af hálfu stjórnvalda og fréttirnar ekki verið sagðar í útvarpi eða sjón- varpi. Utanrikisráðherra írans hefur boðað til blaðamannafundar siðar i dag og mun þá ætla að gefa út yfirlýs- ingu um málið. Talsmaður stúdentanna sem halda sendiráðsbyggingunum í Teheran sagði i gær, að engar ráðagerðir væru uppi um að refsa gislunum fyrir flótta sex- menninganna. Ekki væri heldur ætlun- in að skerða hér á höfði kanadtskra rikisborgara, sem enn væru staddir i íran. Flótti sexmenninganna í hópi kanadískra starfsfélaga sinna skýrir loks hvað varð um nokkra starfsmenn bandaríska sendiráðsins sem voru utan byggingarinnar er hún var tekin her- skildi hinn 4. nóvember siðastliðinn. Einnig er þá komin nokkur skýring á óvissri tölu gísla sem voru í höndum ir- önsku stúdentanna. Búnir að gef- astuppávið- skiptabanni Tilraunir ríkisstjórnar Bretlands til að koma á almennu viðskipta- banni á Sovétríkin meðal Vestur- Evrópuþjóða vegna atburðanna í Afganistan hafa algjörlega mistekizt, segja áreiðanlegar heimildir i London. Þrátt fyrir einróma for- dæmingu franskra og vestur-þýzkra stjórnvalda á innrás Sovétrikjanna í Afganistan hefur andstaða þeirra við' einhvers konar viðskiptabann neytt Breta til að viðurkenna, að allt sé óbreytt hvað varðar þau málefni gagnvart Sovétmönnum. Carrington lávarður, utanríkis- ráðherra Breta, sagði í þingræðu, að það væri skoðun ríkisstjórnar Margaretar Thatcher, að viðskipti ættu að vera á grundvelli gagnkvæms hags aðila. — Við munum haga viðskiptum okkar við Sovétrikin samkvæmt þeirri reglu, sagði ráðherrann. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í London ætla Veslur- Evrópuríki að láta það nægja að selja ekki korn til Sovétríkjanna í stað þess sem Bandaríkin hafa hætt við að senda þangað. Einnig hefur verið á- kveðið að ekki verði gengið inn í samninga sem bandarísk fyrirtæki fá ekki fullnægt vegna útflutningsbanns á ýmsum tölvustýrðum stjórn- tækjum, sem nota má til hernaðar- þarfa. Flórida: 17 sjómanna leitað eftir árekstur Þyrlur, skip og kafarar leita nú sautján sjóliða úr bandarisku strand- gæzlunni sem saknað er eftir að olíuskip og gæzluskip rákust á út af strönd Flórída aðfaranótt þriðjudagsins síðastliðsins. Sex skips- félagar mannanna létust en tuttugu og sjö öðrum var bjargað úr sjónum skömmu eftir slysið. Gat kom á siðu gæzluskipsins og sökk það fljótlega. Olíuskipið, sem heitir Capricorn, var með rúmlega tuttugu þúsund tonn af olíu í tönkum sínum. Skemmdist það óverulega og ekki svo mikið að neinn leki kæmi að tönkum, að sögn kafara, sem kannað hafa skrokk skipsins. Fimmtiu manna áhöfn var á banda- riska gæzluskipinu. Var það nýlega komið úr mánaðarviðgerð. Orsakir árekstursins eru ókunnar en rannsókn yfirvalda mun hefjast á morgun.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.