Dagblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980. 7 Erlendar fréttir Nítján Sovétmenn mótmæla útlegð Sakharovs Nítján sovézkir andófsmenn og menningarfrömuðir hafa mótmælt opinberlega útlegðarúrskurðinum gegn Andrei Sakharov andófsmanni, eðlis- fræðingi og nóbelsverðlaunahafa. Segja nítjánmenningarnir, að slikt at- hæft geti leitt nýtt „Stalínstímabil yfir Sovétríkin”. Gáfu fómardýrun- um mengaðan aldinsafa Fjórir Egyptar hafa nýlega verið handteknir á italiu og sakaðir um við- læk rán og þjófnaði frá fólki í járn- brautarlestum. Að sögn lögreglu komu Egyptarnir sér í mjúkinn hjá farþegum i byrjun. Síðan buðu þeir upp á aldin- safa, sem áður hafði verið blandaður deyfilyfi. Síðan var eftirleikurinn auð- veldur og fórnardýrið vaknaði síðan rúið öllum verðmætum. Upp um pöru- piltana komst er áhrif deyfilyfsins brugðust. mm ^ %*»i i v - - ..«» mram '^ÉÉímÆÆ Fremst til vinstri er foringi afganskra skæruliða sem berjast gegn her stjórnarinnar 1 Kabul og innrasai uuinu .„„étríkjunum. Byssurnar eru aðsögn margar hverjar fornfálegar og af ýmsum tegundum en samkvæmt fregnum frá Afganistan er andstaðan gegn hinni marxisku stjórn landsins mjög mikil og ekki séð fyrir endann á þróun mála þar um slóðir. Vetrarólympíuleikamir: LOKSINS KOM SNJÓR- INN í LAKE PLACID Loksins er snjókoma hafin í Lake Placid i New York fyiki i Bandarikj- unum. Er það mönnum þar mikill léttir þar sem vetrarólympíuleikarnir eiga að hefjast þar hinn 12. febrúar næstkomandi. Hiti er nú einnig kominn niður fyrir frostmark og því telja sérfræðingar ekki lengur ástæðu til að óttast að fresta verði neinum keppnisgreinum eins og horfur voru á til skamms tíma. Snjókoma varð 10 cm síðustu viku og þar með þarf ekki lengur að treysta eingöngu á gervisnjó, fram- leiddan í sérstökum vélum. Hafa margar slíkar verið í notkun viðs vegar um brekkur nærri Lake Placid síðustu vikur. Vegna þess að snjórinn ernú orðinn svo mikill og frosl í lofti hafa æfingar iþróttafólks hafizt af fullum krafti. Í vetur hefur verið óvenjusnjólétt á þessum slóðum. í meðalári hefur fallið þar samsvarandi 39 tommu þykkt snjólag við lok desember en um það leyti nú var snjókoma aðeins orðin 17 tommur og snjórinn nær allur bráðnaður. Árið 1932 voru vetrarólympiuleik- arnir einnig haldnir i I.ake Placid. Var það i fyrsta skipti sem þeir voru í Bandaríkjunum. Leizt mörgum Evrópumönnum ekkert á að fela slikt verkefni í hendur mönnum þar veslra. Ekki reyndust mennirnir þó helzta vandamálið i það skiptið. Nei — það var snjórinn. Veturinn 1932 var einmitt einn snjóléttasti velur sem lengi hafði komið í Lake Placid. Ólympíuleikar og Afganistan: CMLE STYÐUR T1LL0GU BANDARÍKJANNA Ólympiunefnd Chile tilkynnti i gær- kvgldi að íþróttamenn þaðan mundu ekki taka þátt i leikunum i Moskvu á komandi sumri. Pinochet hershöfðingi og forseti herforingjastjórnar landsins sagði í gær að hann hefði farið þess á leit við ólympiunefndina að hætt yrði við þátttöku vegna þess að hann teldi íhlutun Sovétríkjanna i Afganistan ekki i samræmi við anda ólympíuleik- anna. Chile er fyrsta ríkið i Suður- Ameríku, sem tilkynnir að það muni ekki mæta með iþróttamenn sína. Ákvörðun islenzku rikisstjórnarinn- ar um að hafna beiðni Jimmy Carters um að islenzkir íþróttamenn mæti ekki i Moskvu kom á fréttaskeyti frá Reuter fréttastofunni. í skeytinu er þess ekki gelið að ríkisstjórnin álíti þetta atriði, sern iþróttahreyfingin sjálf eigi að taka afstöðu til. Kólombía: 150 tonn af mari- juana gerð upptæk LögregluyFtrvöld í Suður- Ameríkuríkinu Kólombíu handtók nýlega tuttugu og álta manns nærri borginni Santa Maria. Við sama tækifæri voru hundrað og fimmtiu tonn af marijuana gerð upptæk. Að sögn hernaðaryfirvalda í landinu hafa einnig verið gerðar upptækar sjö litlar flugvélar með bandariskum skráningarmerkjum. Var verið að hlaða þær marijuana þar sem þær voru viðs vegar um norðurhluta landsins. Siðan var fcrðinni heitið til Banda- rikjanna að sögn yfirvalda, þar sem koma átti efninu á markað á ólöglegan hátt. Kólombia hefur að sögn verið um langt skeið ein helzla bækistöð þeirra sem vilja smygla fiknilyfjum til Banda- ríkjanna þar sem mikill markaður er fyrir slikt. Hundrað og ftmmtiu tonnin eru mesta magn sem kólombisk lög- regluyfirvöld hafa gert upptækt í einu siðan sérslakar aðgerðir hófust. 200þúsund fögih uðu heimkomunni Mugabe, annar foringi skæruliða- sveitanna sem barist hafa gegn yfir- ráðum hvitra i Zimbabwe/Ródesíu, sneri heim á dögunum. Um það bil 200 þúsund manns fögnuðu honum og hlýddu á ræðu hans. Bæði Mugabe og Nkomo, hinn forustumaður skæruliða, segjast og virðast staðráðnir i að vinna að kosningabaráttunni innan þeirra reglna, sem settar hafa verið i samræmi við friðarsamninga á I undúnafundinum i desember og þeirra reglna sem Soames landsstjóri Breta i Zimbabwe/Ródesíu hefur selt. Mugabe var i fimrn ár i útlcgð frá landi sinu og dvaldist þá að mestu í Mósambik. Mugabe er yfirlýslur marx- isli og veldur heimkoma hans hvíturn mönnum í Zimbabwe/Ródesíu mun meiri áhyggjum, en koma fyrri félaga ,hans, Nkomo. Óskum að ráða BIFVÉLAVIRKJA EÐA BIFREIÐASMIÐ NÚ ÞEGAR Uppl. hjó auglþj. DBI sima 27022. H-346. TIL SÖLU MAZDA 929 station árgerð 1976. Ekinn 39 þús. km, aukabúnaður höfuð- Ijösa — þurrkur, sumar- og vetrarhjól- barðar. BHI i sérflokki. Uppl. isíma 35570 og eftir kl. 51 síma 73131. 1X2 1X2 1X2 22. leikvika — ieikir 26. janúar 1980 Vinningsröð: 111-2XX-112-2XX 1. vinningur: 12 réttir — kr. 1.094.000.- !804(Húsavlk) 31852(1/12,4/11) (Reykjavik), 2. vinningur: 11 réttir — kr. 20.800.- 1810 8343 + 10135 31045 32706 34213 40526 2998 8650 10377 31247 32809 40271 41099 3039 8869(3/11) 31322 + 32946 40361 41303 3264 + 9221 30687 + 31904 33211 40364 41588 3450 9467 30688 + 31921 + 33215 40410 41778 7762 10033 30985 32604 40525 Kærufrestur er til 18. febrúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. KaTueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni. Vinnings- upphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eða senda stofn- inn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — Iþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.