Dagblaðið - 02.04.1980, Síða 15

Dagblaðið - 02.04.1980, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980. 15 " ....................................................... ,B' ' og hjálpsöm og ömmu hennar finnsl það mesta furða að eftirlætið skuli ekki hafa spillt stúlkubarninu. Dóra vill allt fyrir alla gera enda er henni likt við góðan engil og skal engan furða því allt sem Dóra tekur sér fyrir hendur gengur eins og töfra- sprota álfkonu væri veifað hvort sem það er að hjálpa fátæku stúlkunni Völu og hennar fjölskyldu, bjarga fyllibyttu frá krakkaskríl á Lauga- vegi eða spila bridge. Að öðru leyti les Vala fyrir inntökupróf í Mennta- skólann, skreppur í afmælisveislur, eftirmiðdagskaffi og kvöldveislur. Móðir Dóru er yfirstéttarhækja sem héfur einungis áhuga á fötum, fallegum hlutum, námsárangri Dóru (þau eignuðust aldrei soninn) og hvort henni (alltsvo móðurinni) muni takast að slá út kvötdboð vinkonu sinnar. Þar að auki er hún haldin sjúklegri tortryggni útí fátæklingana, vini Völu, en þegar á líður breytast við- horfin til hins betra, sérílagi eftir að hún hefur komist að raun um að Vala' er dugleg að læra. Faðir Dóru á fyrir- tæki og hefur hagnast vel á striðinu. Vala, vinkona Dóru, kallar hann striðsgróðamann en segir jafnframt að hann eigi nú ekki beinlínis sjálfur sök á því, það sé allt skipulaginu að kenna. Þar fyrir utan er hann mein- leysisblók og gerir allt fyrir konu sína, sérílagi ef hún kyssir hann og kjassar þangað til hann verður þægur og góður. A heimilinu er ennfremur guðræknisleg amma sent vitnar i biblíuna og önnur fögur fræði og Magga, hjálparstúlkan þeirra, sem hefur rauðar og bláar hendur og syngur hjartnæm kvæði um ást og svik og svoleiðis. Svo er það Vala fCCEECC* málfari og stil. Þar fyrir utan virðist hún hafa góða innsýn í hugarheim unglinga, þó svo ég viti ekki hvort Dóra er dæmigerður unglingur striðs- áranna og hvort þeir áttu það til í gleði sinni að stökkva að píanóinu, spila og syngja fullum hálsi; Hátt upp til hliða, helst vil ég líða, ljósálfar 'stíga ljúflingadans. Allténd er ég viss um að það gerir enginn unglingur í dag og þar að auki er ég viss um að lelia mætti þá unglinga sem mundu hafa gaman af Dóru nú á tímum. Aftur á móti er ég ekki frá því að aldurshópurinn undir tiu hefði einhverja ánægju af lestrin- um, þó svo að mín ánægja væri af heldur skornum skammti. Dóra litla stenst ekki tímans tönn (34 ár) og trúlegast er það bévítans heimtu- frekja að ætlast til að hún upfylli þau skilyrði og þá vaknar sú spurning af hverju Dóru-bækurnar urðu fyrir valinu en ekki til dæmis bækurnar um Kötlu. Ragnheiður Gestsdóttir myndskreytir söguna um Dóru og Dóra dansar. Mynd eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Hin makalausa Dóra DÓRA Höfundur: Ragnhaiður Jónsdóttir. Myndakreytíng: Ragnheiður Gestadóttir. Fyrata útgáfa 1945. önnur útgáfa; Iðunn 1979. Á bókarkápu segir að bókin um Dóru gerist á striðsárunum og brugðið sé upp lifandi mynd af ólíkum kjörum fólks á þeim umróts- tímum og jafnframt að sagan sé forvitnileg um þessi ár. Ég varð engu nær um striðsárin við lestur bókar- innar um Dóru, aftur á móti fékk ég heilmikið að vita hvernig fjölskylda striðsgróðamanns hafði það. Ef til vill var það meiningin að sýna okkur lifið hjá yfirstéttarfjöl- skyldu á stríðsárunum og sem slík er bókin stórkostleg en hafi tilgangur-| inn verið einhver annar þá hefur hún gersantlega misst marks. Kónganáð og n kirkjurottur En það er víst best að byrja á byrjuninni. Sagan er sögð í bréfa- formi og er það Dóra sem skrifar vin- konu sinni, Ellu, sem dvelur hjá ömmu sinni og afa einhvers staðar uppi sveit. Dóra er einbirni, þrettán ára gömul, og hefur óstjórnlegan áhuga á dansi — listdansi nóta bene. Hún lætur ekkert tækifæri ónotað til að iðka fótamennt sína og semur dansana sjálf. Dóra er með eindæmum hjartahlý Gisla og fjölskylda hennar, sem eru fátæk ans kirkjurotta. Þau búa í skúr og Dóra skilur ekki hvernig hægt er að lifa þar án borðstofu, dagstofu og baðs. Bara eitt herbergi og eldhús. Lifið er erfitt í skúrnum enda er nróðir Völu ósköp þreytuleg, með alveg slétt hár og ekkert máluð en hún hefur falleg dökkbrún augu og gæti orðið lagleg í mógrænum silki- kjól með gular perlur um hálsinn. Stéttadekur Það fer harla lítið fyrir striðs- ástandinu í bókinni. Faðir Völu vinnur hjá setuliðinu og á stöku stað er minnst á stúlkur sem eru i ástand- inu. Búið og upptalið. Enda á bókin að vera hugnæmur lestur fólki á .öllum aldri og eigi bók að vera hug- næm þá fer maður náttúrulega ekki að sóða út síðurnar með einhverjum ófögnuði. Eða hvað? Ekki er hægt að tlokka undir ófögnuð vangaveltur Ragnheiðar um réttlæti og óréttlæti og ýmislegt annað sem tilheyrir æðaslætti lífsins, sem hún leggur í munn Dóru, en því miður þá snerti það mig ekki. Því þegar Dóra talar um á einni síðu hvað fátæklingarnir hafa það skitt og á næstu síðu er hún niðursokkin í heim allsnægtanna þá finnst mér það lykta eins og þegar hálaunalýðurinn er að berjast fyrir verkalýðinn og ég þoli ekki stéttadekur á hvora hliðina sem er. Tímans tönn En Ragnheiður skrifar vel, það má hún eiga. Hún er einlæg, hreinskilin, blátt áfram og hefur næmt auga fyrir Bók menntir VakhsÓskarsdöttir leikningar hennar eru fagmannlega unnar en því miður gjörsneyddar öllu lífi. -VÓ

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.