Dagblaðið


Dagblaðið - 02.04.1980, Qupperneq 32

Dagblaðið - 02.04.1980, Qupperneq 32
36 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. APRlL 1980. D Sjónvarp Útvarp KRISTÍN OG KVÆDIÐ UM GÚSTAF-sjónvarp kl. 22,00 páskadagskvöld: Ævi Kristíhar Svíadrottningar „Þessi mynd fékk verðlaunin Prix Italiano, enda frábær myndataka,” sagði Óskar Ingimarsson í samtali við DB. Hann er þýðandi myndarinnar Kristín og kvæðið um Gústaf sem sjónvarpið sýnir páskadagskvöld kl. 22.00. „Myndin er unnin utan um kantötu skrifaða í Napólí. Seinna samdi tónskáld lag við þessa kantötu. I þessari kantötu er verið að gera grín að fréttinni sem kom um fall Gústafs Adolfs Svíakonungs en þá var Kristín dóttir hans sex ára. Sýnt er frá uppvaxtarárum hennar og þangað til hún sagði af sér 28 ára. Þá fannst henni vera orðið þröngt um sig i Stokkhólmi. Hún flutti til Rómar og gerðist kaþólsk. í Róm var hún það sem eftir var ævinnar og hafði um sig mikla hirð. Það er talsvert af skemmtilegri tónlist i myndinni frá þessum tíma, svokallaðri barokktónlist. Einnig eru flutt kvæði, eitt sem flutt er fyrst við hirðina í Stokkhólmi af trúðum og síðan er það aftur tlutt síðast í myndinni, þá sungið á Ítalíu,” sagði Óskar ennfremur. Myndin er sænsk. Hún er byggð á þáttum úr ævi Kristinar Svía- drottningar sem var uppi á árunum 1626—1689. -ELA. Úr myndinni Kristín og kvæðið um Gústaf sem sjónvarpið sýnir okkur á páskadagskvöld. t ^ Sjónvarp i Þriðjudagur 8. apríl 20.00 Fréttir or vedur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Tommi og Jenni. 20.40 Iþróttir. Umsjönarmaður Jón B. Stefáns son. 21.10 Örtölvubyltingin. Lokaþáttur. Hvaó ber framtiðin I skauti sér? I þessum þætti koma fram fjórir kunnir örtölvufrömuðir og segja fyrir um afleiðingar hinnar nýju tæknibylt ingar. Þýðandi Bogi Arnar I'innbogason. 21.35 Umræðuþáttur. Magnús Bjarnfreðsson stýrir umræðum um áhrif örtölvubyltingarinn ará Islandi. Þátttakendur Jón Erlendsson, Páll Theódórsson. Sigurður Guðmundsson og Þor björn Broddason. 22.10 Óvænt endalok. Breskur myndaflokkur. Fjórði þáttur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.35 Dagskrárlok. Miðvikudagur 9. apríl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttirl. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.l. Dagskrá. Tónleikar. | 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Jón Gunparsson byrjar að lesa söguna „Á Hrauni" eftir Berg- þóru Pálsdóttur frá Veturhúsum. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar. Alfred Bertel og Ton kilnstler-hljómsveitin í Vín leika Óbókonsert i f-moll eftir Georg Philipp Telemann; Kurt List stj. / Ungverska fílharmoníusveitin leikur Sin fóniu nr. 56 i c-dúr eftir Joseph Haydn; Antal Dorati stj. i 11.20 Andleg tónlist eftir Niels W. Gade. Jörgen Ernst Hansen, Bonna Söderberg. Preben Steen Hansen, Knud Hovaldt og Ove Holm Larsen flytja. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa. Tónlist ur ýmsum áttum. þ.á m. léttklassisk. 14.30 Miðdegissagan: „Heljarslódarhatturinn” eftir Richard Brautigan. Hörður Kristjánsson þýddi. Guðbjörg Guðmundsdóttir les (3). 15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Litli barnatiminn. Sigrún Björg Ingþórs dóttir og Oddfríður Steindórsdóttir.sjá um tim- ann. 16.40 (Jtvarpssaga barnanna: „Glaumbæingar á ferð og flugi” eftir Guójón Sveinsson. Sigurður Sigurjónsson les (7). 17.00 Siódegistónleikar. Elísabet Erlingsdótiir syngur lög eftir Þórarin Jónsson og Herbert H. Ágústsson; Guðrún Kristinsdóttir leikur á píanó. / Wilhelm Kempff leikur á pianó „Kreisleriana". fantasíu op. 16 eftir Robert Schumann. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir.Tilkynningar. 19.35 Frá tónleikum í Norræna húsinu 8. októ- ber sl. Símon Ivarsson og Siegfried Kobilza I leika á gítara verk eftir hinn síðarnefnda og 1 aðra höfunda, ókunna. 20.00 Or skólalifinu. Umsjón: Kristján E. Guð- mundsson. 20.45 Hætta skal á hárri lyst. Þáttur um megrun i umsjá Guðrúnar Guðlaugsdóttur. Rætt er við Þórhall Ólafsson lækni, Pálínu R. Kjart- ansdóttur matráðskonu, dr. Laufeyju Stein grimsdóttur o.fl. 21.10 Strengjakvintett I G-dúr op. 77 eftir Antonln Dvorák. Félagar í Vinaroktettinum leika. 21.45 (Jtvarpssagan: nGuðsgjafaþula” eftir Halldór Laxness. Höfundur les (3). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.35 Talmál. 23.00 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Árna- sonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. I Sjónvarp Miðvikudagur 9. apríl 18.00 Börnin á eldfjallinu. Nýsjálenskur mynda flokkur. Fjórði þáttur. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 18.25 Einu sinni var. Teiknimyndaflokkur. Þýð andi Friðrik Páll Jónsson. Sögumenn Ómar Ragnarsson og Bryndís Schram. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.05 Ferðir Darwins. Leikinn, breskur heim ildamyndaflokkur í sjö þáttum. Annar þáttur. Heillandi heimur. Efni fyrsta þáttar: Charles Darwin er sonur velmetins læknis i Shrews- bury. Faðir hans vill, að hann nemi læknis fræði, en Charles hcfur mestu andstyggð á henni. Hann slær einnig slöku við guðfræði- nám í Cambridge, en þar hittir hann prófessor Henslow, sem verður örlagavaldur hans. Ákveðið hefur verið, að „Beagle”, eitt af skip- um breska flotans, fari í vísindaleiðangur um hverfis hnöttinn, og Henslow sækir um starf fyrir Charles um borð, þar eð hann hefur kynnst áhuga hans á náttúrufræði. Darwin læknir er þessu mjög mótfallinn í fyrstu, en lætur þó tillciðast. Og i desember 1831 lætur „Beagle” úr höfn, með Charles Darwin innan- borðs, i einn mesta æfintýraleiðangur þeirra tíma, er seinna varð sögufrægur. Þýðandi óskar Ingimarsson. 22.05 Flóttinn yfir Kjöl. Heimildamyndaflokkur i fjórum þáttum um styrjaldarárin siðari i Skandinaviu, gerður i samvinnu sænska og norska sjónvarpsins. Fyrsti þáttur lýsir m.a. innrás þýska hersins inn i Noreg 9. apríl 1940 og flótta Hákonar konungs, Ólafs krónprins og annarra til Sviþjóðar. Þýðandi Jón Gunn arsson. (Nordvision — Norika og Sænska sjónvarpið). 23.05 Dagskrárlok. t Sjónvarp Föstudagur 11. apríl 20.00 Fréttir og veóur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjaldan er ein báran stök s/h. Syrpa úr gömlum gamanmyndum með Stan L.aurel og Oliver-Hardy (Gög og Gokke). Sýndar eru myndir, sem gerðar voru meðan l.aurel og Hardy léku hvor i sínu lagi, þá er fjallað um upphaf samstarfsins og sýnt, hvernig persónur þeirra taka á sig endanlega mynd. Margir kunnir leikarar frá árum þöglu myndanna koma við sögu. m.a. Jean Harlow. C'harlie Ch?se og Jimmy Finlayson. Þýðandi Björn Baldursson. 21.15 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson frétta maður. 23.15 Skonrok(k). Þorgeir Ástvaldsson kynnir vinsæl dægurlög. 23.45 Dagskrárlok. Laugardagur 12. apríl 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Lassie. Ellefti þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. I8.50 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Löður. Gamanmyndaflokkur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 20.55 Listasafn skautadrottningarinnar. Heim- ildamynd um listasafnið á Hövikodden í Noregi. sem skautadrottningin fræga, Sonja Henie, og maður hennar, Niels Onstad. komu á fót. Þýðandi Jón Gunnarsson. 21.40 Hreyfingar.Stutt myndánorða. 21.50 Hann Flint okkar (Our Man Flint). Bandarisk njósnamynd í gamansömum dúr. gerð árið 1966. Aðalhlutverk James Coburn. Lee J. Cobb og Gila Golan. Glæpasamtök hafa á prjónunum áform um að beisla veðrið og beita þvi til að ná heimsyfirráðum. Bara einn maður, Derek Flint. getur komið i veg fyrir ætlun samtakanna. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 23.35 Dagskrárlok. Sunnudagur 13. apríl 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Stundin okkar. Meðal efnis: Spjallað við gamalt fólk um æskuna. Fluttur verður leik- þátturinn „Hlyjii kóngssonur” undir stjórn Þórunnar Sigurðardóttur. Sigga og skessan. manneskjan og Binni eru á sinum stað. Um- sjónarmaður Bryndís Schram. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Tónstofan. 21.00 I Hertogastræti. Tiundi þáttur. Efni niunda þáttar: Charles Tyrrell heldur mál verksýningu. Eini maðurinn, sem kaupir mynd eftir hann. heitir Parker og býr á hóteli Lovisu. Tyrrell kemst að þvi, að Parker á skammt eftir ólifað og hefur i hyggju að njóta lifsins meðan kostur er. og starfsmenn og gestir hótelsins dekra nú við hann á alla lund. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 2I.50 Tungutak svipbrigðanna. Náttúru fræðingurinn Desmond Morris hefur skrifað metsölubók um mannlegt atferli. og i þessari mynd sýnir hann. hvernig handapat. grettur og geiflur koma tungutakinu til liðsinnis i sam skiptum fólks. Þýðandi Bogi Arnar Finnboga son. 22.40 Dagskrárlok. BARNATÍMI—útvarp kl. 16,20 annan ípáskum: Krakkar á Húsavík teknir tali Á annan i páskum kl. 16.20 verður fluttur barnalimi i útvarpi i umsjón Sigrúnar Sigurðardóttur. Sigrún fór í fyrri viku til Húsavíkur og tók þar tali nokkra krakka í barnaskólanum. ,,Eg ræddi við krakkana um trúna, áhugamál þeirra og lífið almennt á Húsavík,” sagði Sigrún i samtali við DB. ,,Auk þess leit ég inn í teiknitíma í skólanum, þar sem krakkarnir voru að teikna píslar- göngu Jesú Krists. Krakkarnir sem ég ræddi við hétu Hjörleifur, Heiða, Birkir, Barbara og Harpa. Ég hitti líka tvær litlar stelpur, Margréti og Astu Birnu, sem voru á leið í sunnu- dagaskólann,” sagði Sigrún. Þáttur- inn hennar er tuttugu minútna langur. Þess má geta að á eftir honum kemur framhaldsleikrit barna og unglinga, Siskó og Pedró. -KLA. PÁSKAM0RGUNN -útvarpkl. 13,20 páskadag: Blinda stúlkan Elísabet og trun á Jesúm —páskaleikrít eftir Þórí S. Guðbergsson—áður flutt áríð 1969 Ápáskadagkl. 13.20 verður flutt í útvarpi leikritið Páskamorgunn eftir Þóri S. Guðbergsson. Leikritið er bygg á frásögn guðspjallanna um upprisu Jesú. Þar segir frá litlu stúlkunni Elísabetu sem er blind, Salóme móður hennar og Stefanusi, gamla, langafa telpunnar, sent einnig býr i húsinu. Hann trúir á hið gamla lögntál gyðinga og finnst margt í kenningum „smiðsins frá Nazaret” vafasamt og allt að þvi hættulegt. Síðan gerist atburður sem verður til að opna augu þeirra vantrúuðu. Leikstjóri er Þorsteinn Ö, Stephensen og meðal leikenda eru Valgerður Dan, Helga Bachmann, Valur Gislason og Helgi Skúlason. Flutningur leikritsins tekur um hálfa klukkustund. Það var áður flutt i út- varpinu á páskadag 1969. Höfundur leik ritsins, Þórir S. Þórir S. Guðbergsson, höfundur páskaleikrits útvarpsins. Það var áður flult árið 1969. Á myndinni er Þórir að ræða við Andrés Indriðason við frumsýningu myndarinnar Veiðiferð. DB-mynd RagnarTh. Guðbergsson, fæddist í Reykjavík árið 1938. Hann lauk stúdentsprófi 1958. Siðan stundaði hann nám i guðfræði við Háskóla íslands, framhaldsnám í Osló 1963-64 og i Stafangri 1973—76. Starfsmaður íslenzkra kristniboðsfélaga var hann um skeið en hefur lengstum stundað kennslu. Frá I964hefur Þórirskrifað rnargar barna- og unglingasögur og nokkur leikrit. Sigur páskanna, Endur fyrir löngu og Heilbrigð sál í hraustum likama hafa verið flutt i útvarpinu, auk Páskamorguns. Einnig hefur Leikfélag Reykjavíkur sýnt Kubb ogStubb árið l%6. ELA.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.