Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 14.04.1980, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1980. 14 pensildrættir Við bjóðum 50% afslátt af öllum kvenkápum í versluninni út apríl mánuð. Komið og kynnið ykkur ótrúleg kjör. Það hlýtur að vera erntt fyrir ungan listamann á mótunarskeiði að eiga þekktan listamann að foreldri, hvað þá báða foreldra eins og Temma Bell sem um þessar mundir sýnir málverk sín i Listmunahúsinu við Lækjargötu. Sem kunnugt er standa að henni þau heiðurshjón l.ovísa Matthíasdóttir og Leland Bell sem bæði eru í miklum metum í New York fyrir myndlist sína. Ekki minnka erfiðleikarnir að heldur þegar hinn ungi listamaður hneigist til sama stils eða listviðhorfs og for- eldrarnir og eru til nokkur dæmi um börn nútímalistamanna sem aldrei báru sitt barr vegna beinna eða óbeinna áhrifa foreldranna: Jimmy Ernst og Gordon Matta-Clark til, dæmis. I fótspor feðranna Temma Bell sparar sér talsvert sálarstríð með því að feta nokkuð nákvæmlega i fótspor foreldranna. Þar eru áhrif Lovísu sterkari en þó gætir viðhorfa föðurins í stærri mannamyndum í dempuðum litum (Sjálfsmynd á vinnustofu, nr. 25). Hins vegar gerir Temma Bcll sér eflaust grein fyrir því að hún verður að gjalda fyrir þá sálarró því áhorf- endur hljóta óhjákvæmilega að hafa verk Lovísu einhvers staðar bakatil i hugskotinu þegar þeir skoða hennar eigin verk. Og það kemur í Ijós, sem betur fer, að Temma Bell fer ekki illa út úr þeim samanburði. Hún meðhöndlar málningu af einstöku öryggi, hefur komið sér upp hárfínu litaskyni og gerir sér fyllilega grein fyrir hvað hún ætlar að segja á lérefti sinu. Verk hennar eru skilgetin afkvæmi þess háþróaða expressjóníska raun- sæis sem helsrhefur loðað við Frakk- land á þessari öld, á sér forvera í listamönnum eins og Chardin og ris einna hæst i verkum manna á borð við Matisse og Derain. ICIIIIIIH I»CII — CJJUIIMIiyilU I VIIIIIUMUIU. Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Bil beggja Temma Bell — Ferhyrnd uppstilling. I þessari hefð felst stök virðing fyrir öllum myndrænum eiginleikum og möguleikum hvunndagsins, sem er svo umskapaður að hann gefi til kynna varanleg gildi: samræmi, íhygli, hófstillu — hvort sem mynd- efnið er kókflaska eða guðsgræn náttúran. Öryggi Temmu Bell er ekki sist fólgið i því hve vel henni tekst að fara bil beggja í túlkun sinni því hún er í senn tilfinningarík og svo yfir- veguð að ekki er hægt að ímynda sér neina tilfærslu í myndunum. Einna gleggst kemur þessi eiginleiki fram í uppstillingum og húsamyndum lista- konunnar þar sem hver pensildráttur liggur eins og klappaður í flötinn en glóir einnig svo af myndunum stafar Ijósi. Gott dæmi er mynd eins og Ferhyrnd uppstilling (nr. 14) sem sýnir alls konar hluti á borði, að þvi er virðist í einni kös. En það þarf ekki að rýna lengi i myndina til að sjá hve vel hún hangir saman og hve margt er að gerast í henni. Taktfastar heildir Borðið sjálft er tígullaga og gengur inn í myndina svo að ágætt rými er skapað til umsvifa en á þvi spilá hin ýmsu form saman á aðdáunarverðan hátt, þó án þess að hrynjandi hlut- anna sé nokkurs staðar troðið upp á áhorfandann. íslenskt umhverfi virðist tíðum eins og hannað fyrir málara á borð við Temmu Bell og Lovisu. 1 Reykja- vik mynda marglit húsin taktfastar heildir sem listakonan grípur fegins hendi og magnar upp í verk eins og Ránargata (nr. 17) þar sem sterkum litum og dempuðum er teflt saman af óskeikulu auga. Skærir litir húsanna verða svo enn meir sláandi upp til sveita, andspænis grænu grasi eða dökkri fjallshlíð. Landslagsmyndir Temmu Bell eru ásamt verkum Lovisu og Ragnheiðar heitinnar Ream nýtt innlegg í íslenska lands- lagsmálverkið. Landslagið er ekki brotið niður í litlar einingar, lóðrétt eða skáhallt (Kjarval, Ásgrímur o.fl.), heldur er því skipt niður í lárétt lög með löngum órofa pensildráttum. Heillavænleg blanda Það er hins vegar athyglisvert að skoða hvernig Temma Bell visar til Ásgrims í ilöngum landslagsmyndum sínum þar sem sjónhringurinn verður enn áhrifameiri en ella — og merki- legt að aðrir íslenskir málarar skuli ekki hafa notað sér þetta „format”. Persónulegust finnst mér meðferð listakonunnar i fjölskyldumyndum sínuni og sjálfsmyndum en þar virðast áhrif foreldranna hafa bland- ast á einkar heillavænlegan hátt. Þar er mannveran ekki aðeins sterkt form og uppfylling, eins og mér finnst stundum eiga sér stað í verkum Lovísu, heldur er þar sköpuð sálræn spenna milli fólksins, ekki ýkja áleitin en þó vel merkjanleg. En hvað sem hún lekur sér hendur virðist Temma Bell hafa úr miklum hæfi- leikum að spila. Vonandi ílendist hún hér á freranum. -Al. Meitlaðir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.