Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 4
4 / DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1980. - VERÐLAGNINGUNNIÁ » BLÓMKÁUNU VERÐUR BREYTT í KG-VERD —Vegna mismunandi þyngdar á hausunum getur munað yf ir 2700 kr. á kg-verði með núverandi fyrirkomulagi Undanfarið hefur verið á boðstól- uni fínt erlent blómkál i verzlunum höfuðborgarinnar. Blómkálið hefur verið selt í stykkjatali, það er ekki á kílóverði. Nú hefur komið á daginn að hausarnir geta verið mjög mis- munandi að stærð, getur þar munað allt upp í helming á vigtinni. Það gerir að verkum að mismunur á kg- verði hausanna er gríðarlegur. í einni verzlun voru blómkálshausarnir seldir á 2070 kr. stykkið. Mismunur á þyngd tveggja hausa reyndist 470 g. Minni hausinn var 400 g en sá stærri 870 g. Kg-verðið á litla hausnum reyndist 5.175 kr. en 2.380 kr. í I Ijós hefur knntið að ttriðarlettiir iminiir ttetnr urið á slarð hlóinkálsins sent lil er á markaðimim. Sölutelau uarðsrkjumanna ællar að endnrskuða urðlauninuuna eflir áhendingu l)B og i slað |uss að terðleuuja hlómkálið með ákteðnu \erði á liaus terður það selt á kg-terði þegar mesta sending af káli kenmr. stærri hausnum. Þarna munar hvorki meira né minna en 2.795 kr. Við höfðum samband við Sölufélag garðyrkjumanna og spurðumst fyrit um málið. Okkur er kappsmál að gera sem bezt við neytendur ,, Við höfum ekki orðið varii viö að blómkálið sé svona mismunandi í vigtina,” sagði Niels Marteinsson, sölumaður hjá Sölufélaginu. ,,Við skoðum í kassana og höfum ekki orðið varir við annað en að hausarnir séu mjög álíka stórir. En fyrst svo er, að það geti munað meira en helmingi á vigtinni, verðum við að endurskoða verðlagninguna á þeim og selja þá eftir kg-verði,” sagði Niels. ,,Það er okkur kappsmál að Bera sem bezt við viðskiptavini okkar. Við höfum ekki áður fengið kvartanir, hvorki frá neytendum eða kaup- mönnum. Á meðan svo er getum við ekki leiðrétt þetta. En verðlagningin verður endurskoðuð næst þegar kemur blómkálssending.” Heildsöluverð á síðustu sendingu af blómkáli sem sölufélagið fékk var 1485 kr. á haus þannig að útsöluverð má vera allt að 2079 kr. Niels sagði að blómkálið kæmi i 8 kg kössum og væru 10 hausar í hverjum kassa. Kassinn kostar 14.850 kr. í heildsölu þannig að ef reiknað er út kg-verð yrði það um 1856 kr. i heildsölu eða um 2.598 kr. út úr búð. Það er aðeins hærra kg-verð en er á allra stærstu hausunum en langtum lægra kg-verð heldur en er á þeint minnstu. -A.Bj. Það er rétt að \ara fólk tið að kaupa liirnr sem erti áherandi ódirari en aðrar. Þær jieta rein/t mjöií illa. eins ou l.d. þessar husiir sein rifnnðu »ið fvrstu notkun. DB-mind Sig. Þorri. Of tast reynast ódýru innkaupin ekki vel Mismunandi verð á bjórflösku: Fjögur verð í f jórum búðum Það er svo sannarlega ekki ofsög- um sagt af þvi hve verðlag er mis- munandi eltir verzlunum. Ein flaska af erlendum bjór fæst minnsta kosti á fjórum mismunandi verðum í höfuð- borginni. Munar þar talsvert miklu frá hæsta til lægsta verðs, eða 55,35%. Ódýrasta flaskan kostaði 280 kr. i Ólabúð við Laugarnesveg en sú dýrasta 435 kr. í söluturni á horni Garðastrætis og Vesturgötu. Knægt bjórinn kostar 325 kr. i verzl. Dalmúla, Síðumúla og 350 kr. i Pttssy cat við Laugarnesveg. Hjá Verðlagsstofnun fékkst upplýsl að hámarksálagning sé á bjór, 28,5% smásöluálagning, en með söluskattinum bætist 58,69% við heildsöluverðið. Gísli ísleifsson hjá Verðlagsstofn- un sagði að ef aðstaða er til þess að neyta drykkjarins og ef hreinlætisað- staða er fyrir gesti hefðj verið látið óálalið ef embættisins hálfu þólt öl og gos sé selt með hærri álagningu en almennt gerist. Hins vegar fylgist Verðlagsstofnunin með því ef einhver hækkar gos eða öl óhóflega og gripur þá í taumana. Sagði Gísli að i ljósi þess að umgengni lslendinga væri að jafnaði mjög slæm um snyrtiher- bergi, hreinlætistækin jafnvel eyði- lögð, hefði sjoppueigendum verið leyft að bæta sér þannig upp tap er þeir verða fyrir af þessum sökum. -A.Bj. ,,Ég keypti þennan galla í Dómus á Laugavegi 30. maí og hugðist m.a. nota hann í veiðiferð. Það tókst hins vegar hvorki betur né verr til en að buxurnar rifnuðu svo illa að ekkert skjól var í þeim. Þótt gallinn hafi ekki kostað háa fjárupphæð fannst mér að ég gæti farið fram á að fá einhverjar skaðabætur í verzluninni. Þegar ég keypti gallann var ekki tekið fram að hann ææri svona hand- ónýtur. Enda eru myndir á umbúðunum sem sýna að svona gallar eru einmitt ætlaðir til veiði- ferða, auk annarrar útivistar.” Verzlunarstjórinn í Dómus vildi hins vegar meina að þetta væri einungis minn eigin klaufaskapur og hélt því fram að þetta væru sterkar flíkur.” Eitthvað á þessa leið mælti Stuart Hjaltalín, sem kom á ritstjórn DB og sýndi okkur slitrið sem eftir var af hlífðargalla sem eyðilagðist strax við fyrstu notkun. Gallinn kostaði 6.795 kr. Þetta er tvískiptur galli, buxur og jakki með hettu, úr 100% vinyl, soðið saman á öllum saumum. Á umbúðunum stóð (á ensku) að þetta væri stormbúning- ur sem m.a. væri sniðinn með það fyrir augum að hægt væri að nota hann utan yfir skjólfatnað. Þar stóð einnig að þetta sé búningur sem nota má við golf, skyttirí, ftskveiðar og bensínafgreiðslu og aðra útiveru. Verðið 1/5 af venjulegum göllum „Verðið á þessum galla er ekki nema um það bil einn fimmti af verði venjulegra regngalla sem kosta allir yfir 20 þúsund kr.” sagði Theódór Bjarnason verzlunarstjóri í Domus er DB spurði um hans álit á þessu máli. „Við gátum ekki komið auga á neinn galla á umræddum galla og verzlunin er ekki skyldug til þess að bæta þetta. Regngallarnir sem á boðstólum eru hanga alliruppi á slá og auðvelt er fyrir viðskiptavinina að skoða þá og bera saman gæði þeirra,” sagði Theódór ennfremur. -A.Bj. Varaö við hættulegum leikföngum: Plastdýr og rúllubretti Bjórihn sem um ræðir í greininni. Þar sem hann var ódýrastur kostaði flaskan 280 kr. en 435 kr. þar sem hann vardýrastur. DB-mynd Ragnar Th. Smurbrauðstofan BJORNINN Njúlsgötu 49 — Simi 15105 I Fréttabréfi Borgarfjarðardeildar Neytendasamtakanna er m.a. grein er nefnist Hættuleg leikföng. Þar er sagt frá bæði litlum plastleikföngum sent geta verið stórhættuleg og hinum svokölluðu rúllubrettum sem virðast njóta vaxandi vinsælda hér á landi. Varað er við þessum leikföng- um og sagt frá því að yfirvöld í nágrannalöndum okkar hafi bæði varað við þeim og hreinlega bannað sölu á rúllubrettunum. Plastleik- föngin Hér er átt við litil, mjúk og sveigjanleg plastleikföng, ýmiss konar dýr, slöngur, krókódíla og krabba. Einnig eftirlíkingar af ýmiss konar matartegundum, ostsneiðum, spældum eggjum o.s.frv. Dönsk heil- brigðisyfirvöld hafa gefið út aðvörun við þessum plastleikföngum og matareftirlíkingum, m.a. vegna efnis sem er í þeim. Ef hluta af leikföngun- um er kyngt, ef t.d. litil börn gleypa eða naga hluta þeirra, getur verið hætta á ferðum. Plastið harðnar þegar það kemst í samband við melt- ingarvökvann og breytist þar úr mjúku leikfangi í grjótharðan, odd- hvassanhlut, Full ástæða er því til að vara við að þessi leikföng komist í hendur óvita. Rúllubrettin Rúllubrettin njóta vaxandi vin- sælda hérlendis og má oft sjá börn og unglinga á fijúgandi stjórnlausri ferð á götum höfuðborgarinnar. í Frétta- bréfinu segir að lítið hafi borið á þessu á götum Borgarness, en þar eru brettin til sölu í verzlunum. Orðið hafa miklar umræður um bretti þessi, t.d. i Noregi, og hefur sala á þeim verið bönnuð þar. Til um- ræðu er að banna þau í Danmörku. Neytendasamtök víða um heim hafa varað við notkun þeirra. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.