Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 02.07.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ1980. Sveinn Eiðsson „senuþjófur” í Óðali feðranna , Leikurmest með Skallagrími hafði verulega gaman af kvikmyndaleiknum Fráskilinn „Ég hef nú ekki séð myndina ennþá en yfirleitt heyrt vel af henni látið," sagði Sveinn Eiðsson leikari, en hann hefur vakið nokkra athygli fyrir hlut- verk sitt í Oðali feðranna. Kom hann gagngert ur Borgarnesi I bæinn til að sjá myndina, cn þar til í síðustu viku var hann í Júgóslavíu að sóla sig svo hann náði ekki að vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar. „Guðrún Þórðardóttir. sem Ieikur heimasætuna á bænum. hefur hcldur ekki séð mynd- ina ennþá, en hún hefur verið i Hollandi og er þar víst enn." sagði Sveinn. „Ég byrjaði að leika 1972 en hafði áður unnið sem hvíslari,” sagði Sveinn. Býr hann í Borgarnesi og hefur starfað mikið með leikflokkij Skallagríms þar. Kveðst hann hafai starfaðaf og til við leiksýningar þar og hafa verulega mikla ánægju af að; leika. Dags daglega, þegar Sveinn er ekki: að leika, annaðhvort hjá Skallagrími' eða í kvikmynd, starfar hann hjá Kaupfélaginu í Borgarnesi og má hitta| hann þar í afgreiðslustörfum á timbri. áburði o.fl. Um áframhaldandi kvikmyndaleik vill Sveinn engu spá, hins vegar hafði hann verulega gaman af æfingunum og kvikmyndatökunni meðan á því stóð svo ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu af hans hálfu að hann haldi þviáfram. -BHj Sveinn Eiðsson, nýkominn frá Júgóslaviu, brúnn og sællegur. Heldur að Óðal feðranna só nokkuð góð kvikmynd. DB-mynd: Ragnar Th. Sveinn hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir túlkun sina a vinnumannin- um i Óðaii feðranna. Hór er hannstadduri ekfhúsinu á nœrhaidinu einu fata. Margir hafa veH þvi fyrir sór hvernig hægt hafi verið að gera nær- buxur vinnumannsins svo skítugar sem þær eru. Fóik-siðan hafði af þvi spurnir að þær hefðu verið látnar liggja i tevatni i langan tíma óður en þær urðu brúkhæfar. stjóri .. Vinstrisinnadur leikhússtjóri. sem gerir sér vonir um að verða fyrsti . kvenkyns þjóðhöfðingi Islands, háði í dag harðvítuga baráttu um atkvæðin við fyrrum háskólarektor og gamla fótboltastjörnu.” Þannig hljóðar upphaf fyrstu fréttar Reuter-fréttastofunnar um talningu atkvæða i forsetakosningunum nýaf- stöðnu. Síðar í fréttinni segir að Vigdís Finnbogadóttir —fimmtug ogfráskil- in — fylgi á hæla Guðlaugs Thor- valdsson í talningunni og að sá þriðji í röðinni sé fyrrum fótboltastjarna sem hafi snúið sér að stjórnmálum, Albert Guðmundsson. Sá sem kynnir frambjóðendurna á svo einkar vingjarnlegan hátt er frétta- ritari Reuters á Islandi, Þorsteinn Thorarensen. Hann er auk fréttarit- arastarfsins eigandi bókaútgáfunnar Fjölva. Eftir að hafa lesið kynningu .Þorsteins á forsetaframbjóðendunum biður maður guð bara að gefa að það detti ekki í fréttaritarann að skrifa og gefa út landkynningarbækur um föðurland sitt. vinstri- sinnaður leikhús- FÓLK Barátta Kennedys og Alberts er gjörólík” Áróðursmaður Edwards Kenn- edy í heimsókn á íslandi: „Ég hitti Albert Guðmundsson hérna 17. júni. Og ég sagði við hann: „Er þetta virkilega kosningabaráttan á Islandi. Engin leyniþjónusta og ekki neitt neitt.” Hann bara hló og sagði að við værum á Islandi en ekki í Banda- ríkjunum." Þetta voru orð Jim nokk- urs Illig sem dvaldi hér á landi i nokk- urn tíma núna um daginn. Jim var þá að hvila sig eftir að hafa tekið þátt í kosningabaráttu Edwards Kennedy. Hér á landi dvaldi hann hjá Guðrúnu Flosadóttur sem vinnur á kosninga skrifstofu Alberts og kynntist þvi eilítiö islenzkri kosningabaráttu. „Hér er allt mörgum sinnum minna um sig en heima. Þar er her manna i kringum hvern frambjóðanda, bæði við að afla honum fylgis og ekki siður aöafla honum fjár. Sett hafa verið lög um að frambjóðandi megi ekki nota sína eigin peninga í kosningabarátt- unni og hefur Ted átt erfitt með að safna nægu fé. Carter berst úr rósa- garðinum heima hjá sér í Hvíta húsinu á meðan Kennedy þarf að hoppa um allar jarðir. Slíkt kostar auðvitað mikla peninga. Kennedy hefur verið að vinna mikið á núna síðustu tvo mánuðina og hefur sigrað i öllum mikilvægustu for- kosningunum á þeim tlma. Það sem varðCarter mest til framdráttar, gísla- takan í Iran og Afganistan málið. er núna hans helzti veiki punktur. Fólki finnst hann hafa misreiknað dæmiö ógurlega með björgunartilrauninni i Teheran og það ekki vera rétt stefna sem hann rekur gagnvart Rússum út af Afganistan. Skoðanir manna hafa því breytzt verulega á þeim tíma sem liðinn er frá fyrstu forkosningunum og það er einmitt það sem Kennedy [ bendir á núna. Hann reynir að benda þeim kjörmönnum sem valdir voru fyrstu mánuðina á að skoðanir fólks- ins hafi breytzt og þeir eigi að túlka þær en ekki þær skoðanir sem í gildi voru fyrir löngu. Kjörmenninrir eru óbundnir úrslitum forkosninganna en i eiga að fara að eigin sannfæringu. \ Kennedy hefur skorað á Carter í við-1 ræður í sjónvarpi og segist skuli hætta . við framboð sitt komi til þeirra við- ræðna og fólkið standi með Carter. En Carter finnst engin ástæða til þess að hætta á það og mun ekki verða við til- mælunum." Jim er greinilega af þessu að dæma trúr „sínum” manni hvað sem kann að verða. Jim er 31 árs og býr í San Fran cisco þar sem hann vann fyrir Kenn- edy. Hann var áður kaþólskur prestur en hætti þvi og tók sálfræðipróf og vinnur núna á geðsjúkrahúsi í Frisco., Hann ætlar sér að taka doktorspróf í greininni bráðlega. Meðal þess sem hann lærir er pólitísk sálarfræði og lög. Þetta hvort tveggja notaði hann í baráttunni fyrirTed. „Ég hef þekkt Ted og Joan í mörg ár. Þegar ég heyrði að Ted ætlaði fram hafði ég strax samband við Joan og bauð fram aðstoð mína. Siðustu 7 mánuðina hef ég svo verið á kafi i þessu. Mér fannst tilvalið að koma i gjörólikt umhverfi til að hvíla mig og heimsótti þvi vini mina á Íslandi án þess að vita að þar væri lika i gangi kosningabarátta," sagði Jim lllig. Þegar viðtalinu lauk átti hann að vera mættur úti á Keflavíkurflugvelli að ná vélinni heim. „Heldurðu ekki að þeir biði með vélina ef ég hringi og segist vera seinn?" Jim lllig: Það sem Carter var áður mest til framdróttar eru nú hans veikustu hliðar. DB-mynd: Ragnar Th. Kjósum Guð Sr. Hannes Guðmundsson í Fells- múla var eindreginn stuðningsmaður Guðlaugs Þorvaldssonar í forsetakosn- ingunum. Á bifreið hans var límdur miði, sem á stóð Kjósum Guðlaug. Eftir stuðningsmannafund tóku menn eftir því að siðari híuti nafns Guðlaugs hafði verið skorinn frá. Stóð þáeftir: KjósumGuð. Einhver sem eftir þessu tók ætlaði að fjarlægja það sem eftir var mið- ans. Sagt er að sr. Hannes hafi þá snúið sér að hinu hjálplega sóknar- barni með svofelldum orðum: „Þetta er alveg óþarfi. Þetta getur vel gengið eins og það er. Ég er nefnilega að fara á prestastefnuna." Mogginn seldist upp Auglýsingadeild Morgunblaðsins er búin að finna prýðilega leið til að selja blaðið. Á sunnudaginn birti blaðið frægustu auglýsingu síðari tíma á blaðsíðu 18. Þeir sem að auglýsing- unni stóðu urðu að margtaka það fram í útvarpstilkynningum að það væru þeir sem ættu barnið. Útvarps- hlustendur, sem ekki höfðu lesið Moggann. fylltust að vonum forvitni. Einn maður kom örvilnaður á rit- stjórn DB og bað um í guðanna bæn- um að sér yrði gefið blað. Hann var búinn að þræða sjoppurnar i Reykja- vík til að geta skoðað þessa umtöluðu auglýsingu, en því miður — Morgun- blaðið var alls staðar uppselt. Fólk- síðan sendir starfsfólki auglýsinga- deildar Moggans beztu hamingjuóskir með trixið. Heldur vil ég vera óskeikull Sagt er að Jóhannes Fáll páfi II hafi skemmt sér yfir þessari skrýtlu sem gekk í Vatikaninu nýlega: Til að binda enda á deilur páfagarðs við svissneska guðfræðinginn Hans Kung var Kung boðinn sjálfur páfa- dómurinn. Nei takk, svaraði Kung. Ég vil heldur vera óskeikull.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.