Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 07.10.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1980. 9 MEIRIHLUTIBRETA ER Á MÓTIREFA- VEKHIM KONUNGSFJÖLSKYLDUNNAR Tveir þriðju hlutar brezks almennings eru á móti því að konungsfjölskyldan taki þátt í refaveiðum. Þetta kom fram í nýlegri skoðanakönnun. sem gerð var þar I landi. Þessi úrslit eru i rauninni áskorun til Karls prins og Önnu prinsessu um að láta nú ensku rebbana i friði bér eftir. Þau eru bæði sérlega áhugasöm um refaveiðar. Systkinin Karl og Anna hafa bæði ákaflega gaman af refaveiðum. Samkvæmt tvö þúsund manna úrtaki þykir brezku þjóðinni þessi veiðiiþrótt lítið sniðug og konungsfjölskyldunni ekki sómandi. Það voru Samtökin gegn grimmilegum íþróttum sem gengust fyr'tr skoðanakönnun- inni. Soper lávarður. forseti samtakanna. sagði að úrslit hennar réttlættu það fyllilega fvrir honum að ganga á fund konungsfjölskyldunnar og fara fram á það við hana að hætta þátttöku i refaveiðum —- og skapa með þvi fordæmi í land- inu. I skoðanakönnun þessari var leitað til tvö þúsund Sjónvarpsmynd gerð umæviGeorge Wattace George Wallace fyrrum ríkisstjóri i Alabama í Bandaríkjunum hefur undirritað samning um að gerð verði sjónvarpskvikmynd byggð á ævi hans. Mynd þessi verður fjögurra klukkustunda löng. Að öllu forfalla- lausu verður byrjað að taka hana i upphafi næsta árs. Það er óháð bandarískt fyrirtæki sent ætlar að taka þessa mynd. Tals- maður þess sagði að hið eina sern George Waliace þyrfti að gera væri að „gefa upplýsingar, sem ekki hafa áður komiö fram” fyrir framan sjón- varpsvélarnar ,,um einkalíf hans og opinberarathafnir”. Þetta sama fyrirtæki vinnur þessa dagana að gerð myndar fyrir NBC sjónvarpsstöðina, þar sem fjallað er urn morðin á fólki, sem var að mót- mæla striðsrekstri Bandarikjamanna. Sá atburður varð árið 1970 i Kent há- skólanum í Ohio. George Wallace. Hann þarf „aðeins” að koma fram i myndinni um ævi sina og grcina frá áður óbirtunt upplýsingunt um einkalif sitt og opinberar athafnir. manna víðs vegar um Bret land. 66 prósenl þeirra sem svöruðu voru á móti refa- veiðum konungsfjölskyldunn- ar. 44 prósenl lýstu sig mót- fallna orraveiðum fjölskyld- unnar. FÓLK ^ee|/eífcur rotara Kjötfjallið Meat Loaf er enn á ný komið i fréttirnar. Að þessu sinni ekki fyrir hetjusöng á hljómplötu, heldur kvikmyridaleik. I bíómyndinni Roadie, sem nýlega er byrjað að sýna erlendis, fer söngvarinn með hlutverk rótara hljómsveitar, Travis W. Redfish að nafni. Redfish þessi þykir með afbrigðum snjall rótari, þó að hann hafi óvart lent i því embætti. Ást hans á söngkonu nokkurri hefur það nefnilega i för með sér að hæfileikar Redfish á þessu sviði uppgötvast. Fjöldi af stjörnum úr poppheiminum kemur frant í Roadie auk Meat Loafs. Þeirra á meðal má nefna söngkonuna Debbie Harry, hljómsveitina Blondie og Alice Cooper. Meat Loaf kemur til veizlu, sem haldin var i tilefni af frumsýningu Roadie, á- samt konu sinni Leslie og dóttur þeirra. FÆRNUAÐSPILA Eftr42 r FOTBOLTA AÐ NYJU Loksins hefur Charlie Morris verið gefið leyfi til að leika knatt- spyrnu að nýju. Hætt er þó við því að hann eigi ekki eftir að vinna nein stór afrek á vellinum, þvi að hann er orðinn 86 ára gam- all. Charlie, sem er frá Lymington Hants i Englandi, var settur í keppnisbann fyrir 42 árum síðan. Hann tók þátt i fótboltagetraun- unum ensku, þrátt fyrir að hann starfaði sem þjálfari áhuga- mannaliðsins i fótbolta í heima- bæ sínum. Slíkt er með öllu bann- að. Meðan á seinni heimsstyrjöld- inni stóð gleymdi Charlie Morris öllu um keppnisbann sitt. Hann var skyndilega minntur á það fyrr á þessu ári, er eitt barnabarna hans var að fara í gegnum gömlu skjölin hans afa. Þegar í stað var sótt um náðun til ensku knatt- spyrnusamtakanna og nú má Charlie sparka bolta að vild sinni. IIF BERSl EKKIA Debbie Harry, söngkona hljóm- sveitarinnar Blondie, er kona sem berst ekki mikið á. Þó ættu peningar ekki að hindra hana í þvi, þvi að plötur hljómsveitarinnar renna út eins og heitar lummur — siðast Call me, sem einnig er aðallag kvikntynd- arinnar American Gigolo. Debbie hefur búið með Chris Stein gitarleikara og hljómsveitarstjóra Blondie um nokkurra ára skeið. Þrátt fyrir vaxandi auðlegð dettur þeim ekki i hug að flytja úr litilli þakíbúð, sem þau búa i á Manhattan. Og þegar Debbie ferðast um heiminn reynir hún allt sem hún getur til að falla inn í fjöldann. Henni leiðist aðdáendá- skari, sem þyrpist að henni á flugvöll- um betlandi eiginhandaráritun. Þá er farangur konunnar ekki síður athyglisverður en konan sjálf. Hún geymir hann ekki í vönduðum leðurtöskum, eins og flestir skyldu búast við af jafn vel stæðri konu. Nei, hún burðast með allt sitt hafur- task í plastpoka, sem snæri er bundið um opið á. í flugferðum hefur Debbie ávallt posa sinn hjá sér í far- þegarýminu til að hann týnist hvorki né fái á sig gat. Piayboy- „leikfangjö” hafdileikid íkvikmynd Þegar Dorothy Stralten, „leikfang ársins” 1979 í limaritinu Playboy, var niyrt hafði hún nýlega lokið við að leika í kvikmynd. Hún fór nteð hlut- verk vélntennis i myndinni Galaxine, sem enn hefur ekki verið frumsýnd. — Svo sem sagt hefur verið frá i fréttum er lalið að það hafi verið fyrrverandi eiginmaður Dorothy, Paul Snyder, sem skaut hana til bana. Paul fannst látinn við hlið hennar þegar komið var að þeim. Vitað er að hann var ákaflega af- brýðisamur vegna allra þeirra tækifæra sem leikfangstitillinn i Playboy gaf henni. Debbie Harry, söngkona hljómsveit- arinnar Blondie með plastpokann sinn. Hún gerir allt sem hún getur til að forðast fólk, sem betlar af henni eigin- handaráritanir. ROD STEWARTERAÐ LEGGJA AFSTAÐ í HEIMSFERDALAG —nýplatameðhonumervæntanlegkinanskamms Rod Stewart, rokksöngvarinn góð- kunni, er nú að koma fram á sjónar- sviðið á ný eftir nokkuð langt fri. Hann leggur af stað í hljómleikaferð um stærstan hluta heimsins í þessum mánuði og ætlar einmitt að byrja ferðina í Stokkhólmi, þann 11. október. Söngvarinn er nú að leggja síðustu hönd á nýja LP plötu, sem hann hefur haft í smíðum síðustu mánuði. Hún ber nafnið Foolish Behaviour (Heimskuleg hegðun) og mun koma út innan skamms. Rod Stewart kemur á heimaslóðir sinar um mánaðamótin nóvem- ber/desember. Hann verður til dæmis með þrenna tónleika á Wembley dagana 1.—3. desember. Einnig skreppur hann til írlands og Skotlands. í janúar fer Rod Stewart ásamt hljómsveit sinni um Ástraliu og Austurlönd fjær. Ferðin endar í Bandaríkjunum næsta sumar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.