Dagblaðið - 29.11.1980, Síða 4

Dagblaðið - 29.11.1980, Síða 4
<! DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980. Menning Menning Menning Menning I) Það sem máli skiptir Bók menntir Smásögur Friðu A. Sigurðardöttur Frlða A. Slgurðardóttlr: ÞETTA ER EKKERT ALVARLEQT. Smtettgur. Skuggsjá, Bókabúð OUvars Stalns sf., 1880. 140 bls. Margir hafa undrað sig á þvi hve fáir rithöfundar gefi út smásagnasöfn nú til dags og hvað valdi. Er það formið sem er svona erfitt? Þetta knappa form sem biðst undan mála- lengingum, sver sig nánar i ætt við ljóð en skáldsögu að því leyti að þaö hverfist um eina aðalhugmynd og af- hjúpar hana. Eða eru hér einhver markaðsöfl að verki, t.d. að kaup- endur vilji heldur ianga sögu sem þeir geti lúrt við mörg kvöld — fremur en stuttar sögur sem eru strax búnar? Hvað sem veldur er það staðreynd aö smásagnasöfn eru fá á markaðnum og vekja síður eftirtekt en stóru skáldsögurnar. Það telst því til tíðinda þegar ung skáldkona kveður sér hljóðs með smásagnasafni nú fyrir þessi jól, sögum sem eru frábærar að allri gerð og fylgja ekki ríkjandi hlutlægnis- tísku. Fríða Á. Sigurðardóttir heitir hún — þessi skáldkona — og hefur fyrr á árinu vakið athygli fyrir kandídatsritgerð sína i bókmenntum við Háskóla íslands um verk Jökuls Jakobssonar. Eintal sálar Nafnið, sem höfundur hefur valið bókinni, Það er ekkert alvarlegt, er lágmælt og ekki vænlegur sölutitill en þeim mun betur stendur innihaldið fyrir sínu. Sögurnar eru níu talsins og dregur bókin nafn af fyrstu sögunni. Þar segir frá 52 ára gömlum manni sem ekki getur sofiö, manni sem læknarnir geta ekkert gert fyrir, því það sem hann þjáist af — svefnleysi — „erekkert alvarlegt”. í framvindu sögunnar kemur þó í ljós að vandi hans er í hæsta máta alvarlegur. Þetta er eintal sálarinnar, sem af- hjúpar leyndustu hugsanir og drauma mannsins og lýsir ótta hans við af- leiðingar svefnleysisins sem tekur á sig ógnvekjandi myndir. Svipuð að byggingu er sagan Bréf til systur. Hún lýsir innra lífi konu, arnir sýna mér.” (115). Af þessum orðum og úrvinnslu efnisins fer ekki leynt að þessi kona hefur alla ævi horft á sjálfa sig með augum annarra — reynt að vera og verið eins og aðrir vilja hafa hana, sem sagt lifað sam- Friða Á. Sigurðardóttir. einmanakennd hennar og ástleysi i faðmi fyrirmyndarfjölskyldu, angist. hennar vegna ófullnægju sem viröist ástæðulaus og óskiljanleg öllum: henni sjálfri, læknum, sálfræöingum og eigin fjölskyldu. Og þá grípur hún til þess ráðs að skrifa systur sinni: . . . mig langar til að tala við þig. Finna nærveru þína. Létta snertingu á hönd. Bros. Lágværar samræður sem aðeins er hægt að eiga viö konu. Finna að við erum til hér og nú — á þessari stund — og að við skiljum hvor aðra. Að þú sérð mig — mig sjálfa. Ekki þær konur sem spegl- DB-mynd Ragnar Th. kvæmt goðsögunni um hlutverk kon- unnar þar til hún hefur fengið krabbamein í sálina. Fölsk Iffsmynd Annað sjónarhorn en sama þema rikir í síðustu sögu bókarinnar, Draumurinn, en sú saga er marg- slungnari og flóknari að upp- byggingu. Þetta er spennandi saga (eins og allar sögurnar) sem lætur ekki allt uppi við fyrsta lestur og krefst nokkurs af lesanda. Fríða sýnir hér mikla leikni í að flétta saman draum konunnar og samtöl í fiöl- skyldunni, draga fram skilningsleysið sem þar ríkir með andstæðum. Þetta skilningsleysi er svo aftur hliðstæða við draumtáknin: Annars vegar mál- verkið sem konan málar í draumn- um, hið litaglaða, sem er tákn þess lífs sem hún þráði og hefði staðið nær hennar eðli og hins vegar myndarinnar sem var ósönn og fjöl- skylda hennar og almenningsálitið hrífst svo mjög af og þröngvar upp á hana þar til hún lætur undan og sam- samar sig hinni fölsku lífsmynd. Tvær sögur eru um börn. Hin fyrri, Spegill, segir frá tveim drengj- um sem sitja að spili og endurspeglar samtal þeirra heim hinna fullorðnu séðan með augum barns. Hin sagan, Ein örfleyg stund, er um tólf ára telpu, ákaflega Ijóðræn saga en um leið sterk, allt að því hrottaleg. í stuttri heimsókn til vinkonu sinnar vígist telpan inn í heim hinna full- orðnu og inn í stéttarsamfélagið. Þessi saga er ein með fallegustu sög- um bókarinnar — tónninn sleginn í fyrstu setningunum: „Þessi dagur var blár. Síðan hún kynntist Ellu voru allir dagar bláir . . . ”(87) Dyrnar — saga um elskendur sem hafa skilið. Þau hittast óvænt á kaffi- húsi og rifja upp fortíðina. Hug- myndir þeirra höfðu aldrei fallið saman, — „aldrei nema örskamma stund í einu — aldrei i því sem máli skipti.” (48). Dyrnar á milli þeirra lokast á ný. Sagðar innan frá Á morgun er bráðfyndin krufning á sálarlífi athafnamanns á hátindi lífsins sem tilbúinn er að njóta ávaxt- anna af velgengni sinni. Óvæntur endir. í sögunni Á förnum vegi stefnir höfundur saman ólíkum mann- gerðum í strætisvagni. Gömul kona, sóðaleg og feit, nýtur samúðar Rannveig Ágústsdóttir höfundar og túlkar ýmislegt það sem höfundi fínnst mikilvægt i lífinu. Ég og þú segir frá átján ára stúlku sem verður ófrisk eftir giftan mann og eignast andvana bam. Þetta er mjög nærfærin og lifandi lýsing á hugarástandi ungu stúlkunnar og við- brögðum móðurinnar og sýnir sam- bandsleysi milli mæðgnanna, hve bilið milli þeirra er breitt og í raun óbrúanlegt. Þó ég hafi tæpt hér efnislega á sögunum verð ég að vara við því að söguþráður er ekki aðalatriðið hér né ofboðslegir atburðir. Það sem fremur öðru einkennir smásögur Fríðu Á. Siguröardóttur er huglægni. Sögurn- ar eru sagðar „innan frá” ef svo mætti að orði komast, þær stiga fram úr hugskoti persónanna. Höfundi tekst vel að leiða lesanda inn í and- rúmsloft sagnanna, hann skapar sögunum næstum áþreifanlegt sál- rænt ástand sem hann leiðir lesand- ann inn í. Stíllinn er oft sefjandi, höfundur notar í því skyni hugsana- straum, stundum endurtekningar. Sumar sagnanna einkennast fremst af ljóðrænu, aðrar af skopi og ádeilan er aldrei langt undan. En aðallega er það afhjúpun sem höfundur iðkar og kemur á framfæri í gegnum orð og æði persóna sinna, treður sér aldrei sjálfum aö þó honum liggi ýmislegt á hjarta. -RGÁ Svo sem steinsnar er á milli tveggja minnstu sýningarstaða bæjarins, for- salarins í Gallerí Langbrók við Amt- mannsstíg og rammaverkstæðjs Guö- mundar Árnasonar við Bergstaða- stræti. Sá fyrmefndi er svo til nýr af nálinni, eiginlega kornabarn, hinn á sér langa og merkilega sögu sem Guð- mundur er reiðubúinn að segja hverj- um þeim sem þangað kemur, af minnsta tilefni. Og svo litlir eru þessir staðir að sýningar þar jaðra við að vera einkamál. Engu að síður eru margir farnir að venja sig á að sletti- rekast þangaðinn. Táknmál og orðaleikir Sigrún Eldjárn er með mörg járn í eldinum þessa dagana, gefur út bók, myndskreytir hana og þrjár aðrar og sýnir auk þess vatnslitaðar teikningar í Gallerí Langbrók, enda er hún einn af stofnmeðlimum þess. í grafík sinni er hún á góðri leið með að hasla sér prívatvöll með sérkennilegu táknmáli og orðaleikjum, sömuleiðis með notkun á messótintu sem enginn annar hérlendur leggur stund á. í fljótu bragði er torvelt að greina bein tengsl milli grafíkur Sigrúnar og teikninganna í Langbrók, fyrir n»an Sýningar sem einkamál Verk Sigrúnar Eldjám í Gallerí Langbrók og Rudolfs Weissauers í Gallerí Guðmundar teiknimátann sjálfan, fínlegar útlínur og skyggingar. En tengslin eru þarna þótt óbein séu, i þeim sið hennar að tefla saman hinu hvunndagslega og óvæntum hlutum ,sem þó vinnasaman á einkennilega ljúfan hátt. Ég veit satt að segja ekki hvað Sigrún er að fara með gömlu familíumyndunum sem hún músiserar í kringum með höndum á hreyfingu, pappirsskutlum og öðru skrýtilegu, en við annan og þriðja umgang fer þetta allt samt að. ganga upp i ljóðrænni vídd, þó jafn óútskýranlega og í upphafi. Annað í myndum hennar segir sig sjálft, — t.a.m. leikir hennar með mynd-hug- takið, smávegis sjónbrellur (trompe l’oeil) og svo fyndnin í tummyndun- um. Aldrei bregst Sigrúnu kímnigáf- an. Sýning breytingum háð Það er minni háttar kraftaverk að rammaverkstæði Guðmundar, alías Gallerí Guðmundar, skuli enn vera Myndlist f d2 AÐALSTEINN INGÓLFSSON kt Áj Á >j £ /• ('■ (\ ; r c,JL T'" í Sigrún Eldjárn — Teikning, 1980. Rudolf Welssauer á sýningu sinni. (DB-mynd Gunnar Orn). uppistandandi í sinni upphaflegu mynd, þrátt fyrir öll illviðri, eldfimi hússins og gíruga lóðabraskara. Og samkvæmt tímatöflu sem er illmögu- legt að átta sig á kemur þangað a.m.k. einu sinni á ári hinn austur- ríski furðufugl og öðlingur, Rudolf Weissauer og sýnir þar sín nýjustu verk, vatnsliti og grafík þá sem hann, er þekktastur fyrir og hefur tryggt honum sess í mörgum helstu söfnum Evrópu og Ameríku, m.a. Museum of Modern Art. Eins og alltaf hjá Guðmundi getur upphenging breyst frá degi til dags, eitt verk selst og er tekið niður og annað sett upp í stað- inn og hyggilegt að gá í bunka sem á veggi. Weissauer er kominn á þann aldur að hann þarf ekki að sanna neitt fyrir neinum, fer sínu fram áhyggjulaust og án stórra breytinga, af því öryggi sem einkennir þann sem innvigður er. Fínlegir drœttir Landslagsmyndir hans frá ýmsum sjávarplássum á íslandi eru fullar af þeim töktum sem gera verk hans svo elskuleg yfir höfuð: mjúkum pensil- dráttum, ljóðrænni innlifun, fjöri, umfram allt ást á hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur að festa á pappír. Akvatintur Weissauers eru vel þekktar hér á landi sem annars staðar, m.a. hefur hann kennt nemum við MHÍ þá tækni. Nú má m.a. sjá hjá Guðmundi þurrnálar- myndir eftir Weissauer, af fólki og landslagi, fínlega dregnar allar. Hver veit nema eitthvað fleira óvænt kunni að dúkka upp á þessari sýningu hans. En þeir sem á annað borð gera sér ferð á fund Guðmundar til að sjá myndir Weissauers fá smábónus sem er málverk Kristjáns Guðmunds- sonar, Hollandsfara og línuritara. Það fer ekki á milli mála að þessar myndir hans, svo rækilega sem þær sitja í kokinu á fyrrum bandamönn- um Kristjáns í nýlistinni, eru afar haganlega gerðar, uppfullar af ljóð- rænu sem er alveg ekta. -AI.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.