Dagblaðið - 03.03.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 03.03.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1981 G Erlent Erlent Erlent Erlent I Leiðtogar V-Evrópu láta í Ijós ánægju með að stjórnarbyltingartilraunin á Spáni f ór út um þúf ur: „ÓHAPP A VEGILÝÐ- RÆÐISINS A SPANI” - segir talsmaður Ef nahagsbandalags Evrópu - Valdataka hersins á Spáni hef ði haft alvarlegar af leiðingar fyrir samstarf þjóða Vestur-Evrópu Willy Brandt, flokksformaður vestur-þýzkra jafnaðarmanna, sem jafnframt er formaður alþjóðasam- taka jafnaðarmanna, hefur látið hafa eftir sér að það hljóti að vera öllum lýðræðissinnum í Evrópu mikill léttir að stjórnarbyltingin á Spáni fór út umþúfur. „Valdataka hersins á Spáni og afnám lýðræðis þar í landi hefði haft mikil áhrif á lýðræði i Vestur- Evrópu,” sagði Willy Brandt. ,,Ef spænsku byltingarmönnunum hefði tekizt að ná völdum og afnema lýðræðiskerfið þá hefðu möguleikar Spánar á að eiga aðild að Atlants- hafsbandalaginu og Efnahagsbanda- lagi Evrópu orðið að engu,” sagði formaður utanríkismálanefndar Jafnaðarmannaflokksins, Jilrgen Möllemann. ,,Því aðeins að lýðræðisstjórn sé á Spáni getur Vestur-Þýzkaland stutt viðleitni iandsins til að eignast aöild að samvinnu landa V-Evrópu í efna- hags- og öryggismálum,” bætti Möllemann við. Franski utanríkisráðherrann, Jean Francois Poncet, sagði stjórnar- byltingartiiraunina á Spáni átakan- lega og óheillavænlega fyrir alla Vestur-Evrópu. ítalska stjórnin gaf út sérstaka yfirlýsingu þar sem lýst var yfir fullri samstöðu ríkisstjórnar landsins með Spánarkonungi, rikisstjórn Spánar Talsmaður Efnahagsbandalags sem „óhapp á vegi lýðræðisins í og hinu lýðræðislega kjöma þingi Evrópu i BrUssel sagði að atburðina í landinu”. landsins. spænska þjóðþinginu yrði að skoða „Þess vegna mun byltingartilraun- Þingmaðurinn Helena Maria Morena (i miðju) leidd frá spænska þinghúsinu eftir að þjóðvarðliðarnir höfðu látið hana lausa. Þeir gáfust upp eftir að hafa haft þinghúsið á valdi sinu I sautján klukkustundir. Jaime Milans del Bosch hershöfðingi átti að verða hinn nýi Franco Spánar. in ekki hafa nein áhrif á samband Spánar og Efnahagsbandalagsríkj- anna. Spánn tilheyrir að sjálfsögðu ríkjum Efnahagsbandalagsins,” sagði talsmaðurinn. ,,Ég vona að þetta séu síðustu dauðakippir Francosinna,” sagði Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur. „Það er fyllsta ástæða til að vera áhyggjufullur. Forseti danska þjóðþingsins Iét í ljós ánægju sína með að þjóðvarðlið- unum spænsku hefði mistekist fyrir- ætlan sín og hinu unga spænska lýðræði hefði tekizt að sýna mátt sinn á örlagastundu. Liðsforinginn Antonio Tejero de Molina, sem stjórnaði töku spænska þinghússins. Síbería er aðalorkuf orðabúr Sovétríkjanna: Helmingur sovézkrar olíu er nú framleiddur f Síberíu — Nýting olíu- og gaslinda Vestur-Síberfu er einhver stærsta áætlun Sovétríkjanna á sviði efna- hagsmála 27. apríl 1980 var unnið úr jörðu í Vestur-Síberíu billjónasta tonniö af olíu frá því tíunda sovézka fimm ára áætlunin 1976—1980 hófst-.Er þetta tvöfall meira en Sovétríkin fram- leiddu þar á timabili næstu fimm ára áætlunar þar á undan (1971—1975). Dagleg olíuframleiðsla í Vestur- Síberiu nemur nú 806.000 tonnum, en fyrsta oliutonnið var unnið úr jörðu i hinum ófæru Tjumenfenjum árið 1965. Er slík aukning oliu- framleiðslu óþekkt annars staðar í heiminum. Nú er helmingur sovézkrar olíu framleiddur I Síberíu. Þetta segir betur en nokkur orð hvar meginhags- munir Sovétríkjanna á sviði olíu- framleiðslu liggja. Nýting olíu- og gaslinda Vestur-Síberiu er einhver stærsta áætlun þjóðarinnar á sviði efnahagsmála. Efnahagsleg þróun víðerna Siberíu er erfitt verkefni. Hörð veðrátta, tor- færi og skortur á vinnuafli krefst sér- stakra ráðstafana til þess aö tryggja þeim sem þarna vinna eðlileg lífsskil- yrði, svo og mikillar vélvæðingar. Reynslan hefur þó þegar leitt i ljós að fjárfestingar sem gerðar hafa verið í mannvirkjum í Vestur-Siberíu eru fljótar að bera arð. Hinn kunni sovézki hagfræðingur, Abel Agan- bergjan, heldur því fram að þær fari að gera það eftir 1—2 ár. Þetta á sér- staklega við um þær framkvæmdir sem fjárfestingar hafa tvöfaldazt i á síðustu fjórum árum. ör efnahagslegur viðgangur Síberíu er sem kunnugt er stefnumið í sovézkum þjóðarbúskap. Tengdar honum eru horfurnar í efnahagsmál- um landsins á siðasta hluta 20. aldar og í upphafi þeirrar 21. Olíuiðnaður- inn er einhver mikilvægasti þátturinn í þessari þróun. En hvernig eru horf- urnar í olíuiðnaðinum? Nú, þegar hið „norðlæga belti” olíuframleiðslu heimsins tekur á sig æ greinilegra form (Norðursjór, Vestur-Síbería, Alaska) og umlykur hnöttinn með keöju oliuborturna, þá verður ekki komizt hjá því að viður- kenna þrautseiga viðleitni sovézkra jarðfræöinga i leitinni að siberískri olíu, sem hefur staðið yfir frá því á fjórða áratugnum. Leitin hefur verið löng og erfið og vonbrigðin mörg. En að lokum hefur þó raunveruleikinn farið framúr vonunum og hið siber- íska ,,gos” sovézkrar olíu er hafið. Vestur-Síbería hefur breytzt í megin- eldsneytis- og orkuforöabúr Sovét- ríkjanna. Jarðfræðingar hafa nú lokið við að framkvæma nýtt mat á neðanjarðarforðanum. Niðurstaða þeirra er sú að Tjumen geti tryggt stöðuga þróun olíu- og gasiðnaðar- ins. Eins og Guríj Martsjuk varafor- sætisráðherra, sem er yfirmaður hinnar víðtæku Síberiuáætlunar, ritar i síðasta hefti Les Echos, þá er gert ráö fyrir vaxandi olíuframleiðsu í Siberíu fram til ársins 2000. Og það sem meira er, það á ekki aöeins við um Vestur- heldur og Austur-Síberíu, Hörð veðrátta Síberíu krefst sérstakra ráðstafana við oliuvinnsluna. þar sem fyrstu tonnunum af stein- gerðu eldsneyti hefur þegar verið dælt upp, og Jakútíu, sem tekur yfir hina miklu norðaustur víðáttu megin- lands Asiu. Hvað Vestur-Síberíu varðar, sem hefur gefið af sér billjón tonn af olíu á rúmlega fjórum árum, þá er ástandið eins og hér segir: Til þess að framleiða 303,5 milljón tonn, eins og áætlað er á árinu 1980, hafa starfs- menn oliuvinnslunnar tekið í notkun um 9 milljón metra af starfræktum borholum (nálega tvöfalt meira en 1979). Árið 1985 mun þessi tala hins vegar verða komin upp í 20 milljónir metra, sem er meira en nú er borað í öllu landinu. Og þvi má bæta við að jvetta er allt ný olía. Það er því ljóst að meginolíuhagsmunir Sovétríkj- anna munu haldast áfram í Síberíu. Sovétríkin tryggja vöxt og viðgang efnahagslifs síns með eigin eldsneyti og orkuauðlindum og eru ekki háð eldsneytisinnflutningi. Og i reynd þróast eldsneytis- og orkufram- leiðslufyrirtæki landsins með vax- andi hraða samkvæmt gamalli venju. Samtímis því veitir vaxandi olíufram- leiösla Sovétríkjunum ekki aðeins möguleika á þvi að fullnægja eigin þörf heldur og til þess að flytja út steingert eldsneyti i stórum stíl. Sovétríkin þarfnast ekki olíu annarra þjóða, en það er árangur viturlegs trausts á síberískum olíulindum, sem hafa reynzt traustsins verðar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.