Dagblaðið - 07.03.1981, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 07.03.1981, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. MARZ 1981 Með dauðann á hælunum Spennandi, ný bandarísk kvikmynd, tekin í skíðapara- dís Colorado. Aðalhlutverk: Britt Ekland, Eric Braeden Sýnd kl. 5,7 og 9 Bönnufl innan 14 ára Lukkubíllinn f Monte Carlo Barnasýning kl. 3. Fangaverðirnir vilja nýja fangelsisstjórann feigan. Hörkumynd með hörkuleik- urum, byggö á sönnum at- burðum. Ein af beztu mynd um ársins, sögðu gagnrýn endur vestanhafs. Aðalhlutverk: Robert Redford Yaphet Kotto Jane Alexander Sýnd kl. 5,7.15 og9.30. Bönnufl börnum. Hækkafl verfl. Ný hörkuspennandi mynd um ícvintýramanninn Harry Black og glæpamenn sem svifasi einskis til að ná tak- marki sinu. Leikstjóri: Henry Neill Aðalhlutverk: Vic Morrow Charlotte Rampling Caesar Romero Victor Buono íslenzkur texti Bönnufl innan 14 ára Sýnd kl. 5,7,9 og 11. H.O.T.S. Fjörug mynd fyrir alla. Sýndsunnudag kl. 3. JÆJARBié* Simi 50184 Olíupallaránið Ný, hörkuspennandi mynd, gerð eftir sögu Jack Davies. ,,Þegar næstu 12 tímar geta kostað þig yfir 1000 milljónir punda og líf 600 manna, þá þarftu á að halda manni sem' lifír eftir skeiðklukku.” Aðalhlutverk: Roger Moore, James Mason og Anthony Perkins. íslenzkur texti Sýnd kl. 5 laugardag Sunnudag kl. 5og9 Barnasýning kl. 3sunnudag Slagsmála- hundarnir Spennandi og skemmtileg mynd með Bud Spencer Grerfarnir (The Lords of Flatbush) Islenzkur texti Skemmtileg, spennandi og fjörug ný amerísk kvikmynd í litum um vandamál og gleði- stundir æskunnar. Aðalhlut- verk: Perry King, Sylvester Stallone, Henry Winker, Paul Mace. Sýnd kl. 5,9 og 11. Aukamynd frá rokktímabil- inu mefl Bill Haley og fleir- um. Midnight Express Ileimsfræg verfllaunakvikmynd. Sýndkl.7. Bönnufl innan 16ára. íslenzkur texti Ltooan bregður á leik ldcazkarlntl. Sýnd laugardag ogsunnudagkl. 3. ugarAS Seðlaránið Ný, hörkuspennandi saka- málamynd um rán sem framið er af mönnum sem hafa seðlaflutning að atvinnu. Aðalhlutverk: Terry Donovan og Ed Devereaux Sýnd kl. 5,9.10og 11. Bönnufl innan 16 ára íslenzkur texti Blúsbræðurnir Fjörug og skemmtileg gaman- mynd. Aðalhlutverk John Beluchi Sýnd kl. 7. Barnasýning sunnudag kl. 3 Ungu ræningjarnir Mjög spennandi og skemmti- leg kúrekamynd, að mestu leikin af krökkum. AIISTUBBtJAPRf, Nú kemur „langbeztsótta” Clint Eastwoodmyndin frá upphafi: Viltu slást? (Every Which Way But Loose) Hörkuspennandi og bráð- fyndin, ný, bandarísk kvik- mynd í litum. Aflalhlutverk: Clint Eastwood Sandra Locke og apinn Clyde isl. texti. Bönnufl innan 12ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15. Hækkað verð. fJAs Slmi 50249 Meistarinn Sýnd í dag og sunnudag kl. 9. Heimsins mesti íþróttamaður Sýnd í dag kl. 5. Sunnudag kl. 3 og 7. Þolraunin mikla Spennandi mynd Sýndsunnudagkl. 5. Fílamaðurinn Stórbrotin og hrífandi ný ensk kvikmynd sem nú fer sigurför um heiminn — Mynd sem ekki er auðvelt að gleyma. Anthony Hopkins John Hurt o.m.fl. íslenzkur texti. Sýnd kl. 3,6,9 og 11.20. Hækkafl verfl. Hettu- morðinginn Hörkuspennandi litmynd, byggð á sönnum atburðum. Bönnufl innan 16 ára. íslenzkur texti. Endursýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. u. C- Hershöfðinginn The General, frægasta og tal- in einhver allra bezta mynd Buster Keaton. Þafl leiflist engum á Bustcr Keaton-mynd Sýnd kl.3,5,7, 9 og 11. “Emplre of the Ants'ú.,*, JOAN COLLINS ■ ROBERT LANSING JOHN DAVID CARSON Maurarikifl Spennandi litmynd, full af óhugnaði, eftir sögu H.G. Wells, með Joan Collins. Endursýnd kl. 3.15,5.15, 7.15,9.15 og 11.15. <§ Útvarp Sjónvarp Laugardagur Heaven can wait Endursýnum þessa úrvals- mynd, en aðeins í dag, laugar- dag, það eru því síðustu for- vööaðsjámyndina. Sýnd kl. 3,5,7 og 9. Sunnudagur Sjö sem segja sex (Fantastic seven) Spennandi og viðburöarík hasarmynd. Aðalhlutverk: Britt Ekland, Christopher Lloyd, Christopher Conelly Bönnufl innan 14ára Sýnd kl. 5,7 og9. Barnasýning kl. 3 Marco Polo Teiknufl ævintýramynd TÓNABÍÓ Sím. 31182 Mafian og ég (Mig og Mafiaen) Ein frábærasta mynd gaman- leikarans Dirch Passers. Leikstjóri: Henning ömbak Aðalhlutverk: Dirch Passer Poul Bundgaard Karl Stegger Endursýnd kl. 5, 7 og 9. IÞRÓTTIR—sjónvarp kl. 16,30: Bikarúrslitaleikurinn í körfu og svigkeppni —ásamt ískappreiðum, fsdansi og knattspyrnu Tvö meginefni verða á dagskrá íþróttaþáttarins í dag, heimsbikar- keppnin á skíðum og úrslitaleikurinn i bikarkeppni Körfuknattleikssambands- ins. „Ég get leikið allt eftir Stenmark,” sagði Bandaríkjamaðurinn Phil Mahre eftir óvæntan sigur sinn í svigkeppn- inni í Áre í Svíþjóð, sem fram fór fyrir hálfum mánuði, en frá henni verður sýnt í íþróttaþætti. Eftir það mót stóð Phil Mahre bezt að vígi i keppninni um heimsbikarinn. Úrslitaleikur Vals og Njarðvíkur í bikarkeppninni, sem fram fór í Laugar- dalshöll sl. fimmtudagskvöld, verður sýndur í dag, væntanlega í heilu lagi. Þá verða sýndar svipmyndir frá is- kappreiðum Fáks sem fram fóru á Víðivöllum um síðustu helgi og það eru ekki bara hestar sem fá að spreyta sig á hálum ís — tvö pör sýna ísdans fyrir áhorfendur. Þá verður skotið inn nokkrum köfl- um úr knattspyrnuleikjum, bæði úr ensku knattspyrnunni og eins úr Evrópukeppninni. Enska knattspyrnan Þar verða tveir leikir á dagskrá, báðir frá síðustu helgi, annars vegar viðureign Norwich og Brighton í hinni miskunnarlausu botnbaráttu og hins vegar sjáum við lið eigast við sem bæði eru ofarlega í deildinni, Liverpoo! og Southampton. - KMU Laugardagur 7. mars Bæn. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. , 7.15 Leikfimi. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Morgun- orð. Jón Viðar Gunnlaugsson talar. 8.50 Leikfimi. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.30 Oskalög sjúklinga: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). 11.20 Gagn og gaman. Gunnvör Braga stjórnar barnatima. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 I vikulokin. Umsjónarmenn: Ásdís Skúladóttir, Áskell Þóris- son, Björn Jósef Arnviðarson og Óli H. Þórðarson. 15.40 íslenskt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. talar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlistarrabb; — XXI. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 17.20 Þetta crum við að gera. Val-. gerður Jónsdóttir aðstoðar nem- endur í Blindradeild Laugarnes- skóla við að gera útvarpsdagskrá. 18.00 Söngvar í létlum dúr. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréllir.Tilkynningar. 19.35 Flóttinn. Hugrún les frumsamda smásögu. 20.10 Hlöðuball. Jónatan Garðars- son kynnir ameríska kúreka- og sveitasöngva. 20.40 „Bréf úr langfart”. Jónas Guðmundsson spjallar við hlust- endur. 21.25 Hljómplöturabh Þorsteins Hannessonar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. I^stur Passiusálma (18). 22.40 Jón Guðmundsson ritsljóri og Vestur-Skaftfellingar. Séra Gísli Brynjólfsson les frásögu sína (3). 23.05 Danslög. (23.50 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 8. mars 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vígslubiskup flytur ritn- ingarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugreinar dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög. 9.00 Morguntónleikar. 10.05 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður. Sigrid Valtingoj- er grafíklistamaður segir frá ferð til Póllands í nóvember og desem- ber i vetur. Umsjón: Friðrik Páll Jónsson. 11.00 Messa I Egilsstaðakirkju. Prestur: Séra Vigfús Ingvar Ingv- arsson. Organleikari: Jón Ólafur Sigurösson. 12.10 Dagskráin. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Bókmenntir og móðurmáls- kennsla. Vésteinn Olason dósent flytur hádegiserindi. 14.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlist- arhátiðinni I Ludwigsburg i júní sl. 15.00 Hvaö ertu að gera? Böðvar Guðmundsson ræðir við Eyþór Einarsson formann Náttúruvernd- arráös um náttúruvernd. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Spegillinn hennar Lídu Sal. Smásaga eftir Miguel Angel Asturias. Guðbergur Bergsson flytur formáisorð og les þýðingu sína í níunda þætti um suður-am- erískarbókmenntir. 17.10 Vindálag og vindorka á is- landi. Júlíus Sólnes prófessor flytur erindi. (Áður útv. í jan. ’78). 17.40 Vinardrengjakórinn syngur lög eftir Johann Strauss. Konsert- hljómsveitin í Vin leikur með; Ferdinand Grossmann stj. 18.00 Lög leikin á bló-orgel. Dick Leibert leikur á orgel Radio City Music Hall í New York. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Veistu svarið? Jónas Jónasson stjórnar spurningakeppni sem háö er samtímis i Reykjavík og á Akureyri. í sextánda þætti keppa Baldur Símonarson í Reykjavik og Áskell Kárason á Akureyri. Dóm- ari: Haraldur Ólafsson dósent. Samstarfsmaður: Margrét Lúð- víksdóttir. Aðstoðarmaður nyrðra: Guömundur Heiðar Fri- mannsson. (tMiMJJj) Laugardagur 7. mars 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Leyndardómurinn. Sjötti og síðasti þáttur. Efni fimmta þáttar: Prestinn grunar, að bófarnir hafi ekki enn fundið það sem þeir leita að og að þeir hafi bát til afnota. Það kemur í Ijós, að Jaki er gamall „kunningi” prestsins sem dró hann fyrir lög og dóm, meðan hann var lögreglumaður. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Frétlaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 Spítalalíf. Gamanmynda- flokkur. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 21.00 Blásararnir. (The Shillingbury Blowers). Bresk sjónvarpsmynd í gamansömum dúr, gerð arið 1980. Aðalhlutverk Trevor Howard, Robin Nedwell og Diane Keen. Ungur popptónlistarmaður, Peter, er orðinn þreyttur á ys og þys Lundúnaborgar og flyst til lítils sveitaþorps. Helsta stolt þorpsbúa er lúðrasveitin þeirra, sem sami maöur hefur stjórnað frá upphafi, eða i heilan manns- aldur. En ekki eru allir jafn- hrifnir af tónlistarflutningi lúöra- sveitarinnar, og þar kemur að skipt er um stjórnanda. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.25 Söngvakeppni Sjónvarpsins. Úrslit. Bein útsending. Lokið er fimm þáttum undanúrslita og hafa verið valin tiu lög i úrslita- keppnina.. Fimm hundruð manna dómnefnd, eitt hundrað manns i sjónvarpssal og fjögur hundruð víðs vegar um landið, sem eru í beinu símasambandi við Sjónvarpið, greiöir atkvæði um sigurlagið. Tíu manna hljómsveit leikur undir stjórn Magnúsar Ingi- marssonar. Söngvarar Björgvin Halldórsson, Haukur Morthens, Helga Möller, Jóhann Helgason, Pálmi Gunnarsson og Ragnhildur Gisladóttir. Kynnir Egill Ólafs- son. Umsjónarmaður og stjórn- andi útsendingar Rúnar Gunnars- son. 23.55 Dagskrárlok. Sunnudagur 8. mars 16.00 Sunnudagshugvekja. 16.10 Húsið á sléttunnl. Sóttkvi. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 17.05 Ósýnilegur andstæðingur. Sjötti og síðasti þáttur er um Paul Ehrlich, en hann uppgötvaði saivarsan, sem nefnt hefur veriö fyrsta undralyfið. Þýðandi Jón O. Edwald. 18.00 Stundin okkar. Gestir þáttarins eru nemendur úr Reykja- skóla i Hrútafirði, sem skemmta með söng og dansi. Fylgst er með tveimur tólf ára blaðaútgefendum að störfum, Kjartani Briem, og Valdimar Hannessyni. Árni Johnsen blaðamaöur segir þeim frá starfi sínu og býður þeim að skoöa tæknideild Morgun- blaðsins. Einnig verður flutt Ævintýri frá æsku eftir Kristján frá Djúpalæk méð teikningum eftir Ölöfu Knudsen. Helga Steffensen og Sigríður Hannes- dóttir flytja brúðuleik, sem byggður er á ævintýrinu um Geiturnar þrjár. Binni og Herra Hnerri veröa líka í þættinum. Um- sjónarmaður Bryndis Schram. Stjórn upptöku Andrés indriðason. 18.50 Skiðaæfingar. Níundi þáttur endursýndur. Þýðandi Eiríkur Haraldsson. 19.20 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næslu viku. 20.45 Tóniistarmenn. Ruth L. Magnússon söngkona. Egill Friðleifsson kynnir Ruth og ræðir við hana og hún syngur m.a. nokkur ný, íslensk lög. Við hljóðfærið Jónas Ingimundarson. Stjórn upptöku Tage Amm- endrup. 21.20 Sveitaaðali. Breskur fram- haldsmyndaflokkur í átta þáttum. Fjórði þáttur. Efni þriðja þáttar: Feður Tonys og Lindu reyna að stía þeim sundur, en að lokum lætur Matt undan dóttur sinni og leyfir ráðahaginn. Linda og Tony ganga í heilagt hjóna- band, þótt Merlin lávarður vari hana við að giftast honum. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 22.10 Jóhannesarriddarar. Bresk heimildamynd. Regla Jóhannesar skirara var stofnuð á timum kross- ferðanna til að berjast við óvini kristninnar, vemda pílagríma og líkna sjúkum. Öldum saman stafaði frægðarljómi af nafni hennar, og enn vinna reglubræður að liknarmálum víða um heim. Þýöandi Þórhallur Guttormsson. 23.00 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.