Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 06.04.1981, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1981. | Spáð er suðvestan átt um allt land, nlýtt verður áfram, dálftll súld eða rigning á Suðvestur- og Vesturlandi en þurrt fyrir noröan og liklega látt- skýjað á Norðaustur og Austurlandi. Klukkan 8 var sunnan 5, rignlng og súld og 5 stlg ( Reykjavlk; suðvestan 7, súld og 5 stig á Gufuskálum; suð- vestan 5, rignlng og 5 stlg á Gaitar- vita; suðsuðvestan 4, skýjað og 7 stlg á Akureyrl; suðvestan 3 skýjað og 3 stlg á Raufarhöfn, suðvostan 2, létt- skýjað og 4 stlg á Dalatanga; suð- vestan 4, láttskýjað og 5 stlg á Höfn óg sunnan 7 alskýjað og 6 stig á Stór- I Þórshöfn var alskýjað og 6 stig, léttskýjað og 3 stlg f Kaupmanna- höfn, Mttskýjað og -2 stlg f Osló, Mttskýjað og 5 stig f Stokkhólmi, mistur og 5 stlg f London, þoka og 2 stig f Hamborg, þokumóða og 5 stig f Parfs, Mttskýjað og 8 stig í Madrid og þokumóða og 12 stig f Ussabon. ✓ Jakob Jónasson rithöfundur, sem lézt 27. marz sl., fæddist 26. desember 1897 að Gunnarsstöðum í Bakkafirði Norður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Jónas Jakobsson og Kristín Jóhannesdóttir. Árið 1920—22 var Jakob við nám i Bændaskólanum á Hólum, síðan var hann einn vetur í Sainvinnuskólanum í Reykjavík og loks í Kennaraskólanum 1927—28. Árið 1929 flyzt Jakob alfarinn, til Reykjavíkur og vinnur um árabil við verzlunar- og gjaldkerastörf. Síðan gerðist hann bókari hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og því starfi gegndi hann i um tvo áratugi. Siðustu árin vann Jakob sem prófarkalesari hjá Morgunblaðinu. Árið 1945 kom út fyrsta skáldsaga Jakobs, Börn fram- tíðarinnar. Síðan sendi hann frá sér all- margar skáldsögur, einnig orti hann Ijóð og þó Kann hafi aldrei gefið út ljóðabók. Jakob var einn af stofnendum rithöfundasambands íslands. Árið 1929 kvæntist Jakob Maríu Jónsdóttur og áttu þau 5 börn. Jakob verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í dag, mánudaginn 6. apríl kl. 13.30. Andlát Þorsteinn Hjálmarsson póst- og símstjóri, Hofsósi, sem lézt 26. marz sl., fæddist 14. febrúar 1913 að Hlíð við Álftafjörð. Foreldrar hans voru Hjálmar Hjálmarsson og María Rósinkransdóttir. Árið 1940 lauk Þor- steinn prófi frá Kennaraskóla íslands, það sama ár kvæntist hann Pálu Páls- dóttur og settust þau að á Hofsósi. Áttu þau 9 börn. Á Hofsósi réðst Þor- steinn fyrst til starfa hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga en síðar tók hann við starfi símstöðvarstjóra á Hofsósi og póstafgreiðslumanns og því starfi gegndi hann til æviloka. Þorsteinn var oddviti Hofsósshrepps 1955—78 og sýslunefndarformaður í tvo áratugi. Einar Jónsson, sem lézt 28. marz sl., fæddist 11. júlí 1895 að Holtsmúla í Landssveit. Foreldrar hans voru llla fer rannsóknarfrétta- mönnum að hylja kjarnann Gislunn Árnadóttir og Jón Einarsson. Einar fór ungur á vertíð en árið 1930 keypti hann ásamt bróður sinum Kald- árholt í Holtahreppi og héldu þeir búskap þar. Árið 1947 fluttist hann til Selfoss og hóf fljótlega störf hjá Mjólkurbúi Flóamanna og vann þar meðan heilsa entist. Árið 1930 kvæntist Einar Ingiríði Árnadóttur og áttu þau 3 börn. Ekki finnst mér það gott til afspurnar að hafa setið yfir Frétta- spegli og hlýtt á nokkra fféttapistla um stundavinnuuppþotið í Háskól- anum án þess að nokkru sinni væri nefndur við almenning í þessu landi kjarni málsins. Hjá stundakennurum sem öðrum þegnum þessa lands hlýt- ur kjarninn að vera krónutala kaups, en ekki að bera sig saman við ein- hverja starfshópa sem eru að komast svo langt fram úr öðrum að allt sam- hengi við þá er að slitna. Guðjón Einarsson sat yfir tveim höfuðdeiluaðilum þessarar einkenni- legu stundakennaradeilu við Háskól- ann, drjúga stund í stofum fólks á föstudaginn. Ég held að krónutala kaups hafi aldrei verið nefnd, og það var ekki fyrr en á „lokamínútum leiksins” sem ýjað var í þá átt að kröfur stundakennarara væru að fá sambærileg kjör við fastráðna starfs- menn Háskólans. Það átti, skilst mér, að þýða að fyrir hverja eina kennslustund eða hvern einn fyrir- lestur ætti að koma 4—5 tímar aðrir greiddir sem „undirbúningur fyrir kennslu eða rannsóknarstörf”. Og þá sem dæmi: Ef kenndar eru sex stundir í viku greiðist fyrir það og undirbúning sem 30—36 stunda vinnuviku. Aldrei er heldur minnzt á krónutölu tímakaups, eins og tíundað er hjá mörgum öðrum. Nei, Guðjón Einarsson brást í þessari Fréttaspegils-kómedíu. Við nutum mjög viðunandi kvik- mynda við skjáinn um þessi helgi. Að vísu var ég truflaður frá þeim minnis- lausa í frönsku myndinni á föstu- daginn. En Peter Sellers og félagar hans veittu ágæta skemmtun á laugardagskvöldið. Vitleysan var á stundum á mörkum þess að vera yfir- drifin, en hver getur meitlað svo skop og háð sem Bretar og hver hefur túlkað það miklu betur en Peter Sellers? Tónlistarunnendur, og þá sér í lagi óperuunnendur, eru án efa ánægðir með sunnudagskvöldið. Sem leik- manni ófróðum í tónmennt fannst mér unun að horfa á fyrri hluta óperu Tjakowskís, Spaðadrottningin. Þar fór saman frábær túlkun, glæsileg sviðsetning og islenzkur áhorfandi átti kost á að fylgjast með öllu efninu í ágætri þýðingu. Það er engin upp- gjafartónn í sjónvarpinu meðan svona þættir rúlla. Ég held að fáir munu yfirgefa óperuhúsið í kvöld þegar síðari hlutinn verður fluttur. Næsta vika býður upp á ýmislegt gott, m.a. áframhald Löðurs og áhugi minn var vakinn fyrir myndum næstu helgar. Svo fara jafnvel auglýsingarnar batnandi. Konan varð að minnsta kosti undrandi og glöð er á skjánum birtist auglýsing frá JL-húsinu og fylgdi með verð á einstökum matvörutegundum. Verðtilkynningar á því sem auglýst er eru grátlega sjaldgæfar í íslenzka sjónvarpinu. Guðmundur Björnsson útgerðarmaður er lézt 29. marz fæddist 15. marz 1920 í Felli í Breiðdal. Foreldrar hans voru Árni Björn Guðmundsson og Guðlaug H. Þorgrímsdóttir. Guðmundur ólst að mestu upp hjá frænda sínum, Birni Guðmundssyni í Bakkagerði i Stöðvarfirði. Guðmundur lauk brottfararprófi frá Samvinnuskólanum. Að námi loknu hóf Guðmundur störf hjá Kaupfélagi Stöðfirðinga. Árið 1960 stofnaði hann síldarsöltunarstöðina Steðja hf. í félagi við Kaupfélagið og fleiri aðila á Stöðvarfirði, Guðmundur var ráðinn framkvæmdastjóri. Þegar útgerðar og fiskvinnslufyrirtæki á Stöðvarfirði voru sameinuð gerðist Guðmundur skrifstofustjóri hins nýja fyrirtækis og gegndi því starfi er hann lézt. Guðmundur var kvæntur Rósu Helga- dóttur og áttu þau 7 börn. Jón Þórðarson, sem lézt 27. marz sl., fæddist 21. september 1917 á Patreks- firði. Foreldrar hans voru Þórður I. Jónasson og Guðlaug Jónsdóttir. Jón fór ungur á sjóinn meðal annars var Jazzaðí Stúdentakjallaranum Jazzkvartett Reynis Sigurðssonar verður á sinum stað i Stúdentakjallaranum í kvöld. Kvartettinn skipa auk Reynis þeir Tómas Tómasson, Þórður Árnason og Ásgeir Óskarsson. AA-samtökin I dag mánudag verða fundir á vegum AA-samtakanna sem hér segir: Tjarnargata 5b (kvennadeildl kl. 21 og 14. Tjarnargata 3c kl. 18 og 21. Langholtskirkja (opinn) kl. 21. Suðureyri Súgandafirði kl. 21. Akur- eyri. Geislagata 39 (s. 96-22373). kl. 21. Vestmanna eyjar Heimagata 24 (98-1140) kl. 20.30. Hafnarfjörð- ur, Austurgata 10, kl. 21. Mosfellssveit. Brúarland (uppi). kl. 21 og Hvammstangi Félagsheimili kl. 21. 1 hádeginu á morgun þriðjudag verða fundir sem hér segir: Tjarnargata 3c kl. 12, Tjarnargata 5b kl. 14. Keflavikurflugvöllur (Svavar) kl. 11.30. Húsmæðrafólag Reykjavíkur Fundur verður i félagsheimilinu að Baldursgötu 9 mánudaginn 6. apríl kl. 20.30. Spilað verður bingó. í vinning er m.a. páskamatur og kökur. Konur, fjöl- mennið. Fram-konur Fundur verður í kvöld, mánudag, kl. 20.30 i Fram- heimilinu. Snyrtikynning. Kvannadeild Barðstrendinga- félagsins heldur fund i Domus Medica þriðjudaginn 7. april kl. 20.30. Fundarefni: Skírdagsskemmtun eldra fólksins undirbúin. Kvenfélagið Fjallkonurnar Herrakvöld verður mánudaginn 6. april kl. 20.30 að Seljabraut 54. Spilað verður bingó. Góðir vinningar. Kaffiveitingar. Kvennadeild Flugbjörgunar- sveitar íslands Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 8. april kl. 20.30. Vörukynning frá Mjólkursamsölunni. Kvenfélag Háteigssóknar Fundur verður haldinn þriðjudaginn 7. apríl kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Gestur fundarins verður Margrét Hróbjartsdóttir. Tizkusýning. Mætiö vel og stundvíslega. Kvenfólag Kópavogs Fundur verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs 9. apríl kl. 20.30. Spiluð verður félagsvist. Mætið stundvíslega. Kvenfélag Laugarnessóknar í tilefni af 40 ára afmæli félagsins höldum við há- tíðarfund að Norðurbrún 1, mánudaginn 7. apríl kl. 20. Hafnfirsk menningarvaka Mánudagur 6. april: Kl. 21.00. Leiksýning í Bæjarbíói: ,,Jakob eða agaspursmálið” eftir Eugene Ionesco Leikfélag Flensborgarskóla. Leikstjóri: Jón Jútiusson. Ferðafélag íslands Ferðafélag íslands heldur myndakvöld að Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18, miðvikudaginn 8. april kl. 20.30 stundvíslega. íslenzki Alpaklúbburinn (ÍSALP) sýnir myndir frá skíðagönguferð yfir Kjöl, skíðagönguferð á Mýr- dalsjökli, klifri á Eyjafjallajökli og klifri á Hraun- dranga og fleiri stöðum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Veitingar í hléi. „Pæld'íðí" í síðasta sinn Á morgun, þriðjudag 7. marz, er 72. og síðasta sýn- ing á hinu vinsæla og umdeilda verki Alþýðuleik- hússins Pæld’ í ðí. Ekkert leikrit á þessu leikári hefur fengið jafnmikla umræðu í fjölmiðlum og sýndist sitt hverjum. Áhorfendur eru nú orðnir um 14000, mestmegnis unglingar, enda er leikritið skrifað með þá i huga. Rétt þykir þó að benda for- eldrum og öðrum fulíorðnum á að notfæra sér þetta siðasta tækifæri til að sjá leikritið sem unglingarnir klappa fyrir en margur fullorðinn er hálfsmeykur við fyrir þeirra hönd. Pæld’ í ðí fjallar um gleði, sorgir og spurningar unglinga sem verða ástfangnir í fyrsta sinn. Það var upprunalega skrifað í Vestur- Þýzkalandi en Jórunn Sigurðardóttir þýddi það og aðlagaði íslenzkum aðstæðum. Hlutverk eru fjöl- mörg, öll i höndum fimm leikara, þeirra Bjarna Yngvarssonar, Guðlaugar Bjarnadóttur, Margrétar Ólafsdóttur, Sigfúsar M. Péturssonar og Thomasar Ahrens sem jafnframt leikstýrði verkinu. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Feröamanna- NR.6S-2. APRÍL 1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarlkjadollar 0,518 6,538 7,190 1 Steríingspund 14,579 14,619 16,081 1 Kanadadollar 5,514 5,529 6,082 1 Dönsk króna 0,9874 0,9901 1,0891 1 Norskkróna 1,2131 U165 1,3382 1 Sœnsk króna 1,4215 1,4254 1,5679 1 Finnsktmark 1,6054 1,6099 1,7709 1 Franskur franki 1,3173 1,3209 1,4530 1 Belg.franki 0,1897 0,1902 0,2092 1 Svissn. franki 3,4072 3,4168 3,7583 1 Hollanzk florina 2,8053 2,8130 3,0943 t^V.-þýzkt mark 3,1098 3,1184 3,4302 1 Ítöisklíra 0,00823 0,00825 0,00688 1 Austurr. Sch. 0,4394 0,4408 0,4847 1 Portug. Escudo 0,1151 0,1154 0,1269 1 Spánskur peseti 0,0768 0,0768 0,0845 1 Japansktyan 0,03068 0,03074 0,03381 1 írsktound 11,333 11,384 12,500 SDR (sérstök dréttarráttindi) 8/1 8,0042 8,0263 * Breyting fré siðustu skróningu. Simsvari vegna gengisskréningar 22190. hann lengi á bát með mági sínum. Síðan stofnaði Jón fiskverkunarstöð og starfaði við hana meðan heilsa leyfði. Siðustu árin vann Jón sem verka- maður. Árið 1943 kvæntist Jón Pálínu Guðmundsdóttur og áttu þau 3 börn. Lilja Guðmundsdóttir, Skúlagötu 80, lézt á Landspítalanum 2. apríl sl. Ásgerður Sigriður Bjarnadóttir frá Hellissandi, Skólabraut 35 Seltjarnar- nesi, lézt í Landspítalanum 1. apríl sl. Kjartan Þórðarson, fv. ioftskeyta- maður, lézt að Hrafnistu 2. apríl sl. Elfas Kærnested Pálsson verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju mánudaginn 6. apríl kl. 14. Haraldur Bachmann, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðjudaginn 7. apríl kl. 14. Jón Runólfsson, Bergþórugötu 13, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn7. aprílkl. 13.30. Kristin Björnsdóttir frá Svínadal í Skaftártungu verður jarðsungin í Foss- vogskirkju þriðjudaginn 7. apríl kl. 15. Minningarspjölct Minningarkort kvenfélagsins Seltjarnar vegna kirkjubyggingarsjóðs eru seld á bæjarskrifstof- unum á Seltjarnarnesi og hjá Láru i sima 20423. Minningarkort Bústaðakirkju Minningarkort eru seld á eftirtöldum stöðum Vcrzlunin Áskjör Ásgarði 22, Verzlunin Austurborg Búðargerði 10. Bókabúð Fossvogs Grimsbæ v/Efsta land. Garðsapóteki og hjá Stellu Guðnadóttur. simi 33676. Tónleikar Jazzleikar í Átthagasalnum Big band ’81 efnir til Jazzleika í Átthagasal Hótel Sögu 1 kvöld. Auk Big bandsins.koma fram Trad Kompaníið og Nýja Kompaníið. Loks er að geta hljómsveitar sem kallar sig Eitt kompaníið enn. Hún mun leika nokkur lög, sem Duke Ellington gerði fræg. Þessir Jazzleikar Big bands ’81 eru númer tvö í röðinni. Áformað er að efna til jazzleika mánaðar- lega í framtíðinni með nýju prógrammi hverju sinni. Nýj« Kompaniifl. DB-mynd: Elaar Óluoa.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.