Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 21.04.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1981. „Mikil tíðindi, Garún” Þingmenn allra flokka hafa ákveðið, að nú skuli þeir fara að þjóna réttlætinu eða öll heldur skapa sitt eigið réttlæti í einu þýðingar- miklu máli, án þess að pólitiskur lit- arháttur valdi glundroða. Og allir sem einn vinna í sátt og samlyndi; kratar, kommar, ihald og framsókn. — Og tækið sem þeir ætla að nota til að framkvæma sínar göfugu hug- sjónir erskrefateljarinn margnefndi. Engum ætti reyndar að koma á óvart að póstur og simi komi þar við sögu sem eitthvert göfugt málefni er annarsvegar. Eða hefur ekki sú fræga stofnun verið eins og nokkurs konar himnastígj um langan tíma — og stiga- maðurinn sjálfskipað almætti? Hér á dögunum komu fram á sjónarsviðið nokkrir af postulum — eða skósveinum — hans herlegheita og létu ljós sitt skína á síðum Vísis. Athyglisvert var að eini þing- maðurinn, sem virtist eindregið á móti skrefatalningu var landsbyggðar þingmaður og taldi hann allar líkur á að enginn mundi hagnast á þessu fyrirkomulagi, heldur mundi það skapa mörgum stóraukin útgjöld og margvíslegan vanda. — Þetta er reyndar nokkuð, sem allir ættu að vita og alþingismenn vita fuilvel. Skylda reykvískra þingmanna Að sjálfsögðu skapar þetta stiga- manninum miklar auknar tekjur og margvislegar leiðir til eins og annars. En er hægt fyrir þingmenn Reykja- víkur- og Reykjaneskjördæmis að svikja sína umbjóðendur á svo lúa- legan hátt, sem þeir gera i þessu máli? Svo yfirþyrmandi var það ómerkilega kjaftæði, sem fram kom í Vísis- viðtalinu, að furðu sætti. Það skal þó viðurkennt, að Jóhanna Sigurðar- dóttir taldi að kanna bæri aðrar leiðir til að bæta ástandið i dreifbýlinu. En mér sýnist að alþingismönnum þess- ara kjördæma sé hreint og beint skyit að andmæla þessu og hefði alla tíð verið skylt að andmæla öllum þeim árásum, sem höfuðborgarsvæðið hefir orðið að þola. — Það segir sig alveg sjálft, að það er ekki hægt að krefjast þess, að fólk hér greiði með Ekki kjallaraibúð i Revkjavík — ein- býlishús úti á landi. — Hvað finnst Geir Gunnarssyni um það? landsbyggðinni öll þau gjöld, sem hærri eru þar en hér, nema þá þvi aðeins að þetta ségagnkvæmt. — Og það hlýtur að vera siðferðileg skylda reykviskra þingmanna að gera slikar kröfur og binda þar með enda á þessa ófremd, sem engin takmörk virðist ætlaaðhafa. Allt jöfnunarhjal þessara manna var hið furðulegasta, þó að formaður fjárveitinganefndar slægi að visu öll met eins og vænta mátti. Að hans dómi virtist aðalvandamálið vera fólksfjöldinn á höfuðborgarsvæðinu. Hér gat fólk talað við næstum hálfa /þjóðina, án þess að málfrelsi væri takmarkað. Slikt var ekki hægt að sætta sig við, þar sem dreifbýlisfólk gat aðeins haft nokkur hundruð viðmælendur. — Þess vegna var skrefateljarinn eina bjargráðið. Og til að kippa öllu þessu ranglæti í lag var hið vel rekna rikisbú ekki of gott til að greiða nokkur hundruð millj. kr. — En vildi nú ekki fjár- málaspekingurinn, Geir Gunnarsson, upplýsa hve mikið hefði mátt laga vandkvæði landsbyggðarinnar með öllum þeim fjármunum, sem í þessa framkvæmd fara — Og í annan stað ef þeir, alþingismenn og aðrir for- réttindahópar, yrðu látnir borga af sínum simum eins og venjulegar mennskar manneskjur. Það er alveg ótrúlegt blygðunarleysi, að þessir menn, sem svona er ástatt með, skuli þora að bjóða þvi fólki sem greiðir gjöldin fyrir þá og alla forréttinda- hópana, svo ómerkilegt kjaftæði og valdbeitingu. Og leyfi sér að segja að það sé sjálfsagt réttlætismál, að allir borgi „jafnt gjald” af sínum sima, hvar sem þeir eru búsettir á landinu. Reyndar hlýtur það að skiljast svo, að þeir telji sig alls ekki með mönnum. — Og það útaf fyrir sig er sjónarmið sem ekki er ástæða til að gagnrýna. — En hugtakið: „rétt- læti”, meðhöndlað af þessum mönnum fmnst mér að taki á sig allóviðfeldið og ankannalegt svipmót. Likast þvi sem það hefði skroppið út úr talvél, sem væri orðin stórlega biluð, af alls konar undar- legu ástandi. Erfiði Iffs- baráttunnar? Umfram allt sýnist mér, að alþingismenn ættu að gera sér ljóst, að þeim þýðir ekki lengur að halda þeirri kenningu að fólki, að með þessari kjaraskerðingu hér á höfuðborgarsvæðinu séu þeir að hjálpa landsbyggðinni. Þetta er aðeins ein af hinum mörgu blekkingum þessara manna og einhver sú óhugnanlegasta, enda af- kvæmi þeirra allra. — En það sem höfuðmáli skiptir er þetta, að þó svo væri að það ætti eitthvað að bjarga landsbyggðinni, þá á slíkt bjargráð samt sem áður engan rétt á sér. — Aðrar leiðir bæði ódýrari og sann- gjamari hljóta að vera færar. Hvernig væri að þeir legðu niður þó ekki væri nema eitthváð af sinum annar- legu sjónarmiðum? Hættu að halda vemdarhendi yfir sínum og annarra forréttindum, sem leiða af sér margs konar spillingu? — Eða er það ekki spilling að láta stöðugt hina sömu þjóðfélagsþegna ala önn fyrír fjölmörgum forréttindahópum, sem si og æ fer fjölgandi og gera stöðugt meiri og meiri kröfur? „En afsannar þetta ekki þá kenningu, aö lífsbaráttan sé erfíöari úti á lands- byggðinni?” mun hafa skoðanamyndandi áhrif i menningarlegu og stjórnmálalegu til- liti. Einhverjum kann að finnast þetta of djúpt í árinni tekið en þeir sem þannig hugsa hefðu einnig fyllt flc^kk þeirra karla og kvenna sem, við upphaf sjónvarps, töldu þann fjöl- miðil lítil áhrif myndu hafa. Fyrir nokkru orðaði ég það svo að innan skamms hæfist heimspólitískt menningarstrið á öðru og kannski æðra sviði en áður hefur þekkst, a.m.k. áhærrasviði. Engin skömmtun Margir hafa haldið því fram, að það myndi tefja göngu hinnar nýju tækni, aö stjórnvöld í hverju landi gætu skammtað íbúum útsendingar gervihnatta að eigin geðþótta. Þetta er ekki rétt , og verður ekki fremur hægt en að segja eða fyrirskipa fólki að hlusta aðeins á ákveðnar útvarps- stöðvar í viðtækjum sinum. Það hefur verið talið, að móttöku- tæki fyrir útsendingar gervihnatta yrðu ákaflega dýr og flestum ein- staklingum ofviða að eignast þau. En líka á þessu sviði hafa orðið stór- stígar framfarir, t.d. hafa Japanir þróað nýja tækni til móttöku útsend- inga eða endurvarps gervihnatta og er talið að þeir geti fljótlega framleitt loftnet eða svokallaðar „parabólur” sem bæði verða ódýrar og tæknilega fullkomnar. Nordsat og menningin En snúum okkur beint að Nordsat. Hugmyndin ér orðin gömul, eldri en spannar svið eins áratugs, og má með sanni segja að Norðurlandaþjóðirnar hafi verið býsna framsýnar í þessum efnum: Upphaflega þótti mörgum hugmyndin fáránleg og fjarstæðu- kennd. Menn óttuðust áhrif Nordsat á menningu hinna svonefndu minni- hlutahópa innan Norðurlandanna, þ.e. áhrifin á hin smærri menningar- samfélög. Þessi skoðun átti og á við rök að styðjast. Flóð hvers konar menningarefnis hinna stærri þjóða gæti haft umtalsverð áhrif á líf lítilla menningarsamfélaga sem mörg berj- ast nú hatrammri baráttu til að halda í menningararfleifð sina, séreinkenni og menningarlegt sjálfstæði. Þá er vitað.aé tiltekin stórveldi hafa litið Nordsat hugmyndina óhýru auga af ótta við að þau misstu spón úr aski sínum vegna þeirra áhrifa sem þau hafa og vilja hafa á þjóðir Norður- landa. — Margvíslegar deilur hafa risið um Nordsat, bæði af menn- ingarlegum og efnahagslegum toga spunnar. Fyrir þing Norðurlandaráðs, sem haldið var í Kaupmannahöfn fyrir skömmu, töldu margir, að Nordsat hugmyndin væri úr sögunni. En fyrir það þing höfðu ýmsir áhuga- menn um Nordsat haft sig mjög í frammi á bak viö tjöldin, og lagt hart að stjórnmálaleiðtogum að leiða málið til lykta og hrinda áætluninni í framkvæmd. Það þarf ekki að orð- lengja það, að á þinginu kom það mjög á óvart hve ákveðið flestir ræöumenn studdu Nordsat-áætlun- ina og gerðu kröfu til þess að hafist yrði handa. Svo ákveðinn stuðningur við málið hefur ekki komið fram áður á Norðurlandaráðsþingum. Breytt afstaöa Ég tel skýringu á þessari breyttu af- stöðu mjög einfalda. Eftir að fréttir tóku að berast um áætlanir annarra þjóða um smíði sjónvarpsgervihnatta varð ljóst að ef Norðurlandaþjóðirn- ar aðhefðust ekkert stæðu þær ber- skjaldaðar frammi fyrir ómældu, sjónvarpsefni frá öðrum þjóðum og hefðu enga möguleika á þvi að bera hönd fyrir höfuð sér. Það væri því betra aö vega upp á móti því flóði erlends efnis, sem innan skamms yrði að veruleika, með þvi að stuðla að betri dreifingu norræns efnis innan Norðurlandaþjóðanna. Smíði Nordsat kostar mikla fjár- muni og margir ráðamenn hafa borið það fyrir sig að við ríkjandi efnahags- legar aðstæður yrði þeim ofviða að standa straum af kostnaöinum. Á það hefur hins vegar verið bent að smíði hnattarins myndi hafa góð áhrif á rafeindaiðnað og ýmsar iðn- greinar þar sem atvinnuleysi hefur verið mikið vandamái. Kostnaöurmn myndi þvi að nokkru leyti skila sér. Afstaða þjóðanna Norðmenn hafa mjög ákveðið lýst stuðningi við Nordsat, og ýmsir stjórnmálamenn þar i landi voru þeirrar skoðunar að ef Nordsat áætl unin yrði lögð til hliðar myndu Norð- menn sjálfir beita sér fyrir smíði gervihnattar af svipuðu tagi. — Mest andstaðan gegn Nordsat hefur komið frá Svium, bæði borgarafiokkum og jafnaðarmannafiokknum. Sænskir jafnaðarmenn gerðu sam- þykkt á siðasta landsfundi sinum þar sem þeir lýstu andstöðu við áætlun- ina. Vera má að stjómarandstöðu- hlutverk þeirra hafi haft þar einhver áhrif. Nú em hins vegar allar likur á þvi að á næsta landsfundi verði sam- þykktur stuðningur við áætlunina. Danir hafa lýst stuðningi við Nordsat og Finnar eru nú fremur hlynntir henni en hitt. Þrír islensku stjóm- málaflokkanna hafa lýst yftr ákveðn- um stuðningi, Alþýðubandalagið hefur ekki gert það formlega, en nokkrir forystumenn lýst jákvæðri afstöðu. Færeyskir og grænlenskir fulltrúar á síðasta Norðurlandaráðs- þingi vom mjög ákveðnir í stuðningi sfnum. — Ég vænti þess fastlega að á næsta Norðurlandaráðsþingi, sem haldið verður i Finnlandi snemma næsta ár verði áætlunin endanlega samþykkt. Eftir það þurfa þjóðþing og rikisstjómir viðkomandi landa að fjalla um málið. Aö fengnu sam- þykki þeirra mun smiði hnattarins taka 4 til 5 ár svo það verður vart fyrr A „Ég vænti þess fastlega, að á næsta Norðurlandaróðsþingi verði áætlunin endanlega samþykkt.” Kjallarirm En um þetta áhyggjuefni Geirs Gunnarssonar með fólksfjöldann mætti að sjálfsögðu margt segja. Fyrst er nú það, að íslenzkir stjórn- málamenn lfkjast mjög vissri dýra- tegund. Eftiröpunarástrfðan er þeirra líf og yndi, þar af leiðandi hafa þeir svo ríka tilhneigingu til að likja eftir hinum ýmsu þjóðum, hversu illa sem það kann að samrýmast okkar þjóðfélagsháttum. Og vissulega hafa margar þjóðir farið létt með að fjar- lægja eða fækka þvi, sem þurft hefir að fækka. — Og i annan stað er sagt, að nú um nokkurt skeið hafi ungt fólk flúið úr borginni, vegna þess að það sjái hér engan viðunanlega af- komumöguleika. — Og flytjist ýmist úr landi eða út á landsbyggðina. Og allmörg dæmi hefi ég heyrt þess efnis, að fólk sem ekki hafði getað eignast svo mikið sem kjallaraibúð hér, en orðið að sætta sig við okur- leigu var ekki búið að vera lengi úti á landi, þegar það var komið f sitt eigið einbýlishús. — Þetta veit ég, að er sannleikur, en ekki lygar eða blekk- ingar stjórnmálamanna. En afsannar þetta ekki þá kenningu, að lífsbaráttan sé erfiðari úti á landsbyggðinni? Aðalheiður Jónsdóttir. en í lok þessa áratugar að Nordsat endursendir myndefni frá þjóð til þjóðar. Þá getur austurhluti Norður- ianda, þ.e. Danmörk, Finnland, Nor- egur og Svíþjóð, átt þess kost aö taka á móti 7 mismunandi sjónvarpssend- ingum, og vesturhluti Norðurlanda, þ.e. ísland, Færeyjar og Grænland, eiga kost á fimm sjónvarpsdagskrám og tíu útvarpsdagskrám. — Að öllum líkindum verða Vestur-Þjóðverjar og Frakkar búnir að skjóta sínum gervi- hnetti á loft 1983 og sendingar frá honum hefjist 1985. — Aðrir sjón- varpsgervihnettir koma í kjölfariö. Að sitja aðgerðalaus? Af þessum ástæðum ber okkur að svara þeirri spumingu, þegar við tökum afstöðu til Nordsat, hvort við eigum að sitja aðgeröalaus og bíða eftir því að aðrar þjóðir dreifi sínu eigin sjónvarpsefni um Mið-Evrópu, efni, sem stór hluti Norðurlandabúa getur séð og geri Norðurlöndin þannig að eins konar minnihlutahópi i menningarlegu tilliti. Sú menningar- lega áróðursmaskína sem m.a. mun byggja á „auglýsingamenningu”, hlýtur að skapa óþolandi ástand á því menningarsvæði, sem við íslendingar viljum verahluti af. Að lokum þetta: íslendingar hafa sýnt Nordsat-áætluninni mikið áhugaleysi. Þetta vona ég að breytist, og mjög er nauösynlegt að koma á framfæri upplýsingum um þetta merkilega mál. Ég vænti þess, að við sýnum þessu máli þann áhuga, sem á ný er að vakna meðal hinna norrænu þjóðanna. Ég brýt engan trúnaö með þvi að skýra frá þvi, að á menningarfjárlög- um Norðurlandaráðs fyrir næsta ár verður varið 6 til 800 þúsund dönsk- um krónum til að ganga frá ýmsum þáttum, er stíerta undirbúning Nord- sat-áætlunarinnar, og núverandi for- stjóri Menningarmálaskrifstofunnar í Kaupmannahöfn, Klas Olofson, sém þar er að láta af störfum, mun taka við sérstöku verkefni varðandi Nord- sat. Þetta hefur nú nýlega verið ákveðið. Árni Gunnarsson alþingismaður. «/

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.