Dagblaðið - 24.04.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.04.1981, Blaðsíða 4
16 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1981. Hvað er á seyöium helgina Plata vikunnar: Sky III Nær ekki upp yfir ským H«M: 8ky III. RyU«ndur 8ky (John WlHams, Kcvln P*sk, Trtetan Fry, Harfote Rowars, 8t*v* Gray). Útgofandl: Ariote, 1881. UmboA: Fáttdnn hf. Það er ekki oft þegar nýjar hljóm- sveitir eru stofnaöar að þær komi með nýjan og sjálfstæðan stil, sem engin önnur hljómsveit hefur komið með, svo vel hafi farið, en það er ein- mitt það sem hljómsveitin Sky gerði þegar hún var stofnuö áriö 1979 af John Williams, sem er einn virtasti gítarleikarí heims á sviði klassískrar tónlistar. Og þaö var ekki að sökum að spyrja að þegar Sky gaf út sína fyrstu plötu voru flestir á því að þama væri loksins komið eitthvað nýtt eða alla vega tónlistarstefna sem hefði heppn- azt vel, sameining rokks og klassískr- ar tónlistar, enda var valinn maöur á hverthljóðfæri. En þaö er ekki nóg að góðir hljóð- færaleikarar komi saman, það þarf að semja góða tónlist fyrir þá. Og þar var fremstur í fiokki Francis Monk- ham, hljómborðsleikari Sky, en hann samdi meiríhlutann af tónlistinni á Sky 1. Sky II kom út fyrir ári og var tvö- falt albúm, og var í rauninni beint áframhald af Sky I, ívið þyngri og í lengra lagi, en sami meistaraklassinn yfir tónlistinni. Það var bæði með eftirvæntingu og kvfða sem ég tók til við að hlusta á Sky III, kviðinn stafaðf af því aö siðan Sky II kom út hefur Francis Monkham hætt í hljómsveitinni en hann hafði samið mörg af þeirra beztu lögum og verkum. En þegar svona góðir tónlistar- menn eiga i hlut kemur aUtaf góður maður i manns stað. Nýi hljómborðs- leikarínn heitir Steve Gray og veit ég ekkert meira um hann en get mér til aö hann komi úr stúdióvinnu eins og fiestir þeirra sem fyrir eru í hljóm- sveitinni. Það sem helzt er einkennandi fyrir SkylII er aö hún er ekki eins grípandi I fyrstu eins og fyrri plötur hljóm- sveitarinnar en vinnur á við hverja hlustun. AUir meðlimir Sky semja tónlistina nema John WUUams sem lætur sér nægja að leika jafn listilega á hvort sem er klassískan gitar eða rafmagnsgftar og útsetur eina stefið eftir utanaðkomandi en það er hið guUfaUega Sarabande eftir Hándel. Eins og á fyrri plötum Sky er enginn söngur og þess vegna gerðar miklar kröfur tU hljóðfæraleiks hvers meðlims fyrir sig. Og þar er raunar engan veikan punkt að finna. Kannski er varla hægt að ætlast til að hljómsveit eins og Sky breyti mikið um stíl en þó mega þeir fara að vara sig á því að hver ný plata verði ekki endurtekning á þeirri síðustu. Þó er ekki hægt að segja að engar breytingar hafi orðið á tónUst þeirra félaga því i Meheeco, sem er eftir bassaleikarann Herbie Flowers og nýja meðUminn, Steve Gray, fara þeir aðeins út i suðræna jasssveifiu með góðum árangri. Eins og fyrr er sagt vinnur platan á við hverja hlustun, aUur hljóðfæra- leikur frábær, hljóðupptaka í hæsta gæðaflokki, og er hin eigulegasta plata. En herzlumuninn vantar á aö Sky III náði gæðum Sky I sem verður að teljast þeirra bezta plata tU þessa. Beztu lög: The Grace, Connecting Rooms, Moonroof og Meeheeco. HK. BandarMcur skemmtihópur íheimsókn Thc Young Ambassadors, sem er bandariskur skemmtíhópur, mun halda hljómleika í Háskóla- biói föstudaginn 24. april kl. 19, i Keflavik laugar- daginn 25. april kl. 21 , og á Selfossi laugardaginn 25. apríl kl. 13.30. Sýningin hér á landi verður upphaf á ferð hópsins til Danmerkur, Sviþjóöar, Finnlands og Noregs. í hópnum er 31 maður, þar á meöal söngvarar, dansarar og hljómlistarmenn, ásamt tæknimönnum, en þau eru öll nemendur i Brigham Young Universi- tiy i Provo, Bandaríkjunum. The Young Ambassa- dors komu fyrst fram á Expo ’70 í Osaka, Japan og síðan hefur hópurinn verið á ferðalögum víðs vegar um heLm, t.d. í Sovétríkjunum, Póllandi, Þýzka- landi, Ástrah'u, Sviss, Kína, Taiwan, Hong Kong, Filippseyjum, Suður-Afríku, Grikklandi, Egypta- landi og Norður- og Mið-Ameriku. Hópurinn hefur alls staðar fengið frábærar mót- tökur enda um að ræða skemmtíatriði fyrir fólk á öllum aldri. Hópurinn skemmtir með alþýðutónlist frá ýmsum löndum og dönsum, gamanþáttum og þvi bezta sem er að gerast i nútimatónlist i Bandarikjun- um i dag. Buxtehude-tónleikar f Háteigskirkju Sunnudaginn 26. april kl. 5 siödegis verða tónleikar i Háteigskirkju. Viðfangsefnin eru eingöngu eftir Ditrich Buxtehude. Hann var einn af kennurum J.S. Bach og jafnframt einn mesti orgelsnillingur samtíðar sinnar. Flytjendur eru Hubert Selow, kontratenor, sem syngur kantötuna, Jubilate Deo. Sesselja Óskarsdóttír leikur undir á selló. Orthulf Prunner leikur á orgel Háteigskirkju prelúdiur og fúgur eftír D. Buxtehude. Karlakór Selfoss standur fyrir samsöng Sunnudaginn 26. april mun Karlakór Selfoss halda samsöng i Selfossbiói kl. 21, siðan mun karlakórinn uuui^ syufija i jcuuuuiuí piiujuuoguiu xo. upiu ug þá verður öldruðum ibúum Sclfoss boðið. A söng- skrá veröa 19 lög, þar af tvö sem eru keppnislög i söngkeppni sem haldin verður í Wales i sumar og kórinn áformar að taka þátt i. Söngstjóri er Asgeir Sigurðsson og undirleikari Suncana Slamning. Tónleikar Samkórs Trósmióaf ólagsins Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur heldur sína ár- legu tónleika laugardaginn 25. apríl kl. 14 í Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut. Stjómandi kórsins er ungur tónlistarmaöur, Guðmundur óli Gunnars- son. Gestir kórsins að þcssu sinni verða Árneskórinn. Á næsta ári er fyrirhuguð Finnlandsferð á mót Nor- ræna tónlistarsambandsins. Mótíö verður haldið i Pore 1 .—4. júlí í sumar. Árbók Akureyrar komin út í fyrsta sinn: Samtíðarsaga ekki síður merkileg !— en sú saga sem gerðist fyrir árum og öldum „Viö álítum aö samtímasagan sé ekki síður merkileg og forvitnileg en sú saga sem gerðist fyrir árum og öldum og 1 þessari bók er reynt að bregða upp eins sannri mynd og kostur er af árinu 1980, bæði með fréttayfirliti og greinum um málefni sem ofarlega voru á baugi á árinu.” Svo farast Guðbrandi Magnússyni orð I formála að Árbók Akureyrar sem Prentverk Odds Bjömssonar á Akureyri gaf nýverið út. I þessari fyrstu Árbók Akureyrar er tíundaö fiest þaö er fréttnæmt þótti á Akur- eyri á árinu 1980. í fréttayfirliti er sagt frá öllu milli himins og jarðar er þótti teljast til tiðinda á árinu, bæjar- málum, menningarmálum, hitaveitu- málum o.fl. Fréttayfirlitið er með hefðbundnu yfirUtssniði þar sem helztu fréttir árs- ins eru raktar í tímaröð. I miðhluta bókarinnar em birtar greinargerðir um ýmis mál er efst voru á baugi á ár- inu í höfuðstað Norðlendinga. Þar má m.a. finna grein um menningarlif bæjarbúa á árinu. í greininni kemur t.d. fram að miklar sviptingar urðu i blaðaútgáfu i bænum árið 1980. Noröurland, blað allabaUa, lagði upp laupana og Dagur og íslendingur, málgögn framsóknar- og sjálfstæðis- mapna, fengu tU sin nýja ritstjóra. Og Dagur tók tU við útgáfu heigar- blaðs að hætti dagblaðanna. í kafia um stjómmál eru taldar upp aUar stærri sem smærri nefndir sem starfa á vegum bæjarins, allt frá bæjarstjórn upp I nefnd er nefnist markavörður en hana skipar raun- ar ekki nema einn maður. Ennfremur eru I bókinni sérkafiar um sjávarútveg, verzlun, iðnað og landbúnað svo eitthvað sé nefnt. í kaflanum um landbúnað er t.d. fjall- að um opnun nýju mjólkurstöðvar- HAtiDMADt SOUVEWRS Miðbær Akureyrar: Guðbrandur Magnússon hefur safnað saman fréttum af þvf markverðasta sem gerðist I hiifuðstað Norðurlands á liðnu ári. innar og birt erindi Kristjáns fyrrver- andi forseta sem hann flutti við opnun stöðvarinnar. Raunar kemur Kristján við sögu annars staðar i rit- inu þvi ávarp hans á Möðruvöllum á aldarafmæli Menntaskólans á Akur- eyri, þess víðfræga afmæbs, er birt I kafla bókarinnar um skólamál. 1 lok bókarinnar em staðgóðar upplýsingar um menn og málefni á Akureyri, söfn, dagvistun, félaga- samtök, kvikmyndahús, leikhús og margt fieira. í hrild má segja að Árbók Akur- eyrar sé mjög aðgengilegt og skemmtilegt heimildarit. Í henni er aö finna upplýsingar um allt það mark- veröasta sem gerzt hefur í bæjarlifinu á árinu. Vonandi auðnast útgefend- um að halda útgáfu Árbókar áfram á komandi ámm þvi vissulega á hún rétt á sér. -ÓÞH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.