Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1981. Umfangsmesta morðmál á Bretlandi á þessari öld: „Fékk guðlega köllun til að myröa vændiskonur” — segir Peter Sutcliffe sem hef ur játað á sig morð á þrettán brezkum konum síðastliðin fimmár „Ég fékk guðlega köllun um að fara út í heiminn og myrða vændis- konur og annan óþjóðalýð.” Þetta mun vera meginástæðan fyrir morð- unum þrettán sem vörubílstjórinn hefur játað á sig í Bretlandi á síðast- liðnum fimm árum. Þessa skoðun mun hann hafa látið i Ijós við geö- lækna er haft hafa hann til með- ferðar. í yfirlýsingu sem saksóknarinn, sir Michael Baley, las fyrir Old Baileyn réttinum í London í gær segir Sut- cliffe: „Ég hefði haldiö áfram aö myrða. Ég gat ekki hætt því. Það var mér nokkurs konar lyf.” Rétturinn á nú að úrskurða, hvort Sutcliffe sé sakhæfur. Niðurstaða geðlækna hefur verið lögð fyrir kvið- dómendur. Að mati geðlæknanna þjáist Sutcliffe af geðklofa ásamt of- sóknarbrjálæði. Sutcliffe skýrði geðlæknunum frá því aö hann hefði fyrst heyrt rödd guðs er hann starfaði sem líkgrafari í kaþólskum kirkjugarði. Er hann var að taka gröf I garðin- um heyrði hann skyndilega rödd er ávarpaði hann. Hann segir röddina hafa komið frá stórum steinkrossi. Þetta var árið 1967. Hann taldi sig einnig finna leyni- legan boöskap frá guði í pólskum leg- steini í garðinum. Hann heyrði stöðugt raddir sem hann kvaðst hafa verið viss um að væru guðlegar. Ætið var boðskapurinn sá sami. Hann átti að fara og myrða vændiskonur og annað slíkt hyski. „Núna er ég i meiri váfa,” sagði Sutcliffe. „Það hefur kannski verið djöfullinn sem talaði til mín.” Skýrsla geðlæknanna hefur verið lögð fram við réttarhöldin. Brezk blöð fá þó ekki að birta neitt úr henni og eiga þeir sem ábyrgð bæru á slíku á hættu að vera dæmdir í allt að tveggja ára fangelsi. Sutcliffe segist I öllum tilfellum hafa talið að hann væri að myrða vændiskonur. Eftir morðið á síðasta fórnarlambinu, háskólanemanum Jacqueline Hill frá Leeds, segist Sut- cliffe hafa komizt að því að hann gæti drepið hvaða konu sem var. Hann hafi þá gert sér grein fyrir því, að hann fengi engan veginn ráðið viö þessa þörf sína á að myrða konur. Við réttarhöldin hafa verið lögð fram morðtól þau sem SutcUffe hefur notað, þar á meðal hnífar, hamrar og kjötsög. öll voru fórnarlömb hans hryllilega útleikin er þau fundust enda hafa Yorkshire-morðin vakið gífurlega skelfmgu meöal brezku þjóðarinnar á undanförnum árum. Sutcliffe segir að það hafi komið sér á óvart aö hann hafi getað rætt yfirvegað um Yorkshire-morðingj- ann við fólk án þess að nokkuð sæist á hegöun hans, að hann væri sjálfur þessi hataði morðingi. „Hengið hann,” hrópaði æstur mannfjoldi er safnazt hafði saman fyrir framan ráðhúsið í Dewsbury þar sem gæzluvarðhaldsúrskurður var kveðinn upp yfir Sut- cliffe. Háskólaneminn Jacqueline Hill. Hún var siðasta fórnarlamb Yorkshirc-- morðingjans. Yorkshire-morðinginn hefur verið fluttur i brynvarinni bifreið til Old Bailey réttarins i London, af ótta við að fólk reyni aö koma fram hefndum gegn honum. Eiginkona morðingjans, Sonja Sutcliffe, befur ásamt móður sinni, Maria Szurma, vcrið viðstödd réttarhöldin. Erlent Erlent Erlent Erlent Stirt samkomulag Bandaríkjanna og Líbýu: Stjómarerindrekum frá Líbýu var vísaö úrlandi Samkomulag Bandaríkjanna og libýu hef ur vart verið verra f annan tfma Bandaríkjastjórn hefur skipað öll- um stjórnarerindrekum Líbýu í Bandarikjunum að fara úr landi. Saka Bandarikjamenn Líbýu um stuöning við hryðjuverkastarfsemi. Lengra verður ekki gengið í milli- ríkjasamskiptum en þetta án þcss aö slíta stjórnmálasambandi þjóða. Dean Fischer, talsmaður bandaríska utanrikisráðuneytisins, sagði að sam- skipti Bandaríkjanna og Líbýu væru nú áallægsta stigi. Stjórnin í Washington hefur ekki haft neina fulltrúa i Tripoli i Libýu frá því i maí í fyrra. Ráðizt var á bandaríska sendiráöið þar og það brennt i desember 1979 af mótmæl- endum er studdu töku bandaríska sendiráðsins í Teheran. Ali Ahmed Houderi, yfirmaöur „skrifstofu þjóðarinnar”, eins og Líbýumenn nefna sendiráð sitt, var kallaður í bandaríska utanrikisráðu- neytið 1 gær og þar var honum skýrt frá þvi að hann fengi fimm daga til aö ioka sendiráðinu og koma starfs- mönnum þess úr landi. Bandarískir embættismenn segja að samskipti þjóðanna hafi mjög versnað að undanförnu vegna hern- aðar,,ævintýra” Líbýu í Afríku og stuðnings Líbýumanna viö hryðju- verkastarfsemi í heiminum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.