Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. MAI 1981. Júlíus Hafstcin, formaöur HSÍ og væntanlegur borgarstjórnarkandidat að sögn Helgarpóstsins, afhendir hér Ólafi H. Jónssyni, fyrirliða Þróttar, verðlaunin fyrir bikarkeppnina. Einar Sveinsson (þessi með stóru gleraugun) fann sig knúinn til að klappa, rétt enn eina ferðina, fyrir árangri liðsins. Þróttar- gleði í Holly og Sigtuni Þróttarar gerðu sér dagamun sl. fimmtudag og fögnuðu þá glæsileg- um árangri handknattleiksdeildar fé- lagsins I vetur. Þróttur varð bikar- meistari og í 2. sæti í 1. deildinni og kvennalið félagsins vann sér sæti í 1. deild. Það var því ærin ástæða til gleði og er víst áreiðanlegt að skvett hefur verið ærlega úr klaufunum. DB fylgdist með Þrótturunum — bæði í kokkteilboðinu í Hollywood og síðan á uppskeruhátíð HSl í Sigtúni um kvöldið og myndirnar segja vafalitið meira en mörg orð. -SSv./DB-myndlr S. ... og allir saman nú. Og við ætlum að vera svo ... ” Kátt á hjalla í Sigtúni. Það er Örn Thors, sem hefur tekið að sér hlutverk kórstjóra en frá vinstri talið eru: Einar Sveinsson, „litli” bróðir Siggi, Sigurðar Ragnars- son, Jón Viðar pönkari Sigurðsson, Jens Jensson, Lárus Lárusson, Svein- laugur Kristjánsson og Þormóður rammi. Fimm frískir heiðursmenn. Lengst til vinstri er Haukur Þorvaldsson, formaður handknattleiksdeildar Þróttar, þá Óskar Pétursson, dyggur stuðningsmaður, Þorsteinn Jónsson, gjaldkeri handknattleiksdeiidarinnar, Guðmundur Pálsson og loks DavíðSchevingThorsteinsson forstjóri. Hann hefur stutt Þrótt rækilega ogfélagiðboriðTropicana auglýsingar á brjóstinu í staðinn. Siggi Ragg. og Unnur Sæmundsdótt- ir fengu bæði viðurkenningar fyrir 100 leiki með meistaraflokkum félagsins. Ber ekki á öðru en vel fari á með þeim. SOSá Vísi og framliðnir! Sigmundur Ó. Steinarsson (SOS), blaðamaður á Vísi, er að verða frægur að endemum fyrir „viðtöl” við hina og þessa, einkum þó erlenda menn. Þau eru öll eins, sama hver á i hlut. Fléttað örlítið kringum tvö orð, alltaf sömu tvö orðin „stórkostlegt” og „víga- móði”. Dæmi: Það er stórkostlegt að fá tækifæri til að leika við strákana hans Ellerts Schram. Ég veit að leik- menn mínir verða í miklum Vígamóði á Laugardalsvelli, sagði NN og svo fram- vegis. En SOS lætur sér ekki þessa vitleysu nægja. Nú fá látnir menn ekki lengur að hvíla í friði í gröf sinni fyrir honum. Mánudaginn 4. maí sl. skrifaði SOS í Vísi „að L.C. Edwards, stjórnarfor- maður Manchester United, væri búinn að ræða við Bobby Robson, fram- kvæmdastjóra Ipswich, sem hefði tekið sér umhugsunarfrest. Edwards ætlaði að ræða við forráðamenn Ipswich eftir helgi og kanna hvort Robson fengi að fara frá félaginu . . .”. Síðan þetta birtist hafa áleitnar spurningar leitað á marga. Steig L.C. Edwards, fyrrum stjórnarformaður Man. Utd., upp úr gröf sinni I Man- chester fyrir SOS á Vísi til að ræða við Robson eða fékk SOS á Vísi miðil til að koma á sambandi milli Bobby Robson og Louis heitins Edwards? Ekki furða þó menn velti þessu fyrir sér. Jón Helgason, annar tveggja frá- farandi ritstjóra Tímans, skrifaði sinn síðasta vísnaþátt í sunnudags- blaðið þann 3. mai. Jón kemst dálítið undarlega að orði í upphafi og endi þáttarins. Sú spurning vaknar hvort hann sé að senda lesendum Timans sína síðustu kveðju eftir áratuga störf við blaðið, með þessum orðum: „Dálítilli heimsstyrjöld er lokið, og að sjálfsögðu er það töpuð styrj- öld, því að I stríðinu sigrast enginn nema fuglinn í kjarrinu. Þessi vísna- þáttur verður hinn síðasti í blaðinu, enda fer nú að sú tíð, er náttúran tekur við af manninum og yrkir upp á eiginspýtur. . .” í lok þáttarins segir Jón: „Og þar með siglir þessi vísnaþátt- ur út úr kortinu, enda sjálfsagt kom- inn tími til.” Any Trouble til Islands? Samningaumleitanir munu nú standa yfir um að fá brezku hljóm- sveitina Any Trouble hingað til lands. Hljómsveit þessari skaut upp á stjörnuhimininn í Englandi síðasta sumar og hefur hún átt mikilli vel- gengni að fagna þar síðan. Þá er Any Trouble spáð miklum frama víðar á næstunni. Dagblaðið hefur fregnað að búið sé að taka frá tvö kvöld fyrir Any Trouble á Hótel Borg í fyrrihluta júní. Einnig hefur Laugardalshöllin verið pöntuð. Sígurður Sveinsson æfir hér lyftingar eins og sjá má. Ekki mun af veita el' drengurinn á ckki að hrynja niöur úr hor. Aðrir á myndinni cru f.v.: Jóhannes Sigurðsson, Gísli Óskarsson og l árus hornamaður Lárusson. Þessir þrir Þróttarar virðast misjafnlega úti á þekju á myndinni. E.t.v. er þaðaf einskærri gleði, hver veit. Þeir fengu allir viðurkenningu frá félaginu fyrir 200 leikja áfangann og eru f.v.: Jóhann Frimannsson, Sveinlaugur Kristjánsson og Gunnar Gunnarsson. Kveðja Jóns til lesenda?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.