Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.03.1948, Page 4

Veðráttan - 01.03.1948, Page 4
Marz Veðráttan 1948 Sólskin. Duration of sunshine. Klukkan Time 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Samtals Total Reykjavík Stundir Hours — — n 0.8 2.3 4.5 8.4 9.3 9.2 8.6 8.8 7.8 6.5 2.9 1.0 n — — 70.1 % — — n 4 7 15 27 30 30 28 28 25 21 9 5 n — 19.4 Akureyri Stundir 1.9 10.8 13.4 16.7 16.0 16.3 9.9 10.6 6.5 2.1 104.2 Hours ” ” 28.9 % — — n n 6 35 43 54 52 53 32 34 21 7 n n ~ ~ Meðalhiti C°. Mean temperature. Klukkan Time 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 Meðaltal Meatt Reykjavík .... 2.6 2.7 3.0 3.1 3.6 3.9 4.3 4.1 3.4 2.9 2.7 2.6 3.2 Bolungarvík . . . 1.6 1.6 1.5 1.5 1.6 2.1 2.1 2.1 1.8 1.3 1.1 1.2 1.6 Akureyri .... 2.6 2.5 2.6 2.7 3.6 4.8 5.3 4.6 3.5 3.0 2.7 2.5 3.4 og var suðvestan áttin öllu tíðari. Norðan og austan vindar voru sjaldgæfastir. Logn var sjaldnar, en venjulega og meðalveðurhæð um einu vindsligi yfir meðal- lagi. Stormdagar voru víðast hvar fleiri en í meðallagi nema á Norðausturlandi, flestir umfram meðallag í Sth. og Rvk. Um storm er getið 25 daga. Þ. 1.—4. var stormur á 3—11 stöðvum, þ. 7. á 6 stöðvum. þ. 12. á 9 stöðvum, þ. 14.—18. á 3—12 stöðvum og þ. 25. á 7 stöðvum víðsvegar um land. Ellefu daga er getið um storm á 1—3 stöðvum. Snjólag var 40°/o á öllu landinu og var það víðast hvar mun minna en venja er til um þetta leyti árs. Mest snjódýpt mældist í Ghg., 30 cm. þ. 5. Hagar voru 92°/o á öllu landinu. Á sex stöðvum eru hagar taldir góðir (100%) allan mánuðinn. Ails staðar, þar sem til eru meðaltöl, eru hagar taldir talsvert betri en venjulega á þessum árstíma. Sólskinið í Rvk. var 31.3 klst. skemur en 20 ára meðaltal. Sólskin mældist þar 25 daga, mest á dag 10.9 klst. þ. 31. Sólskinið á Akureyri var 31.6 klst. lengur en meðaltal 16 ára. Sólskin mældist þar 25 daga, mest á dag 9.1 klst. þ. 26. Þrumur voru á Hæli þ. 15., í Rvk. þv 19. og Arn. þ. 28. Slys og skemmdir af völdum veðurs. I byrjun mánaðarins urðu talsverðar skemmdir á vegum og brúm og umferðatruflanir víða um land vegna stórfelldrar úrkomu og leysinga. Sumar stóránna flæddu yfir bakka sína og kvað mest að flóðinu í Hvítá í Árnessýslu. Á Skeiðum voru sjö bæir umflotnir^vatni, og allmörg hús á Selfossi og varð ekki komizt á milli nema á bátum. Á Selfossi voru mörg íbúðarhús ófær til íbúðar nema á efri hæðuin og vatnsleiðslan, sem liggur undir Ölfusárbrú skemmdist. Talsverðar skemmdir urðu á heyjum víða um land, en þó urðu meslir heyskaðar í Árnessýslu. Þ. 7. fórst flugvél með fjór- um mönnum í þoku og í dimmviðri á Hellisheiði. Þ. 13 strandaði brezkur togari undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi, fimm mönnum var bjargað en 14 drukkn- uðu. Þ. 16. rak stóran vélbát á land á Akranesi, hann iaskaðist talsvert, sama dag rak tvo vélbáta á land í Keflavík. Þ. 18. laskaðist síldarflutningaskip úti af Akranesi. Þ. 19. lenti ferðafólk í hrakningum vegna fannkomu í Hvalfirði. Þ. 29. drukknaði maður, sem féll út af botnvörpuskipi skammt frá Stafnesi. Jarðskjálftar. Mælarnir í Reykjavík sýndu þessa jarðskjálfta: Þ. 1. kl. 0212, upptök við Molukkueyjar skammt vestan Nýju Guineu. Þ. 3., kl. 1010, upptök við notðanverðar Filippseyjar. Þ. 26. kl. 1804 og þ. 28. kl. 1841. Upp- tök þessara tveggja ókunn, en sennilega 700 — 1000 km. suðvestur í hafi. (12) Gutenberg

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.