Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Side 151

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1952, Side 151
LÝSING O G SKÝRING Á L B S. 2574 — 2575 8vo 151 sennilega mjög snemma hafa komizt í ættatölur og aðrir síðan haft þá skekkju eftir. Hallgrímur var Þorsteinsson eins og bréfabók Guðbrandar biskups ber vitni. Þá er hin skekkjan sú, að móðir Jóns lögmanns Sigmundssonar er hér talin Sólveig Björns- dóttir ríka Þorleifssonar, en bún var Sólveig Þorleifsdóttir, systir Björns ríka. Á 94. blaði er rakin ætt Jóns landfógeta í Viðey Skúlasonar til Sveinbjarnar Súðvíkings og ætt Ragnhildar konu Magnúsar sýslumanns Ketilssonar til Lopts ríka Guttormssonar. Við þessar ættatölur hefur ýmsu verið bætt í handritið með annarri hendi en höf- undar. Á annarri síðu 95. blaðs er rakin föðurætt Guðmundar hreppstjóra á Finnastöðum í Eyjafirði Hallgrímssonar og voru þeir frændur hann og höf., að 4. og 5. Hann rekur þar ætt Guðmundar til síra Sigurðar í Goðdölum Jónssonar, sem hann segir að hafi verið bróðir Bergljótar konu Jóns Sigfússonar á Urðum, en faðir þeirra hafi verið síra Jón í Laufási Sigurðsson, bróðir Sigríðar konu Olafs biskups Hjaltasonar. Núlif- andi ættfræðingar hafa borið brigður á það, að þau væru systkin Sigríður biskupsfrú og síra Jón. Höf. telur konu síra Jóns í Laufási réttilega Halldóru dóttur Þorbergs sýslumanns Bessasonar, en Bessa telur hann Hrólfsson, og er það rangt. Halldóra Þorbergsdóttir var varla dóttir Helgu Sigurðardóttur konu Þorbergs Bessasonar, með því að þá hefðu þau síra Jón verið þremenningar, og svo skyld hefðu þau varla mátt eigast í þá daga. Á 96. blaði er rakin föðurætt móður Guðmundar á Finnastöðum. Er það endurtekn- ing á því, sem segir á 62. blaði, og sömu rangfærslurnar, en aðeins nokkru fyllra í frá- sögn. Á sama blaði er móðurmóðurætt Guðmundar rakin. Koma þar enn saman ættir hans og höfundar í 5. lið. Hér er enn sama skekkjan sem á 88. blaði um konu Bjarna í Skriðu Pálssonar, en utanmáls er þetta leiðrétt hér. I framhaldi af ættrakningu þessari er gerð grein fyrir Svalbarðsbræðrum á 97. blaði og síðar Guðrúnu Árnadóttur konu Jóns sýslumanns á Grund Björnssonar. Þar er rangt hjá höf., að Guðrún hafi síðar átt Jón í Galtardalstungu Ólafsson. Kona Jóns þess, sem venjulega er kenndur við Svarfhól í Laxárdal í Dalasýslu, var hálfsystir Guðrúnar konu Jóns á Grund, eldri en hún og óskilgetin. Á annarri síðu 97. blaðs hefst ættartala síra Þorsteins Ketilssonar, og er hún rétt það sem hún nær. Margt í henni hefur verið skráð fyrr en hér, en þó kann að vera, að höf. hafi haft munnlegar heimildir niðja síra Þorsteins fyrir ýmsu. Utanmáls og inn í meginmálið hefur smávegis verið skrifað með annarri hendi en höfundar. Á 99. blaði er rakin móðurætt Þóru konu Ólafs bónda á Öngulsstöðum Sigfússonar. Þessi ætt er án efa fyrst skráð hér og rakin eftir munnlegum heimildum Þóru sjálfrar eða ættingja hennar. Hún var dóttir Guðlaugar Jónsdóttur bónda á Uppsölum á Staðar- byggð Hákonarsonar, en Jón var ættaður úr Skagafirði. Hann er 1703 27 ára lausa- maður í Klauf á Staðarbyggð og Þóra kona hans, sem var Hallsdóttir, er þar þá einnig húskona 28 ára. Sighvatur bróðir Jóns, sem hér er nefndur, er 1703 21 árs vinnumað- ur á Bjarnastöðum í Hólahreppi í Skagafirði. Guðmundur bróðir þeirra er þá nauta- maður á Hólum. Hákon faðir þessara bræðra mun hafa verið sá, sem 1664—1666 býr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.