Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Side 97

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Side 97
LANDSBÓKASAFNIÐ 1976 97 STARFSLIÐ Haraldur Sigurðsson bókavörður var sett- ur deildarstjóri í þjóðdeild safnsins um óákveðinn tíma frá 1. ágúst 1976, meðan Ólafur Pálmason ynni að samningu íslenzkrar bókaskrár, áfangans 1534-1844. Nanna Bjarnadóttir bókavörður var að eigin ósk og með leyfi ráðuneytisins í hálfu starfi fyrstu fimm mánuði ársins, janúar-maí, og gegndi Guðrún Magnúsdóttir hálfu starfi þann tíma á móti henni. Kristján Ólason var skipaður umsjónarmaður myndadeildar safns- ins frá 1. október að telja. ALÞJÓÐLEG Brezka bókavarðafélagið efndi með til- SAMVINNA styrk bandaríska útgáfufyrirtækisins Forest Press til ráðstefnu í Banbury á Englandi dagana 26.-30. september, þar sem fjallað skyldi um Dewey-kerfið svonefnda í minningu þess, að öld var þá liðin frá því er Melvil Dewey fyrst kynnti þetta flokkunarkerfi, er svo víða hefur síðan verið notað og mnleitt var t. a. m. í Landsbokasafni um siðustu aldamot, er Jóni Ólafssyni ritstjóra, þá nýkomnum frá bókavarðarstarfi í Chicago, var falið að flokka bækur safnsins. Nanna Bjarnadóttir bókavörður, er nú vinnur að flokkun íslenzkra rita í þjóðdeild safnsins, sótti þessa ráðstefnu á vegum þess, og voru þátttakendur frá 15 Evrópulöndum auk margra frá Bandaríkjunum. Brezka bókavarðafélagið hefur á þessu ári (1977) gefið út í bók erindi þau, er flutt voru á ráðstefnunni. Þýzka bókvarðafélagið, sú deild þess, er annast um samskipti við erlendar þjóðir (Bibliothekarische Auslandsstelle), bauð undirrituðum að heimsækja nokkur þýzk bókasöfn dagana 10.-21. október. Komið var í söfn í Hamborg, Kiel, Hannover, Heidelberg, Stutt- gart, Munchen, Regensburg og Frankfurt am Main. Var förin hið bezta skipulögð og fyrirgreiðsla hvarvetna með ágætum. Heimsótt voru gömul og gróin háskólabókasöfn, en einnig eitt hið yngsta í Regensburg, þar sem risið hefur nýr og öflugur háskóli á síðustu árum. Komið var í hin svonefndu Landesbibliothek í Hannover og Stutt- gart og ríkisbókasafnið í Miinchen, Bayerische Staatsbibliothek, þar sem mestir dýrgripir í bókum og handritum eru saman komnir, og endað í þjóðbókasafninu, Deutsche Bibliothek, í Frankfurt am Main. Fróðlegt var að skoða ýmsar nýjar byggingar og sjá og heyra,

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.