Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Side 86

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Side 86
86 ÞJÓÐARBÓKHLAÐA lestraraðstaða, ýmist í lesbásum eða við stærri eða minni borð. Þá er á efstu hæð ætlað rými til kennslu í bókasafnsfræðum. Gert er ráð fyrir, að í húsinu öllu rúmist hátt í eina milljón binda bóka og lessæti verði um 830. Vegna hins mikla sveigjanleika hússins er hægt að breyta bókageymslurými í lestrarrými eða öfugt, eftir því sem þurfa þykir. Má segja, að krafan um sveigjanleika hafi ráðið mjög miklu um alla gerð bókhlöðunnar. Þó að Háskóli Islands muni í hinu nýja safni fá miklar úrbætur bæði að því er varðar lestrar- og rannsóknaraðstöðu kennara og nemenda og alla þjónustu við þá, mun Háskólinn vitaskuld eftir sem áður hafa allmörg lítil sérsöfn innan sinna vébanda í deildum, stofnunum og lesstofum. Þau verða rekstrarlega hiuti aðalsafnsins, aðföng til þeirra fara að mestu leyti um það, enda annast aðalsafnið skráningu bóka- kostsins, uppsetningu hans og viðhald, síðar ennfremur grisjun, þegar rýma þarf fyrir öðrum ritum nýrri. Gert er ráð fyrir sjálfvirkri loftræsingu í allri bókhlöðunni. Stigar, lyftur, snyrtiherbergi og allar lóðréttar lagnir verða í kjörn- um eða turnum við útveggi bókhlöðunnar, en það eykur mjög á það svigrúm, sem þannig fæst á hinum einstöku hæðum. Hæðirnar fjórar verða 10.141 m2 eða 45.403 m3, kjallarinn hins vegar 2.632 m2 eða 8.136 m3. Lofthæð frá gólfi í gólfverður 3.60 m á 1., 3. og 4. hæð, 3.90 m á 2. hæð og 2.95 m í kjallara. Gólfverða borin uppi afsúlum, er standa munu með 6.80 m millibili. Með smíði Þjóðarbókhlöðu verður leystur höfuðvandi þriggja safna, Landsbókasafns og Háskólabóka.safns, er sameina munu kraftana í hinu nýja húsi, og Þjóðskjalasafns, er fá mun til umráða allt Safnahúsið við Hverfisgötu, þegar Landsbókasafn flyzt þaðan í Þjóðarbókhlöðu. En húsnæðisskortur hefur lengi staðið starfsemi allra þessara safna fyrir þrifum. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra komst vorið 1977 m. a. svo að orði, er hann skýrði alþingi frá fundi, er hann og Vilhjálmur Hjálmars- son menntamálaráðherra höfðu átt þá fyrir nokkru með bygging- arnefnd Þjóðarbókhlöðu: „Fundurinn snerist um framkvæmdir við byggingu Þjóðarbókhlöðu. Þar lögðum við menntamálaráðherra áherzlu á, að öllum undirbúningi að byggingu bókhlöðunnar yrði haldið áfram affullum krafti, en hann hefur nú staðið í allmörg ár eins og eðlilegt er um svo mikla framkvæmd. Ríkisstjórnin er þeirrar skoð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.