Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Page 93

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Page 93
BJARNI THORSTEINSSON AMTMAÐUR 93 Rcykjavík, fengið frestað sendingu bókanna, en hins vegar má að öllum líkindum þakka áhrifum hans og góðri milligöngu við kansellíið, að drátturinn varð ekki lengri á málinu erlendis en raun varð á og vel mátti við una eftir ástæðum.“ Niðurstaðan varð sú, að vorið 1821 kom ,,út konungsúrskurður um að fela Möller kaupmanni að útbúa húsnæði á dómkirkjuloftinu handa stiftisbókasafninu og skjalasafni biskupsembættisins á Islandi fyrir 840 ríkisdali í silfri, er greiða skyldi úr fjárhirzlu konungs.“ Eg birti hér að lokum til gamans kafla úr bréfi Bjarna til Rasmusar Rasks, skrifuðu í Kaupmannahöfn í ágúst 1817, en lýsi fyrst ögn aðdraganda þess. Rask var þá staddur í Stokkhólmi í fyrsta áfanga leiðangurs þess hins mikla, er hann fór allt austur til Indlands. Stokk- hólmsdvölin varð lengri en hann haíði áætlað, því að hann steypti sér þar út í útgáfustörf á vegum Svía, er skildu fijótt, hvert heljarmenni hér var á ferð. Ymsum Dönum féll hins vegar illa, að Rask skyldi gerast liðsmaður Svía, fannst þeir sjálfir eiga fyrsta veðréttinn í honum — og þeim verkefnum, sem hann var að fást við. En Danir höfðu ekki skilið sinn vitjunartíma, og því sárnaði þeim e. t. v. enn meir. í bréfi, sem Rask skrifaði Bjarna 3. apríl 1817, segir hann m. a.: „Þaradauki finn eg nú minn krapt og hug á hæztu tröppu, en lífid er stutt og þad ókomna er óvíst; vildi eg því giarnan nota lífid til einhvörs, svo at mín hérvist hafi ecki verid öldúngis forgefins þó eg komi aldrei aptr úr þessum svadilför- um. Pessu þykist eg líka hafa nád; takist þad mér ad hafa/fá einn útgefid málfrædi, ordabók og Eddu, en átt þátt í Sturlúngu og Sæ- mundareddu, sérílagi þegar eg ber þad saman vid þad sem Arnam. nefndin hefir giört á medan, eda hinn sem gaf út Karls vesæla þátt. Eg lít þar fyrir aptr med nockurskonar stolti og ánægiu, en eg lít fram med stærstu rósemi, hvad óblídir sem Hafnar-burgeysar verdi mér; því ég hefi eckert ad missa alls, en óendanliga mikid ad vinna og eg get ecki áfellt mig, þó eg geri eptir sannfæríngu, skyldu og naudsyn. Vilji þad nockur, þá svara eg: liafi eg giört illa þá bevísa þad, en hafi eg giört rétt hví slær þú mig? En dýrmæt er mér einlægni vina minna, sem eg set allan trúnad á, og þacka eg ástsamliga bædi þér, elsku Bjarni og Grími ockar í þessu skyni, en hitt vildi eg bidia Yckr enn, ad láta mig vita hreint og beint hvörjir þeir eru, sem kunna mínum fyrirtækium svo illa, eins og hitt, verdi nockud skrifad um þad efni, þá útvega og senda mér þat sem fyrst.“ Þá kemur hér kafli úr upphafi fyrrnefnds bréfs Bjarna til Rasks í ágúst 1817, er lýsir honum harla vel, hyggindum hans og glaðværð,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.