Vísbending


Vísbending - 13.07.1992, Blaðsíða 2

Vísbending - 13.07.1992, Blaðsíða 2
Ef allir hefðu tryggt sig þar sem ódýrast var í upphafi árs 1992 hefðu iðgjöld bifreiðatrygginga lækkað að raungildi fráfyrraári. Afkomagreinarinnarbendir þó fremur til að þörf sé á að hækka iðgjöldin, en lækka þau. I ársskýrslu Sjóvá-Almennra segir að hækkunarþörf íbflatryggingum kunni nú að vera nálægt 10%. Hugsanlega minnka útgjöld félaganna eitthvað með nýjum vinnureglum sem þau tóku upp fyrir jól, en því fer fjarri að þær nægi til þess að jafna upp tapið. Vinnureglurnar felast meðal annars í því að krafist er betri sannana fyrirörorku en áður. Dómstólar munu á næstunni skera úr um hvort tryggingafélögum er stætt á að fylgja þessum reglum. Nú liggur fyrir alþingi frumvarp að nýjum skaðabótalögum og er talið að greiðslur fyrir lítil meiðsli minnki ef það verður samþykkt. Vátryggingafélagið og Sjóvá- Almennar seldu tæp 80% ökutækja- trygginga í fyrra, en spennandi er að fylgjast með hvort Skandia tekst að hasla sér völl í bifreiðatryggingum. Tap var á þessari grein hjá öllum félögum í fyrra, en athygli vekur að Vátryggingafélagið ermjögnálægtnúlli. Afkomaökutækja- trygginga hefur lengi verið betri hjá Vátryggingafélaginu en öðrum. Félagið er sterkt á landsbyggðinni, þar sem tjón eru fátíðari en á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess má nefna að eigin tryggingasjóður (sem félögin leggja í vegna óuppgerðra tjóna) var 147% af eigin iðgjöldum ífyrrahjá Vátrygginga- félaginu, en að meðaltali var hlutfallið þá 168% í ökutækjatryggingum. Tap á slysatryggingum er yfir 200 milljónir króna, eða ríflega 20% bók- færðra iðgjalda í greininni. Tap hefur verið á greininni undanfarin ár, en nú hefur það aukist. Hagnaður af eigna- tryggingum og sjó-, farm- og flugtryggingum Hagnaður af eignatryggingum og sjó- farm-og flugtryggingum var 16-18% af bófærðum iðgjöldum greinanna í fyrra. Góð afkoma hér kann að koma á óvart þegarskoðuðeru þau ummæli íársskýrslu Vátryggingafélagsins að árið 1991 hafi verið ár hinna stóru tjóna í þessum greinum. Til dæmis vartjón Vátrygginga- félagsins og Sjóvár-Almennra af óveðrinu í febrúarbyrjun yfir 350 milljónir króna. Auk þess urðu nokkur sjósívs Vátryggingafélaginu dýr. Góður hagnaður hefur verið af þessum greinum undanfarin ár, en hann eykst nú að mun og er helsta stoð félaganna. Eins og fyrr hefur komið fram eru litlar horfur á að tap minnki á ökutækjatryggingum, þannig að félögin verða áfram að reiða sig á gott gengi hér. En hætt er við að það valdi óánægju tryggingataka í eignatryggingum og farmtrygginum ef þeir telja að þeir séu látnir standa undir stórtapi á öðrum tryggingagreinum. Sjóvá-Almennar og V átry ggingafélagið eru langstærstu félögin í eigna- tryggingum eins og flestum öðrum tryggingagreinum. I sjó- farm- og flug- tryggingum er Tryggingamiðstöðin aftur ámóti sterkust, með tæpan helming markaðsins, en Sjóvá-Almennar eru með unr fimmtung. Sterk staða Tryggingamiðstöðvarinnar í sjó- og farmtryggingum og fremur lítil hlutdeild í ökutækjatryggingum er vafalaust skýringin á því að hún hefur jafnan verið rekið með jöfnum og góðum hagnaði, á meðan gengiö hefur á ýmsu hjá öðrum. ISBENDING Hagkvæmni og réttlæti Þriðja grein Dr. Þorvaldur Gylfason Ranglæti dregur úr hagkvæmni Tvö stærstu félögin með 70% frumtrygginga Hlutdeild Vátryggingafélagsins og móðurfélaga þess í frumtry ggingum var um 38% í fyrra og hlutur Sjóvár- Almennra var 32%. Hefur hlutdeild þessara félaga aukist örlítið frá árinu á undan. Skandiavaraðeinsmeðum 1% markaðshlutdeiid í fyrra, en stefnir að því að auka hana mjög. Fjárhagslegur styrkleiki Aukin velta á undanförnum árum og tap sumra félaganna hefur kallað á aukið hlutafé, svo að félögin standist kröfur Tryggingaeftirlits um fjárhagslegan styrkleika. Hjá fjórum félögum var hlutafé aukið í fyrra , Vátrygginga- félaginu, Abyrgð, Skandia og Tryggingu. Hlutafjáraukningu Skandia verður að skoða með það í huga að erlent tryggingafélag keypti sig inn í fyrirtækið og það hefur nú hafið markaðssókn. Eiginfjárhlutfall almennu félaganna var 11% í árslok 1991 eins og árið á undan, en summa eigin tryggingasjóðs og eiginfjár sem hlutfall af eigin iðgjöldum hækkaði úr 172% 1181%. Bókfært eiginfé Sjóvár- Almennra trygginga náði ekki lágmarksgjaldþoli í lok árs 1991 og voru þær eina tryggingafélagið sem svo var ástatt um. Horfur Aukin samkeppni í ökutækja- tryggingum gerir það að verkum að iðgjaldahækkun er ólíkleg þar. Því bendir flest til þess að þessi trygginga- grein verði áfram rekin með tapi. Slæmt efnahagsástand gæti gert það að verkum að félögin tapi meira af viðskiptakröfum en verið hefur. Ekki verður séð að horfur séu mjög góðar í tryggingum sem stendur. ■ Nú víkurmáli mínu afturað réttlæti og ranglæti. Eg færði rök að því fyrr í þessari greinasyrpu, að hagkvæmni og hag- ræðing séu því aðeins verðug viðfangsefni handa hagfræðingum, að ákveðnum, ótilgreindum lágmarks- kröfum um dreifingu ávaxtanna af hagræðingunni sé fullnægt. Hagkvæmni útheimtir réttlæti. Þar að auki geta réttlæti og ranglæti haft áhrif á hagkvæmni. Margt bendirtil að mynda til þess, að landlæg óhagkvæmni í þjóðarbúskap margra Suður-Ameríkuríkja á liðnum árum og áratugum eigi rót sína að rekja að nokkru leyti til þess þjóðfélagsmisréttis, sem hefur viðgengizt í þessum löndum, þar sem mikil fálækt meðal íjöldans og mikið ríkidæmi fámennrar forréttindastéltar hafa haldizt í hendur í skjóli ójafns eignarhalds á landi meðal annars. Sár fátækt innan um allsnægtir hefur skapað togstreitu og úlfúð, sem hafa truflað efnahagsstarfsemina, spillt lífskjörum almennings og dregið úr hagvexti, þótt ýmislegt fleira, þar á meðal röng gengisstefna, hafi að sönnu lagzt á sömu sveif. Svipuðu máli virðist gegna um kommúnistaríkin fyrrverandi í Austur- Evrópu. Mikill ójöfnuður, sem lýsti sér meðal annars í miklum forréttindum spilltrar valdastéttar á kostnað almennings, átti trúlega drjúgan þátt í því almenna framtaks- og áhugaleysi, sem einkenndi efnahagslífið í þessunr löndum. Nýjar rannsóknir hagfræðinga á uppsprettum hagvaxtar virðast renna stoðum undir þessa túlkun. Þær benda t il þess til dæmis, að skerfur menntunar til batnandi lífskjara almennings sé ekki aðeins fólginn í auknum mannauði, heldur einnig í meðfylgjandi lífskjarajöfnun, sem virðist að sínu leyti geta leitt til aukins hagvaxtar í skjóli l'riðsamlegrar þjóðfélagsþróunar. Eignarrétturvirðistaukþessyfirleittnjóta meiri verndar í lögum og leikreglum, þegar þokkalegur jöfnuður í skiptingu auðs og tekna hefur náðst á milli ólíkra 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.