Vísbending


Vísbending - 21.08.1992, Blaðsíða 2

Vísbending - 21.08.1992, Blaðsíða 2
erhéreinföld samantekt nokkurrastærða sem lesa má úr ársskýrslum stofnananna. En því miður er ekki allt talið. Þátttaka sveitarfélaga í atvinnurekstri í grein, sem Þórður Skúlason framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga ritaði íMorgunblaðið fyrir skömmu, kemur fram að þátttaka sveitarfélaga í atvinnurekstri eykst hröðum skrefum. Vandamál í atvinnu- rekstri eftir 1987 ýttuundirþessaþátttöku, sem ekki er lögskylt verkefni sveitar- félaga. Má segja að þetta sé ákveðinn vítahringur. Með stofnun Atvinnu- tryggingasjóðs og Hlutafjársjóðs og með öðrum björgunaraðgerðum ríkisins 1988 neyddust mörg sveitarfélög til þess að leggja fjármagn í atvinnurekstur. Þetta hefur síðan haldið áfrarn og má segja að sprenging hafi orðið á seinni árum. Samkvæmt könnun, sem Samband tslenskra sveitarfélaga lét gera, tvöfölduðust framlög og ábyrgðir kaupstaða ti I atvinnul ffs frá 19871i 11991. Árið 1987 var heildarupphæðin 480 milljónir en nálgaðist milljarð 1991. Samanlagt voru framlög og ábyrgðir þrír milljarðaráöllu tímabilinu. Langmester þetta tengt sjávarútvegi, en raunar hafa allar atvinnugreinar hlotið umtalsverðan styrk. Sveitarfélögálandsbyggðinni utan Suðurlands og Reykjaness eru stórtækust en á Vesífjörðum er mest um þetta. Hátt í helmingur fjárhæðarinnar eru ábyrgðir, en reynslan er sú að þær falla flestar á sveitarfélögin fyrr eða seinna. Þessar tölur gilda einungis fyrir kaupstaði en ástandið er svipað hjá minni þéttbýlis- sveitarfélögum. Stórfelldar ábyrgðir og styrkir sveitarfélaga til atvinnulífs eru öfugþróun. Þungar byrðar eru lagðar á sveitarfélög, fjármagnskostnaður þeirra eykst og gela þeirra til að sinna lögbundnum verkefnum minnkar. Hér ráða eingöngu skammtímasjónarmið ferðinni. Hættan er sú að fyrir hvert starf og hverja krónu sem bjargast um hríð íapist tvö störf og tvær krónur í framtíðinni.Þettahefurhelförríkisforsjár sýnt, bæði í Austur-Evrópu og hjá frændum okkar Færeyingum. Vantar nýja atvinnu- og byggðastefnu Þegar horft er á þessar staðreyndir er eðlilegt að spyrja hvort hugmyndir um björgunaraðgerðir af hendi opinberra aðila, sem nú eru uppi, séu ekki sprottnar af fljótfærni. Reynslan af slíku er ekki góð eins og sjá má á skuldastöðu atvinnuvega, vanhæfi íslenskra fyrirtækja til að mæta sveiflum og eftirköstum slíkra aðgerða. Það er óvarlegt að láta hið opinbera taka meiri ábyrgð á atvinnurekstri, enda er það yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að færa atvinnulífið í hendur einstaklinga. Einkavæðing einstakra stofnana er smámunir miðað við það að undirstöðum atvinnulífsins sé stjómað með beinum eða óbeinum hætti úr stjórnarráðinu eða frá alþingi. Setja þarf skýr markmið um byggðastefnu, af hófsemi og til langs tíma. Samræma þarf alla þætti er snúa að byggðamálum, s.s. vega- framkvæmdir, hafnaframkvæmdir, opinbera þjónustu og útlán og styrki úr fjármálastofnunum. Tilviljanakenndar björgunaraðgerðir til þess að halda uppi atvinnu í skamman tíma veikja stöðu landsbyggðarinnar eins og reynslan sýnir. Markið hefur verið sett of hátt. Hið opinbera hefurekki bolmagn til að tryggja óbreytt vinnuframboð um allt land. Það getur hins vegar treyst undirstöðu atvinnulífsins með almennum aðgerðum og markvissri byggðastefnu. Höfundur er hagfrœðingur I Þjóðhags- líkan Vísbendingar ✓ Ottar Guðjónsson Þjóðhagslíkan Vísbendingar er sett upp með hliðsjón af haglíkani Þjóðhagsstofnunar sem birt var í viðauka 2 í sérriti Þjóðhagsstofnunar nr. 2, Islenskur þjóðarhúskapur og evrópska efnahagssvceðið, sem út kom í september á síðasta ári. Þegar eitt I íkan er haft sem fyrirmynd að öðru þá er lítil von til að seinna líkanið verði mikiðbetraen fyrirmyndin. Þó svo að fyrir því hefði verið vilji þá hefði heldur ekki verið mögulegt að setja upp nákvæma eftirmynd af líkani Þjóðhagsstofnunar. Þetta helgast af því að í líkani Þjóðhagsstofnunar eru notuð gögn sem stofnunin hefur ekki birt opinberlega, þar munar mest um gögn um ráðstöfunartekjur og ýmsa þætti þeirra. Þetta er sérstaklega bagalegt þar sem ráðstöfunartekjureru sú stærðseni hefur langmest áhrif í líkaninu. Endanleg útgáfa líkans Vtsbendingar er af þessum sökum, ásamt öðrum, mun ÍSBENDING einfaldari en líkan Þjóðhagsstofnunar og þar af leiðandi umtalsvert frábrugðin því. Það var ekki heldur ætlunin að setja uppnákvæmaeftirlíkinguafþeirralíkani, heldur var markmiðið að fá einhverja tilfinningu fyrir því hvernig svona lrkön eru sett upp og hvernig þau hegða sér og geta þannig betur áttað sig á merkingu þess sem út úr þeirn kemur. Einnig er mjög áhugavert að nota svona líkan til þess að bera saman mögulega þróun ýmissastærðaíframtíðinni útfrátveimur eða fleiri ntismunandi forsendum. Hagvaxtaspár Á meðfylgjandi mynd koma fram upplýsingar unt magnbreytingar í landsframleiðslu, spá líkansins eitt ár fram í tímann og spá líkansins tvö ár fram í tímann. Spá líkansins eitt ár fram í tímann byggist á upplýsingum unt innri stærðir líkansins árið áður og samtíma- gögnum fyrir ytri stærðirnar. Það er mikilvægt að átta sig á þessu, því að tölur fyrir árið 1993 byggjast á gögnum frá 1991 og eru því spá tvö ár fram í tímann, þar eð upplýsingar um 1992 liggja ekki fyrir fyrr en á næsta ári. Við gerð spárinnar var ekki farið út í að beita þeim aðferðum sem rétt væri að beita við skammtímaspá. Ef búa ætti til skammtímaspá þá væri ekkert vit í öðru en að nota allar þær vísbendingar sem þegar eru komnar fram sér til hjálpar. Þarmánefna upplýsingarunt innflutning, útflutning, iðnaðarframieiðslu, rfkisútgjöld o.m.fl. Það var þó ekki gert þegar spáin eitt ár fram í tímann fyrir áriðl992 varbúin til. Grunnhugsunin að baki þessu var að beita sömu aðferð öll árin þannig að niðurstöðurnar væru samanburðarhæfar. í Þjóðarbúskapnum nr. 13 birtir Þjóðhagsstofnun spá fyrir árið 1992. Stofnunin spáir 2,8% samdrætti í magni landsframleiðslu. Félag íslenskra iðnrekenda hefur einnig sent frá sér spá sína fyrir árið 1992 og spáir 2,7% samdrætti, það verður því að segjast eins og er að spá Vísbendingar um 0,4% samdrátt er frekar ósennileg. Eg tel að nokkuð líklegt sé að samdráttur landsframleiðslu verði á bilinu 2,5-3%. Ástæða þess að ég tel rétt að efast um trúverðugleika spár líkans V ísbendingar fyrir 1992 er sú að ekki hefur verið bætt við mikilvægum visbendingum, sem fram hafa komið það sem af er árinu. Þar mánefnaað innflutningurhafði minnkað um 14,2% í maí frá því á sama tíma í fyrra og ekki er ósennilegt að sú lala hækki í júní þar eð niðurstöður Alþjóða hafrannsóknarráðsins komu ekki fram fyrr en í byrjun júní og áhrif væntinga eru því ekki byrjuð að koma fram í maí. Þetta ásamt mikilli fækkun í nýskráningu bifreiða bendir til minnkunar í neyslu. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.