Vísbending


Vísbending - 04.08.1995, Qupperneq 1

Vísbending - 04.08.1995, Qupperneq 1
ISBENDING 4. ágúst 1995 V i k u um viðskipti og efnahagsmál 29. tbl. 13. árg. Síðustu forvöð Þorvaldur Gylfason Síðustu ár höfum við íslendingar mátt súpa seyðið af hirðuleysi okkar í efnahagsmálum marga áratugi aftur í tímann. Lífskj ör okkar hafa dregizt mjög aftur úr kjörum nálægra þjóða, þegar á heildina er litið. Enn sér ekki fyrir endann á þessari þróun. Reyndar er engin skynsamleg von til þess, að þessi óheillaþróun taki enda, svo lengi sem stjórnvöld sýna engin áþreifanleg merki þess, að þau hafi skilning á þeim skaða, sem orðinn er og þau bera sjálf höfuðábyrgð á. Minni vöxtur Einfalt framreikningsdæmi ætti að duga til að útmála vandann fyrir lesandanum. Landsframleiðslan hér á landi óx um 4,8% á ári að jafnaði árin 1973-87. Þetta varmikill hagvöxtur, eins og eðlilegt er í nýríku landi. Hefði hagvöxturinn haldizt óbreyttur að jafnaði fram til þessa árs, þá væri landsfram- leiðslan nú tvöfalt meiri en hún var 1980. Þetta varð þó ekki, því að í ár verður landsframleiðslan aðeins 37% meiri en 1980 sanikvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Það jafngildir aðeins um 2% hagvexti á ári aðjafnaði s.l. 15 ár og aðeins um 1% vexti landsframleiðslu á mann á ári þennan tíma. Ekkert land innan OECD hefur búið við minni vöxt lands- framleiðslu á mann síðan 1980 nema Nýja-Sjáland, enda réðust Nýsjálend- ingar í róttækar efnahagsumbætur 1984 til að snúa þróuninni við. Þeir hafa síðan haldið umbótunum áfram og náð góðurn árangri. Landsframleiðslan hér heima í ár er sem sagt næstum helmingi (46%!) minni en húnhefði orðiðaðóbreytlum hagvexti samkvæmt dæminu að frarnan. Við hefðum nú m.ö.o. getað staðið jafnfætis Bandaríkjamönnum í landsframleiðslu á vinnustund (eða á mann) á kaupmáttar- kvarða í stað þess að vera aðeins (rösklega) hálfdrættingará við þá. Löndin í kringum okkur hafa yfirleitt búið við sæmilega jafnan hagvöxt síðan 1973, þegar olíuverð snarhækkaði á heirns- markaði og hagvöxturinn úti í heimi hægði talsvert á sér; þess vegna er framreikningurinn látinn hefjast það ár. Við Islendingar hefðurn einnig að réttu lagi átt að búa við þokkalega jafnan hag- vöxt og öran þennan tíma, ekki sízt vegna útfærslu landhelginnar á tímabilinu. Munurinn á því, sem varð, og hinu, sem hefði getað orðið, verður enn meiri, ef við hugsum okkur óbreyttan hagvöxt hér heima frá 1960-87, þegar landsfram- leiðslanóx unt 5,2% aðjafnaði, framtil dagsins í dag (sjá ntynd). Þetta gat sarnt í rauninni ekki endað öðruvísi. Engin þjóð kemst upp með það til langframa að stjóma efnahagsmálum sínurn eins illa og við höfurn gert. Það hlaut að korna að þeim afturkipp, sem átti sér stað eftir 1987. Allabrestur átli drjúgan þátt í þessum umskiptum, það er rétt, en hann stafar að mestu leyti af ofveiði okkar sjálfra. Allir stjórnmála- flokkar landsins og helztu efnahags- ráðgjafar ríkisvaldsins bera ábyrgð á þessu ástandi, enda liggja rætur vandans djúpt og teygja sig langt aftur í tímann. Mér sýnist margt benda til þess, að ástandið eigi því miður eftir að versna, áður en það getur byrjað að batna til frambúðar. Vegum að rótum vandans Allt tal um að al It sé nú í bezta lagi eða á batavegi, er ekki annað en ábyrgðarlaust hjal og virðist stafa af vanþekkingu eða öðru ófrelsi. Menn inega ekki láta smávægilega upps veiflu í efnahagslífinu nú rugla sig í ríminu, enda er hægt að rekjahanaaðlangmestu leyti tilbúhnykks að utan, þ. e. a. s. til aflans úr Smugunni. Hann verður okkur þó skammgóður vermir. Ein af nánustu vinaþjóðum okkar lítur á afla okkar í Smugunni sein illa fenginn fisk. Norðmenn munu því gera allt, sem íþeirra valdi stendur, til aðhrekja okkur af þessum miðum og hafa rey ndar fulltingi Rússa til þess, enda lelja þeir, að Sntugan tæmist ella næstu 3-4 ár. Þetta Smuguævintýri má ekki verða til þess að byrgja mönnurn sýn aftur og fram í tímann og tefja þannig fyrir nauðsyn- legum umbótum. Efnahagsvandi okkar Islendinga er heimatilbúinn að langmestu leyti. Við erum ekki aðeins að dragast aftur úr þeim þjóðum.semviðerum vaniraðberaokkur saman við, heldur erum við einnig að ýrnsu leyti að verða eftirbátar sumra Austur-Evrópuþjóðanna, sent hafa ráðizt í róttækar efnahagsumbætur heiina fyrir s.l. ftmm ár, umbætur einmitt af því tagi, sem brýn þörf er fyrir hér heima, þótt stjórnvöld streitist á móti. Til dæmis eru allir bankar Tékklands nú þegar kontnir íeinkaeign.Hérheimaerhins vegarengin hreyfing enn í þá átt að draga úr ítökurn stjórnmálamanna í banka- og sjóða- kerfinu, þótt bankar og sjóðir hafi sóað og tapað svimandi fjárhæðum síðustu ár. Allar Austur-Evrópuþjóðirnar stefna hraðbyri inn íEvrópusambandið, en ekki við. Eigi að síður hefur ýmislegt hér þokazt til réttrar áttar undangengin ár. Ýmis hagræðing hefur verið að eiga sér stað í fyrirtækjum. Hún á sinn þátt í því, að það er að sumu leyti aðeins bjartara fram • Hcigvöxtur á íslandi • Ný aflamarksregla • Einkavœðing og lýðrœði

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.