Vísbending


Vísbending - 04.08.1995, Blaðsíða 4

Vísbending - 04.08.1995, Blaðsíða 4
V ISBENDING S v a r t Hagtölur sn Hækkun fráfyrratbl. Fjármagnsmarkaður Ný lánskjaravísitala 3.412 08.95 Verðtryggðbankalán 8,9% 21.07 Óverðtr. bankalán 11,9% 21.07 Lausafjárhlutfall b&s 3,51% 06.95 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 6,01% 24.07 Spariskírteini, kaup (5-ára) 5,86% 01.08 M3 (12 mán. breyting) 2,6% 06.95 Þingvísitala hlutabréfa 1169 02.08 Fyrir viku 1154 Fyrir ári 900 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 172,8 07.95 Verðbólga- 3 mán. 2,3% 04.95 -ár 1,4% 04.95 Framfvís.-spá 173,3 08.95 (Fors.: Gengi helst 173,5 09.95 innan ±2,25% marka) 174,0 10.95 Launavísitala 139,6 06.95 Árshækkun- 3 mán. 8,9% 06.95 -ár 4,9% 06.95 Kaupmáttur-3 mán. 7,4% 06.95 -ár 3,7% 06.95 Skortur á vinnuafli 0,2% 04.95 fyrir ári -0,5% Atvinnuleysi 5,0% 06.95 fyrir ári 4,0% Ríkisfjármál jan-júní 1995 jan-júní (milljarðar króna) Nú 1994 Tekjuafgangur -5,3 -4,7 Hrein lánsfjárþörf 12,4 10,3 Velta mars-apríl '95 skv. uppl. RSK. (milljarðar kr. og breyt. m/v sama tíma 1994) Velta 114 5,2% VSK samt. 7.3 -1,7% Utanríkisviðskipti í jan-júní 1995 (milljarðar kr. og breyt. m/v sama tíma 1994 Utflutningur 59,6 7,8% Sjávarafurðir 44 1,2% Iðnaðarvörur 12 21,3% Innflutningur 50 16,9% Bílar og vélsleðar 2,3 35,1% Vélar til atv.rekstrar 4,4 35,3% Ýmsar vörur til bygginga 0,8 17,6% Vöruskiptajöfnuður 9,8 -22,5% Gjaldeyrismarkaður (sala) Bandaríkjadalur 63,07 02.08 fyrir viku 63,22 Sterlingspund 101,21 02.08 fyrir viku 100,73 Þýskt mark 45,48 02.08 fyrir viku 45,37 Japansktjen 0,715 02.08 fyrir viku 0,718 Hrávörumarkaðir Fiskverðsvísitala SDR 104,2 07.95 Mán.breyting 1,6% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.860 01.08 Mán.breyt. 3,2% Kísiljárn(75%)(USD/tonn) 977 06.95 Mán.breyt. 1,5% Sink (USD/tonn) 1.027 01.08 Mán.breyt. -3,7% Kvótamarkaður, 25. júlí 1995 (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 75 535 fyrir mánuði 75 535 Ýsa 6 116 fyrir mánuð 10 119 Karfi 27 110 fyrir mánuði 25 85 Rækja 80 320 fyrir mánuði 80 320 v____________________________y í ljósi þess að hér á landi eru menn nokkuð sammála um að markaðslögmál eigi oft á tíðum nokkuð erfitt uppdráttar, og samkeppni er ekki virk nema í við- skiptum með smæstu einingar vöru og þjónustu, þá liggur beinast við að reyna að skoða og skilgreina uppbyggingu hverrar stofnunar ásamt tengslum stjórnenda og eigenda. Þannig hefur því jafnvel verið haldið fram (t.d. Éstrin & Pérotin, 1991) að undir ákveðnum kringumstæðum, s.s. þar sem hlutabréfa- markaður er ófullkominn og eignaraðild er dreifð, geti ákveðin svið hins opinbera (t.d. þing, þingnefnd, ráðherra eða sveitarstjórn) haft betri yfirsýn og upplýsingar til aðhalds stjórnendum heldur en fulltrúar eigenda á almennum markaði. Það er jú almennt viðurkennt að það er ekki eignarformið sem slíkt sem skiptir máli vilji menn horfa til hagkvæmni og betri reksturs heldur er það samkeppni ogvel smurður markaðm sem geta oft sem afleiðing einkavæðingar gert gæfumuninn. Ofangreindri niðurstöðu virðist Vísbending að einhverju leyti sammála ef marka má umrædda umfjöllun þar sem segir að Islandsbanka hafi tekist að tapa drjúgum án pólitískrar leiðsagnar og enn frekari umfjöllun um rekstur Islandsbanka í dálknum Aðrir sálmar í samatölublaðiundirfyrirsögninni:Lv/:m' fortíð aldrei? Hið raunverulega vandamál og viðfangsefni í íslensku stjórnkerfi og rekstrareiningum tengdum því verður aðeins að litlum hluta leyst með breyttri eignaraðild, slíkt er oft aðeins að færa vandann til og á endanum að skella skuldinni á þjóðfélagið allt. Viðfangs- efnið er flóknara en svo að ein til tvær hagfræðikenningar nái að töfra fram réttar lausnir á þjóðfélagsmálum. Blind efna- hagsleg fríhyggja elur af sér sjálfdæmis- hyggju (sbr. laun forstjóra einkavæddra einokunarfyrirtækja í Bretlandi) ásamt félagslegu og siðferðislegu ábyrgðar- leysi. Lausn umboðsmannavanda- málsins í íslensku stjórnkerfi þarf m.a. að nálgast með því að koma tökum á kjörnafulltrúaþannigaðþeirkomi tökum á þann rekstur (ráðuneyta, stofnana, fyrirtækja) sem ekki verður með góðu móti settur á samkeppnismarkað. Slík lausn þarf að byggja á mun dýpri umræðu um markmið og framtíðarsýn, og sú umræða þarf að vera frjórri en svo að hún gangi út á að selja eða ekki selja. Það er nefnilega ekki þannig að stjórnmálamenn eigi bara að ræða og velja reglur fyrir þegnana til að hlýða; stjórnmálamenn eiga að vera rödd fólksins í samfélaginu, þeir eiga að þjóna hugmyndum en ekki hagsmunum og stjómmálamenn eiga að leiða þjóðina áfram til ábyrgara, heilbrigðara og réttlátara samfélags. Höfundur er stjórnmálafrœðingur. r Aðrir sálmar ^ Samtrygging í hættu I stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í vor er þess getið að verulegar umbætur eigi að fara fram á lífeyris- sjóðakerfinu. Það átti að skoða samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða, allir landsmenn áttu að fá að njóta sambæri- legra lífeyrisréttinda, tryggja átti aukið valfrelsi og að sjóðsfélagar réðu einhverju um stefnumörkun og stjórn sjóðanna. Þetta virðast hinir ágætustu hlutir og til mikillabóta, og nú hefur fjármálaráðherra skipað nefnd til þess að útfæra þessi markmið. Því er aðeins að vona að tillögurnar verði í líkingu við fyrirheitin. Hins vegar þótt nefndin hafi ekki enn gengið að verki hefur tilvist hennar og áðurgreindra markmiða þegar valdið upphlaupi í fjölmiðlum. En samtök atvinnurekenda og launþega hafa verið ófeimin við að lýsa andstyggð sinni á þessu tiltæki. Ekki mátti betur á þeim skilja en allt væri í lagi eins og það væri og engin ástæða til þess að fólk hefði eitthvað um það að segja hvert peningar þess færu og hvernig þeim væri varið. Talsmaður ASI lýsti því yfir að ef fólk fengi að velja sér sjóði gætu sjóðirnir rétt eins valið sér fólk, því my ndi samtry gging kerfisins hverfa. Þessi rök eru þó undarleg í ljósi þess að eitt af markmiðum umbótanna er að allir landsmenn njóti sambærilegra réttinda, sem þýðir m.a. að einstaklingar hljóta að velja sér sjóði, en ekki öfugt. Vegna viðbragða ASÍ/VSÍ læðist sá grunur að, að hin raunverulega sam- trygging sem er í hættu sé samtrygging þeirra sjálfra. En eins og lífeyriskerfið er í dag hafa forystumenn verkalýðsfélaga og vinnuveitendasambandið allt um þessa sjóði að segja og geta deilt og drottnað að vild. Og téð samtök geta varla talist hrjáð af rniklu lýð- eða dreifræði. Þaðskiptirþvílitluhvernig sjóðsstjórnin ávaxtar sittpund, launþegareru markaðir henni og hljóta að dragast í hennar dilk. Við þessu er fátt að segja. Þessir forystumenn telja greinilega sína forsjá besta fyrir lífeyri launþega á þessu landi. Hvað varðar ASI þarf þettaekki að koma á óvart, en verkalýðsfélög eru allajafna ekki miklir boðberar frjálslyndis. Hins vegar vekur afstaða VSI nokkra furðu, en erlendis hafa samtök atvinnurekenda oftast verið kyndilberar frelsis og sjálf- ræðis einslaklinga. Samtök íslenskra \atvinnurekenda virðast stefna í öfuga átt/ Ritstjórn: Asgeir Jónsson, ritstj. og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 561 -7575. Myndsendir: 561-8646. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 600 eintök. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.