Vísbending


Vísbending - 05.01.1996, Blaðsíða 1

Vísbending - 05.01.1996, Blaðsíða 1
ISBENDING s rit um viðskipti og efnahagsmál 1. tbl. 14. árg. V V i k u Nýtt ár Um hver áramót eru menn minntir á jpað að þeir halda áfram á lífsins braut. Islendingum hefur löngum verið tamara að líta um öxl og lýsa fömum vegi en að horfa fram á við. Menn halda „áfram veginn“, en spyrja sig sjaldnar hvaða veg eða hversu góður hann sé. Við skyggnumst um nokkur svið viðskipta- lífsins, ekki sem völva VísbencLingar heldur fremur til þess að fjalla um lík- legaeðaæskilegaþróunákomandiárum. Frelsi... íslenskt hagkerfi hefur löngum verið hneppt í fjötra ofstjórnar og óstjórnar en— þærfylgjast oftast að. Smám saman hefur frelsi verið aukið á mörgum sviðuin við- skipta og það hefur undantekningarlítið orðið neytendum til góðs, þótt auðvitað leiði það oft af sér að nýir aðilar taki við viðskiptum af þeim sent fyrir voru. Allt frá árinu 1983 hefur frelsi verið haft að leiðarljósi í efnahagsstjóm hér á landi, ef undan eru skilin árin 1988-’91. Stefnu- yfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna bendir til þess að haldið verði áfram á þeirri braut, þótt enn hafi lítið gerst á því sviði. Það er engin tilviljun að þær greinar hafa orðið verst úti þar sem afskipti stjóm- valda hafa verið mest. Afskipti ríkisins af landbúnaði hafa áratugum saman komið í veg fyrir hagræðingu. í nafni byggðastefnu hefur afkastageta í fisk- vinnslu og útgerð líka verið langt umfram það sem hráefnið leyfði. I stað þess að láta eðlileg viðskiptalögmál gilda hafa endurteknir styrkir, lán og ekki síst gengisfellingar valdið því að enn er langt í land að fyllsta hagræðis sé gætt. Það er enginn vafi á því að fiskvinnslufyrir- tækjum á eftir að fækka mikið áður en eðlileg rekstrarskilyrði ríkja í greininni. Margir hafa haft af þ ví áhyggj ur að sjávar- útvegur sé að færast á færri hendur en ekkert er fjær sanni. Flest þau fyrirtæki sem best ganga eru almenningshlutafé- lög og hlutabréf seld hverjum þeim sem fyrir þau getur greitt. svonefnd stjórnsýslulög þar sem tekið var á mörgum atriðum í stjórnun ríkisins, til dæmis því að menn dæmdu ekki um eigin verk. Jafnframt var try ggt að þegnar fengjuáfrýjunarréttímálum efþeirteldu á sér brotið. Þetta hefur hins vegar orðið til þess að mál hrannast upp hjá úr- skurðaraðilum og ef uppfylla á markmið um skjóta afgreiðslu má búast við því að hér skapist ný atvinnugrein, úrskurðar- iðnaður. Öllu þessu málavafstri fylgir heilmikil skriffinnska og oft læðist sá grunur að manni að mörg málin séu kærð, einfaldlega vegnaþess að því fy lgi enginn kostnaður af hálfu kærandans. Leiðin til þess að bæta úr þessu er ekki að minnka rétt borgaranna til málsskota heldur að taka ákveðið lágmarksgjald fyrir hverja kæru, gjald sem yrði endurgreitt þeim sem ynnu sín kærumál. Samkeppnisstofnun var sett á laggir um svipað leyti. Henni er falið að gæta þess að koma í veg fyrir að markaðs- ríkjandi hringar geti notfært sér aðstöðu sína til þess að klekkja á neytendum. Þetta er göfugt sjónarmið en það rekst illu heilli á það að íslenskir markaðir eru svo litlir að oft er ekki pláss fyrir marga aðila. Á margfalt stærri mörkuðum fækkar fyrir- tækjum á fléstum sviðum. Sums staðar rúniar markaðurinn ekki einu sinni eitt fyrirtæki, hvað þá tvö. Þess vegna verður Samkeppnisstofnun að gæta þess að auka ekki meðúrskurðum sínumóhagkvæmni með kröfum sem miðast við milljóna- þjóðfélög. Það er mikilvægt að markaðir séu opnir fyrir samkeppni, ekki að henni sé haldið við með stjórnvaldsákvörðun. Eitt grundvallarsjónarmið virðist þó vanta inn í íslensk samkeppnislög, að minnsta kosti sér þeirra ekki stað í úr- skurðum stofnunarinnar. Það er bann við undirboðum, þar sem fyrirtæki kaupa vöru beinlínis til þess að selja hana undir kostnaðarverði. Undirboð eru hættu- legasta aðför að frjálsri samkeppni því þau svipta þann, sem fer að lögum, sam- keppnishæfni. Hér mega menn ekki láta skammtímahagnað neytenda villa sér sýn. Eftirað undirboðsfyrirtækinhafarutt heiðarlegu fyrirtækjunum úr vegi eigaþau sjálfdæmi um verð, og kjör neytenda versna. Laun og fólksflótti ... og reglur Setja verður leikreglur þótt því megin- sjónarmiði sé fylgt að allir séu jafnir fyrir lögum. Fyrir nokkrum árum voru sett Um fátt er meira talað hér á landi í fjölmiðlumenlaunamisrétti. Umþaðþarf ekki að deila að kjör manna eru misjöfn. Margir hafa miklar áhyggjur af því að lægstu laun hér á landi séu allt of lág. Þó er það vandamál líklegra til vandræða í nútímaþjóðfélagi hve lág laun er hægt að bjóða ungu og vel menntuðu fólki, sem getur auðveldlega fengið vinnu við sitt hæfi erlendis á miklu betri launum en hér bjóðast. Samgöngur valda því að fjar- lægð frá ættjörðinni er mönnum ekki sá þyrnir í augum sem áður var. Þekking er lykill að betri lífskjörum almennings hér á landi sem annars staðar. Þess vegna er það afar alvarlegt ef smæð íslensks markaðar, óhagkvæmt efnahagskerfi og öfund verður til þess að ekki er hægt að bjóðaefnilegu hæfileikafólki samkeppn- ishæf kjör hér á landi. Þótt oft sé talað um hálaun stjórnenda nokkurraíslenskra fyrirtækja þá er aldrei talað um að ís- lenskir forstj órar hj á fy rirtækj um erlendis eða listamenn, sem náð hafa frægð utan landsteinanna, séu á óhóflegum kjörum. Talað er um það samtímis að lækka skatta á háar tekjur Islendinga sem flutt hafa skattaheimili sitt til útlanda og leggja frekari hátekjuskatta á þá sem hér búa og njóta miklu lakari launa. Hinir síðar- nefndu velja að lielga þjóðinni krafta sína og hljóta að launum illt umtal. Einkavæðing Af orðum ráðantanna er fyrirsjáanlegt að viðantikil verkefni á fjármálasviðinu færist úr höndum ríkisins á kjörtíma- bilinu. Ekki aðeins með söluábönkunum heldur, og ekki síður, með því að ein- stakir sjóðir Itverfi úr eigu ríkisins til einkaaðila. Með því að setja upp mark- vissa einkavæðingaráætlun má á kjör- tímabilinu auðveldlega ná halla ríkis- sjóðs niður, jafnvel í núllið eftirsóknar- verða. Ríkisbankar, fjárfestingalána- sjóðir og Póstur og sími eru allt fyrirtæki sem eru álitleg fyrir tjárfesta. Reynsla annarra bendir til þess að hagur bæði starfsmannaog neytendabatni viðeinka- væðinguna. Allt sem þarf er þor. Efni blaðsins I forsíðugrein er fjallað um ýmislegt sem betur mætti fara í viðskiptalífinu. SigurðurJóhannesson, hagfræðingur, varar við því að Landsvirkjun gefi eftir af rafmagnsverði í stóriðjusamningum. Sigurjón Geirsson, deildarstjóri hjá Bankaeftirlitinu, segir frá nýjum reglum um ársreikninga banka og sparisjóða, en með þeim verður auðveldara að bera ^saman íslenska og útlenda banka.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.