Vísbending


Vísbending - 05.01.1996, Blaðsíða 2

Vísbending - 05.01.1996, Blaðsíða 2
/ Hagur Islendinga af stóriðju ræðst af orkuverðinu Sigurður Jóhannesson Erlend stóriðja á Islandi virðist ekki lengur umdeild. Lítil and- staða var til dæmis við orkusölu- samninginn við álverið í Straumsvík í haust. En hafa ber hugfast að ekki er víst að allir stóriðjusamningar séu hagstæðir landsmönnum. Þórður Friðjónsson segir í upphafi greinar sinnar í Vísbendingu 23. nóvembersíðastliðinn: „Skemmster frá því að segja að stækkun álversins í Straumsvík er umtalsverður búhnykkur fyrir íslendinga. Astæðurnar eru augljósar.“ Ég hefði frekar sagt að ástæðurnar væru trúnaðarmál (þó að Þórðurþekki þæreflaust), þvíaðímínum huga ræðst hagur íslendinga af stóriðju einkum af rafmagnsverðinu. Nýlegir samningar við Isal eru sérstakir að því leyti að þar er aðallega verið að selja um- framrafmagn fyrstu árin. Virkja þyrfti alveg frá grunni fyrir annan þungaiðnað sem rætt er um að koma á fót á Islandi núna. Hér á eftir velti ég því fyrir mér hvenær hagkvæmt er að virkja sérstak- lega fyrir stóriðju. Arðsemi virkjana er komin undir því hvort tekjur af þeim eru meiri að núvirði en útgjöldin. Avöxtunarkrafan, sem nota skal við núvirðisreikningana, er vegið meðaltal af vöxtum af eiginfé og lánsfé sem þarf til framkvæmda. Krafan er hærri en ef aðeins eru reiknaðir vextir af lánsfé, því að eðlilegt er að hærri arðsemiskrafa sé gerð til eiginfjár. Ef tekjur og gjöld eru reiknuð á föstu verðlagi á að nota raun- vexti en ekki nafnvexti. Nokkur álitamál koma upp við þessa útreikninga: * Á að verðleggja virkjanaréttindi og náttúruspjöll sem ekki hafa í för með sér greiðslur fyrir Landsvirkjun? * RætterumaðLandsvirkjunþurfi að eiga birgðir af umframrafmagni til að geta selt málmbræðslum raforku með skömmum fyrirvara. Hvaða áhrif hefur þetta á kostnað Landsvirkjunar af orku- sölunni? * Stóriðjaograforkuframkvæmdir auka atvinnu í landinu. Má slá af arð- semiskröfum vegna þess? Virkjanaréttindi og náttúruspjöll Nýlega var Landsvirkjun sýknuð af kröfu nokkurra húnvetnskra hreppa um bætur fyrir land og rétt til virkjunar Blöndu. HéraðsdómurReykjavíkurtaldi að hrepparnir hefðu ekki sannað að þeir ættu Eyvindarstaðaheiði og Auðkúlu- heiði. Lands virkjun hafði haldið því fram að heiðarnar væru afréttarland sem ekki væri eign neins einstaklings eða stofnunar. Þýðir úrskurðurinn að kostnaður við Blönduvirkjun sé minni en ella? Nei, útlagður og bókfærður kostnaður minnkar að vísu, en raunveru- legur kostnaður við virkjunina hlýtur að vera hinn sami hvort sem einstakir hreppar eiga landið eða þjóðin öll. Virkjanir valda miklu jarðraski, árfar- vegum er breytt og stöðuvötn stækkuð. Landsvirkjunbætirspjöll ábeitilandi, en aðöðru leyti erekki reiknaðurkostnaður af raski á almenningum. Óspillt náttúra er verðmæt, að minnsta kosti í augum þeirra sem hafa fyrir því að skoða hana, og erlendis hafa menn verið að feta sig áfram við að meta hana til fjár. Áköfum náttúruverndarmönnum finnst það sjálf- sagt mesta ósvinna, en þó hlýtur slíkt mat að vera framför frá því að meta náttúruna einskis, eins og oft er gert. B i rgð i r af rafmagni Líkasttil hefði Landsvirkjun ekki getað samið við Isal með jafnskömmum fyrir- vara og hún gerði í haust ef hún hefði ekki átt rafmagn aflögu. í viðtali við Morgunblaðið 6. október síðastliðinn segirupplýsingafulltrúiLandsvirkjunar: „Það koma alltaf tímabil þar sem við erum með umframorku, þar sem allar fram- kvæmdir gerast í stökkum. Spurningin er þá hvort við ætlum að hafa hana sem minnsta, en draga þar nteð úr mögu- leikum okkar til þess að selja erlendum fjárfestum raforku með skömmum fyrir- vara, eða ætlum við að hafa borð fyrir báru sem gefurokkur svigrúm til að grípa þau tækifæri sem gefast." Ef Lands- virkjun vill eiga birgðir af rafmagni, umfram það sem ekki verður hjá komist, verður að bæla slíku birgðahaldi við kostnað af orkusölu til stóriðju. Birgða- kostnaðurinn er ávöxtun af ónýttri fjár- festingu auk afskrifta. ÍSBENDING vík, en ef ekki er rafmagn á lausu handa nýrri stóriðju ntá gera ráð fyrir að þúsundir vinni við framkvæmdir (bæði við stóriðjuna sjálfa og virkjanir). Hér þurfa stjórnvöld að sýna aðhald, eins og Þórður Friðjónsson benti á í fyrmefndri grein í Vísbendingu 23. nóvember. Ef þau gera það minnka önnur umsvif í þjóð- félaginu nokkurn veginn sem nemur framkvæmdunum, en að öðrum kosti er hætt við að þær leiði til verðbólgu og halla á viðskiptum við útlönd. En hvað sem því líður tekur virkjanagerð alltaf til sín vinnuafl úr nágrenninu og kaup hækkar á þeim slóðum, jafnvel svo að gamalgróin fyrirtæki neyðast til að hætta rekstri. Fólk á svæðinu hefur svo ekki að neinu að hverfa þegar framkvæmdum lýkur. Mjög hæpið er að telja atvinnu við framkvæmdir til kosta stóriðju. Sláum ekki af verðinu Stóriðjaefliríslensktatvinnulífoggerir landið byggilegra ef arðsemissjónarmið eru höfð í huga við raforkusölu. Arðsemiskrafan ræðst ekki aðeins af vöxtum af lánsfé heldur einnig af kröfu um arðsemi eiginfjár, sem er hærri. Rétt er að verðleggja þau náttúrugæði sem fara forgörðum þegar virkjað er. Ef Landsvirkjun telur nauðsynlegt að hafa orku aflögu til þess að geta samið við stóriðju með skömmumfyrirvara, verður að bæta birgðakostnaði við orkuverðið. Eftir að nýtt stóriðjufyrirtæki tekur til starfa eykst atvinna, að minnsta kosti fyrst í stað, en þó mun minna en nemur fjölda starfa við verksmiðjuna. Einnig er hugsanlegt að stóriðjan borgi starfs- mönnum betur en aðrir. Hæpið er þó að þetta réttlæti að slegið sé af rafmagns- verði. Ef stjórnvöld vilja laða að erlenda fjárfestingu er best að gera það með skattaívilnunum eða einhverjum öðrum almennum hætti. Ekki mágefameiraeftir en ávinnst með slíkum tilboðum og raunar er smekksatriði hvað ntenn vilja ganga langt í þessa átt. Höfundur er liagfrœðingur Atvinnubætur Þar sem þjóðin öll á Landsvirkjun (Reykvíkingarraunar stærri hluten aðrir landsmenn) er oft talið rétt að hún taki mið af áhrifum málmbræðslna á atvinnu í landinu þegar hún setur upp verð á raf- magni til þeirra.En ekki máofmeta þessi áhrif. Ný störf bætast við í álverum og járnblendiverksmiðjum, en önnur h verfa annars staðar í þjóðfélaginu. Verið getur að betur sé borgað í stóriðju en í sant- bærilegum störfum annars staðar og er sjálfsagt að telja það til kosta hennar. Komið hefur fram að um 750 manns vinna við stækkun álversins í Straums- -----♦----♦----«----- Bjartsýni hjá OECD I nýrri skýrslu OECD um horfur næstu tvö árin í aðildarlöndum segir að í öllum löndunum megi sjáveikleikamerki. Samt séu aðstæður almennt jákvæðar. Vextir fari víðast lækkandi,verðbólga sé lág og jafnvægi ríki milli gengis gjaldmiðla. Á sama tíma sé milliríkjaverslun íhámarki. Stofnunin spáir því að hagvöxtur verði að meðaltali á milli 2,5 og 3 prósent næstu tvö ár. Meginvandi aðildarríkja sé mikill halli áríkissjóði flestra þeirra. Þetta valdi því að langtímavextir séu hærri en ella væri. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.