Vísbending


Vísbending - 13.12.1996, Blaðsíða 2

Vísbending - 13.12.1996, Blaðsíða 2
Evró í fortíð og framtíð Björgvin Valdimarsson Með undirritun Maastricht- sáttmálans í febrúar 1992 var stigið stórt skref í átt að því að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) kæmist á laggirnar. Aðildarríkin skuldbundu sig með aðild að sáttmál- anum til að samræma efnahagsstefnur sínar, hafa eftirlit með fjármálastefnum sínum til að koma í veg fyrir óhóflegan fjárlagahalla og til að koma á sameigin- legum gjaldmiðli (evró). Ferlinu við að koma á efnahags- og myntbandalagi hefur verið skipt íþrjú skref. Fyrstaskref- ið var að koma á innri markaði í Evrópu sem var gert árið 1990 og í kjölfar þess voru fjármagnsflutningar innan ESB- ríkjanna gefnir frjálsir. Annað skrefið var tekið árið 1994 með stofnun Evrópsku peningamálstofnunar EMI (European Monetary Institute) og hefur sú undirbúningsvinna sem nauðsynleg er til að koma á sameiginlegum evrópsk- um gjaldmiðli verið unnin innan hennar. Þessi stofnun er fyrirrennari Evrópska seðlabankans sem tekur til starfa í kjölfar þess að sameiginlegur gjaldmiðill verður tekinn í notkun. Evrópski seðlabankinn verður síðan í samstafi við seðlabanka þeirra ríkja sem aðild eigaað myntbanda- laginu. Þriðja og síðasta skrefið er mynt- bandalagið sjálft sem ráðgert er að kom- ist á í janúar 1999. Þá verður gengi gjald- miðla fest, tekin verður upp sameiginleg peningamálastefna, Evrópski seðla- bankinn tekur til starfa, TARGET- greiðslukerfíð verður tekið í notkun og öll skuldabréf aðildarríkja verða í evró. í janúar árið 2002 verður byrjað að dreifa peningaseðlum og mynt í evró og ekki seinnaen íjúlí árið 2002 verðaeldri gjald- miðlar með öllu teknir úr notkun. Samstarf í ERM Samstarf hefur verið um nokkurt skeið á milli flestra aðildarríkja ESB varðandi gjaldeyrismál. ERM (Exchange Rate Mechanism) er samstarfssamningur sem gengur út á að halda sveiflum á gengi gjaldmiðla aðildarríkja innan ákveðinna marka. Aðild að ERM í a.m.k. tvöárerskyldaef ríki innan ESB ætlaað taka þátt í EMU. Nú eru 12 af 15 aðildar- ríkjum ESB aðilar að ERM og eru það Bretar, Grikkirog Svíar sem ekki eru aðilar ISBENDING að samningnum. Með ERM hefur tekist að halda niðri verðbólgu og er vaxta- munar langtímavaxta lítill á milli aðildar- ríkja. í Maastricht-sáttmálanum var kveðið á um að verðbólga hjá þeim rikjum sem ætluðu sér að vera með í mynt- bandalaginu færi ekki yfir 1,5% af meðal- verðbólgu þeirra þriggja ríkja þar sem verðbólga er lægst og einnig var það skilyrði sett að langtímavextir séu ekki hærri en 2% yfir meðalvöxtum í þeim þremur rikjum þar sem verðbólga er lægst. Tvö önnur skilyrði voru sett í Maastricht-sáttmálanum fyrir aðild að EMU. Þessi skilyrði eru að halli ríkis- sjóðs sé ekki meiri en nemur 3% af vergri landsframleiðslu og að skuldirríkissjóðs séu ekki meiri en 60% af vergri lands- framleiðslu. Þó að flest af þeim ríkjum sem ætla sér að vera aðilar að EMU uppfylli skilyrðin um verðbólgustig og vaxtastig er ekki hægt að segja það sama um halla ríkissjóðs og skuldsetningu hans. Aðeins eitt ríki, Lúxemborg, upp- fyllir öll skilyrðin eins og staðan er í dag. í upphafi árs 1998 metur Evrópuráðið hvaða ríki uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir inngöngu í myntbandalagið og ákveður hverjir verða aðilar að því. I Maastricht sáttmálanum eru gerðar und- antekningar frá ofangreindum skilyrð- um í þeim tilfellum þar sem aðild að my nt- bandalaginu er heimiluð ef riki eru ná- lægt þeim mörkum sem um ræðir eða ef hlutfallið sem um ræðir hjá viðkomandi ríki hefur lækkað verulega og stöðugt. Þess má geta að Island uppfyllir öll skil- yrðin fyrir aðild að myntbandalaginu fyrir utan það að ísland þyrfli að vera aðildarríki í ESB til að geta komið til greina. Gert er ráð fyrir að í byrjun árs 1999 muni sex til tíu ríki vera aðilar að EMU og að fleiri fylgi í kjölfarið. Skýrsla AMUE I skýrslu, sem gefin var út af sam- starfshóp um myntbandalag Evrópu, AMUE (The Association for the Mone- tary Union of Europe), og að stóðu aðilar frá 68 fyrirtækjum ásamt sérfræðingum frá Evrópuráðinu, eru dregnar saman ýmsar niðurstöður varðandi áhrif mynt- bandalagsins og hvernig fyrirtæki eigi að bregðast við því. Skýrsla þessi var gefin út á þessu ári og verður hér gerð grein fyrir einstökum efnistökum henn- ar. Sameiginlegurinnri markaður Evrópskt myntbandalag er talið nauð- synlegt til þess að hægt verði að nýta kosti sameiginlegs markaðar innan ESB til fullnustu. Einn gjaldmiðill með það höfuðmarkmið að viðhalda stöðugu verðlagi er talið mikilvægt skilyrði fyrir því að bæta samkeppnishæfni rikja ESB á alheimsmarkaði, auka fjárfestingar og hagvöxt innan ESB og til þess að skapa fleiri störf á markaðssvæðinu. Bankar og aðrar fjármálastofnanir eru komnar vel á veg með þann undirbúning sem nauðsynlegur er fyrir skiptin yfír í sam- eiginlega mynt og eru evrópsk fyrirtæki einnig farin leggja út í viðeigandi undir- búningsstarfsemi. Talið er að markaður- inn muni örva umskiptin yfir í evró gjald- miðilinn þar sem viðskiptavinir fyrir- tækja muni koma til með að eiga sín viðskipti í evró. Nú þegar hafa nokkur fyrirtæki í Evrópu það á stefnuskránni að byrja að notast við hinn nýja gjald- miðil árið 1999 fyrir hluta af eða alla starfsemi sína og er stórfyrirtækið Philips dæmi um það. Hinn nýi gjald- miðill mun skapa ný viðskiptatækifæri og auka skilvirkni fyrirtækja sem starfa innan aðildarríkja og þannig gera sam- keppnishæfi og stöðu á vinnumarkaði betri. Evró gjaldmiðillinn kemur til með að auka stærð innanlandsmarkaðar sem talið er koma sér best fyrir lítil og miðl- ungsstór fyrirtæki. Hvað viðkemur fjár- málum þá er talið að evró muni leiða til hagkvæmni og endanlega til sparnaðar í fjármagnsgjöldum fyrirtæka og stofn- ana innan myntbandalagsins. Upplýs- ingakerfi skipta miklu máli hvað varðar innleiðinguna og mikilvægt er talið að undirbúningsvinna við þessi kerfi hefj- ist sem fy rst til að koma í veg fy rir vanda- mál sem kunna að skapast eftir að evró hefur verið tekið í notkun. Gott tækifæri skapast til að samræma upplýsingkerfi í kjölfar breytingarinnar. Með því að koma á sameiginlegum gjaldmiðli skap- ast góðar aðstæður fyrir neytendur til að bera saman verð á vörum og þjónustu á milli svæða og þarf ekki lengur að umreikna verð viðkomandi vöru eða þjónustu yfir í mynt þess lands þar sem viðskiptavinurinn er búsettur ef hann er að bera saman verðlagningu innan þeirra ríkj a sem aðilar eru að my ntbanda- laginu. Áhætta að bíða Nokkur áhætta er fólgin í því fyrir fyrirtæki að byrja ekki undirbúnining nægjanlega snemma fyrir myntbanda- lagið. Lítill tilkostnaður er fólginn í því fyrir fyrirtæki að koma á fót evró-vakt sem fylgist með stöðu mála og fer yfir hver áhrifin komi til með að verða. Margir bankar og fyrirtæki í Evrópu eru þegar farin að gera þetta. Fyrirtæki í þeim lönd- urn ESB sem ekki verða aðilar að mynt- bandalaginu í byrjun ættu að byrja kanna áhrifin því að líklegt má teljast að fleiri ríki en þau sem verða stofnaðilar muni koma til með að bætast í hópinn. Fyrirtæki í löndum sem ekki eru í EMU ættu einnig að hugsa sinn gang og gera viðeigandi ráðstafanir og eru mörg íslensk fyrirtæki í þeim hópi. Höfundur er viðskiptafrœðingur Heimildir: Skýrsta AMUE, Morgunblaðið og Economist

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.