Vísbending


Vísbending - 13.12.1996, Blaðsíða 4

Vísbending - 13.12.1996, Blaðsíða 4
V ISBENDING Hagtölur Þróunlánskjara- vísitölu Lánskjaravísitalan, þ.e. sú eldri en sú nýja heitir nú neysluverðs- vísitala til verðtryggingar, hefur hækk- að um 2,44% á einu ári. Hækkunin end- urspeglar almenna hækkun verðlags í landinu þar sem ekki er lengur tekið sérstakt tillit til launahækkana eða hækkunar á byggingarkostnaði. Það er hins vegar fróðlegt að bera saman hver þróunin væri ef eldri vísi- talan væri enn í notkun. Eldri láns- kjaravísitala væri, samkvæmt útreikn- Samanburður lánskjaravísitalna N 3600 * jr* r" * 3200 9 4 9 1 4 9 1 4 9 5 3 95 5 5 7 95 9 95 11 95 1 96 3 96 5 96 9 6 í 6 11 96 ingum Vísbendingar, í 3664 stigum í desember 1996 og væri rúmlega 3,9% hærri en sú sem nú gildir en gildi hennar í desember er 3526. Arshækkun eldri vísitölunnar væri 4,5%. Sem dæmi um muninn milli vísitalna ættu eigendur spariskírteina nú tæp- lega 2,7 milljörðum króna verðmeiri heildareign ef mælt væri með eldri vísitölu í stað þeirrar sem nú gildir. Miðað er við stofn spariskírteina í vgeptember: 70.290 milljónir kr._/ Vísbending vikunnar Nokkur óróleiki hefur verið á hlutabréfamarkaði í Bandaríkj- unum að undanförnu. Dow Jones vísitalan (DJIA) náði nýju hæsta gildi þann 25. nóvember sl. og síðan hefur orðið nokkur lækkun á vísitölunni. í kjölfar þessa hefur gengi dollarans á alþjóðamörkuðum flökt nokkuð og er óvissa um framhald þeirrar þróunar. Þótt gengi íslensku krónunnar gagn- vart erlendum myntum hreyfist innan fyrirfram ákveðinna marka þá eru þau nokkuð rúm, þannig að óróleiki á gengi dollars smitast hingað. Þannig hefur dollar hækkað um rúmlega eina kónu Vliér á landi frá miðjum nóvember. ) Intemetsími: er það framtíðin? Um nokkurt skeið hefur verið hægt að nota Internetið sem síma. Internetnotandi á Is- landi getur með notkun margmiðlunar- búnaðar, svo sem hátalara og hljóð- nema, ásamt viðeigandi hugbúnaði hringt í annan Internetnotanda hvar sem er í heiminum og talað við hann hafi gagnaðilinn sambærilegan búnað. Helstu takmarkanir eru þær að hljóð- gæði eru ekki jafn mikil og við eigum að venjast í daglegri notkun síma. Kostur- inn við þetta fyrirkomulag er hins vegar ótvíræður, þetta er mun ódýrara. Þannig er hægt að hringja til Astralíu fyrir sama kostnað og það kostar að hringja inn- anlands. Samkeppni við símafyrir- tæki Eins og búast má við eru ekki allir jafn hrifnir af þessu fyrirkomulagi og fara þar fremstir í flokki þeir aðilar sem bjóða Íanglínusímaþjónustu. Ef þetta fyrir- komulag nær fótfestu þá sjá þau fram á verulega tekjurýrnun. Enn þá er notkun Internetsímans ekki mjög almenn. Helsti þröskuldurinn er lítil flutningsgeta Internetsins sem veld- ur því að sambandið er ótraust. Notkun Internetsins er enn ekki orðin svo almenn að hún ógni símafyrirtækjunum að ráði. Undantekningin Undantekningin frá reglunni er síma- fyrirtæki í Finnlandi. En samkvæmt Wall Street Journal hefur Telecom Finland ákveðið að bjóða upp á Internetsíma- þjónustu. I upphafi er búist við að um 30.000 manns muni nýta sér þjónustuna en almennt er búist við að móttökurnar verði góðar og notendum eigi eftir að fjölga mjög hratt. í Finnlandi er Internetið mjög útbreitt og hraðvirkt. Símafyrir- tækið hyggst þróa ýmiss konar þjón- ustu fyrir viðskiptavini sína svo sem símaskrárþjónustu, frávísun símtala og talpóst („voice mail“). Framtíðin mun skera úr um hvort þessi þjónusta muni festa rætur hér á landi. Póstur og sími er að vinna sér markað meðal notenda Internetsins hér á landi. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir muni bjóða sambærilega þjónustu og finnsku brautryðjendurnir. Aðrir sálmar Að „varfæraa sig út af markaðnum Stundum er sagt, að menn sem eru of varkárir í sínum verkum, „var- færi“ sig út af markaðnum. Þá er átt við að varfærnin er orðin svo öfgakennd að skynsamlegum viðskiptum er hafnað. Er þetta að gerast í umhverfisráðuneyt- inu varðandi merkingar á umbúðum mat- væla? Það virðist litlu skipta hvort var- an er góð eða slæm, öllu virðist skipta að bókstafnum sé fylgt svo langt að það skaði jafnvel hagsmuni neytenda. Þannig er að samkvæmt reglum Evrópusambandsins skal miða merking- ar á vörum við 100 g innihalds. Sam- kvæmt upplýsingum frá Eftirlitsstofnun EFTA væri nægjanlegt að merkja á hillur í viðkomandi verslun innihald vamings- ins miðað við 100 g. Ef leið umhverfís- ráðuneytisins er farin munu líklega hverfa hér af markaði gæðavörur sem hafa verið í boði í áratugi og Iíkað vel. Er ekki ástæða til að neytandinn fái að njóta vafans, sérstaklega ef það er rétt ástæða krafnanna um merkingu miðaða við 100 g innihalds sé verndarstefna evrópskra matvælaframleiðenda? Með þessum vinnubrögðum er verið að draga úr samkeppni og vöruvali og þá eru hagsmunir neytenda fyrir borð bornir. Samkvæmt Hagtíðindum í október 1996 voru flutt inn matvæli og drykkjar- vörur frá Bandaríkjunum fyrir u.þ.b. 1 milljarð króna á tímabilinu janúar til sept- ember en heildarinntlutningurinn nam á sama tíma um 9 milljörðum króna. Það munar um minna. Hitt er svo annað að þótt merking innihalds sé miðuð við 100 g og full- komlega lögleg miðað við allar mögu- legar reglur Evrópusambandsins er stundum ekki fyrir nema eðlisfræðinga eða efnafræðinga að skilja merkinguna og geta nýtt sér hana til einhvers. Er almenningur t.d. meðvitaður um að ein kaloría er sú orka sem þarf til að hita 1 g af 15° heitu vatn um eina gráðu. Hvernig gagnast almenningi þessi fróðleikur á umbúðum matvæla? Þar fyrir utan er sjaldnast hægt að fá út 100 g þótt öll efnin, sem talin eru upp á pakkningum frá framleiðendum í lönd- um Evrópusambandsins, séu samvisku- samlega lögð saman. '------------------------------------J Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvfk. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð:http://www.strengur.is~talnak/ vief95.html,netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.