Vísbending


Vísbending - 16.05.1997, Blaðsíða 2

Vísbending - 16.05.1997, Blaðsíða 2
ISBENDING Framhald af forsíðu ingu vaxtatekna af útlánum en hinir bank- arnir en hækkun vaxtagjalda af innlán- unum var einnig meiri en hjá hinum. Bankinn náði einn þessara sjö banka- stofnana að draga úr öðrum rekstrarkostn- aði, jafnvel þótt stöðugildum þar fjölgaði um tæplega 12%. Tekjur á hvern starfs- mann eru þó enn í lægri kantinum eða 6,2 milljónir króna en það gefur vonir um að hægt sé að gera enn betur. Nýlega var skipulagi bankans breytt þannig að hluti afþeirri starfsemi sem varídótturfélaginu VIB hf. færðist inn í bankann og má ætla að það eigi eftir að skila nokkurri hag- ræðingu. Búnaðarbankinn tilbúinn Bi í únaðarbankinn er að mörgu leyti 1 álitlegri sem kostur á almennum hlutabréfamarkaði en Lands- bankinn. Bankinn hefur um margra ára skeið verið rekinn með góðum hagnaði og virðist hafa sloppið við öll meiri háttar töp og reksturinn verið í góðum farvegi. Miðað við rekstrartekjur virðist bankinn þó vera ofmannaður. Ekki er ósennilegt að meta megi bank- ann á um 4,5 milljarða króna þegar horft er á eigið fé hans og hagnað síðustu þriggja ára. Arðsemin hefur verið þokka- leg, rétt yfir vöxtum langtíma ríkisskuldabréfa. Bankinnhef- ur verið að hasla sér völl á verðbréfamarkaði en slíkt tek- ur tíma og árangurinn kemur vafalaust í ljós á næstu árum. Sókn hjá SPRON Uppgangur Sparisjóðs Reykjavíkurog nágrenn- ishelduráfram. Rekstrartekjur halda áfram að vaxa og arð- semin er með því besta hjá þeim sjö stofnunum sem hér er fjallað um. Hlutfall hagn- aðar af rekstrartekjum var 14,5% á síðasta ári og hlýtur það að teljastdágóður árangur. Stöðugildum í sparisjóðnum fjölgaði um 20% á síðasta ári en þrátt fyrir það voru tekjur á hvern starfsmann 7,7 milljónir króna. Vöxtur tekjuliða var í hærri kantinum hjáSPRON og hækkuðu beir yfir 20% frá 1995. Gjaldaliðirnir hækkuðu einnig en þeir eru lægri að krónutölu þannig að afkoman batnaði við vöxtinn. Spari- sjóðirnir keyptu á síðasta ári Alþjóða líftryggingafélagið hf. og á SPRON 10% hluta- fjár. Ætla má að með kaupun- um hafi sparisjóðirnir náð táfestu á þess- um markaði en samtenging líftrygginga og almennra bankaviðskiptaeinstaklinga virðist vera sá farvegur sem bankastofanir hérlendis stefna í. SPRON er einnig hluthafi í Kaupþingi hf. og á þar 20,9% hlut. Nú standa yfir skipulagsbreytingar í sparisjóðnum og er fyrirhugað að þeim Ijúki í árslok. Breytingarnar miða að því að skýra verkaskiptingu, koma á fót fagsviðum og auka sjálfstæði útibúanna. Hagnaður í Hafnarfirði Eiginfjárhlutfall Sparisjóðs Hafnar- fjarðar, mælt á metaskálum svokall- aðs CAD-hlutfalls, var 18,3%. Þetta er hæsta CAD-hlutfallið meðal þessara sjö innlánsstofnana sem hér er fjallað um. Arðsemi sparisjóðsins hefur verið mikil á undanförnum árum enda hefur hagnað- ur verið nokkuð jafn. Hagnaður síðustu Búnaðarbanki Islands Rekstrartekjur (m.kr.) 1996 +/-% Rekstrartekjur 3.569 +5,9 Vaxtatekjur 4.802 +10,3 Rekstrargjöld 2.648 +5,1 Afskriftir útl. 405 -20,4 Hagnaður 328 +63,1 Eignir 54.176 +12,6 Afskr. sjóður 1.234 +8,0 Ábyrgðir 2.906 +3,9 Eigið fé 4.184 +10,8 Stöðugildi 609 + 16,2 Framlegð 5,9 -7,0 Eiginfjárhlf. 7,7% (7,8) CAD (BIS) 10,20% (10,7) Útlán 39.811 +16,5 Innlán 36.450 +6,3 Verðbréfaútg. 1.872 +16,7 Vextir innlána 5,1% (4,5) Vextir útiána 12,1% (11,9) 1995 Hagnaður af rekstri (m.kr.) 212* tveggja ára var 100 milljónir hvort ár. Hagnaður sem hlutfall af rekstrartekjum var 15,7%. Minni arðsemi í Keflavík Afkoma Sparisjóðs Keflavíkur hefur ekki veriðjafngóð við afkomu hinna sparisjóðanna þriggja sem um er fjallað. Tekjur sparisjóðsins uxu minna frá 1995 en hinna innlánastofnananna en gjalda- liðir hafa einnig vaxið hægar þannig að lítt hallast á. Afskriftir virðast vera hlut- fallslega nokkuð háar og eru áþekkar af- skriftarhlutfalli Landsbankans og Is- landsbanka ef miðað er við rekstrartekjur. Tekjur á hvern starfsmann eru þó viðun- andi, 7,7 milljónir, og CAD-hlutfallið er bærilegt, 12,11 %. Velgengni vélstjóra Sparisjóður vélstjóra náði hæstum tekjum á hvern starfsmann af þeim sjö innláns- stofnunum sem fjallað er um, eða 10,3 milljónum. Arðsemi sparisjóðsins er með því hæsta sem gerist og tekjur virðast vaxa stöðugt. CAD-hlutfallið er 13,8, sem er allgott. Útlán jukust um 25% og innlán um rúmlega 16%. Hagnaður hefur verið góður undanfarin ár. 3569 328 1995 Arðsemi eigin fjár (%) 1994 SPRON Rekstrartekjur (m.kr.) 1996 +/-% Rekstrartekjur 834 +15,4 Vaxtatekjur 1.109 +22,4 Rekstrargjöld 623 +22,0 Afskriftir útl. 33 +39,0 Hagnaður 121 +4,2 Eignir 12.982 + 14,1 Afskr. sjóður 193 -5,5 Ábyrgðir 846 +46,5 Eigið fé 1.065 + 15,7 Stöðugildi 109 +19,8 Framlegð 7,7 +4,8 Eiginfjárhlf. 8,2% (8,1) CAD (BIS) 10,10% (11,4) Útlán 8.229 +9,7 Innlán 8.481 + 1,0 Verðbréfaútg. 2.431 +48,5 Vextir innlána 5,2% (4,0) Vextir útlána 12,5% (12,0) 639 1995 Hagnaður af rekstri (m.kr.) Arðsemi eigin fjár (%) 11,3 7,8 1994 1995 1996 Er smátt betra? Það vekur nokkra athygli þegar ársreikningar inn- lánsstofnana eru skoðaðir að sparisjóðirnir virðast ná mun betri árangri en viðskiptabank- arnir, hvort sem horft er til vaxtar eða afkomu. Ef litið er til stöðu eigin fjár þá er hún betri, mæld með CAD-hlut- fallinu, en hjá viðskiptabönk- unum. Það er auðvitað vitað að hlutfallslega fleiri einstakl- ingar eru viðskiptavinir spari- sjóðanna en hjá viðskipta- bönkunum en þó er það ekki svo að sparisjóðirnir þjóni ekki fyrirtækjum. Hugsanlegterað vegna þess hversu þungt fyrir- tæki vega í afkomu sparisjóð- anna sé betur fylgst með og fyrr gripið inn í ef aðstæður breyt- ast. En er hugsanlegt að stærð rekstrareininga skipti máli? Gæti verið að meiri hag- kvæmni náist af rekstri smærri eininga en þeirra stærri vegna meiri nándar við viðskiptavin- inn? Fátt verður um svör en þetta er verðugt íhugunarefni. Framhald á baksíðu 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.