Vísbending


Vísbending - 16.05.1997, Blaðsíða 4

Vísbending - 16.05.1997, Blaðsíða 4
ISBENDING Framhald afsíðu 2 Útlánaáhætta Ef skoðuð er skipting útlána þessara sjö innlánsstofnana niður á einstakar atvinnugreinar þá kemur í ljós að stærstu bankarnir taka nokkra áhættu með of miklum lánum. Heildarútlán þessara sjö innlánsstofnananemaum 88% af heildar- útlánum allra innlánsstofnana og um 35 % af heildarútlánum alls lánakerfisins hér á landi. Tafla 2 sýnir grófa skiptingu út- lána viðskiptabankanna þriggja sem hlut- fall af heildarútlánum títtnefndra sjö stofnana til viðkomandi atvinnugreinar. Það kemur ekki á óvart að Landsbankinn hefur mikla hlutdeild í lánunt til sjávar- útvegsfyrirtækja og ekki kemur heldur á óvart að Búnaðarbankinn lánar mikið til landbúnaðar. A það ber þó að líta að áhættan af svo einhliða lánveit- ingum er nokkur. Ef niðursveifla kemur í sjávarút- vegi þá þarf Landsbankinn sennilega að sætta sig við greiðsludrátt og jafnvel tap en þegar upp- s veifla er þá fær bankinn engar aukatekjur heldur aðeins þá vexti og þóknanir sem honum bar. Með öðrum orðum þá ber bankinn áhættuna þegar illa gengur en nýtur ekki góðs af því þegar vel gengur. Það verður þó ekki frant hjá því litið að vegna smæðar efnahagskerfisins þá er vart við því að búast að hægt sé að dreifa áhættu án þess að rekast á slíka veggi. Tengd fyrirtæki Bankakerfið á Islandi er langt komið miðað við þær aðstæður sem víða ríkja. Þetta þekkja þeir sem hafa þurft að skipta tékka frá einum banka í öðrum t.d. í Bandaríkjunum. Tíminn sent slíkt tekur Vísbendingin Komið hefur fram í fréttum að Reuters býðurþjónustu sem birtir beint upp- lýsingar frá Verðbréfaþingi íslands. Þess- arupplýsingareru lifandi, þ.e. uppfærast um leið og viðskipti verða. Asamt upp- lýsingunum frá Verðbréfaþingi eru einn- ig birta lifandi upplýsingar frá öllum kauphöllunum á Norðurlöndum. Þar að auki eru ýmsar helstu upplýsingar frá öðr- um mörkuðum heimsins birtar með 15 mínútna töf. Einnig fylgir með í pakkan- um hugbúnaður til úrvinnslu upplýsing- anna. Kostnaðurviðeinn skjáerumþrjá- tíu þúsund krónur á mánuði en viðbótar- ^skjáir eru ódýrari.___; er mikill, að ekki sé talað um kostnaðinn. Hér á landi er Reiknistofa bankanna hjartað í bankakerfinu. Því skiptir engu hvort tékki er frá þessum bankanum eða hinum, jafnauðvelt er yfirleitt að skipta honum og kostnaðurinn er óverulegur. Þótt þarna hafi tekist vel til verður þó að gæta þess að slík samvinna hamli ekki samkeppni t.d. ef nýr íslenskur banki eða erlendur hyggst reyna sig á markaðinum hér. Tryggja verður að aðgangur þeirra að þeirri þjónustu sem reiknistofan veitir sé opinn. Sameign viðskiptabankanna og sparisjóðanna á greiðslukortafyrirtækj- unum er ekki jafnsjálfsögð. Sú þjónusta sem þau bjóða er samkeppnisþjónusta og ólíklegt er að um virka samkeppni verði að ræða þegar tvö fy rirtæki eru á markaði og bæði eru í eigu sömu aðila, jafnvel þótt eignarhlutdeild sé mismikil í hvoru fyrirtæki.Mál eraðbankarogsparisjóðir skipti þessum fyrirtækjum upp og ákveði hvorum megin hryggjar þeir vilja liggja. Dótturfyrirtæki Flestofangreindarafjármálafyrirtækja reka hluta af starfsemi sinni undir hatti dótturfyrirtækja. Sum þeirra eru arfleifð frá fyrri tíð en önnur hafa verið stofnuð af hagkvæmnisástæðum. Afkoma verð- bréfafyrirtækja og fjármögnunarleigu- fyrirtækja var góð á síðasta ári. Þessi af- koma flyst sem hlutdeild í hagnaði til móðurfélaganna og á ekki lítinn þátt í bættri afkontu þeirra á síðasta ári. Sumar innlánsstofnanir hafa stofnað rekstrar- félög sem ætlað er að yfirtaka erfið lán og koma fasteignum í verð. En slík mál vinnast seint og þarf yfirleitt að sinna sérstaklega. Rekstrarfélög Landsbankans eru Hörnlur hf., Reginn hf. og Rekstrar- félagið hf. Ekki er með beinum hætti hægt að lesa afkomu þessara fyrirtækja úr árs- reikningi bankans. Grænibær, rekstrar- félag Búnaðarbankans, tapaði tæpum fimm milljónum króna á síðasta ári og var það meginhluti eigin fjár fyrirtækis- ins. Búast má við að með batnandi efna- hagsástandi og aukinni eftirspurn eftir atvinnu- og íbúðarhúsnæði fari verulegir fjármunir að skila sér til baka til móður- félaganna. Heimildir: Ársreikningar inniánsstofnana og Hagtölur mánaöarins. ( N Aðrir sálmar Framleiðni á Alþingi Enn eru alþingismenn að Ijúka þing- störfummeðnæturvinnuaðgömlum íslenskum sið. I þinglokrennafrumvörp- in í gegn á færibandi, stundum án þess að gefist hafi nægur tími til þess að lagfæra margt það sem betur mætti fara. Þetta vinnulag getur því orðið til þess að ekki sé vandað nægilega til verka, en á sama tíma getur það gefið stjórnarandstöðu óeðlileg völd til þess að stöðva mál með því að halda uppi málþófi á síðustu dög- um þingsins. Jafnframt verður þessi hamagangur til þess að sum mál eru ekki afgreidd vegna tímaskorts. Betra skipulag og takmörkun á ræðutíma getur dregið úr því að leggja þurfi fram sömu mál á þingi eftir þing. Norðmenn hafa tamið sér mun agaðri vinnubrögð að þessu leyti og munu leggja áherslu á að leggja fram dagskrá fyrirfram þar sem tekið er frant h vaða má verði rædd á hverj um þingdegi. Mikilvæg mál fá langan tíma til umfjöll- unar. Til dæmis mun heilum tólf tímum hafa verið eytt í EES-málið! Ekki skal dregið úr því að vinnubrögð hafi batnað á Alþingi á undanförnum árurn og oft er ráðherrum, sem leggja mál seint fram, fremur en þingmönnum um að kenna. Það væri þó stórt stökk framávið að lak- marka ræðutíma almennt og leggja þar áherslu á gæði fremur en magn, sem vissulega væri nýjung í þingsögunni. Mikil eftirspurn s Igrein Þórs Sigfússonar í 17. tbl. Vís- bendingar bendir hann á að nú gæti verið heppilegt að setja annan ríkisbank- anna á hlutabréfamarkað en með því ynn- ist tvennt, annars vegar kæmist raunveru- leg hreyfing á einkavæðingu og einnig væri aukið framboð hlutabréfa á markaði en þar virðist vera mikil þörf fyrir ný fyrirtæki. Af þessu getur sennilega ekki orðið því að samþykki Alþingis þarf fyrir sölu hlutabréfa ríkisins og það er ekki á dagskrá. Þótt hugsanlegt sé að Viðskipta- ráðherra nýti sér ákvæði um aukningu hlutafjár þá tekur það væntanlega tölu- verðan tíma og þá kann þetta tækifæri að vera runnið út í sandinn. V____________________________ Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð:http://www.strengur.is~talnak/ vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. Tafla 2. Hlutdeild viðskiptabanka af útlánum sjö stærstu innlánsstofnana til einstakra atvinnugreina Landshankinn Islandsbanki Búnaðarbankinn Landbúnaður 28% 10% 62% Sjávarútvegur 60% 29% 8% Verslun 42% 20% 23% Iðnaður 34% 28% 25% Þjónusta 21% 23% 40%

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.