Vísbending


Vísbending - 06.03.1998, Blaðsíða 1

Vísbending - 06.03.1998, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 6. mars 1998 9. tölublað 16. árgangur Bifreiðum fjölgar sífellt Asíðasta ári voru tæplega 37 millj- ónir fólksbifreiða nýskráðar í heiminum. Framleiðslan nam tæplega 40 milljónum bifreiða þannig að birgðir bifreiða hljóla að vera allnokkrar. Flestar fólksbifreiðar voru skráðar í Bandaríkjunum tæplega 8,3 milljónir. Næstflestar bi freiðar voru skráðar í J apan, tæplega 4,5 milljónir og rúmlega 3,5 milljónir í Þýskalandi. Mynd 1 sýnir fjöldabifreiða sem voru nýskráðar íhelstu löndum heimsins. My nd 2 sýnir þróunina á nýskráningum síðustu fimm árin. Frá 1993 til 1997 fjölgaði nýskráningum um 13,7% í öllum heiminum. Séu borin sam- an þessi tvö ár, 1993 og 1997 var aukn- ing í fimm löndum yfir 100%. Þau voru: Malasía, 153%, fyrrum Tékkóslóvakía, 134%, Indónesía, 131%, írland, 114% ogNoregur, 110%. Ásamatímabilidróg- ust nýskráningar saman í nokkrum lönd- um, þ.á.m. Bandaríkjunum um 2,9%. Japan stærsti framleiðandi fólksbifreiða Bifreiðaframleiðsla var mest í Japan en þar voru framleiddar 8,5 milljónir fólksbifreiða á síðasta ári. Bandaríkja- menn framleiddu tæplega 5,9 milljónir bifreiða, Þjóðverjar 4,7 milljónir og Frakkar 3,3. Aukningin í framleiðslu Japana var 8% frá 1996 lil 1997 saman- borið við 3% frá 1995 til 1996. Fram- leiðsla fólksbifreiða í Bandaríkjunum dróst saman um 3% frá 1996 til 1997 og 4% frá 1995 til 1996. Ef skoðuð er hlutdeild framleiðenda sölu fólksbifreiða í Bandaríkjunum kernur fram að banda- rísk fyrirtæki ráða um 61% heildarmark- aðarins, Japanir ráða 31 % og önnur lönd því sem upp á vantar. Af bandarískur fyrirtækjunum þremur var GM nteð 32,5% markaðshlutdeild, Ford var með 19,4% og Chrysler 8,9%. Þetla segir þó ekki alla söguna því að Japanskir fram- leiðendur hafa í síauknunt mæli sett upp verksmiðjuríBandaríkjunum til aðfram- leiða bifreiðarog var t.d. um 72% af „jap- anskri“ sölu í Bandaríkjunum árið 1996 framleidd þar. Það sama er uppi á teningnum með lramleiðendur frá fleiri löndum, t.d. Þýskalandi. Tækniframfarir Bifreiðaframleiðsla hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu áratugum. Vélmenni leika sífellt stærra hlutverk við sjálfa framleiðsluna og miklar framfarir hafa orðið með efni sem notuð eru við framleiðsluna. Tölvu- tæknin hefur haft gríðarleg áhrif á bifreiðaiðnaðinn og þær eru ekki margar bifreiðarnarsem framleidd- ar eru í dag sem ekki trey sta að verulegu leyti á tölvukubba til að vél vinni eins og til er ætlast. Öryggismál hafa verið tekin mjög föstum tökum á síðustu árum. Framfarir í gerð líknarbelgjaog íhönn- un bilfeiða sem miðar að því að verja farþega og ökumann hafa verið gríðarlegar. Augljóst er að endurbætur á öryggis- búnaði í bifreiðunt kostar miklafjármuni enþráttfyrir það leggj a ney tendur sífellt meira upp úr því að boðið sé upp á slíkan búnað. Örbílar Bifreiðin sem allir biðu eftir á síðasta ári var SMART-bíllinn lrá Mer- cedes-Benz bifreiðaverk- smiðjunum íÞýskalandi og Swatch úraverksmiðjunum í Sviss. Um hann er það helst að segja að „það var elgur á veginum." Það mun væntanlega korna í ljós á næstu mánuðum hvort nýr og endurbætlur SMART ntun ávinna sér traust neyt- enda. Heimildir: Financial Times, AAMA. JAMA Mynd 1. Fjöldi bifreiða sem nýskrúðar voru í nokkrum löndum 1997 (þúsundir) Bandaríkin Japan Þýskaland Ítalía Bretland Frakkland Brasílía Suður Kórea Spánn F. Sovétríkin Kanada Indland Holland Pólland Kína Belgía Taívan Argentína Malasía Mexíkó 4000 6000 8000 10000 Mynd 2. Þróun fjölda nýskráðra bifreiða á nokkrum svœðum 1993-1997 (þúsundir) 16000 14000 12000 10000 8000 6000 4000 2000 Vestur-Evrópa NAFTA Japan Asía (-Japan) Suður-Ameríka o 1 Framleiðsla og sala bif- reiða í heiminum heldur áfram að vaxa. Mest er selt í Bandaríkjunum. 2 Tilgangureftirlitsstofnana hefur löngunt verið talinn sá að vernda hagsmuni al- mennings, er það svo? 3 Smárinn var fundinn upp fyrir fímmtíu árum. Síðan hafa orðið gríðarlegar frarn- farir ekki síst á tölvusviði. 4 Unnið er að þróun Rafeyris meðal bankastofnana og greiðslukortafyrirtækja um allan heim.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.