Vísbending


Vísbending - 06.03.1998, Blaðsíða 2

Vísbending - 06.03.1998, Blaðsíða 2
ISBENDING Fyrir hverja eru eftirlitsstofnanir? Ibókinni Merton Milleron Derivatives ræðir höfundur aðeins um eftirlits- stofnanir og hefur til hliðsjónar þá kenningu fyrrum starfsbróður síns viðhá- skólann í Chicago að hlutverk eftirlits- stofnana sé ekki að gæta hags almennings heldur sé hlutverk þeirra að verja þær stéttir sem þcim er ætlað að hafa eftirlit með. Starfsbróðirinn hét George Stigler og hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1982. Hann kannaði hvort áhrif reglna sem SEC (verðbréfaeftirlitið) í Bandaríkjunum hafði sett væru í samræmi við þau markmið sem stofnunin vann eftir. Niðurstaðan varð nokkuð óvænt. Reglurnar < semstofnuninhafðisettvirtust / ekki hafa bætt hag neytenda svonokkru næmi. Reglureru yfirleitt sniðnar fyrir þarfir iðn-/starfsgreinar og þær gagnast þeim fyrst og fremst, jafnvel þótt reglurnar séu í einhverjum tilvikum settar í óþökk viðkomandi iðn-/ starfsgreinar. Almenna við- horfið er auðvitað að reglur séu settar til að vernda og bæta hag almennings eða stórs hóps manna. Fjórar leiðir Stigler nefnirfjórarleiðirsem eftirlits- stofnun hefur til að bæta hag þeirra sem haft er eftirlit með: Styrkir eða upp- bætur (e.: Subsidies), verðstýring (e.: Price Fi.xing), aðgangshömlur (e.: Entry Controls) og hömlur á sambærilegum vörum (e.: Restrictions of Substitute Products). Styrkir eða uppbœtur Beinir styrkir eða uppbætur hafa ekki tíðkast í verðbréfageiranum í Banda- ríkjunum svo nokkru nemi. Það sama er ekki að segja um óbeinastyrki. Mikil um- ræða hefur verið um það hver eigi að greiða kostnaðinn við eftirlitið. Til þessa hefur almenningur greitt fyrir það með sköttum sínum, enda er það í anda þess að eftirlitið sé fyrir almenning. Sé viðhorf Stiglers hins vegar viðurkennt þá ættu þeir aðilar sem mest njóta, þ.e. þeir sem haft er eftirlit með að greiða fyrir þjón- ustuna. Þaðlíkarauðvitaðengumaðþurfa að greiða skatta en hafi Stigler réti fyrir sér þá eru njótendur þjónustunnar ekki að greiða fyrir hana heldur eru skattborg- arar að styrkja þá. Það gæti rey ndar komið í Ijós að greiðendunum þætti þjónustan ekki þess virði að fyrir hana sé greitl en það er önnur saga. Aðgangshömlur / Iverðbréfageiranum er eftirlitsstofnun- um yfirleitt falið að fylgjast með atrið- um svo sem eigin fé og stöðu skuldbind- inga, meðferð verðbréfa o.þ.h. Þær kröfur Þetta fyrirkomulag, sem upphaflega átti að vernda neytendur fyrir óvenjuháum þóknunum var farið að virka þannig um tíma að þóknunin var ekki í samræmi við þá vinnu sem miðlararnir lögðu á sig, stærstu viðskiptavinunum fannstþví sem verið væri að snuða þá. Stöku miðlarar voru farnir að greiða fé til baka til að halda þeim góðum. Að lokum eftir mikinn þrýsting var þetta kerfi af- numið. Reglur Evrópusambands- ins koma að miklu leyli í veg fyrir að hægt sé að korna á verðstýr- ingu hér á landi. Hömlur á sam- bærilegum vörum TKekkt dæmi um hömlur sem verið er að framfylgja eru í eðli sínu aðgangshömlur. Það má verja þær með tiltölulega einföldum hætti: Almanna- hagur getur skaðast ef einhver glæpamað- urseturástofn verðbréfafyrirtæki án þess að hafa undir höndum þá fjármuni sem krafist er. Því er hins vegar ekki svarað hver á að verja almannahag ef glæpamað- urinn hefur undir höndum þá fjármuni sem þarf til að stofna löglegt verðbréfa- fyrirtæki. Kröfurumeiginféog þessháttar verða því til þess að verðbréfafyrirtæki þurfa ekki að glíma við fullt af smáfyrir- tækjum sem hugsanlega gætu náð hag- kvæmni með því að einbeita sér að tilteknu sviði innan atvinnugreinarinnar. Kröfurnar eru það m iklar að þeir sem heija rcksturneyðasttil að keppaáallnokkrum sviðum til að eiga von um að geta náð nægjanlegri arðsemi af Ijármagninu sem bundið er vegna kröfunnar um eigið fé. Aðgangshömlur geta verið með öðrum hætti t.d. er hægt að kreljast þess að skrán- ingarlýsingar séu á íslensku og sú krafa getur útilokað erlenda verðbréfmiðlara sem hugsanlega vildu taka þátt í markaði hér á landi án þess að vera hér með viðveru. Verðstýring Lengi vel tíðkaðist það í Bandaríkjun- jm að þóknun verðbréfafyrirtækja varákveðinafeftirlilsstofnuninni(SEC). sambærileg um vörum í Bandaríkjunum var bann við sölu á smörlíki sem stóð fram eftir öld- inni. Þegar því var loks aflétt í síðari heimsstyrjöldinni höfðu smjörl'ramleiðendurenn það mikil áhrif að bannað var að lita smjörlíkið gult til að tryggja að að það virkaði fremurólystugt. Mörg slík dæmi er að finna í fjár- málageiranum. Hér á landi eru skil milli bankastarfsemi og verðbréfastarfsemi, bankar gela stundað verðbréfaviðskipti en verðbréfafyrirtæki geta ekki stundað bankastarfsemi. Ymis konar skil eru á milli starfsemi verðbréfafyrirtækja og t.d. verðbréfasjóða og banka og annarrar skyldrar starfsemi. Á kenning Stiglers við? Sú spurning hlýtur að vakna hvort þetta sé enn ein buílkenningin þar sem öliu er snúið við? Ef við skoðum t.d. lög um verðbréfaviðskipti hér á landi þá læðisl óneitanlega að sá grunur að kenningin sé ekki alveg út í loftið. Aðgengishömlureru miklarílögunum.Fyrirtæki verðuraðvera hlulafélag, það verður að hafa aðalskrif- slofu hér á landi. Reglur eru um fjölda og hæfi stjórnarmanna, framkvæmdastjóri verður að hafa sótt náin í verðbréfamiðlun o.þ.h. Hvort þessar reglur vemda almenn- ing með einhverjum hætti er óljóst, en víst er að þær geta reynst tímafrekar eða kostn- aðarsamar fyrir þá sem hafa hug á að lara út ístofnun og rekstur verðbréfafyrirtækis. Stundum er talað um eftirlitsiðnað hér á landi og er þá yl'irleitl verið að fínna að því hversu margir vinna við eftirlit en spurningin ælli að vera, hver á að borga? Heimildir: Merton Milleron Derivatives, John Wiley & Sons, Inc. 1997. Lög um Verðbréfaviðskipti, nr. 13/1996. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.