Vísbending


Vísbending - 14.01.2000, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.01.2000, Blaðsíða 1
V Vi ku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 14. janúar2000 2. tölublað 18.árgangur Uppnám í fiskveiðistjórnun? Héraðsdómur Vestfjarða olli nú nýverið skjálfta með niðurstöðu sinni í Vatneyrarmálinu svokall- aða, þegar hann sýknaði Vatneyrina af ákæru fyrir veiði án kvóta. Nokkrir sjómenn og útgerðarmenn sem hafa fengið sig fullsadda á kerfinu ákváðu að róa kvótalausir í kjölfarið til að mótmæla núgildandi fiskveiðistjórn- unarkerfi. Aðrir halda ró sinni eða fordæma dóminn og bíða þangað til Hæstiréttur fær niðurstöðu í málið. Hvernig svo sem niðurstaða Hæsta- réttar verður er ljóst að ekki ríkir sátt um núverandi kerfi. Bók um kvótakerfið Nýlega kom út bókin „Individual Transferable Quotas in Theory and Practice" í ritstjórn þeirra Ragnars Arnasonar og Hannesar H. Gissurar- sonar (útg. Háskólaútgáfan). I bókinni er leitast við að skoða og meta árangur kvótakerfis þar sem heimilt er að selja og kaupa kvóta, eins og kerfið er hér á landi. Auk ritstjóranna skrifa í bókina m.a. Anthony Scott, sem er einn af hugmyndafræðingum kerfisins, og Phillip Major, sem fjallar um þróun kerfisins á Nýja-Sjálandi. Einnig skrifa þeir Birgir Þór Runólfsson og Þórólfur Matthíasson greinar í bókina. Bókin er þarft innlegg í umræðuna um kvótakerfið og sýnir að hugmynda- fræðilegur grunnur kerfisins er á betri rökum reistur en oft er haldið fram. Bókin gefur ágætan grundvöll til þess að fjalla lítillega um síðustu atburði. Eignarrétturinn Anthony Scott fjallar um eignar- réttinn á fiskveiðiréttindum. Hugmyndin er að eignarrétturinn gefi fólki og fyrirtækjum tilefni til að nýta eign sína á sem hagkvæmastan hátt. Ef eignarrétturinn er ekki fyrir hendi getur það leitt til stjórnleysis á miðunum, „... til þess að gera sem mest úr hlutunum, myndi hvatinn vera að keppast um auðlindina, að halda staðsetningum ley ndum, by ggja varnarmúra, koma fyrir varðmönnum og hugsanlega að beita ofbeldi.“ Anthony Scott ályktar að tvennt geri það að verkum að kvótakerfi með seljanlegum eignarkvóta sé hag- kvæmara en leyfisveitingar eða upp- boðskerfi. Annars vegar gerir einka- rétturinn það að verkum að hagsmunir rétthafa fara saman en vinna ekki hverjir gegn öðrum, hagsmunimir em langtíma- nytjar auðlindarinnar. Hins vegar ýtir seljanleikinn undir að fé sé lagt í endurbætur á eigninni þar sem rétthafi nýtur ávaxtanna ef hann selur eignina og um leið verður til hvati fyrir óhag- kvæmar útgerðir til að selja þeim sem eru betur í stakk búnir til að nýta eignina. Þessir þættir lækka kostnað og auka hagkvæmni í útvegi að mati Scotts. s Arangurkerfisins Igrein Ragnars Ámasonar kemur fram að kvótakerfi er að mestu leyti beitt við fiskveiðistjórnun hjá sex stórum fiskveiðiþjóðum, Áströlum, Grænlend- ingum, Hollendingum, íslendingum, Namibíumönnum og Nýsjálendingum, og að allt að 5% af heildarafla heimsins er stýrt með seljanlegri kvótaeign og öðmm5-10%með kvótaheimildum sem ekki má selja. Þá hafa lönd eins og Banda- ríkin, Bretland og Kanada í auknum mæli tekið upp kerfi sem er byggt á seljanlegri kvótaeign. Birgir Þór Runólfsson fjallar um fiskveiðikerfið hér á landi og kemst að því að kerfið hafi skilað ágætum árangri. Fiskiskipum hefur fækkað um 875 skip (34% fækkun) á tímabilinu frá 1992 til 1998, þó aðallega á síðustu þremur ámm. Framleiðnin í greininni hefur aukist, sem og arðsemi og afrakstur fyrirtækja. Þá sýna tölur að þrátt fyrir orðróm um annað virðist kvótaréttur og löndun kvótans einungis hafa að litlu leyti flust á milli landsvæða. Það skal þó haft í huga að gífurlegar fjárhæðir eru á bak við hvert prósent. Ef meðaltal áranna 1984 til 1986 er borið saman við meðaltal 1996/97 til Mynd 1. Hlutfall aflaheimilda eftir landsvœðum (meðalt. 1984-86 (hvítt) og 1997-99 (svart)) Mytid 2. Hlutfall landaðs afla eftir landsvœðum (meðalt. 1983-85 (hvítt) og 1996-98 (svart)) 1 Héraðsdómur Vestfjarða hefur vakið upp umræð- una um fiskveiðistjórn- unarkerfið sem mun flýta 2 fyrir því að reynt verði að finna lausn lil frambúðar sem er bæði þjóð og sjávarútvegi nauðsynleg. 3 Þórður Friðjónsson hag- fræðingur fjallar um góðæristímabil frá 1960 og veltir því hvað sé líkt með 4 þeim og því góðæri sem nú líður brátt undir lok. Höfum við lært réttu lendingar- tæknina fyrir hagkerfið? 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.