Vísbending


Vísbending - 14.01.2000, Blaðsíða 2

Vísbending - 14.01.2000, Blaðsíða 2
ISBENDING 1998/99 kemur í ljós að mesta breyting á kvótaeign er á Suðvesturlandi þar sem 4% af heildarkvóta hafa farið annað og á Norðausturlandi sem hefur fengið 6,3% af heildarafla á sama tímabili til sín til viðbótar við fyrri aflahlutdeild (sjá mynd 1). Þegar landaður afli er skoðaður kemur í ljós að 3,5% af honum hefur færst yfir á Suðvesturland og sama prósenta hefur horfið af Suðurlandi (sjá mynd 2). Sjávarútvegur er mikilvægur þjóð- inni, um 70-75% útflutningstekna og tæplega 50% gjaldeyristekna koma þaðan og heilu byggðarlögin hafa lífsviðurværi sitt af greininni. Flestir gera sér því grein fyrir að hagræðing verður að eiga sér stað í greininni svo að ekki þurfi endalaust að hlaupa undir bagga með fyrirtækjum sem eru illa rekin. Samþjöppun í útgerð sem miðar að stærðarhagkvæmni var því nauðsynleg. I upphafi áratugarins höfðu tíu stærstu útgerðarfyrirtækin 24,6% af heildarafla en í lok áratugarins hafa þau yfir að ráða um 37,6% af heildarafla(sjámynd 3 fyrir fjögur fyrirtæki sem eiga mestan kvóta). Mörg þeirra eru á meðal stærstu fyrirtækja landsins. Samanlögð velta fyrirtækja eins og Samherja, Granda, UA, HB, Þormóðs ramma og Þorbj amar hefur þrefaldast frá árinu 1989 til 1998 (sjá mynd 4 fyrir einstök fyriræki), að miklu leyti með sameiningum og uppkaupum, á sama tíma og veltuaukning SH var ekki nema 33%. Virði kvótans Margir bíða spenntir eftir dómi Hæstaréttar. Forsætisráðherra telur að engar líkur séu á að Hæstiréttur staðfesti dóminn. Hlutabréfamarkaður- inn virðist vera honum sammála þar sem lækkun vísitölu sjávarútvegsfyrirtækja er einungis mjög Íítil. Hins vegar hefur verð á leigukvóta og eignarkvóta lækkað lítillega sem bendir til að þrátt fyrir allt sé „skjálfti í mönnum" eins og sér- fræðingur í kvótaverði orðaði það, enda er verið að tala um verulega fjármuni. Ef miðað er við markaðsverð á eignarkvóta (veiddum kvóta) eftir tegundum þá er virði úthlutaðs kvóta fyrir yfirstandandi fiskveiðiár um 254 milljarðar króna, sem er liðlega þremur milljörðum meira en áætlaðar tekjur hins opinberaáþessuári(ítöflu 1 ermarkaðs- virði eignarkvóta nokkurra fyrirtækja reiknaður út). Eignarverð kvóta er ekki hátt þar sem það er einungis u.þ.b. leiguverð kvóta til sjö ára (m.v. þors- kverð og 4,6% vexti). Leiguverð er reyndar mjög hátt vegna þess að gjald- færa má leigukvóta og vegna þrýstings refsiákvæða á verðið. Að meðaltali er bókfært verð veiði- heimildaeinungis 8,4% af markaðsverði fyrirtækja í töflu eitt gerir það kannski að verkum að verð hlutabréfa er stöðugt þrátt fyrir dóm í héraði. Miðað við lauslega útreikninga þá virðast sjávar- útvegsfyrirtæki vera á útsöluverði hvort sem miðað er við markaðsvirði kvóta eða upplausnarvirði fyrirtækis (sjá töflu). Endalaus ósátt Allt frá því að kvótakerfið var fyrst prófað á íslandi fyrir u.þ.b. sautján árum hafa hagsmunaaðilar, fræðimenn og stjómmálamenn deilt um ágæti þess og deila enn. Deilurnar standa ekki einungis um hagkvæmni heldur ekki síður um réttlæti, að mörgum finnst, þar sem þeim svíður upphaflegur gjafakvóti sem veittur var út frá veiðireynslu. Eignarréttinnviljaþeirfærayfirtilþjóðar- innar og útboðsskipulag á veiðiréttind- um á sér einnig nokkurt fylgi meðal fræðimanna. Ólíklegt er að boðaföll verði í sjávar- útvegi þótt Hæstiréttur staðfesti dóm- inn en hitt er svo annað mál að í kvótanum liggja veralegir fjármunir sem ekki er hægt að afskrifa hjá fyrirtækjum með einu pennastriki. Mynd 3. Hlutur fjögurra útgerðarfyrirtækja af heildarkvóta (%) frá fiskveiðiárinu 1991/92 til 1998/99 Mynd 4. Velta nokkurra útgerðarfyrirtœkja árið 1989 og 1998 ( í milljörðum króna á verðlagi árs 1998) Samherji Haraldur Þormóður UA Böðv. rammi Grandi Þorbjörn Tafla 1. Markaðsvirði kvóta með hliðsjón af markaðsvirði fyrirtœkis í milljörðum króna (m.v. 12. jan. 2000) Fyrirtæki Markaðsvirði kvóta Markaðsvirði fyrirtækis Upplausnar- virði Virði fyrirtækis af upplausnarv. Samherji 17 12,1 21 58% Haraldur Böðv. 11 5,6 13,5 42% ÚA 12 7,1 13 55% Grandi 8,3 9,1 12,5 73% Þorbjörn 5,8 3,9 5,5 71% Heimildir: Fiskistofa, LÍÚ, ársreikningarfyrirtœkja. Markaðsvirði kvóta er reiknað útfrá veiddum eignarkvóta. Virði fyrirtœkis af upplausnarvirði lýsir hvernig markaðsvirði fyrirtœkis þekur upplausnarvirði fyrirtœkis. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.