Vísbending


Vísbending - 01.09.2000, Blaðsíða 1

Vísbending - 01.09.2000, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 1. september 2000 35.tölublað 18.árgangur A ferð og flugi rátt íyrir slæmt milliuppgjör þá eru Flugleiðir að vinna athyglivert starf. Búið er að skipta fyrirtækinu upp í fleiri rekstrareiningar og það hefur skilgreint sig sem „ferðaþjónustufyrir- tæki með ísland sem hornstein" til þess að ná árangri í framtíðinni. Það hljómar í takt við það sem stjómunarfræðingur- inn Tom Peters sagði eitt sinn, að þegar allir eru að bjóða það sama er það ein- ungis uppruninn sem aðgreinir fyrir- tæki. Enn er þó mikið líf í háloftunum. Flugumferð Samkvæmttölum frá IATA sem safnar upplýsingum um 270 flugfélög kem- ur fram að flugfarþegar þessara félaga voru 1.337 milljónir talsins árið 1999. Það samsvarar því að 4-5 hver jarðarbúi hafi flogið vængjum þöndum á síðasta ári. Til samanburðar þá fluttu Flugleiðir og Flugfélag íslands 1.637 þúsund far- þega, 82% þeirra í millilandaflugi, sem samsvarar 0,12% af farþegum IATA- félaganna. Það er athyglivert að skoða hvemig þessi fjöldi flugfarþega dreifist á flugsvæði og flugleiðir (sjá mynd) en samkvæmt gögnum IATA þá em um 59% allra farþegaflutninganna annars vegar innan Bandaríkjanna og hins vegar innan Evrópu. Loftbrúin þar á milli hefur um 4% af farþegafjöldanum og umferðin þar um er sú þyngsta á milli tveggja heimsálfa. Þrátt fyrir versnandi afkomu flug- félaga frá árinu 1998 var rekstrarhagn- aður IATA-félaga um 11 milljarðar Bandaríkjadala af 281 milljarðs dala veltu, sem samsvarar 3,9% framlegð. Um helmingur teknanna kemur úr milli- landaflugi sem skilarþó litlu betri fram- legð eða 4%. Sameiningar og samvinna Aundanfömum ámm hefúr samvinna flugfélaga aukist vemlega. Fagritið Airline Business reynir árlega að telja hversu margir samstarfssamningar eru í gildi flugfélagaá milli. I síðustutalningu kom íljós að rúmlega 579 slíkir samningar eru í gildi sem tengjast um 220 flugfél- ögum. Aukningin erum 50%fráþví fyrir ijórum árum síðan. Þessir samstarfs- samningar hafa gert það að verkum að til eru nokkrar blokkir flugfélaga, Star Alliance sú stærsta þar sem United og Lufthansa eru í fararbroddi. Flugleiðir hafa einnig nýtt sér þessa þróun og hafa átt í samstarfi við SAS á undan- fomum árum. A þessu ári hafa sameiningarum- ræður einnig verið áberandi á rnilli flugfélaga en flugfélögin hafa lengi kvartað yfir því að á meðan félögum í öðrum atvinnugreinum er leyft að sameinast er sameining flugfélaga alltaf stöðvuð. Svissair fékk þó nýlega sam- þykki fyrir yfirtöku á belgíska flugfél- aginu Sabena. Tveir risasamrunar eru einnig í burðarliðnum, þó að ekki séu miklar líkur á að þeir fái grænt Ijós, þ.e. 116 milljarða dollara yfirtaka United á Airways og sameining British Airways og hollenska flugfélagsins KLM. Nýjarleiðir egar risarnir í fluggeiranum virðast ætla að breiða úr sér þá má ætla að lítið pláss sé fyrir aðra aðila eins og Flugleiðir á markaðinum. Á undanförn- um árum hefur þó nýjum fýrirtækjum tekist að styrkja stöðu sína, að stríða stóru strákunum eins og Sir. Richard Branson, stofnandi Virgin T ravel, myndi segja. Virgin hefur náð sterkri stöðu í Bretlandi og Southwest Airlines í Bandaríkjunum með skemmtilegri mark- aðssetningu. Einnig hafa komið inn fyrirtæki eins og írska flugfélagið Ryan- air sem selur hræódýrar ferðir til og frá London, þar sem fíugferðir þess fara niður í allt að 9 pund án flugvallarskatta. British Airways stofnaði Go-fly, sem hefur flogið til og frá íslandi í sumar, einmitt til höfuðs Ryanair en Go-fly hefur þó enn ekki tekist að ski la hagnaði. Vaxtarbroddar Flugleiða eru sam- kvæmt síðasta ársreikningi félagsins í fyrsta lagi aukinn ferðamannastraumur til Islands og í öðru lagi aukið hlutfall dýrari fargjalda eða viðskiptamanna- fargjalda á leiðinni yfirNorður-Atlants- haf. Það er hins vegar Ijóst að aukin samkeppni á Islandsleiðinni, t.d. með tilkomu Go-fly, og sívaxandi samkeppni á Norður-Atlantshafsleiðinni setur hugsanlega strik í reikninginn. Sam- keppni í flugsamgöngum hefur aldrei verið meiri en nú og gæti ýtt Flugleiðum í eina sæng með öðru lyrirtæki. Mynd 1. Flugumferó farþegaflutninga eftir svœðum sem hlutfall af heildarfjölda farþega IA TA (%) ’36,8»/í , IÆ% N‘.. — ^VmenKa 1,4% 1,5% Mið- Auslurl, 0,3% Suður- Ameríkfl 1,2% Afríka 17,2% , Asía N- Amcríka f 2.4% j Suðvcstai^ jKyrrahafs Sameiningar og sam- Markaðsstarf iyrirtækja Júlíus Sólnes, prófessor í m eflingar byggðar á Austur- I vinnaflugfélagaeinkenn- 1 þarfíauknummæliaðsnúat -2 umhverfis-og byggingar- /| landi og hvernig hægt er að X ir farþegafluggeirann um um nýsköpun og marg- verkfræði við Háskóla bera þær saman á vísinda- þessar mundir.________________hliða markaðssetningu._______íslands, fjallar um leiðir til_legan hátt.____________ 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.